Vísir - 09.12.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 09.12.1965, Blaðsíða 7
VISIR . Fimmtudagur 9. desember 1965. Sírópshúsið góða Hitt og þetta um geymið í köldum stað, eiga kökurnar ekki að verða síðri en hefðu þær verið geymdar í kökukassa. ST'Z&f/. i*. Bráðum koma blessuð jól- in, bömin fara að hlakka til, segir í vísunni. Satt er það, jólin eru að koma, bömin fara að hlakka til og annir hús- mæðranna aukast. Þótt þið hafið mikið að gera, megið þið ekki gleyma því að jól- in em fyrst og fremst hátíð bamanna og því er það mikil vægt að bömin fái að taka þátt í jólaundirbúningnum. Það minnkar tilhlökkunaró- róleika bamanna og styttir biðtímann. Því ættu sem flest ar húsmæður að reyna að skipuleggja jólaundirbúning- inn þannig að helgarnar eða dagamir eftir að jólaleyfið er byrjað verði notaðir til að út- búa jólasælgætið, laufabrauð ið, skera út piparkökur óg búa til jólaskraut. Nú eru sjálfsagt margar ykkar að útbúa jólagjafir því að það er eins og áhuginn á að gefa heimatilbúnar jóla- gjafir aukist, eftir því sem vöruúrvalið i verzlununum verður meira. Er gott til þess að vita, því að slíkar jóiagjafir an foreldrarnir hafa sín á einni hæð. Að lokum er gott að minna ms 3° öiv ekki. I -ib ].QlíiRþ®4þwn, er i vv.., . betra að fara.að huga ti-ð hon- um, því að eftir viku rennur Og svo er það með jóla- út skilafrestur á jólapósti. Inn baksturinn. Ef þið hafið ekki anbæjarpóstur og flugpóstur j ólaundirbúning En mitt í jólaönnunum, þegar þið eruð að búa ykkur og fjöiskyldu ykkar sem á- nægjulegust jól, þá ættuð þið að minnast þess að þær em margar mæðurnar sem vegna fátæktar eða annarra á- stæðna hafa ekki aðstöðu til að búa börnum sínum hátíð leg jól. Þar reynir Mæðra- styrksnefndin í Reykjavík að koma til hjálpar, og með því að aðstoða Mæðrastyrks- nefrid með fatagjöfum og annars konar aðstoð getið þið ef til vill veitt einhverri konu og litlu barni hennar eða börnum gleðilegri jól, en þau hefðu annars átt. eru oftast kærkomnari við- takanda og ódýrari fyrir gef- anda. Ef þið emð komnar í tímaþröng en langar til að útbúa eitthvað sjálfar þá eru t. d. heimaprjónað hálsbindi, eða vasaklútur með fanga- marki alltaf kærkomnar gjafir hjá herrunum. Og handa vin- konunni er upplagt að hekla eða prjóna pottaleppa úr tuskuafgöngum. Þá rífið þið niður marglita efnaafganga í langar ræmur, vindið þá sam- an og prjónið eða heklið úr þeim grófa pottaleppa eða platta. Upplagt er einnig að nota gamla nælonsokka. Fyr- ir litla fólkið, sem ekki hef- ur sinn eigin fataskáp, en verður að geyma fötin í skápn um hjá pabba og mömmu er upplagt að prjóna utan um tvö lítil herðatré. Taka síð- an fallega snúru, heldur síð- ari en kjólarnir eða buxur unga fólksins eru, sauma annan enda snúrunnar við annað herðatréð, setja svo gardínuhring á hinn endann og krækja hringnum á hitt herðatréð. Þá gétur unga fólkið haft fötin sín á tveim- ur hæðum í skápnum, með- nægilega marga kökukassa undir allt bakkelsið, þá látið þið bara plastpoka leysa vand ann. Ef þið setjið kökurnar í plastpoka, lokið vel fyrir og til útlanda þarf að vera kom- inn á pósthúsið 16. desember. t Þær voru nýbúnar að baka þetta indælis sírópshús hús- mæðraefnin við Sólvaliagöt- una, þegar Kvennasíðan leit inn til þeirra í fyrradag. Og auðvitað var beðið um upp- skriftina, svo að fleiri gætu spreytt sig á þessu — og hér er hún: SÍRÓPSHÚS: 450 g sykur 3 dl síróp 3 dl rjómi 1 matskeið engifer !/2 teskeið sítrónudropar 2 tesk. lyftiduft 1200 g hveiti. Rjóminn er þeyttur, sykur- inn settur út í og síðan siróp- ið. Hveitið og lyftiduftið sigt- að út í, sítrónudropum bætt í og síðan engifer. Hnoðað og látið standa, helzt yfir nótt. Flatt út og skorið. Sírópshúsið, sem úr þessu magni af deigi fæst, er um það bil 25 cm á lengd og 16 cm á breidd. Hvor þakplatan er um 28x15 cm. Hæð hliða húss ins er um 15 cm, en hæð upp í mæni er um 23 cm. Síðan eru skornir út glugg- ar, gerður skorsteinn og svo jólasveinar og annað skraut, sem hver óskar að hafa á þak inu eða úti fyrir húsinu. Þegar húshlutarnir eru bak- aðir, eru þeir látnir kólna og síðan hefst skreytingin. Er flórsykri og eggjahvítu (ó- þeyttri) hrært saman þar til það er hæfilega þykkt, þá er því sprautað á húshlutana og jólasveinarnir, trén og annað skreytt á sama hátt. Sykur- glerunginum má sprauta á með kramarhúsi úr smjör- pappír. Þegar skreytingu er lokið og glerungurinn orðinn harð- ur er ekki annað eftir en að reisa húsið. Sykur er bræddur og húshlutarnir límdir saman ’ með honum og að því loknu á að vera komið allra fínasta sírópshús.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.