Vísir - 07.12.1965, Síða 4
VlSIR . Þriðjudagur 7. desember 1965,
í OFANVERÐUM októbermán-
uði sóttu tveir fulltrúar ís-
lenzkra viðskiptafræðinema
mót samtaka norrænna verzl-
unarháskólanema, sem að þessu
sinni var haldið við Verzlunar
háskólann i Stokkhólmi. Fuli-
trúar íslenzkra viðskiptafræði-
nema á þessu móti, sem haldið
var dagana 17.—23. október si.
voíu þeir Ragnar Einarsson og
Ragnar Þór Magnús. Við rædd
um við Ragnar Einarsson um
þetta mót og einnig höfðum við
tal af Júlíusi Sæberg Ólafssyni,
sem er formaður íslandsnefnd-
ar alþjóðasamtaka viðskipta
og hagfræðinema, og inntum
hann eftir þvi helzta, er þau
samtök hafa á starfsskrá sinni.
Ragnar Einarsson skýrði okk
ur svo frá, að íslenzkir við-
skiptafræðinemar hafi orðið
þátttakendur í samtökum nor-
rænna verzlunarháskólanema
fyrir tveimur árum, en alls eiga
12 skólar, er útskrifa rekstrar-
hagfræðinga, aðild að þessum
samtökum.
— Þetta er í fyrsta sinn, að
íslenzkir viðskiptafræðinemar
sækja mót samtakanna, sagði
Ragnar, en mót þessi eru hald-
in til skiptis við þá skóla, er
eiga aðild að þeim, og verður
hver skóli að taka á móti að
minnsta kosti 100 fulltrúum auk
sinna eigin. Að þessu sinni var
mótið haldið við Verzlunarhá-
skólann í Stokkhólmi, þar sem
1500 stúdentar stunda nám.
Viðfangsefni á þessu móti var
fyrst og fremst að hlýða á fyrir
lestra um afstöðu Norðurlanda
til markaðsbandalaga í Evrópu.
Þeir, er að ráðstefnunni stóðu,
sneru sér til sendiráða Norður-
landaþjóðanna í Stokkhóimi og
sænsku stjórnarinnar og ósk-
uðu eftir að opinber fulltrúi
hvers lands gerði grein fyrir af-
stöðu þess til þessara mála og
hlýddu þátttakendur á fulltrúa
allra sendiráða nema hins ís-
Ienzka, sem af einhverjum á-
stæðum hafði ekki svarað beiðni
mótsstjórnar. Margir fyrirlestrar
voru fluttir, m. a. talaði Bertil
Ohlin, sem er prófessor við
IESEC gengst fyrir starfsskiptam
viðskipta- og hagfræðinema
Rætt við tvo viðskiptafræðinema um norrænt og alþjóðlegt samstarf
Viðskiptafræðinemarnir Ragnar Einarsson og Júlíus Sæberg ölafss.
þennan háskóla, um tildrög að
stofnun markaðsbandalaganna
og vandamál þeirra. Þá ræddu
prófessorar og fulltrúar iðnrek-
enda um ýmis mál þessu skyld,
m. a. markaðsrannsóknir Norð-
urlandanna innan bandalaganna.
Okkur gafst tækifæri til að
heimsækja ýmis fyrirtæki og
kynnast rekstri þeirra. Við heim
sóttum m. a. Philipsverksmiðj-
urnar í Stokkhólmi og Electrolux
rafr.ækjaverksmiðjurnar og rædd
um við forstöðumenn þessara
fyrirtækja um vandamál varð-
andi útflutning og fleira.
í lok mótsins var haldin for-
mannaráðstefna fyrir skólana og
sat Ragnar Þór þá ráðstefnu
sem fulltrúi viðskiptadeildarinn-
ar hér. Var þar aðallega rætt
um fyrirgreiðslu um atvinnu fyr
ir nemendur skólanna á hinum
Norðurlöndunum.
Ráðstefnan var gestgjöfunum
til mikils sóma, enda var til
hennar varið sem svarar 400 þús.
ísl. króna og þó greiddu þátt
takendur ferðir og nokkurt þátt-
tökugjald. Má segja, að öil störf
mótsins hafi farið fram í anda
norrænnar samvinnu.
Júlíus Sæberg Ólafsson er
formaður nefndar alþjóðasam-
taka viðskipt- og hagfræðinema,
AIESEC, í viðskiptadeild Há-
skóla íslands.
— AIESEC eru ópólitísk sam-
tök, sem stofnuð voru árið 1949,
sagði Júlíus. Hlutverk þeirra er
að auka kynna milli viðskipta og
hagfræðinema og almenna þekk
ingu þeirra og með þetta fyrir
augum gangast samtökin fyrir
gagnkvæmum starfsskiptum
milli stúdenta, sem dveljast er-
lendis um tveggja mánaða skeið
að sumarlagi. í atvinnu hjá ein
hverju fyrirtæki. Einnig eru
haldin námskeið og ráðstefnur
um hagfræði. Á hverju ári eru
haldnar ráðstefnur allra aðildar-
ríkja, þar sem starfsskiptin
milli þjóða fara fram. Þá hafa
fulltrúar í hverju landi kannað,
hversu mörgum útlendingum sé
unnt að bjóða til sumardvalar og
eru skiptin ákveðin á ráðstefn-
unni. Þess má geta til gamans,
að á síðustu ráðstefnu, sem
haldin var í Helsinki, voru á-
kveðin gjöld einstakra landa til
samtakanna. Var löndunum
skipt í þrjá flokka og lagðar til
grundvallar skýrslur Sameinuðu
þjóðanna um meðaltekjur á
hvern mann í viðkomandi lönd-
um. Þessi skipting olli því, að
við íslendingar erum í efsta
flokki ásamt V-Þjóðverjum,
Svisslendingum, Svíum og fleiri
auðugum þjóðum. Okkur er þvi
gert að greiða sem svarar 7000
fsl. krónum til samtakanna, en,
því miður hefur erfiðlega geng-
ið að afla þessa fjár. Mennta-
Opið kvöld í Félagsheimilinu
málaráðuneytið hefur veitt okk
ur 15 þús. kr. styrk á ári hverju
en því fé hefur verið varið til
ferðalaga fyrir fulltrúa okkar á
ráðstefnum. Við kunnum vel að
meta þessa ágætu aðstoð
menntamálaráðuneytisins, en
við teljum tímabært orðið, að
leita til einkaaðila um styrk.
Næsta ár verður ráðstefna hald-
in í Tel Aviv og ferðakostnað-
ur næmi því um 20 þús. krónum
og helzt þyrfti að senda tvo
fulltrúa, ef við ætlum að sýna
fullan áhuga á þessu samstarfi.
íslendingar gengu í AIESEC
árið 1961 og það sumar kom
Framh. á bls. 6
Félagsheintilið
Dagsskrá vikunnar
Þriðjudagur 7. des.: Opið hús.
Miðvikudagur 8. des.: Leshring-
ur. Afstaða Frakka og fram-
tíð NATO. Opið hús.
Fimmtudagur 9. des.: Kynning-
arkvöid fyrir kennaraskóla-
nemendur. Leshringur: Hug-
myndir um sameiginlegan
kjarnorkuher og afvopnun.
Föstudagur 10. des.: Opið hús.
NATO-leshringirnir
Fyrsti NATO-leshringurinn af
fjórum, sem Heimdallur gengst
fyrir um þessar mundir, var sl.
föstudagskvöld. Skýrðar voru
hinar ýmsu greinar Atlantshafs
samningsins svo og skýrt frá
starfsemi og starfstilhögun
NATO. Margir tóku þátt í um
ræðum og var víða komið við.
Rétt er að. geta þess, að nokkuð
var ræddur sá misskilningur, er
virðist ótrúlega útbreiddur og
óspart ei; alið á af ýmsum að-
iljum, að Varnarsamningurinn
við Bandarlkin sé innifalinn í At-
lantshafssamningnum.
Að sjálfsögðu er þessu ekki
þannig farið, heldur er Vamar
samningurinn frá 1951 sjálfstæð
ur samningur við eitt ríki,
Bandaríkin, og við afnám þessa
samnings er því aðeins við
Bandaríkin að eiga, en úrsögn
úr NATO þarf alls ekki að koma
til. En nú hafa andstæðingar
NATO beitt þessum misskilningi
fyrir áróðri sínum, alið á hon
um, og falið sig bak við vig-
orðin „Mót her í landi“. En
þessi tilbúni skjöldur þeirra er
algjörlega haldlaust hjóm eitt
og blekking.
Síðari leshringimir verða nán
ar auglýstir síðar, og er full
ástæða að hvetja menn að vera
með.
Skólamál rædd / „Verzló
'44
í sl. viku efndi M.F.V.l. til mál
fundar um skólamál. Var fundur
þessi vel sóttur sem aðrir mál-
fundir skólans. Umræður urðu
aðall. um námsefni og kennslu
fyrirkomulag, og var ákveðið að
skipa 5 nemendur til að endur
skoða námsefni og kennslubæk
ur skólans. Skyldu þeir skila
áliti til skólanefndar. Þá var
rætt um nauðsyn þess að um
//
valfög yrði að ræða í skólanum
og inntökuprófum þyrfti að
breyta.
Töluverðrar óánægju gætti um
skólagjaldið en það er nú 5600
krónur. Um kennaralið skólans
urðu harðar umræður, en að lok
um urðu nemendur ásáttir um
ágæti þeirra. Lauk fundi þessum
síðla kvölds og má segja að slík
ir fundir séu mjög gagnleeir
nem. og skólum._______________