Vísir - 07.12.1965, Qupperneq 8
BSI,
8
'im
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Sölustjóri: Herbert Guðmundsson
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innartlands
f lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Hverfur de Gaulle?
J>að þóttu hvarvetna mikil tíðindi, er það barst út
um heimsbyggðina í gær að De Gaulle hefði ekki
hlotið nægilegan meirihluta til forsetakjörs í fyrstu
atrennu — aðeins 44% greiddra atkvæða. Var það
ekki sízt vegna þess að hann hefur lýst því yfir að ef
hann hlyti ekki 50% atkvæða myndi hann draga
sig í hlé. Margt mundi breytast í málum
Evrópu, ef svo færi. De Gaulle er nú á góðum vegi
með að sundra Efnahagsbandalagi Evrópu, þeirri
merku tiiraun sem þar er gerð, og hyggst einangra
land sitt frá varnarsamtökum vestrænna þjóða,
Atlantshafsbandalaginu. Fyrir einingu Evrópu og sam
vinnu þjóða álfunnar væri því ótvíræður hagur að
nýjum manni í forsetasæti í Elyseéhöll.
Merkt heilbrigðisstarf
[>að er full ástæða til þess að vekja á því athygli hve
gott og merkilegt starf áhugamenn um heilbrigðisefni
vinna um þessar mundir hér í borg. Krabbameins-
félagið hefur nú rannsakað þúsundir kvenna og fund-
izt hafa sjúkdómseinkenni hjá um 40 konum. Hið
mikilvæga er að stöðva sjúkdóminn á byrjunarstigi,
og því má vissulega segja að þó nokkrar konur eigi
líf sitt að launa þessari umfangsmiklu rannsókn. Sést
af því hve mikilvægt áhugamannastarf hér er unnið
af Krabbameinsfélaginu. Þá hyggst Hjarta og
æðaverndarfélagið gangast fyrir hóprannsóknum
á vissum aldursflokkum til þess að finna hjartasjúk-
dóma, sem stafa af æðakölkun. Vissulega er þetta hið
þarfasta verk og ber vonandi góðan árangur. Hér
hafa leikmenn sem lærðir gengið saman til átaka
við sjúkdómana, utan heilbrigðiskerfis ríkisins, og
ber vissulega vel að meta það mikla og góða framtak
sem í því felst.
Lögregluríki
JJngur íslendingur sem dvelst í Rhodesiu ritaði grein
hér í blaðið fyrir fáum dögum og finnur ekkert at-
hugunarvert við stjórnarfarið þar. Ekki sýnir hann
ýkja mikla skarpskyggni, og erfitt er að vera sam-
mála ályktunum hans. Sannleikurinn er sá að Rhode-
sia er nú lögregluríki, blöð eru ritskoðuð, mannrétt-
indi mjög takmörkuð og andstæðingum Smiths varp-
að í fangelsi án dóms og laga. Til lengdar getur fá-
mennur hópur hvítra manna ekki kúgað 4 milljónir
litaðra með slíkum brögðum, sem minna á verstu
verk Verwoerds. Sameinuðu þjóðirnar hafa mál Rhode
siu til meðferðar og það er vonandi að rödd Islands
heyrist þar meðal gagnrýnenda slíkra stjórnarhátta.
VÍSIR
Þriðjudagur 7.
desember 1965.
GOÐURLANDKYNN-
INGARBÆKLINGUR
Litbrá h.f. í Reykjavík hel'ur «ða myndabók, sem heitir
sent á markaðinn litla litprent- „Reykjavík í dag“.
Ný bók frá hendi
Ævars R. Kvarans
Frá hendi Ævars R. Kvarans
leikara og rithöfundar hefur
komið ný bók á markaðinn
„Gildi góðleikans“ en það er
safn rösklega 20 ritgerða um
merka og sérstæða menn, óleyst
ar gátur og ókunn svið.
Um bók sína kemst höfundui
inn sjálfur að orði, að í henni
reyni hann með ýmsum ólíkum
frásögnum að sýna hvemig það
kemur ævinlega í ljós að lokum
að kærleikurinn er sterkasta afl
ið, sem maðurinn getur kynnzt
Höfundurinn leiðir fram í bók
inni hinar hatrömustu andstæð
ur milli afla myrkursins annars
vegar sem leiða til mannfórna,
mannfyririitningar og skelfingar
0g hins vegar afla góðleiks og
kærleika og þvílíkum ótrúlegum
afrekum og árangri unnt er að
ná í skjöli þess.
Ævar R. Kvaran er enginn ný
liði á ritvellinum og fyrri bækur
'ians hafa allar náð mikilli hylli
vegna þess hve vel honum tekst
að glæða frásögn sína lífi og
gera hana læsilega og skemmti
lega. Þeirra einkenna gætir í
ríkum mæli einnig í þessari nýju
bók hans.
„Gildi góðleikans" um 200 síð
ur að stærð, prentuð á góðan
pappír og annar ytri frágangur
hinn snyrtilegasti. Ægisútgáfan
gaf út.
í bókarkveri þessu eru sam-
tals 34 litmyndir sem þeir Krist
inn Sigurjónsson og Rafn Hafn
fjörð, eigendur Litbrár hafa sjálf
ir tekið að langmestu leyti. Text
ann hefur Valdimar Kristinsson
skrifað.
í bæklingnum eru bráðsnotrar
yfirlitsmyndir af Reykjavík,
höfninni og fjallahringnum í
kring, sumar þeirra teknar úr
lofti. Þá eru sýndar ýmsar bygg
ingar svo sem Alþingishúsið,
Háskólahverfið og Hótel Saga,
Stjórnarráðshúsið, sambýlishús
og „villur“. — Myndir frá
höfninni, Tjörninni, frá Árbæjar
safninu, úr görðum og af lista
verkum, þjóðbúningi, bömum að
leik o. fl. Yfirleitt er reynt að
gera höfuðborginni skil í fáum,
en skýrum og glöggum dráttum
og draga höfuðeinkenni hennar
sem bezt fram.
Myndirnar eru allar teknar á
þessu ári og mjög vandað til
frágangs og prentunar. Kverið
er í grallarabroti og verði þess
stillt í hóf. Það má i hvívetna
mæla með því sem vina- eða
jólagjöf, ekki sízt til gjafa út
fyrir landssteinana I því er góð
landkynning.
Tvær norskar bækur í íslenzkri
þýðingu frá Ægisútgáfunni
Vísi hafa borizt tvær skáld-
sögur, báðar þýddar úr norsku,
sem nýkomnar eru á markað-
inn frá Ægisútgáfunni.
önnur þessara sagna „Leikur
örlaganna“ er eftir norsku
skáldkonuna og Nóbelsverð-
launahöfundinn Sigrid Undset
sem ásamt Selmu Lagerlöf, verð
ur að teljast ein mikilhæfasta
skáldkona Norðurlanda fyrr og
síðar.
Söguefni bókarinnar er um
þrá ungrar stúlku til að verða
leikkona og hvemig líf hennar
þróast í baráttu milli leiklistar
innar og heimilislífsins, eigin
manns og barna. Þetta er mikil
saga og skyggnzt inn í sálarlíf
söguhetjunnar af miklu djúp
sæi og skilningi, enda er Sigrid
Undset fræg fyrir sálarlífslýs-
ingar sínar. Þessi bók svíkur
engan sem gerir kröfur til góðra
bókmennta.
Hin sagan heitir „Örninn í
Hagafjalli“ eftir Steinar Hunne
stad Hún er byggð á sannsögu
legum atburði og er því mitt á
milli þess að vera skáldsaga og
frásaga. Segir í bókinni frá emi
í fjöllum Noregs sem hreif 3ja
ára stúlkubam í klær sínar og
flaug með það upp að bæli sínu.
Þaðan var telpunni bjargað lif
andi nokkm siðar. í bókinni er
skýrt frá hvarfi barnsins, sem
virtist í allan máta dularfullt frá
Framhald á bls. 3.
kvik,.
mynair
■ ™w||im|y|W»niir|inn«w|«««wrl"'""'y|llllll“,“',T]
Nokkrar myndir eru nú sýnd
ar í kvimyndahúsunum, sem
em ofar — og ein eða tvær langt
ofar — því venjulega. Háskóla-
bló sýnir hina frægu mynd
Hrun Rómaveldls, gerða af Sam
uel Bronstein með Sophiu Loren,
Stephen Boyd og Alec Guinness
í aðalhlutverkum. Þetta er mik
il mynd, afburða vel gerð og
leikin. í henni er Islenzkur texti.
Nýja Bíó sýnir Hlébarðann,
ítalsk-ameriska mynd, með
Burt Lancaster, Claudiu Cardi-
nale og Alain Delon í aðalhlut
verkum. Kvikmyndin hlaut
Cannes-verðlaunin í hitteð fyrra.
Margir kannast við efnið (sagan
þýdd á ísl.). Tónabfó sýnir stór
athyglisverða mynd um þrælasöl
una í heiminum sem enn er við
lýði þrátt fyrir alþjóðasam-
þykktir. Það er átakanlegt að
horfa á margt af því, sem djörf
um kvikmyndatökumönnum hef
ir hér tekizt að ná myndum af,
— meðferðin á fólkinu, m. a.
bömum og unglingum, og ekki
sfður átakanlegt að sjá að þetta
fólk þorir ekkert að segja, er
það er spurt, — sættir sig stund
um ekki ófúslega — að því er
virðist, við kjör sin. Aðrir kaflar
myndarinnar eru greinilega upp
fyllingarefni og miklu síðri.
Kópavogsbfó sýnir vel leikna
og sérlega athyglisverða franska
mynd, Unglingaástir, og er
smekkl. með efnið farið en sams
konar efni hefir sætt í sænsk
um myndum. Myndin heitir Les
Nymphettes. Aðalhlutv. Christ
ian Pesey og Collette Descom-
bes. — Kvikmyndin „Gildra fyr-
ir njósnara" í Gamla Bíói er
tæknilega skemmtileg og mjög
spennandi. Robert Vaughn leik
ur „Mr. Solon" Persónan Solon
þessi er geysivinsæl i brezku
og bandarísku sjónvarpi. —
ftalska leikkonan Luciana Pal-
uzzi leikur á móti honum. Þá er
„Frá St. Pauli til Shanghai" í
Laugarásbíói, þýzk mynd þar
sem hver viðburðurinn rekur
annan og allt logar tíð-
um í slagsmálum. Hafnarbfó sýn
ir „Sjóaragrín" sem fyndni og
fjör einkennir, og Stjömubfó
endursýnir ágæta mynd —
„Byssumar f Navarone".—Aust
urbæjarbfó er nýbyrjað að sýna
Sophia Lorm
„Á meðan borgin brennur". en
það er pólsk mynd um sprengju
árásimar á Dresden í síðari
heimsstyrjöld. Á hana var varp
að 600.000 sprengjum á einni
nóttu. Á dönsku hét myndin
„I nat dör en by“. —