Vísir - 09.12.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 09.12.1965, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Fimmtudagur 9. desember laoa. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Rltstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 iinur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Ódýrarí raforka I ræðu sinni um alúmínbræðsluna og Búrfellsvirkj- un í fyrrakvöld vék Jóhann Hafstein iðnaðarmála- ráðherra að því mikilvæga atriði að bygging alú- mí-bræðslunnar lækkar raforkuverðið innanlands. Samningurinn um orkusölu Búrfellsvirkjunar til verk- smiðjunnar er grundvöllur þess að landsmenn fá ó- dýrari raforku en ella myndi verða. Þetta stafar af því að Búrfellsvirkjunin verður, vegna bræðslunnar byggð miklum mun stærri en ella hefði verið, sem veld ur því, ásamt viðskiptunum við hana, að unnt verður að selja raforkuverðið á lægra verði en ella. Þetta er mikilsvert atriði og ein þeirra röksemda, sem mæla með byggingu orkufreks stóriðjufyrirtækis hér á landL Skarðsbók á heimleiö Jslenzku bankarnir sýndu hina: ímestu,. framsýnii,« rausn og skörungsskap er þéir festu káú'p a Skatðs- bók á uppboðinu í London, í harðri samkeppni við helztu fombókamenn tveggja heimsálfa. Á íslandi á Skarðsbók heima og þjóðin öll stendur í þakkarskuld við bankana fyrir það að hafa flutt bókina aftur heim að lokinni meir en heillar aldar útivist. Stolt okkar og sæmd sem bókmenntaþjóðar lá við, er fregnir bár- ust um sölu handritsins, hins eina sem líklegt er að til sölu verði boðið um langan aldur. Hefðu íslending- ar ekki fest kaup á því hefði með réttu mátt efast um heilan hug okkar í handritamálinu. Eftir kaupin á Skarðsbók er útilokað að slíkar efasemdir láti á sér kræla. Því er tvöföld ástæða til að fagna endurheimt þessarar gömlu skinnbókar. Farmiðagjaldið Porystumenn flug og ferðamála munu eflaust fagna því að ákveðið hefur nú verið að fella niður farmiða- gjaldið, sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Höfðu þessir aðilar lýst þeirri skoðun sinni, auk margra annarra, að gjaldið myndi, ef til framkvæmda kæmi, draga úr ferðum til útlanda og valda því erfið- leikum í ferðaþjónustumálum. í ljós hafa komið ýms- ir tæknilegir örðugleikar á innheimtu farmiðagjalds- ins og við það bætist að vegna fyrirhugaðra undan- þága var ekki hægt með vissu að segja um hve miklar tekjur af því hefðu orðið. Þess í stað er nú ákveðið að innheimta hálft prósent gjald af seldum gjaldeyri og mun sá tekjustofn gefa heldur meira í aðra hönd en farmiðagjaldið. Er ekki að efa að flestir munu telja þessa nýju ráðstöfun skynsamlega, úr því sem komið var, því ekki er því að leyna að hið fyrirhugaða gjald mæltist misjafnlega fyrir hjá almenningi. BÆKUR 0G HOFUNDA r r Óviðráðanleg Ingimar Erl. Sigurðsson „Borgarlif". Útg: Bókaforlagið Helgafell eir eldri og viðurkenndari skáldsagnahöfundar ætla ekki að láta mikið á sér bera undir þessi jól — að Krist- manni og Guðrúnu frá Lundi undanskildum. Kannski hefur reyfari veruleikans síðustu árin gert þeim skák og mát; kannski finnst þeim tími til kominn að leyfa þeim yngri að sækja fram í broddi fylkingar. Hvað um það; þeir ungu sýnast búnir til atlögu, hvemig sem þeir reyn- ast svo á ritvellinum, þegar í orrustu kemur. Þingeysk kona, kynjuð af Homströndum vest- ur, stekkur albrynjuð fram, eins og Aþena forðum úr höfði Seifs, ef marka má dóma gagn- rýnenda um hina nýju skáld- sögu hennar; sjálfum hefur mér ekki unnizt tími til að lesa þá bók og get því ekkert um hana sagt frá eigin brjósti. Ungur rithöfundur, sem vakið hefur á sér athygli fyrir nýtízkuleg ljóð, hazlar sér nú völl á vett- vangi skáldsögunnar, en hefur hlotið heldur kaldar viðtökur. Og.loks er það Ingimar Erlend- ur Sigurðsson, sem nú lætur frá sér fara sina fyrstu skáld- sögu, en áður hafa. komið út smásögur eftir hann og verið vel tekið. Þessi fyrsta skáldsaga Ingi- mars, „Borgarlif“, er mikil að vöxtum, 347 bls. í venjulegu broti. Hún gerist í Reykjavík, fyrir þrem til fjórum árum eða kannski eilítið fyrr, eftir því sem ráða má af lýsingu á um- hverfi og umgerð atburða, og varla á öllu lengri tíma en misseri, kannski skemmri, við- miðun upphafs og endis er ekki svo nákvæm. Öðru máli gegnir varðandi umhverfið og helztu persónur þessarar skáld- sögu — þar fer fátt á milli mála. Atburðir þeir, sem mynda meginþátt sögunnar, gerast í ritstjómarskrifstofu „Blaðsins“, sem „Flokkurinn“ gefur út, og er til húsa 1 hárri höll f mið- borginni. Koma þrír starfandi ritstjórar „Blaðsins" mjög við • sögu, en aðalpersónan er Logi nokkur, sem ræðst til þeirra um hríð sem blaðamaður. Þá er og iveggja fyrrverandi ritstjóra nokkuð getið. Annar þeirra á það ævistarf að baki, að hafa gert blaðið að stórveldi í land- inu á sínu sviði, og átt mestan þátt 1 að því var reist þessi veglega höll; hann hefur orðið fyrir því áfalli, þegar sagan gerist, er svipt hefur hann hugsun og skynjun að verulegu leyti, en ósjálfrátt verður hon- um reikað til „vígvallanna" öðru hverju og gengur þar um eins og lifandi lík, sem hann háði áður marga harða sennu. Hinn var borgarstjóri, áður en hann gerðist aðalritstjóri blaðs- ins, en lætur af ritstjórn og ger ist ráðherra aö unnum kosning um. Einn af starfandi ritstjór- unum þrem, og sá sem verður þeirra fyrirferðarmestur í sög- unni, er ungur maður og metnaðargjarn, vörpulegur á velli; fæst mjög við ljóðagerð og hafa komið út þrjár ljóða- bækur eftir hann. Þá kemur bókmennta og leiklistargagn- rýnandi, sem einnig er skáld og rithöfundur, mjög við frá- Ingimar Erl. Sigurðsson. sögnina, svo og annað starfslið „Blaðsins", m. a. mikill þáttur af símastúlkunni. Framan á kápu bókarinnar er teiknuð mynd úr miðbænum; sér vfir vesturenda Austurstrætis ogber þar hæst Morgunblaðshöllina. Efst er nafn höfundarins, næst titillinn, en fyrir neðan hann „Skáldsaga" — rétt eins og vissara þyki að taka það fram einhverra hluta vegna. Eins og áður er á minnzt, er þetta fyrsta skáldsaga höfund- ar. Það er engin hending, að hann velur henni þennan vett- vang. Hann starfaði sjálfur um skeið sem blaðamaður fyrir nokkrum árum — við Morgun- blaðið. Lesandinn kemst fljótt að raun um að Logi, unga skáldið, sem ráðizt hefur að „Blaðinu", er eins konar full- trúi hans í frásögninni. Logi þessi ber nafn með rentu, flug- gáfaður eldhugi, sem vekur ó- sjálfrátt óttablandna lotningu og andúðarkennda afbrýðisemi samstarfsmanna og annarra, sökum hinna auðsæu yfirburða sinna. Hann er gæddur óskeik- ulli réttlætiskennd, sem enginn fær slævt, hvorki með fortölum né fyrirheitum. Skarpskyggni hans er yfimáttúrlegs eðlis, eins og raunar flest í fari hans; meðbræður sína les hann á einu vetfangi eins og opna bók og mvrkasta áróðursmoldviðri er augum hans ekki annað en gagnsæ móða. Samúð hans með skuggabörnum tilverunnar og reköldum lífsins er heit og rík. Sökum glæsileika hans og at- gjörvis, andlega og líkamlega, dragast konur að honum eins og járn að segulstáli, en fyrir þeim er hann ónæmur — oftast nær. Og þetta „oftastnær" er yfirleitt hið eina, sem skilur á milli hans og Krists. Um samstarfsmenn hans á „Blaðinu" gegnir öðm máli. Þar er um að ræða hóp mis- gefinna uppskafninga, skríðandi flokksþýja, drykkjusjúklinga og taugabilaðra rolumenna. Þeir skríða og smjaðra fyrir Loga, hinum glæsilega ástmegi allra guða — en einungis fyrst í stað. Öfundin, afbrýðisemin og þýlundin segir fljótt til sín annars vegar, flokkssjónarmiða fjötrarnir hins vegar. Að sjáif- sögðu hefur Logi i öllum hönd um við þessi dusilmenni, sem verða að gjalli fyrir óhrekjandi rökum hans og eldlegri mælsku. Samt sem áður verður hann smám saman að láta í minni pokann fyrir þessum lýð, eins og tíðast hafa orðið örlög allra mestu spámanna, sem báru höfuð og herðar yfir fólk sitt. Enn skilur á milli Loga og hinnar miklu, en þó nálægu fyrirmvndar — hann kann ein hvern veginn ekki við að láta krossfésta sig, en fer þess í stað á fyllirí og kvennafar í vertíðarlokin hjá „Blaðinu“ og undir sögulokin Frásagnarstíll sögunnar er harla ójafn; höfundur á til fjör- mikla spretti, en stekkur alltof oft útundan sér á hranalegu brokki, hvað er þó sýnu skárra en klyfjagangurinn, sem hon- um er nærtækur en varla eigin legur. Lítt lætur honum rök- föst uppbygging — þessi skáld- Kápusíða bókarinnar. saga hans á sér t. d. hvorki rökrænt upphaf né endi, en þess á milli eru þau að minnsta kosti ekki áberandi. Augljósríer samt, að sagan er skrifuð af ríkri, eða öllu heldur óviðráð- anlegri þörf — hitt er lakara, að þörf sú virðist með köflum ekki af sem göfugustum toga spunnin. Og fyrir þessa óvið- ráðanlegu þörf verður sagan öll málsvöm fyrir Loga, full- trúa höfundarins, annars vegar og ákæruskjal á hendur starfs- Framh bls. 4:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.