Vísir - 07.12.1965, Síða 16

Vísir - 07.12.1965, Síða 16
Þrfójudagur 7. desember 1965 SAMID ÍNÓTT VID MA TSVEINA Samkomulag náðist kl. 1 i nótt í kjaradeilu Félags mat reiðslumanna og Skipaútgerðar ríkisins og var það undirritað með fyrirvara. KI. 2 eftir há degi i dag verður haidinn fund ur f Félagi matreiðslumanna, þar sem samkomulagið verður borið undir atkvæði. Ef það verður samþykkt kem ur ekki til neinnar röskunar á strandferðum Skipaútgerðarinn ar. Esja á að halda úr höfn í hringferð í kvöld og hefði orð ið fyrir skipið til að stöðvast ef ekki hefði náðst samkomu lag. Verkfall matreiðslumanna hefur staðið yfir siðan á mið nætti á laugardag og það átti að ná til fjögurra matsveina á Esju og Heklu Akureyrarsjúkrahúsfö stækkað fyrir 70 milljónir króaa Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er fyrir allöngu orðið of lítið og er nú orðin knýjandi nauðsyn á að viðbótarbygging verði byggð við húsið. Er talið^ nauðsynlegt að hún verði um 14 þús. rúmmetrar, eða svipuð og gamla byggíngin. Er talið að sú bygging mundi kosta allt að 70 millj. króna. Samþykkti bæjarstjóm Akur- eyrar á fundi sínum fyrir skömmu að fela stjórn sjúkra- hússins að gera áframhaldandi athuganir á máli þessu og miða við að framkvæmdir hæfust 1967. Þá var samþykkt að fara þess á leit við fjárveitinganefnd Alþingis að tekið yrði upp í fjárlög 1966 bvrjunarframlag til byggingar þessarar eigi lægra en 3 millj. króna. Aðalfundur Full- trúaráðsins í í kvöld verður haldinn aðal fundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðis félaganna f- Reykjavík. Verður fundurinn í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 20,30. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf en að þeim loknum mun iðnað- armálaráðherra Jóhann Hafstein flytja ræðu sem nefnist: „Á vega mótum stóriðju og stórvirkj- ana“. Að ræðunni lokinnl mun framsögumaður svara fyrirspurn um fundarmanna. Stóriðjumálin hafa verið ofar lega á dagskrá sfðustu daga, þar sem gengið hefur verið frá frum sainkomulagi milli fulltrúa ríkis stjómarinnar og Swiss Aluminl- um um byggingu alúmínverk- smiðju við Straum. Eru fulltrúar hvattir til að fjölmenna til fund arins. LÆKNAMIDSTÖD VAR jSíríus á strandstað; í DREIFBÝUNU Til þess að bæta úr hinum miklu vandræðum, sem nú ríkja víða um land í dreifbýlinu vegna lækna- skorts hefur stjóm Læknafélags ís lands sagt það álit sitt að þessi vandi verður bezt ieystur á þann hátt að komið verði á fót lækna miðstöðvum þar sem fieiri læknar sameinist um þjónustu á stærri svæðum, en nú taka yfir einstök læknishéruð. Blaðið sneri sér til formanns Læknafélags Isiands dr Ólafs Bjarnasonar og spurðist fyrir um hvort Læknafélagið hefði ein hverja sérstaka staði i huga sem hentugir gætu verið fyrir slíkar mið stöðvar. Kvað dr. Ólafur það mál að sjálfsögðu hafa verið rætt, en að svo stöddu væri félagið ekki tilbúið að leggja fram neinar ákveðnar tillögur i því máli. Ljóst væri að aðstaða til að koma upp slíkum mið stöðvum væri mjög mismunandi og langt væri frá að þær hent Framh. á bis. 6 FANNST MEÐ- VITUNDARLAUS 1 gærmorgun fannst unglings- stúlka llggjandl og meðvitundar laus utan við Reykjaner autina fyrir ofan Sólvang við Hafnar- fjörð. Þetta var 14 ára gömul telpa sem á heima suður á Vatnsleysu- strönd, en árla morguns eða seinni hluta nætur í fyrrinótt tók hún reiðhjól og hjólaði til Hafnarfjarð- ar. Um erindi hennar er ekki vitað. En rétt fyrir klukkan sjö í gær- morgun rakst einhver vegfarandi á telpuna þar sem hún að ein- i hverju leyti lá ofan á reiðhjólinu í rétt utan við vegbrún Reykjanes- brautarinnar og var þá meðvit- : undarlaus. j Telpan var flutt fyrst í lögreglu ! varðstofuna í Hafnarfirði og þaðan j j f slysavarðstofuna í Reykjavík til j læknisskoðunar Seinna í gær sóttu j foreldrar telpunnar hana og fóru j með hana heim til sín. j Það sáust engin teljandi meiðsli , indverskt Buddahof úr fílabeini sem ' á telpunni við læknisskoðun. Það boðið verður upp i dag á listmuna | er helzt gizkað á að hún muni uppboði Sigurðar Benediktssonar í I hafa fengið aðsvif 1 Þjóðleikhúskjallaranum. Þetta er togarinn Síríus, eign útgerðarfélags Tryggva Ófeigs- sonar, en togarinn sleit sig laus an frá legufærum sínum á Sund unum og rak inh á Elliðaárvog í skjóli nætur og myrkurs. Þar lá hann með stefnið uppi í fjöru, þegar starfsmenn f vélsmiðjun um við Súðarvog, hinum megin við voginn, mættu til vinnu á mánudaginn, skammt frá Áburð arverksmiðjunni, en þó í hvarfi frá henni. í gær var togarinn dreginn út á flóðinu og reyndist hann ekki skemmdur og leki hafði ekki komið að honum að því er virt; ist við fyrstu athuganir. Það var Goðanesið, skip tryggingafélag- anna, sem kom og dró skipið á j flot. Liggur skipið nú við Ingólfs / garð í Reykjavíkurhöfn. > Listmunauppboð í dug Sigurður Benediktsson heldur listmunauppboð í Þjóðleikhúss kjallaranum i dag kl. 17 og verða munimir til sýnis til kl. 16 f dag. Á uppboðinu má búast við að verði yfir 60 munir, en síðdegis í gær höfðu borizt um 50 mun ir og voru þá munir enn að berast. Einn merkasti gripurinn á uppboðinu verður Buddahof úr fflabeini, rúmlega hálfur metri á hæð. Er það indversk lista smíð, talin frá seinni hluta 18. aldar. Þá er forkunnarfagur hand- sleginn málmdiskur lagður gulli með 9 samsettum myndum úr svörtum marmara, lapís og agöt um Er diskurinn talinn gerður í Flórens um 1840. Gamalt kínverskt borð ásamt tveimur stólum verður boð" upp, einnig lítið „negraborð" smíðað á Italíu á 18. öld og danskt borð með djúpskurðar plötu. Mikið verður boðið upp af silfurmunum, bæði einstökum munum svo sem hnífum skálum og vösum, svo og fleiri munum saman, t.d. borðsilfri og kaffi setti úr sænsku silfri. Þá eru munir úr postulíni og fílabeini ,og að lokum má geta tveggja persneskra gólfábreiðna sem seldar verða hvor í slnu lagi. OOUOOBQBBUUDUDUaDUQaDI 17 DAGAR TIL JÓLA □□□□□□□□DDDDDI3DOODDDD I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.