Vísir - 07.12.1965, Síða 9

Vísir - 07.12.1965, Síða 9
\ V í S I R . Þriðjudagur 7. desember 1965. t'réttirnar af úrslitum frönsku forsetakosninganna komu yfir eins og reiðarslag. De Gaulle forseta hafði ekki tekizt að ná hreinum meirihluta atkvæða. Það hafði sannazt sem skoðana kannanir virtust benda til í vik unni fvrir kosningar, að fylgi de Gaulles hafði minnkað, að eins virtist sem úrslitatölurnar bentu til að fylgi hans væri jafnvel enn minna en birzt hafði i skoðanakönnunum. Talning atkvæða tók alllang an tíma, en þegar frá upphafi virtist það ljóst, að de Gaulle myndi ekki fá hreinan meiri hluta atkvæða. Fylgi hans í at kvæðatölum var nokkuð breyti legt svo að munaði allt upp í 5 prósentustig. Þegar búið var að telja um 200 þúsund atkvæði hafði de Gaulle 47% og fór fylgismönn um hans þá þegar að iítast illa á blikuna. Þegar búið var að telja hálfa milljón atkvæða var fylgi hans komið niður í 44% og þá mátti segja, að það væri ljóst, að hann gæti ekki sigrað. Við milljón atkvæði hækkaði hann upp í 45%, við tvær millj ónir upp í 47% aftur, við tvær og hálfa milljón atkvæða niður í 46% og þar stóð hann lengi, lækkaði síðan nokkuð og hækk fram, að de Gaulle muni draga sig í hlé. Þeir einblína á það, hve stoltur og mikillátur hann sé. Kosninganiðurstaðan sé svo ægilegt persónulegt niðurlag. særi svo metnað hans og stór mennsku ,að hann muni kasta frá sér öllum völdum. Hinn hópurinn og í honum virðast vera helztu stuðnings menn de Gaulles segja að þeir misskilji skapgerð hans, er imyndi sér að hann muni gef ast upp. Slíkt hafi aldrei ein kennt de Galille, þvert á móti hafi hann harðnað í hverri raun. Og þeir benda einnig á það, hve mikilvægur þáttur það sé i öllum lífsviðhorfum de Gaull es, að honum beri að gegna ákveðnu hlutverki. Hann eigi enn eftir að ljúka ævistarfi sínu. Þvi muni hann ekki láta undan, þótt blikur séu á lofti. Þessi hóp ur þykist þess fullviss, að de Gaulle muni aftur verða í fram boði í annarri lotu forsetakosn inganna, sem fram á að fara 19. desember. Þá stendur kosn ingin aðeins um tvo efstu fram bjóðendurna, de Gaulle og Mitt erand. Menn velta því og mjög fyrir sér, hvað hafi valdið þessu fylg istapi og ósigri de Gaulles og eru eins og að líkum lætur ýms ar raddir uppi um það. um það að de Gaulle væri orð inn raunverulegur einræðisherra hafa ekki við rök að stvðjast. Svo getur jafnvel farið, að de Gaulle bíði ósigur í kosningun um 19. desember og nú vænir enginn hann um annað en að hann muni þá hlíta dómi þjóð arinnar. Sennilega gæti de Gaulle núna á þessum tíma fram að síðari kosningunum tekið sér einræðisvald, en slikt er álitin fjarstæða. Hann hefði áður haft tækifæri til að hrifsa völdin til sín, en slíkt er í algerri andstöðu við lífsskoðanir hans. Hitt hefur mikið verið rætt um, að £ Frakklandi rikti ekki beinlínis lýðræði, heldur nokk urs konar sjónvárps-ræða. De Gaulle hefur þótt notfæra sér mjög aðstöðu sína í sjónvarp inu, hann heíur ýmist haldið blaðamannáfundi eða haldið ræður í*! þjóðarinnar, með að meðahali tveggja mánaða fresti og > vítt takast vel, að ná snert ingu við almenning með þessum hætti, tryggt sér þannig fylgi alþýðunnar í ýmsum stórmálum. 1 kosningunum að þessu sinni er einnig talið, að sjónvarpið hafi haft úrslitaáhrif, en þau ekki orðið de Gaulle í vil. 1 kosningabaráttunni að þessu sinni var þess gætt betur en áður, að allir frambjóðendumir nytu jafnrar aðstöðu. Forsetinn de Gaulle, sem var að berjast við að fá hreinan meirihluta at kvæða fékk ekki lengri ræðu Mörgum finnst það vera oröið hjákátlegt, hvemig de Gaulle sjálfum sér við Frakkland og frönsku þjóðina. Þessi teikning á að sýna hvemig hann flaggar með ýmsum þjóðareinkennum. Gaulles þeim. Þetta hefur nokkuð haft sín áhrif að evða áliti de Gaulles allt í einu var hann orðinn eins og allir hinir. 1\ v 1 * #■ 1 l-\ JBll UXííIlC; W' aði til skiptis, en talið var i gær,f að atkvæðahlutfall hans myndi verða einhvers staðar í kringum þetta 46—47%. Allt í einu stóð franska þjóð in frammi fyrir þeirri staðreynd, að de Gaulle hafði beðið ósigur og vafaláust varð mörgum bylt við. Og menn veltu því fyrir sér hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa. Þýðir þetta að tímabil de Gaulles sé liðið, nú sé aftur kominn tími hinna ólíku stjórn málaflokka, að taka upp hinar venjulegu þingræðislegu aðferð ir, hefja deilur og hrossakaup? Um það getur enginn ennþá sagt með vissu, nema ef til vill de Gaulle sjálfur. Þegar úrslitin urðu kunn bjuggust sumir við því, að tilkynning myndi koma frá honum, um að hann drægi sig til baka. En í það hafði hann látið skína í ræðum sín um í sjónvarpinu. Hann reyndi að hvetja menn til að kjósa sig með því að ógna þeim með því að stjómleysi myndi við taka, þegar hans missti við og lét jafnvel að þvf liggja að ef hann ekki fengi meirihluta at kvæða í fyrstu lotu, þá myndi hann draga framboð sitt til baka i annarri lotu. Or þessu verður ekki skorið fyrr en með yfirlýsingu de Gaulles sjálfs, ef hún þá kemur. Hins vegar er mikið rökrætt um þetta f Frakklandi og skipt ast skoðanir manna f tvö horn alveg eftir þvf, hvernig menn lfta á skapgerð forsetans. Annar hópurinn heldur því Fyrst ber að benda á það, að kosningar þessar sýna, að þrátt fyrir mikil völd forsetans, þá sýna kosningarnar, kosningabar áttan i , úrslitin, að dylgjur tíma en frambjóðandi sem stóð f- járnum hvort fengi 5% at kvæða. Þetta gerði aðstöðu de Gaulles að sjálfsögðu lakari en ella. Þá var það annað, sjónvarps Mestu mistök de Gaulles í kosningabaráttunni voru þegar hann grátbændi kjósendur um að kjósa sig. myndimar voru de Gaulle ekki í vil. Þvf varð ekki leynt á sjónvarpstjaldinu, að hann er orðinn gamall maður. Og þeg ar hann var svo óheppinn, að lenda við hlutkesti við hliðina á yngsta frambjóðandanum og harðasta keppinauti sfnum Jean Lecanuet, þá urðu ellimörk hans enn ljósari. Og það vantaði ekki, að Lecanuet reyndi að hamra það inn í kjósenduma, að de Gaulle væri orðinn gamalmenni. Það var orðið fleygt um allt Frakkland, að Lecanuet kallaði de Gaulle afa gamla og lagði út af þessu margar kaldhæðnis legar líkingar, sem hlegið var að: — Mvnduð þér þora að lána afa yðar bflinn yðar í umferð inni á götum Parfsar? spurði hann. Eða — Það er kominn tími til að afi gamli fari að hvfla sig o. s. frv. I kosningabaráttunni kom það e. t. v. í ljós, að það er sjón varpslýðræði, sem ríkir f Frakk landi. Það hefur komið glöggt i ljós, hve öflugt áróðurstæki sjónvarpið er, þar sem allur þorri þjóðarinnar fylgist með þvf sem þar gerist og þá er svo komið, að það er eins og það skipti orÖið minna máli, hver stefna frambjóðendanna er. — Hitt er mikilvægara hvemig þeir standa sig í sjónvarpinu og hvemig þeir taka sig út. Stjórn málin eru orðin eins konar stjömudýrkun f sjónvarpinu. Nú hefur de Gaulle haft orð á sér fyrir góða framgöngu í sjónvarpi, en hér var aðstaðan ólík eða áður. Nú varð nann að stfga niður frá mikilleik sín um og taka þátt í þjarki við hina frambjóðenduma samhliða Það er lfka álitið, að de Gaulle hafi orðið á mistök sérstaklega í einni sjónvarpsræðu sinni. — Hann þótti þar lítillækka sig um of, hann virtist i einum kafla ræðu sinnar, grátbiðja menn, líkast þvf falla á kné fram og biðja fólk um að kjósa sig. Við þessa ræðu mátti merkja að hann beið álitshnekki og það var greinilegt að eftir þessa ræðu fór það að koma fram í skoðanakönnunum, að fylgi hans tók talsvert að hraka. I síðustu sjónvarpsræðu sinni fyrir kosningamar hafði hann þvf algerlega breytt um stefnu. Hún var augsjáanlega við það miðuð, að reyna að sannfæra kjósendur, að á honum væri eng in ellimörk að sjá. Hann kom þar fram sem stæltur maður, rödd hans var hvellari og sterk ari en venjulega og hann hrevfði hendumar mikið, að frönskum sið, til áherzlu orðum sínum. En næstur á eftir honum kom hinn ungi Lecanuet og byrjaði á sfnum hæðnisorðum um afa gamla. Vera má að mörgum hafi nú líka þótt óviðeigandi, hvernig de Gaulle líkti sjálfum sér við Frakkland og frönsku þjóðina. Þetta hefur hann gert oft áður, og þá hefur það hitt f mark á alvörunnar stundum. En þegar til langframa lætur verður þessi afstaða leiðigjöm og í augum margra fer hún að verða hlægi leg. Og kannski blandast það saman við, að Frakkar hafa ekki verið vanir því að sami maður eða sama stjórn fari með völdin alltof lengi. Fyrir stríð var með alaldur franskra ríkisstjóma 7 mánuðir. en valdaferill de Gaulles verður þegar talmn ) jafnmörgum árum. 1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.