Vísir - 09.12.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 09.12.1965, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Fimmtudagur 9. desember 1965. SMITH boðar gagnráðstafanir Mlkið er rætt um það á Norður Iöndum, aö Svíar tóku þá ákvörð un á seinustu stundu, að greiða atkvæðl eins og Danir, þ.e. með ályktunartillögu Asíu og Afríku ríkja varðandi refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku, en meðal 16 þjóða, sem sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una voru Noregur, Finnland og ís land. Portúgal var eitt á móti. Til lagan á eftir að koma fyrir Ailsherj arþingið og öryggisráðið eitt getur fyrirskipað refsiaðgerðir, en þar gæti komlð til greina beiting neit unarvalds. Nilsson, utanríkisráðherra Sví- þjóðar gerði grein fyrir afstöðu Svía í gær í iæðu Lagði hann á- herzlu á að grundvöllurinn undir fyrri mótbárum hefði fallið niður, vegna þess að fyrir viðleitni Dana á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, var tillagan hóflegar orðuð. Borten forsætisráðherra Noregs var í Stokkhólmi í gær og ræddi vlð Nilsson. Hann varaði við að gera of mikið úr ágreiningi Norður landa um þetta mál. Skoðanagrund völlur Norðurlanda varðandi Suður Afríku væri hinn sami. IAN SMITH — — Ian Smlth forsætisráðherra Rhod esíu flutti útvarpsræðu f gær og boðaði róttækar gagnráöstafanir til þess að draga úr áhrifum refsiað- gerða brezku stjómarinnar. — Hann kvað framvegis ekkl verða tekið við grelðslu í sterllngspund- um frá löndum á sterlingssvæð- inu — aðelns bandarískum og kanadiskum dollurum og svissnesk um frönkum. Hann kvað enn veröa dregið úr innflutnlngi frá Bretlandi og hótaði að hækka flutningsgjald á kolum til Zambiu á járnbrautum Rhodesiu o. fl. Smith tók það skýrt fram, að ef refsiaðgerðir leiddu til atvinnuleys is í landinu, .yrðu landsmenn að sitja fyrir þeirri vinnu sem væri að fá, en annarra landa menn yrðu I sendir heim. í Rhodesiu er nú y2 milljón manna frá öðrum löndum við ýmis störf ,en langflestir verka menn eru frá nágrannalöndum Rhodesíu Mývatn — Framh. af bls. 1 sneri sér síðan að fyrsta lið fyrirspurnarinnar. Þegar lögin um kisilgúrverksmiðju við Mý- vatn voru samþykkt á Alþingi vorið 1964, hafði verið gert bráðabirgðasamkomulag við hollenzka fyrirtækið AIME um samvinnu við vinnslu og sölu kísilgúrs úr Mývatni. Á grund- velli samkomulags þessa var Kfsiliðjan h.f. stofnuð í júní 1964 af íslenzka ríkinu og hinu hollenzka fyrirtæki, til að ann ast endanlega skipulagningu og annan undirbúning kísilgúr- verksmiðju við Mývatn. Sam- kvæmt samkomulaginu skyldu aðilar stofna tvö félög, fram- leiðslufélag og sölufélag, þegar fyrmefndum undirbúningi væri lokið með þeim árangri, sem báðir aðilar teldu viðunandi. Snemma á þessu ári voru aðilar sammála um að afstaðnar at- huganirogrannsóknir réttlættu það, að ráðizt yrði í byggingu verksmiðjunnar. Þegar á reyndi var hollenzka fyrirtækið hins vegar ekki reiðubúið til að efna samkomulagið að fullu, með því að taka þátt í stofnun fram leiðslufélagsins og sölufélags- ins, þar sem slfk þátttaka yrði því fjárhagslega ofviða vegna annarra fjárfrekra fram- kvæmda, sem það hefði ný- lega lagt f. 1 staðinn bauðst það til að annast sölu kísilgúrs ins gegn ákveðnum sölulaun- um. Ríkisstjórnin taldi slíkt fyrirkomulag óviðunandi þar sem það gæfi enga tryggingu fyrir sölu kísilgúrsins. Varð þvf að ráði að kanna möguleika á framleiðslu og sölu kísilgúrs í samvinnu við aðra erlenda að- ila og í þeim tilgangi hafa ver- ið teknar upp viðræður við bandaríska fyrirtækið Johns- Manville. Af hálfu ríkisstjóm- arinnar hafa tekið þátt í viðræð unum, þeir Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, dr. Jóhannes Nordal, bankastj. og Halldór Jónatansson, lögfræðingur. Við ræður þessar hafa verið jákvæð ar til þessa, en þær verða ekki til lykta leiddar, fyrr en á næsta ári, þar sem beðið er eft ir niðurstöðum af rannsóknum Johns-Manville á sýnishomum úr Mývatni. Við öðrum liðnum gaf ráð- herrann eftirfarandi svar. Lög- in um kfsilgúrverksmiðju við Mývatn nr. 22/1964 veita al- mennan rétt til samvinnu við erlendan aðila um framleiðslu og sölu kísilgúrsins og tak- markast lögin því ekki við hol- lenzka félagið AIME og sam- vinnu við það. Ráðherra sagði einnig að hann teldi rétt að Alþingi yrði gerð grein fyrir til hlítar, þegar hugsanlegar breytingar lægju fyrir frá því, sem áður var ráðgert við af greiðslu málsins í þinginu. Svohljóðandi svar gaf ráð- herrann við þriðja liðnum. Und irbúningur kísiigúrvinnslu við Mývatn hefur allur miðazt við það, að forðast bæði tjón á dýralífi þar og náttúruspjöll. Þannig var verksmiðjunni ráð gerðpr staður í Bjamarflagi við Námaskarð í um 3 km f jarlægð frá vatninu. 4. mað sl. ritaði Kísiliðjan h.f. náttúruverndar- ráði bréf og óskaði álits þess á hinum fyrirhuguðu fram- kvæmdum félagsins við Mý- vatn. í framhaldi af þessu lét Baldur Lfndal náttúrvemdar- ráði í té tvær greinargerðir um, hvaða úrgangsefni sé um að ræða við framleiðslu kísil- Kjötkaupmenn Matvörukaupmenn FÉLAGSFUNDUR Almennur félagsfundur verður haldinn í TJARNARBÚÐ í kvöld og hefst kl. 8,30 DAGSKRÁ: 1. Skýrt frá fyrirhuguðum samningum við V. R. 2. Afgreiðslutími verzlana í Reykjavík ___________ Stjórnimar. gúrs og hvaða ráðstafanir eru fyrirhugaðar til að koma í veg fyrir, að þau valdi tjóni á dýra lffi og jurtagróðri Mývatns og umhverfi þess, svo og, hvernig tryggt verði að olía komist ekki í vatnið. Varðandi fjórða liðinn, byrj- aði ráðherrann að lesa upp sam þykkt sem hreppsnefnd Skútu staðahrepps og bæjarstjóm Húsavíkur hafði gert um kísil gúrverksmiðju á fundi 19. sept. 1961. 1 fundarsamþykkt þessari er skorað á ríkisstjómina að láta halda kappsamlega áfram at- hugunum og áætlanagerð um ] kísilgúrverksmiðju við Mývatn og öllu er þar að lýtur. Jafn- framt skoraði fundurinn á Al- þingi að veita nauðsynlegt fé til þessara rannsókna svo að þeim geti orðið lokið og áætlun argerðinni hið allra fyrsta. Einnig stóð í samþykkt þess- ari, að fundurinn hefði ákveðið að senda öllum þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra og einnig landskjörnum þing- mönnum, sem búsettir eru í kjördæminu áskorun, er hann hafði samþykkt til ríkisstjórn arinnar og Alþingis um málið og væntir þess að allir þessir menn veiti málinu brautár- gengi. Að lokum sagði ráð- herra, að þeir Magnús Jónsson fjármálaráðherra og Karl Krist jánsson hefðu haldið fundi á s. I. ári og þessu ári með þess um aðilum og hefði þeim verið gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og fyrirhugaðri starfrækslu verksmiðjunnar. Enn væri ekki lokið samning- um við landeigendur, en það yrði væntanlega innan skamms. Sterkt öl Framh. af bls. 1 gerð sterks öls. Það er hol- lenska stórfyrirtækið Heineken, sem hyggst koma hér’ upp öl- húsi í samráði við einn af stór kaupmönnum borgarinnar Rolf Johansen. Þá hefur Sana á Ak- ureyri áætlanir um að brugga sterkt öl og eru tækin á leið- inni til landsins frá Danmörku. Má því senn búast aftur við miklum umræðum um það hvort leyfa eigi bruggun sterks öls f landinu og sölu þess, því þetta mál hefur jafnan verið eitt af mestu hitamálunum með þjóðinni. Bótar — Framh. af bls. 16 hafa raunar verið flutt á álfa brennur, sem verið er að hlaða víðsvegar um borgina. Það er því vissara fyrir bátaeigendur, sem eiga báta sína í Reykjavíkurhöfn að taka sér göngutúr niður að höfn einhvern næstu daga til að fullvissa sig um að bátar þeirra séu ekki komnir á ein hvern brennuhlaðann, og eins að tala við hafnarverðina til að gera þeim grein fyrir báta eign sinni. Bátar þeir sem hér er um að ræða eru aðallega litlir trillubátar, en nokkrir þilfars bátar eru í þessum hópi líka. 26 milljónir — Framh. af bls. 1 upphæð er dregið er um aðra mánuði ársins. 3. desember dró DAS um vinn inga að heildarupphæð 2 milljón og 215 þúsund krónu'r og var hæsti vinningurinn ibúð á 500 þúsund krónur, en desember er ekki vinningahæsti mánuður DAS, þar sem happdrættið fer ekki eftir almanaksárinu. Á morgun dregur happdrætti Háskóla íslands um sínar 15 milljón 780 þúsund krónur og skiptast þær niður á 6300 vinn inga. Hæstu vinningarnir tveir eru á milljón hvor, en næstu númer fyrir ofan og neðan mið ana sem milljónirnar hljóta fá 50 þúsund krónur hver í sárabætur. Síðan eru tveir vinn ingar á 200 þúsund og tveir á 100 þúsund krónur. Vinninga- upphæð Happdrættis Háskóla ís lands í desember er þrisvar til fimm sinnum hærri en aðra mán uði ársins. Þá eru 7 önnur happdrætti sem f desember draga um vinn inga yfir 50 þúsund krónur. Framsóknarflokkurinn dró um þrjá bíla að upphæð sam- tals 516 þúsund krónur. Á Þor láksmessu draga svo eftirtalin happdrætti: Styrktarfélag van- gefinna um fólksbíl og jeppa að upphæð samtals 524 þúsund krónur. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um tvo bíla og aðra vinninga að upphæð samtals 544 þúsund. Þjóðviljinn um tvo bíla að upphæð 310 þúsund og Alþýðuflokkurinn um þrjá bfla að upphæð 488 þúsund. Knatt spyrnufélagið Haukar dregur um leikföng fyrir 50 þúsund krónur. Á sjáifan aðfangadag dregur svo Sjálfsbjörg, lands samband fatlaðra um bíl að upp hæð 330 þúsund krónur og verð ur það ekki amalegur jólaglaðn ingur. Flautuleikari — Framh. af bls. 16 sinni og lék Gilbert með þeirri hljómsveit í mörg ár Telur hann þetta samstarf með Beecham hafa orðið sér alveg ómetanlegt. Síðar eftir stríðið, bauð Beecham honum svo stöðu aðalflautuleikara við Royal Philharmonic Orchestra í London. Geoffrey Gilbert hefur ferðazt víða um heim og haldið sjálf- stæða tónleika og einnig hefur hann leikið með hljómsveitum und ir stjóm frægra hljómsveitarstjóra svo sem Furtwanglers, Kleibers, Bruno Walters, Klemperer o.fl. Gilbert er kennari við Konung- Iega músíkskólann í Manchester, Guildhall músíkskólann og Trinity músfkskólann. Nemendur hans eru nú starfandi við flestar hljómsveit ir í Bretlandi og marga nemendur á hann starfandi utan Bretlands, t. d. á fslandi Hafa flestir flautu- leikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar verið nemendur hans og má þar nefna Averil Williams og Þórarin Magnússon. Nú er íslendingur einn af nemendum Gilberts, Jón Sigur bjömsson og telur Gilbert megi vænta mikils af honum. Þetta er í fyrsta skipti sem Gil bert kemur til fslands en hann hef ur hér aðeins tveggja daga við dvöl, þarf að vera mættur til að leiká f London á Iaugardag. Auk þess að leika með Sinfóníuhljóm sveitinni hér mun Gilbert leika fyrir útvarpsupptöku ásamt Guð rúnu Kristinsdóttur píanóleikara. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar innar hefjast að venju kl. 21. Þess má geta að tónleikar þeir sem á- kveðið var að yrðu 30 desember verða haldnir miðvikudaginn 29. desember. Blómabúðin Gleymmérei Afskorin blóm, pottablóm, gúmmítré, cypres- tré. — Jólaskreytingar í úrvali. GLEYMMÉREI Sundlaugavegi 12, sími 31420. ÁRBÆ JARHVERFI Höfum til sölu 3 og 4 herb. íbúðir tilbúnar undir tré- verk og málningu með tvöföldu gleri og svalahurð. Öll sameign pússuð utan sem innan og málað. Allar sam- eiginlegar hurðir verða komnar. Geymsla með hurð og hillum fylgir hverri íbúð. íbúðirnar verða tilbúnar seinnipart næsta árs og er miðað við að útborgun sé 100 þús. Eftirstöðvarnar má greiða á 8 mánuðum. Veðdeildarlán verður tekið upp í eftirstöðvar. Heildar- verð á 3ja herbergja íbúðum kr. 600 þús.. Á 4ra herb. endaíbúðum með suður og vestur svölum kr. 700 þús. Góðir greiðsluskilmálar. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10A. 5. hæð. Síml 24850. Kvöldsfmi 37272. 3 HERB' 'IBÚÐ 3 herb. íbúð í nýju fjölbýlishúsi til sölu á góð um stað í vesturborginni þriðju hæð ca 90 ferm. stór stofa 2 svefnherbergi eldhús og bað. Teppi á stofu og í holi tvöfalt gler, hlut- deild í þvottavél í kjallara. Góð lán áhvílandi. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12. Símar 14120 og 20424 _

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.