Vísir


Vísir - 11.12.1965, Qupperneq 11

Vísir - 11.12.1965, Qupperneq 11
Uppfinningamaðurinn sat EKKI á uppgötvuninnl, nú eru sex mllljönir boltanna í umferð. Kári skrifar: „gúi“ skrifar: Smjörbirgðirnar „Það mun stöðugt vera talsvert rætt manna á meðal um smjör birgðimar, sem safnast hafa saman í landinu, og er kannski eðlilegt, þar sem þær em mikl \um mun meiri en áður, en ann- ars er það ekki nýtt fyrirbrigði að hér séu fyrir hendi smjör- birgðir, og ástæðurnar alkunn- ar. Við framleiðum meira, en við getum selt, eins og banda- rískir bændur framleiða meira kom en þeir geta selt eða braziliskir meira af kaffi, en hægt er að selja. Nú emm við að breyta til — að byrja á því — að minnka smjörframleiðsl ' una og er það rétta leiðin. „Smjörfjallið“ En þá er það „smjörfjallið" sem sumir svo kalla þ.e. hinar óvanalegu miklu birgðir, sem safnazt hafa fyrir og ekki hef ur verið unnt að selja. Nú ligg ur að vísú ekkert fyrir um, að ekki geti fundizt leið til þess að selja þær erlendis en þó mun það ekki líklegt. Og ekki munu smjörbirgðir hér liggja undir skemmdum, þótt ekki geymist þær eilíflega. Um það hvernig eigi að losna við þessar birgðir skjóta upp kollinum ótal marg ar hugmyndir og má t.d. nefna að kaupa smjör fyrir féð, sem safnað var í herferðinni gegn hungri, gefa út afsláttarkort fyrir jólin svo að allir geti keypt sér smjör fyrir jólin. Ýmis legt fleira mun hafa heyrzt sem allt ber miklum gáfum og hug kvæmni vitni, því ekki vantar að hugmyndasmiðimir hugsi aílt rækilega niður i kjölinn, skilji þörf framleiðendanna, bændanna, virði rétt þeirra og þörf o.s.frv. En gleymist nú ekki sumt þessum hugmyndasmiðum sbr. hugmyndina um „rabbat- kortin.“ Er ekki sannleikurinn sá, að smjör er hér svo mikið niðurgreitt, að menn fá í raun inni fyrsta flokks vöm á lágu verði þar sem smjör er, og er sannleikurinn ekki líka sá, að menn hér hafa efni á að kaupa smjör og gera það og kaupa allt það smjör sem þeir geta ét ið. Það mun ganga á „smjörfjallið“ Og síðast en ekki sfzt mætti minna hugmyndasmiðina á, að fyrir fáum árum var hér smjörskortur — ekki nóg til þess að fullnægja eftirspurn- inni, og það mun sannast, að áður en langur tími líður mun vegna minnkandi framleiðslu og mikillar eftirspurnar'verður ekk ert smjörfjall til, bara hæfilega stór smjörhóll svo að alltaf sé hægt að fullnægja eftirspum- inni. — Búi“ Damm, búmm, litli dökki bolt inn skoppar eftir gangin- um eins og hann væri gæddur lífi Þessi bolti hefur skoppað inn á milljónir bandarískra heim ila að undanförnu. Eins konar boltaæði hefur gripið um sig allir leika sér að boltanum, sem hefur meira fjaðurmagn en nokkur annar bolti, sem fund inn hefur verið upp. Bqltaæðið virðist ætla að verða eins útbreitt og húla-hopp ið á sínum tíma, skólakrakkar verzlunarmenn, fólk á öllum aldri leikur sér að boltanum 1 BOLTALEIK Sjálfstæðis- kvennafélagið Vor- boðinn, Hafnarfirði / Jólafundur Vorboðans verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði n. k. mánu dagskvöld kl. 8,30. Frú Sigríður Haraldsdótt- ir húsmæðrakennari hefur sýnikennslu í sambandi við jólaundirbúning heimilanna. Munið vinsæla jólahappdrætti Vorboðans. Konur fjölmennið. NEFNDIN. boltinn skoppar á göngum skól anna, eftir hliðargötum, á skrif borðum og þaðan niður á gólf eða í næsta vegg og áfram skoppar boltinn. Þetta er sannkallaður undra- bolti, þegar honum er kastað úr axlarhæð á steingólf hoppar hann i næstum sömu hæð og heldur áfram að hoppa í heila mínútu. Til samanburðar má geta þess að tennisbolti skopp ar aðeins í tíu sekúndur. Undra boltinn skoppar áfram og aftur á bak. Þegar honum er kastað fram og hefur snert gólf endur kastast hann með nærri því tvö földum hraða. Boltinn varð til af tilviljun — eins og margar aðrar upp- finningar. Norman nokkur Stingley, efnafræðingur hjá stóru fyrirtæki í Kaliforníu skemmti sér við það í frístund um sínum að gera tilraunir með gervigúmmí, þar á meðal hversu mikinn þrýsting það þyldi. Þá uppgötvaði hann að teygjanlegt efni, sem nefnist Zectron hefur óhemju endur- kastshæfileika. Hann fór því næst með upp finninguna til fyrirtækis síns, er sýndi ekki áhuga á henni í og með vegna þess að boltinn vildi fara £ sundur eftir fimm mínútur. Þá leitaði hann til fyr irtækis þess, sem gerði húla- hoppgjarðirnar á sínum tíma og var boltinn .endurbættur og gerður í þeirri mynd, sem hann er í nú. Hið mikla fjaðurmagn boltans, sem endurkastast upp I 90% þeirrar hæðar, sem hon um er varpað úr, stafar af því að hverjum bolta er þrýst sam an með 50 þúsund punda þrýst ingi. Nú skoppa hvorki meira né minna en sex milljónir þess ara fjaðrandi undrabolta víðs vegar um Bandaríkin OMEGA úrin heimsfrægu eru enn í gangi frá síðustu öld. OMEGA úrin fást hjá GARÐARI ÓLAFSSYNI ÚRSMIÐ Lækjartorgl — Simt 10081 ,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.