Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 16
4 : VISIR Laugardagur 11. desember 1965 Kveikt ó norska jóla- trénu é morgun Á morgun, sunnudag, verður kveikt á norska jólatrénu á Aust- urvelli. Hefst athöfnin kl. 15:45 með því að Lúðrasveit Reykjavik- ur leikur. Ambassador Norðmanna, Tor Myklebost, og Geir Hallgríms- son borgarstjóri flytja ávörp. Síð- an mun dómkórinn syngja undir stjóm Mána Sigurjónssonar. 6,7 MILLJONIR SOFNUÐUST I HERFERÐ GEGN HUNGRI Eins og alþjóð er kunnugt hefur staðið yfir hér á landi Herferð gegn hungri undanfam ar 4-5 vikur. Fullyrða má að hér sé um að ræða vfðtækustu fjársöfnun, sem efnt hefur verið til á íslandi og aldrei hefur al menningur sýnt eins mikið ör- læti. Framkvæmdanefnd HGH hefur þeirar tekið við nær 6.7 millj. kr., og enn er óuppgert við allmarga söfnunaraðila. Það var Æskulýðssamband ís lands, samband 11 landssamtaka æskunnar, sem forgöngu hafði í máli þessu hér á landi. Sér- stök framkvæmdanefnd skipuð fulltrúum pólitísku æskulýðs samtakanna sá um undirbúning og skipulagningu herferðarinn ar með aðstoð fjölmargra aðila einstaklinga, félagssamtaka og fyrirtækja. Utan Reykjavíkur störfuðu 35 nefndir f ölium stærri bæjum, en óhætt er að fullyrða að ekki færri en 18- 2000 manns hafi aðstoðað við framkvæmd herferðarinnar. T.d. tóku um 1100 manns úr hópi æskufólks hér þátt í söfnuninni í Reykjavík, en athyglisvert er Framh á bls 6 Scotice bilaður — og nú fara s'imtöl v/ð Evrópu fyrst til Ameriku Þessa dagana veldur bilun á simastrengnum Scotice því að símtöl frá íslandi til Evrópulanda annarra en landa í Skandinavíu, fara um Icecan-strenginn til Montreal fyrst, en þaðan til Evrópu. Símtöl við Norðurlönd eru af- greidd með gamla laginu, með radfósambandi og hefur það sam- band verið ágætt undanfarna daga. Símastrengurinn Scotice er með 7 rásum sem allar eru óvirkar. Viðgerðarskip er komið á stað- inn og liggur yfir staðnum þar sem bilun er, en veður hefur haml að enn sem komið er og ekki hægt að taka strenginn upp. Bilun eins og sú sem nú á sér stað á strengnum frá íslandi um Færeyjar og til Skotlands kallast á máli símamanna „leti“ og er sú bilun mjög smávægileg og tekur venjulega stutta stund fyrir við- gerðarskipin að finna bilunina og gera við hana, ef veður er ekki slæmt. Allir að búa til snjókerlingar Börnin tóku svo sannarlega kipp í gærmorgun, þegar þau litu út um gluggann og sáu, að þykk, hvít breiða lá yfir öilu. Þau láta sig litlu skipta, að hinir fullorðnu bölsótast yfir færðinni og hálkunni, því snjórinn þýðir fyrir þau stórkostlegt ævintýri. Enda var ekki setunnar boðið, allir þustu út að velta snjóboltum og búa til myndarlegar snjókerlingar. Húsagarðar um allan bæinn voru markaðir förum eftir stóru snjóboltana og tugir snjókerlinga bættust skyndilega í hóp listaverkanna sem borgin skartar. Ingimundur Magnússon ljósmyndari tók þessa mynd í garðinu hjá sér af ieik barnanna. Pólýfónkórinn flytur Jóla- óratoríu Bachs um jólin Valgerður Ólafsdóttir fylgist með vélinni, sem fyllir smjör- líkið á öskjurnar nýju. Á milli jóla og nýárs mun eitt þekktasta tónverk Bachs, Jólaóratórían hljóma í Krists- kirkju í Landakoti. Það er Pólý fonkórinn f Reykjavfk, sem mun gefa fólki kost á að hlusta á þetta fagra tónverk, en viða um lönd þykir flutningur þess alveg sjálfsagður og ómissandi þáttur í jóiahaldi. Jólaóratórían er i 6 köflum og verða þrír hinir fyrstu fluttir en þeir eiga '’við fyrsta ann- an og þriðja jóladag. I fyrra flutti Pólýfonkórinn tvo fyrstu kaflana tvö kvöld f röð og i bæði skiptin fyrir fullu húsi, Ríkti mikil hrifning áheyrenda á tónleikunum, og fengu flutn ingsmenn lofsamleg ummæli. Flytjendur Jólaóratóríunnar verða eins og fyrr greinir Pólý fonkórinn, með sína 40 söngv ara, 25 manna kammerhljóm- sveit og einsöngvararnir Guð- „Jurta"-smjörlíkið kemur í dósum Salan hefur verið helmingi meiri en búizt var við Eitt ár er nú liðið síðan „Jurta“ smjörlíki kom ú markaðinn og hefur sala þess farið Iangt fram ur því, sem forstöðumenn Af- greiðslu Smjörlíkisgerðanna gerðu ráð fyrir. Þessi mikla sala hefur þó ekki komið fram f minnkandi sölu hinna eldri teg- unda smjörlfkis, þar sem sala þeirra tegunda var heldur meiri á þessu tfmabili en árið áður. „Jurta“-smjörlíki er nú að koma á markaðinn í nýjum um- búðum, eins konar pappadósum með plastloki, sem mjög eru hentugar, þar sem auðvelt er að bera smjörlíkið á borð í þess- j um umbúðum, auk þess sem hægt er að loka þeim vel. Eru þetta 250 gramma pappadósir en \þær umbúðir sem „Jurta“-smjör I líki hefur verið í hingað til, 250 gramma og 500 gramma pakkar verða þó áfram notaðar, jafn-; framt pappadósunum. Verður! smjörlíkið í pappadósunum um ' það bil krónu dýrara en í 250 ! gramma pakka og er það vegna þess að dósirnar eru dýrari auk þess sem á þeim er hærri tollur e- hinum umbúðunum, en dós- ir þessar eru framleiddar í V.- Þýzkalandi. Davíð Sch. Thorsteinsson for- stjóri Afgreiðslu Smjörlíkisgerð- anna h.f. og Haukur Gröndal framkvæmdastjóri skýrði frá því i gær að salan á „Jurta“-smjör- líki 8. des. 1964 til 8. des. 1965 hefði verið samtals rúm 267 tonn, en framleiðendur reiknuðu ekki með að salan myndi verða meiri en um 120 tonn fyrsta árið. Varðandi gæði „Jurta-smjörlík- ij þá upplýstu framleiðendur að Framh. á bls. 6 Framh. á bls. 6. Varðarfélagar. Munið afmælis- happdrætti Varðar. Afgreiðslan i Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll verður opin til kl. 18 í dag. onQaaaaoaaaaaaaaaaaoD 13 DAGAR TIL JÓLA aoaaaoaaaoaaaaaaaaaarc

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.