Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Laugardagur 11, desember íaoa. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR FramkVæmdastjóri: Agnar ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónag Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Reikul stefna J útvarpsviðtalinu á dögunum var Eysteinn Jónsson m. a. spurður um stefnu Framsóknarflokksins í utan- ríkismálum. Spyrjandinn gat þess, að ýmsum gengi erfiðlega að átta sig á afstöðu flokksins í þessu efni, og stefnan þætti nokkuð reikul og óviss. Eysteinn svaraði því til, að frá sínu sjónarmiði væri stefnan skýr og auðskilin, en eigi að síður vafðist honum tunga um tönn, þegar hann átti að rökstyðja það. Af því, sem Eysteinn sagði, mátti helzt ráða að íslendingar ættu að leggja allt kapp á að hagnast sjálfir á samstarfi við aðrar þjóðir og þátttöku í Alþjóðasamtökum, en gæta.þess jafnframt, að leggja sem minnst, og helzt ekkert, af mörkum sjálfir. Sú virðist t. d. afstaða flokksins gagnvart aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Eysteinn lýsti því yfir í fyrrnefndu viðtali, að Framsóknarflokkurinn væri þeirri aðild samþykkur, en jafnframt kom í ljós, að hann vildi að við reyndum að koma okkur hjá sem flestum af þeim skyldum, sem slíkri aðild eru sam- fara. Þessi afstaða hefur aldrei reynzt vel í samskipt- um einstaklinga, og hún er heldur ekki líkleg til að reynast haldgóð í samskiptum þjóða eða þjóðarsam- taka. Og stjórnmálaflokkur, sem byggir stefnu sína í utanríkismálum á þessum sjónarmiðum, hlýtur all- af að lenda í vandræðum, þegar til kastanna kemur. Sú hefur líka orðið reyndin með Framsóknarflokk- inn. Hann verður að bera kápuna á báðum öxlum. Hann getur ekki sagt berum orðum: Við eigum að vera í Atlantshafsbandalaginu, eingöngu til þess að tryggja hagsmuni okkar sjálfra, án þess að láta þar nokkuð í staðinn. — En hvert sinn sem forustumenn flokksins eða aðalmálgagn hans Tíminn, þurfa að gera grein fyrir afstöðu sinni, kemur í ljós að þetta er það sem þeir raunverulega meina, a. m. k. þegar þeir eru í stjórnarandstöðu! Svona utanríkisstefna er auðvitað fráleit og ekkert mark takandi á stjómmálaflokki, sem þannig hegðar sér. Þegar svo þar við bætist, að sami flokk- ur notar utanríkismálin til ófyrirleitinna árása á andstæðinga sína í sambandi við deilur um innan- landsmál, bregður þeim um sviksemi við þjóðina, og jafnvel landráð, þegar mikið þykir liggja við í kosn- ingum, er auðsætt að foringjarnir hafa glatað allri ábyrgðartilfinningu fyrir virðingu lands og þjóðar og sett flokkshagsmuni ofar öllu öðru. — Það þykir á- vallt veikleikamerki á hverri þjóð ef hún er sjálfri sér sundurþykk í utanríkismálum. Þetta ættu forustu- menn Framsóknarflokksins að hugleiða. Stefnan í utanríkismálum má ekki fara eftir því, hvort flokk- urinn er í stjórn eða stjómarandstöðu. Hægt að knýja Ho Chi Minh til uppgjafar hvenær sem er? Lyndon B. Johnson Banda- ríkjaforseti sagði í fyrradag að ef tilraunimar til þess að fá Ho Chi Minh forsætisráð- herra Norður-Vietnam til þess að setjast að samninga- borði um að leiða styrjöldina í Vietnam til lykta með sam- komulagi bæru engan árang ur, yrði gripið til róttækari og hörkulegri ráða — en áður hafði hann endurtekið, og það hefur Dean Rusk utan- ríkisráðherra líka gert, — að Bandaríkin myndu standa við skuldbindingar sínar um að verja Suður-Vietnam gegn kommúnistum. Það er ekki nein furða, þótt leiðtogar Bandaríkjanna láti nú til sín heyra, er vax- andi óánægja er heima fyrir út af styrjöldinni og ekkert virðist^ganga í Vietnam að koma Vietcong á kné. Sam- tímis er komið í Ijós, að af- staða Sovétríkjanna varðandi Bandaríkin og Vietnam er ó- breytt — svo og, að Ho Chi Minh muni ekki falla frá því, að Bandaríkin verði á burt með herafla sinn frá Suður- Viétnam,, áður en setzt sé að sgmningaborði. Svo lítið geng ur að klekkja á Vietcong, að vitað er, að Bandaríkin verða '/-jpia! Robert Kennedy enn að stórfjölga í her sínum í Suður-Vietnam. -- McNam- ara landvarnarmálaráðherra segir, að það verði gert „eft- ir þörfum“. Bandaríkjastjórn er því mikill vandi á höndum og hún vill greinilega losna með heið- arlegum hætti við að heyja styrjöld í Vietnam, en samt er vert að hafa í huga að Bandaríkin eru nægi- lega sterk og auðug til að berj ast þar til þrautar í langri .styrjöld. Þa^ er áreiðanlega meira á bak við það en að „bera sig karlmannlega", er forsetinn talar um nýjar og harðari aðgerðir. ÁLIT McCONN. Má m. a. benda á, að fyrir fáum dögum flutti John P. McConnell yfirmaður banda- Dean Rusk ríska flughersins ræðu í De- troít, og sagði að „Banda- ríkjunum sé hernaðarlega kleift að eyðileggja Norður- Vietnam og knýja landið til uppgjafar þegar í stað“, en það væri stefna stjórnarinnar að heyja ekki styrjöldina af meiri ákafa en nauðsyn frek- ast krefði af mannúðar- og stjórnmálaástæðum, þ. e. stjómin vildi leiða styrjöld- ina til lykta með samkomu- lagi og fylgja þeirri stefnu í lengstu lög. Hann kvað árás- irnar á Norður-Vietnam fyrst og fremst gerðar til þess að hindra Norður-Vietnam í að styðja Vietcong með því, að gera þeim það þar nyrðra of kostnaðarsamt að veita slíka aðstoð. TILLÖGUR KENNEDYS Robert Kennedy fyrrum dómsmálaráðherra hefur hvatt til þess, að stjómin leyfi umræðu á þingi, áður en hún gripi til aðgerða, sem leiða til aukins hernaðar í Vi- etnam. Sagði Kennedy, að yf- irmenn hersins í S.-V. hefðu farið fram á, að fjölgað yrði í Bandaríkjaher þar upp í 350 — 400 þús menn. Mc Namara segir Sem áður var getið, að fjölgað verði í hern um í S.-V. „eftir þörfum“. Kennedy kvaðst hafa stutt stefnu LBJ varðandi styrjöld- ina, en teldi nú, að leggja bæri meiri áherzlu á efnahags lega og stjórnmálalega sókn en hemaðarlega til-þess að binda endi á hana. — a. McConnell Sinfóníutónleikar Það er ekki á hverju kvöldi, sem Reykvíkingar hafa tæki- færi til að heyra flautu- virtuos, en í gærkvöldi lék einnslíkur með Sinfóníuhljóm sveit íslands, Geoffrey Gil- bert frá Englandi. Gilbert lék Flautukonsert Jacques Iberts, og Ibert er einn þessara sjald gæfu suðrænu ávaxta a. m. k. hér um slóðir. Flauta er yfirleitt ekki hljóðfæri, sem menn setja í samband við safaríka tjáningu, en Gilbert spyr engan að því, svo örlátur var hann með hina aðdáan- legu fjölbreytni blæbrigða, heillandi leiktæjcni. Kadensan ein var eins og sýnikennsla í listfengi, sem engan svíkur. Stjórnandi þessara tónleika var Páll P. Pálsson, og tón- leikarnir hófust með frumfl. Divertimentos fyrir blásturs- hljóðfæri, sem hann samdi í hlýtur að teljast vafasamt, þar eð a. m. k. einn kafl- anna, Sostenuto, flytur fyllstu alvöru. Hinir fimm stuttu kafl ar verksins eru nokkuð mis- jafrtir,, og málmblásturshljóð- færunum er greinilega gert hærra undir höfði, þau fá bet ur að njóta sín en skylduliðið úr tré. Þó snúast leikar í fjórða kaflanum, og hann verð ur jafnframt áhrifamestur svona við fyrstu heym. Lokaverkið var önnur sin- fónía Brahms. Ekki var laust við að eins konar „óþolin- mæði“ gætti framan af fyrsta þættinum, óróleika, sem einn- ig tókst að setja svip á ann- an og fjórða þáttinn. Leikur hljómsveitarinnar var einnig mjög misgóður, óbóhljóð þriðja þáttar var t. d. jafn aðlaðandi og frekjuhljóð Framli. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.