Vísir - 09.12.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 09.12.1965, Blaðsíða 1
VISIR 53. árg. - Fimmtudagur 9. desember 1965. - 282. tbl. Happdrættisvinningar fyrír 26millj. kr. ijólamánuðinum Hvorki mcira né minna en 26 milljón krónur renna í vasa almennings í jólamánuðinum f happdrættisfé. 1 desember draga tvö af stóru happdrættun um þremur um stærstu vinn- inga ársins, dregið er um vinn- inga fjölda smærri happdrætta. ----------------------------------------------------------------------------1------------------<$> v þart mývatn gegn vegna kísilgúrvinnslunnar Samkvæmt þeim upplýsingum 1 sem Vísir hefur aflað sér var dregið um stærsta vinning mán aðarins hjá SIBS 6. desember, og var það hálf önnur mSIIjón, sem kom á miða númer 25265 í Árbæjarumboði í Grýtubakka- hreppi. Alls var dregið um 2000 vinninga h]á SÍBS, að fjárhæð samtals rúmlega 5 milljón krón ur og er það nær helmingi hærrl Framh. á bls. 6. Á fundi í sameinuðu Alþingi í gær beindi Björn Jónsson (K) fyrirspurn til iðnaðarmálaráð- herra í fjórum liðum um kísil gúrverksmiðju. Fyrirspurnin hljóðar svo: 1. Hafa verið teknir upp samningar við aðra erlenda að ila um þátttöku í kísilgúr- vinnslu og sölu en ráð var fyrir gert í rökstuðningi fyrir lögum um kísilgúrverksmiðju við Mý- vatn, og ef svo er, hve langt eru þeir samningar á veg komn ir og hver eru meginatriði þeirra? 2. Er fyrirhugað að leggja samninga, ef gerðir verða við aðra aðila og á öðrum grund velli en ráð var fyrir gert í greinargerð ríkisstjórnarinnar með frumvarpi til laga um kís ilgúrverksmiðju við Mývatn, fyrir Alþingi? 3. Hvað líður athugunum á þeim hættum og vörnum gegn þeim, sem leiða kann af bygg- ingu kísilgúrverksmiðju við Mý vatn fyrir dýralíf í Mývatni og við Mývatn? 4. Hvaða samráð hefur ver- ið haft, eða er fyrirhugað, við. Mývetninga og þ. á. m. við iandeigendur og eigendur veiði réttar í Mývatni um starf- rækslu fyrirhugaðrar kísilgúr- verksmiðju? Dómsmálaráðherra Jóhann Hafstein sagði, að það væri mjög eðlilegt að þessar spurn ingar væru fram komnar og Franih. á bls 6 Yfir 200 bækur á /olavertíðinni Bókaútgáfan í haust virðist vera ívið meiri heldur en á sama tíma í fyrra. Er það að vissu leyti eðlilegt, þar sem prentaraverkfallið dró nokkuð úr útgáfunni i fyrra- haust. Sumir útgefendur, sem síðbúnir nrðu með bækur sín ar þá geymdu þær fram á þetta haust. Mest virðist vera gefið út af barna- og unglingabókum fyrir jólin og mun láta nærri að þær séu a. m. k. f jórði hluti allrar jólabókaútgáfunnar f haust hvað titlafjölda snertir Bókaútgefendur telja ævin- lega nokkuð örugga sölu í slík um bókum fyrir hver jól. Þá er og mikið af þýddum skáld sögum og munu þær vera næst stærsti liðurinn í jóla- bókaútgáfunni f haust. Geir Jónasson bókavörður við Landsbókasafnið hefur tjáð Vísi að í fyrrahaust hafi 285 bækur komið á jólamark- að. Nú séu þegar komnar á- Iíka margar bækur út, og bú- ast megi við einhverjum til viðbótar til jóla, þannig að heildarfjöldinn verði senni- lega nálægt 300. Ljósmyndari Vísis tók meðfylgjandi mynd i morgun í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssohar þar sem jólabökunum í ár er staflað upp í háa stafla. Afgreiðslustúlkur verzlunarinnar, sem standa hjá bókunum, heita - talið frá vinstri: Herta Kristjánsdóttir, Edda Magnúsdóttir og Hulda Stefáns- dóttir. í bókastaflanum hér á myndinni eru allar aðaljólabækur í ár á 3ja hundrað talsins og vilji ein- hver eignast þær á einu bretti kosta þær um 51 þúsund krónur. Nýtt lagafrumvarp í vændum STERKA ÖLIÐ VERÐI Pétur Sigurðsson er flutningsmqðurinn Senn mun verða borið fram frumvarp á Alþi'ngi um það að leyft verði aB brugga sterkt öl til sölu hér innanlands. Flutningsmaður verður Pétur Sigurðsson og fleiri þingmenn. Berast þessar fregnlr sömu dag ana og tveir aðilar í land- inu hafa opinberlega Iýst þeim fyrirætlunum sfnum að koma á fót ölgerðarhúsum og hefja framleiðslu og sölu á sterkum bjór, strax og leyft verður. Pétur Sigurðsson tjáði Vísi f -^S> mmmmmm BifreiS ekið á veitingahús í gærkveldi var bifreið ekið á hús uppi i Mosfellssveit. Bæði hús ið og farartæklð skemmdust, en fólk sakaSi ekkl. Það var klukkan rúmlega 10 f gærkveldi að lögreglunni í Reykja vík var gert aðvart um að bifreið hafi verið ekið á veitingaskálann að Geithálsi og tjón hlotizt af. Verksummerki sá lögreglan greini leg þegar hún kom á staðinn þvf stór rúða í húsinu lá í molum og auk þess var dyraumbúnaðurinn brotinn. Bifreiðin var allmikið skemmd. Við frumrannsókn þóttust lög reglumennirnir verða þess áskynja að ekillinn ,sem var kvenmaður, mundi hafa verið undir áhrifum áfengis. Eigandi eða umráðamaður bílsins var með í förinni, einnig undir áhrifum áfengis Hafði hann ekið bifreiðinni upp að Geithálsi en lofað förunaut sínum að taka í stýrið, og' þá fór sem fór. Annað umferðaróhapp varð á Bjargarstig fyrir hádegið í gær, Þar var bifreið ekið á umferðar merki og hlutust af talsverðár skemmdir á farartækinu. i gær að hann hefði nU í undir- búningi nýtt frumvarp þar sem bruggun sterks bjórs væri heim iluð til sölu hér á landi. Enn væri ekki afráðið hverjir með- flutningsmenn frumvarpsins yrðu en hann myndi leita stuðn ings manna úr öllum flokkum til þess að koma þessu ópóli- tfska hagsmunamáli í fram- kvæmd. SVIPAÐ DÖNSKUM PILSNER. Eins og menn rekur minni til bar Pétur fram frumvarp um áfengt öl á þinginu 1961. Náði málið þá ekki fram að ganga. Þá var gert ráð fyrir i frumvarpinu að leyft yrði að brugga og selja hér bjór með allt að 3.5% áfengismagni. Nú má bUast við að í hinu nýja LEYFT frumvarpi verði markið sett nokkru hærra, þannig að ölið verði svipað að styrkleika og danskur pilsner. Pétur kvaðst hafa dregið að leggja fram frumvarpið þar sem hann hefði beðið eftir niðurstöðum nefnd- ar sem nú vinnur að endurskoð un áfengislaganna, en þar sem álit nefndarinnar hefur ekki enn borizt er búizt við að frum varpið sjái dagsins Ijós eftir skamman tfma. POLAR BEER. Nú er sterkt 81 bruggað hér á landi, sem kunnugt er, en það er aðeins til útflutnings, til varnarliðsins og erlendra sendi ráða hér f borg. Þá er það einn ig selt í íslenzku flugvélunum. Er það Ölgerð Egils Skalla- grimssonar h.f. sem þetta öl bruggar, nefnt „Polar Beer". . Tveir aðilar hyggjast hefja Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.