Vísir - 09.12.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 09.12.1965, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Fimmtudagur 9. desember 1965. Endurminningar MARÍU MARKAN Ckyldi vera til nokkur lífsleið með svo ólíkum áfangastöð um sem ferill góðs listamanns? Þar er lagt upp í lýsing með fullan mal af framadraumum, heillaóskum frænda og vina, ásamt drjúgum skerf af sjálfs áliti, sem ofið er úr meðfæddum hæfileikum og aðdáun aðstand- enda. Sumir lenda furðu fljótt í tröllahöndum og týna þar viti sfnu, aðrir ná langt eftir ferð um grundir grænna vona, klung ur kvíða og efa, upp á örðuga hjalla, þar sem sigurhæðir blasa við, en þangað reynist oftast erf iðari ferð en virtist í fljótu bragði, því að á leiðinni eru lausaskriður, þar sem erfitt er að ná fótfestu, og eftir því sem nær dregur þráðu marki blása kaldari vindar um ferðalanginn og ef til vill slíkt gemingaveð ur, að ekki verður lengur stætt. Leirskáld og lélegir mynda- smiðir geta leitað sér athvarfs í sjálfsblekkingunni einhvers staðar á miðri leið, einkum ef tízkan er þeim haldkvæm, en listamaður á söngvasviði á þess engan kost. Þeir sem listarinnar eiga að njóta, geta verið sjón skakkir eða litblindir, en fáir eru svo tónblindir, að þeir geti ekki gert mun á svanasöng eða kríugargi. Auk þess dugar hon um engin undanlátssemi við sjálfan sig, því að söngmaður hlýtur að verja árum og erfiði til að temja og þjálfa líkama sinn, og sú fullkomnun, sem að lokum næst, er tímabundin, því að hún helzt aðeins meðan kraft ar sálar og líkama eru í fullu gildi. FleStir eða allir listamenn eru sjárlfhverfir — egocentriskir — að meira eða minna leyti. Þetta er að vísu eðlilegt, þvi að þótt þeir verði að hlíta mjög kennslu annarra, er uppsprettan í þeim sjálfum. Þar að auki er hæfileg metorðagimi og talsvert sjálfs álit nauðsynlegt fararnesti, ef þeir eiga ekki að gefast upp á Maria Markan. erfiðri braut listarinnar. Þessa hvors tveggja hefur þótt gæta allmjög í bók frú Sigríðar Thorlacíus um Maríu Markan, því að þar er haldið allmjög á ioft ýmsum lofsyrðum frá liðn um tímum um söng listakonunn ar. Menn verða þó að skilja, hví líkir sólskinsblettir slíkt hrós er í lífi ungs listamanns sem að öllum jafnaði er háður meiri geðsveiflum , sigurgleði og efa blandins kvíða en aðrir dauð- legir menn. Hví skyldi þá lista maður ekki mega minnast slíkra sólskinsbletta með innilegu þakklæti til þeirra, sem veittu honum þá? María Markan háði harða bar áttu fátækrar stúlku i framandi löndum til þess að vinna sér nersónulega frægð og föður- landi sínu sæmd. Það gerði hún með söng sínum á Norðurlönd um, í Þýzkalandi, við Glynde- burne-óperuna í Englandi og í Ástralíu. Hún náði m.a.s. því marki, sem er keppikefli allra, söngmanna, en það er að verða, ráðin til I Ietropolitan-óperunn ar í New York. Afturkastið frá1 holskeflum styrjaldarinnar varð1 til þess að binda endi á þannj feril, en þó varð hlutskipti henn, ar ólíkt betra en allra þeirra mörgu hljómlistarmanna af Gyð ingakvni, sem urðu að enda æyi sína í gasklefum nazista. Annað átti hún Iíka fram yfir marga aðra, sem lentu í umróti styrjaldarinnar, og það var föð urland, sem hægt var að hverfaj til — griðland, þar sem hægt var að orna sér við minningar' um unna sigra og leita hvíldar! eftir erfiða baráttu og þá ó-| sigra, sem víkingsferð hennar, um þrjár heimsálfur endaði með. Um allt þetta fjallar bókin' um ævi hennar, ein af þeimi íslendingasögum, sem enn ger| ast á okkar tímum, og ef til vill verður betur skilin og metin,1 þegar söguhetjan og kynslóð1 hennar eru gengin fyrir ætternisf1 stapa. Þá fyrst verða skráð sögulok ævi hennar, eins og okkar allra hinna, þegar þeir! sem eftir lifa hafa lagt sitt mat| á líf okkar og starf. P. V. G. Kolka. nyja komin út Þorsteinn M. Jónsson gefur út aukna og endurbætta útgáfu af gömlu Grimu Grima hin nýja, — eitt mesta stundarkorn við blaðamenn. Sagö- þjóðsagnasafn íslenzkt, nálægt ist hann hafa unnið að útgáfu 2500 blaðsíður í fimm bindum, er gömlu Grímu i 22 ár með aðstoð nýkomin v Þorsteinn M. Jónsson Jónasar J. Rafnars yfirlæknis. Hann skólastjóri gefur bókina út, eins hefði lengi langað til að gefa hana og gömlu Grímu, sem kom út á árunum 1929 til 1950. Að stofni til er Gríma hin nýja með sömu sögur og þætti og gamla Gríma. Bætt hefur verið við út að nýju en ekki treystst til þess fvrr en Hafsteinn Guðmundsson í bókaútgáfunni Þjóðsögu fékk hann til þess árið 1962. Auk þess sem nýja bókin er fyllri, er hún gefin út með fræðimennskulegra sniði, eins 159 sögum, svo þær eru nú orðnar og flokkaskipunin og hinar ýtar- yfir 700. Þá hefur öllu efninu ver legu skrár bera með sér. ið raðað á nýjan leik og sögurnar flokkaðar í 20 aðalflokka og 100 undirflokka. Safninu fylgja mjög nákvæmar skrár yfir skrásetjara, sem eru yfir 100, heimildarmenn, sem eru yfir 300, flokka- og atriða skrá og nafnaskrá, þar sem skráð eru nöfn um 4000 manna, vætta og drauga og þúsundir staðanafna. Jón Þórarinsson tónskáld hefur samið tvær síðasttöldu skrárnar. í tilefni útkomu bókarinnar spjallaði Þorsteinn M. Jónsson Sjálfur hefur Þorsteinn safnað um sjöunda hluta verksins, en aðr ir menn eiga mikinn þátt í því, svo sem Jónas J. Rafnar læknir. Þorsteinn Þorkelsson, Baldvin Jóna tansson, Hannes Jónsson, Jón Jó- hannesson, Konráð Erlendsson og Margeir Jónsson. Bókaútgáfan Þjóðsaga gefur út Grímu hina nýju. Ritverkið kostar nokkuð innan við 2000 krónur og er hægt að fá það með afborgun um ÍSLENZK ÁRBÓK Ný bók eftir Gunnar M. Magnúss: „Árin, sem aldrei gleymast Island og ffyrri heimsstyrjöld ✓/ í fyrra kom út eftir Gunnar M. Magnúss ríthöfund bók um ísland og síðari heimsstyrjöld, undir titl inum „Árin sem aldrei gleymast", og nú er komin út önnur undir sama aðaltitli um ísland og fyrri heimsstyrjöld. Er þar með lokið miklu verki um ísland og íslend inga og heimsstyrjaldimar báðar. Bók Gunnars um ísland og síð Gunnar M. Magnúss. ari heimsstyrjöldina vakti mikla athygli, er hún kom út í fvrra, og varð metsölubók, og að verðleikum, því að hér var um mikið verk að ræða, vel og samvizkulega unnið að allra dómi, og þarf ekki að draga í efa, að sami dómur verði upp kveðinn um hið síðara. Bókin hefst á frásögn um þá atburði, sem leiddu til þess, að allt fór í blossa, en morð hertogahjón- anna í Serajevo var neistinn, sem kveikti bálið. Að baki var að sjálf sögðu mikil forsaga. Sagt er all- ýtarlega frá hervæðingunni og gangi styrjaldarinnar í ýmsum höfuðatriðum, en einkum hver á- hrif styrjöldin hafði á hugi og hag íslendinga, allt frá því er felmtri sló. á menn, er fréttin barst um að heimsstyrjöld hefði brotizt út. Á styrjaldarárunum gerðust miklir viðburðir hér á landi. Þá var „mesti fimbulvetur aldarinnar", bá var aldur uppi í Kötlu og þá geis- aði hér drepsótt (1918), íslenzkur fáni var löggiltur — og öll þessi ár sigldu íslenzkir farmenn um höfin, afurðum komið á markað og þjóðinni færð sú björg, sem flytja þurfti inn erlendis frá. Af Skuggsjá, forlag Olivers Steins j í Hafnarfirði, hefir gefið bókina ; út af miklum myndarskap. Hún er 367 bls. í stóru broti, með fjölda mynda, prentuð á góðan pappír í Alþýðuprentsmiðjunni. I gær kom út íslenzk árbók ■eða Ðireétbw^’óf Ioeland 1965 íii ;36. útgáfu, A,ð útgáfunnj starjda Félagsprentsmiðjan og Einar Sveinsson, sem iafnframt er rit- stjóri bókarinnar. 1 bókinni er listi yfir alla að- ila, sem viðskipti eiga við út- lönd og tollskráin eins og hún leggur sig með þeim breyting- um, sem hún hefur tekið á síð- ustu tveim árum, er það helzta nýjung, sem tekin hefur verið upp í þessa útgáfu bókarinnar. Islenzk árbók var fyrst gefin út árið 1907 af Sveini Björns- syni, síðar forseta, og nefndist þá Islandsk Adressebog og hét svo um nokkurra ára skeið. Kom bókin síðan út til árs- ins 1959, þegar útgáfan hætti um sinn vegna óviðráðanlegra ástæðna, er þessi útgáfa bókar- innar sú fyrsta síðan bá og ann- ast aðrir aðilar útgáfu hennar. Mun útgáfunni verða hagað þannig í framtíðinni að bókin komi út árlega og verða ýmsir kaflar hennar auknir og endur- bættir í næstu útgáfum. í næstu útgáfu, sem væntan- leg er snemma á næsta ári, verða í bókinni m. a. reglur varðandi útflutning héðan og reglur um landhelgina. Bókin er gefin út i 1500 ein- tökum og er 136 bls. að stærð. Kór Kvennadeildar syngur inn a Kór Kvennadeildar Slysa- varnarfélags Islands I Reykja- vik, sem nú mun landsmönnum öllum að góðu kunnur hefur sungið fimm íslenzk lög inn á hljómplötu sem nýlega er kom in út. Eru það lögln „Svanur- inn minn syngur“ eftir Sigvalda Kaldalóns, „Sólskríkjan mín“ og „Litla skáld“ eftir Inga T. Lár- usson, „Sumarkvæði" eftir Skúla Halldórsson og „Kvenna slagur" eftir Sigfús Elnarsson. Frá því að kórinn var stofnað ur árið 1954 hefur hann sungið mikið á skemmtunum Slysa- varnarfélagsins og á opinber um tónleikum. Má þar nefna að á tónleikum, sem haldnir voru árið 1959, frumflutti kór inn Kantötu eftir Karl O. Run ólfsson með texta Þorsteins Halldórssonár, en kantatan var tileinkuð kórnum. Á tónleikum ári síðar var aðalverkið „Ásta", eftir _:;úla Halldórsson, en það lag helgaði tónskáldið kórnum. Fvrsti stjómandi kórsins var Jón ísleifsson, en árið 1957 tók Herbert Hriberschek Ágústsson við stjöminni og hafði hana á hendi eftir það.Frá því haustið 1959 hafa konur i kórnum notið raddþjálfunar V. M. Demetz og á nemendatónleikum hans 1960 kom kórinn fram og söng þar ásamt Karlakór Keflavíkur, en Herbert H. Ágústsson stjómaði honum einnig. Þessir tónleikar leiddu til áframhaldandi sam- starfs þessara tveggja kóra og árið 1962 héldu kóramir tón leika í Landakotskirkju í Reykja vík og munu margir minnast þeirra tónleika.. ^ Á tónleikum kórsins hafa t komið fram fjölmargir einsöng • varar og má þar nefna Þuriði Pálsdóttur, Sigurveigu Hjalte- sted og Eygló Viktorsdóttur. Af undirleikurum með kómum má nefna Glsla Magnússon, Pál Is ólfsson, Ásgeir Beinteinsson og Karel Paukert. Hinir fjölmörgu unnendur kórs Kvennadeildarinnar munu , vafalaust fagna útkomu þessar-1 ar plötu, sem gefin er út af ^ Fálkanum, en á henni er m. a. j lagið „Sumarkvæði", sem Skúli ? Halldórsson samdi og tileinkað J var Gróu Pétursdóttur formanni ) Kvennadeildarinnor, á sjötugs- i afmæli hennar. 1 *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.