Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 1
VISIR 55. ácg. - Laugarðagur M. desember 1965. - 284. tbl. Nýsnævi og jólastemmning JóHn eru óðum að nálgast, meO þeirr! stemmningu, sem alltaf fylgir. 1 gærmorgun var tölu- vert nýsnævi á jörOu og tók þá Bragi GuOmundsson, Ijósmyndari Vfsis, þessa mynd við suðurenda kirkjugarðsins. í forgrunni myndarinnar er hrímað barrtré, ljóskastaramir Iýsa upp snjóaðan útilegumanninn og snjókerlingar bamanna horfa á eitt af hinum mörgu jóla- trjám, sem setja svip sinn á borgina um þessar mundir. Skíðafæri er nú ágætt við Skíða skálann f Hveradölum, jafnfallinn og góður snjór, að því er Óli Óla son veitingamaður tjáði blaðinu í gær. Kvað hann talsvert hafa verið um skíðafólk siðustu tvær helgar. Um helgina skipuleggur Skíðaráð Reykjavikur ferðir í Hveradali og verður farið frá BSR kl. 2 og 6 á morgun, laugardag, og kl. 10 á sunnudagsmorgun. Skíðalyftan verður í gangi og eftir að skyggja tekur verður brekkan við skálann upplýst. Á aðfangadag og jóladag verður Skíðaskálinn lokaður almenningi en á annan í jólum verður opnað aftur og þá verður tekið á móti fólki sem óskar að dveljast fram yfir nýár. Snjór á Hellisheiði er nú að verða það mikill, að litlum bflum er ráðlagt að fara ekki heiðina. Eftirlit með um- ferðimi um jólin í gær hófst takmörkun á um- ferö í miðborginni sem eykst alltaf gífurlega fyrir jólin. Mátti sjá aug- lýsingu þess efnis f dagblöðum borgarinnar. Strax var hægt aö sjá að lög- reglueftirlit hafði verið hert að mun og voru lögregluþjónar við öll umferða mestu gatnamótin, allt 1 frá Höfðatúni niður í miðborgina. | Eru takmarkanirnar einkum í | því fólgnar að einstefnuakstur 1 er settur á tvær götur, á Vatnsstíg frá Laugavegi ti! norðurs og á Frakkastíg frá Hverfisgötu að Lindargötu. Hægri bevgja er bönn uð í fjórar götur, úr Tryggvagötu í Kalkofnsveg, úr Snorrabraut í Laugaveg, úr Snorrabraut í Njáls- götu og úr Laufásvegi f Hring- braut. Bifreiðarstöður eru bannað ar eða takmarkaðar á allmörgum stöðum í borginni og verður svo til hádegis á aðfangadag. Lokað verður fyrir umferð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafn arstræti, laugardaginn 18. des. frá kl. 8—10 um kvöldið og á Þor- láksmessu frá 8—12 um kvöldið. Ennfremur verður sama umferðar- takmörkun á Laugavegi frá Snorra braut og f Bankastræti á sama tfma, ef ástæða þykir til. Þá er ennfremur bönnuð öku- kennsla í miðborgií»n> frá 10. des. til aðfangadags, f tiiili- Snorra- brautar og Garð'«r»ætts. Hefur 'lögregl'tn einrrig í þessu sambandi vak.ið athygli á þvf að ferming og afferming er bönnuð a ýmsum götum í miðborginni á vissum tima og umferð þungra bifreiða er einnig bönnuð á sama tíma. ÁNÆGÐIR MEÐ 70 ÞOSUNDIN Stutt viðtal v/ð skipstjórann á Jóni Kjartanssyni, sem hefur slegib öll fyrri met á. sildveiðunum fyrir austan — Við erum náttúrlega ákaf- lega ánægðir með þennan afla, sagði Alfreð Finnbogason, skip stjóri á Jóni Kjartanssynl, þeg ar blaðið náði tali af honum i gærkveldi. Jón Kjartansson er fyrsta skipið i sögu síldveiðanna sem fer yfir 70.000 mál og tnnn ur á vertíðinni fyrir austan Iand og norðan. 7 • Jón Kjartansson kom inn með 1300 mál á miðvikudags- kvöldið og fór þar með upp í 71.000 mál og tunnur yfir ver tíðina. I gær fór skipið aftur út, en varð þá fyrir því óláni að rússneskt sfidveiðiskip sígldi'á nót þess og skemmdi hana. Skipverjar á Jóni Kjart- anssyni gátu náð nótinni inn tættri og rifinni og fór til Eski fjarðar. Þar fóru fram sjópróf i málinu í gær, — Ég býst við að það verði erfitt að fá Rúss- ann til að borga þetta, sagði A1 freð við blaðið, — en það er bót í máli, að viðgerðarkostnað urinn verður ekki ýkjamikill. — Við förum aftur út í kvöld Hins vegar býst ég ekki við, að Jólavörurnar streyma til landsins Allir hafa nóg að gera hefifia dnoana ekki swt i,toll BLAÐIÐ í DAG Bls. 3 Einbýllshús reist á 7 tímum. — 4 Krossgáta og bridge. — 8 Ho Chi Minh — 9 Rætt við Benedikt frá Hofteigi um Vfnland inum, þar sem hamazt er við að vinna úr ýmsum vöru- og fylgiskjölum fyrir jólin. Jóla- innflutningurinn er f fullum gangi. Tollskjölin hlaðast upp, 3 — 500 tollskjöl berast á dag og í vöruskemmum skipafélag- anna er mikið um að vera. Innflutningur til landsins eykst alltaf og nú eru það að allega jólavörurnar, sem streyma að, jólaskraut, ljós- tæki, jólaljós af öllum gerð- um, jólaskraut og ekki sízt það sem ætlað er í jólagjafir og er eins margvíslegt og gefendurnir. Mest ber samt á kexinnflutningnum hingað, allar búðir eru fullar af kexi, fæst í öllum hugsanleg um umbúðum, og sést mikið af kexi í iitríkum gjafadósum. Innflutningurinn dreifist nú meira og jafnara yfir mánuði ársins og er nú svo komið að margir kaupmenn fá sínar vör ur þær sem eiga að koma í verzlanir fyrir jól, nokkrum mánuðum fyrir þennan aðal- verzlunartíma ársins. úthaldið verði mikið lengra. Við erum búnir að vera að síðan 25. maí og alltaf sami mannskap urinn, nema að þrír kennarar við Stýrimannaskólann fóru af í haust, þegar skólinn byrjáði og aðrir þrír komu í staðinn. Þorsteinn Gíslason skipstjóri var einn þeirra, sem fór af ,og þá tók ég við skipstjóm. Þetta var 2. okt. og þá var skipið komið með 41.700 mál og turin ur. Við hættum núna einhvem tíma fyrir jólin. svo það er 6- líklegt að aflinn hækki mikið úr þessu, sagði Alfreð skipstjóri að lokum. Jón Kjartansson er 278 tonna skip og kom til landsins fyrir tveimur árum. Eigandi skips- ins er Aðalsteinn Jónsson út- gerðarmaður á Eskifirði, stund um kallaður Alli rfki. Jón Kjartansson hefur síðan verið { röð allra aflahæstu skipa á síldvertíð og hefur núna sleg ið öll fyrri síldveiðimet. Skáldið frá Fagraskógi lang- hæsta sölubókin Skáldið frá Fagraskógi heldur | er hún i efsta sæti hjá þeim öllum, og sumir hafa látið þau orð falla að hún sé langmesta sölubókin. Önnur bók sem sker sig einnig úr á bókamarkaðinum er ævisaga Churchills eftir Thorolf Smith. ekki aðeins velli sem metsölubókin á jóiamarkaðinum, heldur er hún eina bc tn sem aliir fsjö) bóksal- amir nefna meðal 5 efstu bóka í sölu. Og ekki nóg með það, heldur Sex bóksalar nefna hana meða! fimm efstu sölubókanna og alUr ýmist í öðru eða þriðja sæti. En úr því fer að jafnast um metin og naumast hægt að segja að ein sé þar annarri fremri svo heitið geti. Þess ber og líka að geta að enn eru bækur að koma fram á markaðinn, sem eru líklegar sölu- I bækur, eða þ i svo nýkomnar að Framh. á bls. 6. GOTT SKÍÐAFÆRI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.