Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . Laugardagur 11. desember 1965. 9 verður þess vart að erlendir, jafnvel fróðir menn af nálæg- ustu frændþjóðum, sem ættu að vita betur, efist mjög um að við stöndum í jafn nánum og lifrænum tengslum við fornsögu okkar og fombókmenntir og við viljum sjálfir vera láta. í hópi þeirra manna hefur jafnvel verið látið liggja að því, að sá sögu- áhugi sé vitandi ýktur af okkar hálfu til áróðurs fyrir þvi metn- aðarmáli okkar að fá handritin heim. I>eim mönnum væri hollt að ræða um stund við fræðaþuli af íslenzkri alþýðu, eins og Benedikt Gíslason frá Hofteigi, sem áratugum saman hefur lifað og hrærzt í þessum undarlegu ljósasldptum liðinna tima og líð- andi stundar og gengið á reka um viða sanda mikilla sæva sög- unnar. Alkunna er, að Benedikt hefur myndað sér sjálfstæðar skoðanir um flest er sögu okkar varðar — og ekki síður að þær skoðanir fara ekld alltaf saman við nlðurstöður og viðteknar kenn- ingar lærðra fræðimanna þvi hann velur sér ekki leiðlr eftir þeim vörðum, sem aðrir hafa hlaðið. Því var það, að blaðinu þóttl ekki nema tilhlýðilegt að verða við þeim tilmælum hans, að hann fengi tækifæri til að segja skoðanir sínar á hinu umdeilda Vín- landskortamáli, sem verið hefur efst á baugi með sagnfræðingum að undanförnu. Þó að enn verði ekkl talað um óvefengjanlegar sannanír í sambandl við þau mál, sannar þetta framlag Benedikts Gíslasonar að minnsta kosti lifandi áhuga alþýðufræðimannsins á því sem öðrum sögulegum atriðum og órofatengsl hans við fortíð þjóðarinnar. „Vísindin hafa jafnan átt erf- iðast með trúna, og þá fyrir- fram sannfæringu, sem hún gef ur hverjum manni og síðan ekki meir. En það er með þetta atriði eins og flest söguleg atriði, að því, sem einu sinni var trúað, skal alltaf trúað. Og þess vegna hefur reynzt svo erfitt að endurskoða mörg þessi trú fræðilegu atriði, jafnvel þótt í ljós kæmu jafnt og þétt nýjar hliðar á málunum, sem gerðu endurskoðun óhjákvæmilega. Eitt af þessu eru Grænlands- fræðin, sem íslendingar leggja Iitla sem enga stund á að end- urskoða, þegar annarra þjóða menn vaða þar elginn. Er þó ekki þvf að neita, að við rann sóknir þessara erlendu manna kemur margt í ljós, það er at- hygli vekur og eru fræðileg at- riði, og sýnir jafnframt að stór Hafí sá verið tólf ára, sem fylgdi Eiriki rauða út, er hann áttatíu 'Og fimm ára, er hann talaði við Þorkel um 1060. í sögurannsókn verður það að vera algilt, að það hafi ekki gerzt, sem sögumaður, er talar um söguleg fræði, ekki veit frá sínum tíma. Um þessi tvö meg- inatriði í sögu Grænlendinga hlaut þessi maður að vita og telja stærst tíðindi orðin hafa á sinni löngu ævi — og Þorkell er fróðleiksmaður, sem langt mundi fram svo sem Ari segir. Ari miðar og við það: „áður en kristni kæmi hér á íslandi"; hann hefur ekki viðmiðunina á áður en kristni kom á Græn- land, sem átti að vera sama ár og á íslandi. Engin slík við- miðun er til á Grænl., og þá er kristnisagan fallin um sjálfa sig. Friðþjófur Nansen og fleiri því vínþrúgur vaxi þar sjálf- gerðar, og geri hið bezta vín, og þar að auki mikið af korni, er vaxi þar ósáið og hef ég fengið þetta staðfest af dönskum mönn um. Kringum þessa ev er ekkert byggilegt land 1 hafinu, og allt, sem er fjarlægara, er einn ís og sídimma . Þarna er þá fyrst getið um vínvið, sem ekki er til, og sjálfsána akra, og hafa menn þá haldið að úr sama fatabúri væru fræðin um þá menn komin, sem fyrstir fundu þetta á þessum slóðum, en öll um kemur saman um að sé skáldskapur, „digt“, ‘eins og þeir fínustu segja, sem um mál ið rita. Og það álítur Friðþjóf ur Nansen um vitneskju íslend inga, sem þeir bókfærðu eins og annað um þetta sé frá öðrum löndum til þeirra komin, — það er lygin um vínviðinn og hveitið, hafi þeir trúað þvx, og ekki síður hinu, að slík fræði og afrek séu frá kristninni komin. Nú er auðvitað ljóst hvað í efni er — um kristnina, vín viðinn og hveitið og þá einnig um söguna. En þama er sagan af Þorfinni karlsefni, íslendingi, sem Adam frá Brimum hefur ekki logið. Á henni ber að taka fullt mark, og er þá til í tveim útgáfum, önnur sett í samband við Leif landafundamann, hin ekki. Sú saga er Vínlandsvís- indi íslendinga, sem þeim ber að halda í heiðri, en áður en lengra er haldið, er rétt að at- huga nánar sinn gang. Friðþjóf ur Nansen vekur athygli á því hversu margar þjóðsögur íra lúti að siglingum —- sem eng um þykir mikið. Segir hann að Vínlands, hins „hamingjusama lands“, sé getið í slíkum heimild um frá 11. öld, og sagan lúti að vínyrkjulandi. 1 þessum þjóðsög um kynni að vera getið um Leif heppna, samanber sögu íslend inga af kvennafari hans þar. lendu menn hafa látið frá sér fara, og ekki verður rakið hér. Þó er sannast að segja frá því, að sú staðsetning, sem bækurr^ ar segja frá af vetursetustöðum Vínlandsfararinnar, að sól hafði þar bæði dagmál og eyktastað, hefur lent í flóknum tíma- og hnattstöðuútreikningum lærðra manna, og komið út staður syðst á 31. gráðu nl. breiddar og hefði þá ferðalagið tekið yf- ir 3500 km. En þessi eyktamörk eru þekkt á íslandi, og voru dagmál klukkan níu en eykt klukkan þrjú, og sól því á lofti Benedikt Gíslason frá Hofteigi. að liggja fyrir atkeri tfmum saman vegna þokunnar, og þá Ias hann Grænlandskrónikur Islendinga. En þegar hann ver svo að gera Bjarna og Leifi og Þorfinni leiðimar á siglingu, þá tefjast þeir ekki við þoku og þurfa að sigla með tíu mílna hraða hverja klukkustund. Hann getur verið öruggur í fræðum, því að tveir spekingar hafa staðsett sex stunda sólar- gang fyrir sunnan fimmtugasta breiddarbaug. Þama á Vínlandi er sólargangur hins vegar á tíunda tíma í skammdegi. Ekki er annað hasgt en að viður- kenna það, að Baffinsland kem ur þarna við sögu; annars stað- ar er ekki að finna jökla, sem í sögunum segir. Helluland verður hjá Tanner syðst á Baffinslandi, en þar er grasi vaxið og kemur illa heim við Helluland Grænlendinga. Næst er svo Markland — allt Labra- dor, þar sem þeir í Grænlands sögu stíga á land og dæmdu af sinni rannsókn að héti Mark- Iand. Labrador er yfir 800 km á lengd — og er ekki lengi verið að dæma landkostina. En svo verður Vínland á Newfound landi. Nú hrúgar hann allri staðfræði sagna þama á New- foundland. Nú er Straumfjörð ur, sem átti að vera við Hud- sonflóasundið, sundið á milli Labrador og Newfoundl. Þar úti fyrir er ey — og hún verður óðara Straumey. En í sögunni segir að á henni hafði verið svo margur æðarfugl, að vart væri hægt að stfga niður fæti. Nú er þetta um 50 gr. norðl. breiddar, og Ss baugur snertir syðsta stein f Bretlandi, og brestur mig nú þekkingu á hvort æðarfugl er þar um slóð- . ir, en :iY bamaskóla var mér kennt að fuglinn flvgi í norður, í nóttleysuna, til að verpá og mörg dæmi hef ég séð um það Hvoðatt er komið hveitið og vínviðerinn? um brestur á réttan skilning, stundum fyrir ónóga þekkingu á íslenzku máli, en stundum fyr ir það að enn eru trúarhetjur á ferð, sem hafa það til að teygja hæpið mál í gild rök en hafna öðrum atriðum, sem þó standa í vegi fyrir þessum gildu rökum. Þau fræði, að Leif ur Eiríksson hafi kristnað Grænland. eru bersýnilega röng Að hann hafi fundið Vfnland og skýrt það eftir vínviði, er endaleysa. Sjálfir vita íslendingar ekk- ert um þetta mál eftir heim- ildum fyrr en kemur fram um 1200. Og allt í einu er skrifuð saga af Leifi. Vitnum í íslend- ingabók Ara fróða, frá Græn- landsbyggð, VI. kapítula. Þar segir síðast: „En það var, er hann lét byggja landið, fjórtán vetrum eða fimmtán fyrr en kristni kæmi hér á ísland, að því er sá taldi fyrir Þorkeli Gellissyni á Grænlandi, er sjálf- ur fylgdi Eiríki rauða út“. Þor- kel) Gellisson er föðurbróðir Ara fróða. Og nú hittir hann mann á Grænlandi, sem fylgir Eirfki rauða út. Sá maður verð- ur þá að vera á bamsaldri, en fulltíða maður um 1000, þegar Leifur átti að kristna Græn- land og finna Vínland. Og nú segir hann Þorkel Gellissvni ekkert frá þessu hvoru tveggja, eins og Þorkel hafi ekkert varð að um það, eða presturinn, Ari fróði, hirði ekki um að leita þessara frétta, Þorkell var vax- inn maður um 1060, Ari bróður- sonur hans er fæddur 1067. — góðir fræðimenn hafa sannað, að hugtakið „vín“ er ekki til á Norðurslóðum um þetta leyti, og sannar það jafnframt að nafnið er „vin“, samanber „vinj ar“, en ekki Vínland. Fellur þar með þessi sagnaritun Islend- inga um 1200 um sjálfa sig. 300 ámm seinna en hér áttu atburðir að verða. Og þegar það er vitað, að í hinum elztu fræðum íslendinga er ekki til eitt orð um þetta, þá þarf það að vera mikil trú, sem hér læt ur ekki efast. En hvaðan er þetta komið? Adam frá Brimum hét sagnarit ari, og hafa sumir talið að hann sé dáinn árið 1067, en eru þó í óvissu um það. Hann skrifaði margt og sumt fráleitt slúður, eins og þegar hann segir, að af saltvatninu séu Grænlendingar blágrænir og af þvi taki landið nafn. Sumir kalla að hann ljúgi, aðrir að hann vinni sér föt f eig in fatabúri. Þekkist það þá nokk uð í sundur, sem á rökum kann að vera byggt og hitt, sem ekki er viðlits vert. Nú minnist hann á Vínland — og hefur þá hik- laust „Vínland” og nefnir fyrst ur allra „vinvið" í þvi sambandi, @n það er margsannað að um engan slíkan við getur verið að ræða á þessum slóðum, sem hér koma til greina Það serh hann segir, er nokkurn veginn þetta: „Þar að auki talaði hann (Sveinn Ástriðarson Danakon ungur, d. 1076) — um eyju, sem margir höfðu komið til í þessu hafi, og sem nefnl:t Vinland. af Og þegar Adam frá Brimum og ísrkar þjóðsögur koma saman, þá er von að íslendingar geti farið að skrifa. Þegar svo þar við bætist, að margir menn hafa komið f landið, og Danir kunna frá því að segja, fer að verða ljóst að grauturinn er góður. Þarf nú ekki annað en skoða ritverk íslendinga í þessum fræð um til þess að sjá, að einhvers staðar er saltið fengið. Fyrri hluti i Þannig standa málin, Islend- ingar láta sig engu skipta hvað hér er raunverulega í efni. Fjöldi útlendra manna rannsak- ar málið og semja jafnvel stór ar bækur um það sem í Ijós kemur við ítarlegar athuganir. Á síðasta ári fékk ég birtar litlar athuganir um þessi efni í Tímariti Þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi. Hér heima feng- ust þær ekki birtar. Þá hefur komið í ljós að lærdómsmaður norskur er að finna svonefndar Leifsbúðir á Nýfundnalandi, nvrzt, og átti eftir þvf að liggja í bókum Islendinga um bessi fræði skýring á slíku ferðalagi. Það er ljóst að slíkt er mikill misskilningur eins og margt annað. sem þessir út- í sex klukkutíma — en sá sól- argangur er rétt fyrir sunnan sextugustu breiddargráðu. Eng ar bollaleggingar þarf í þessu efni og enga hnattstöðureikn- inga gátu þessir menn gert. Þessi staðfræði, sem trúa má eins og hverju öðru, sem trúað er í þessum fræðum, setur vetursetustaðinn við botn á Undaleflóanum, norlægt ,í Labrador, og allt, sem sagt er frá, kemur heim við þessa staðfræði. Nú er það, að maður að nafni V. Tanner rannsakaði leiðina, og ritaði um málið 1941, í tímarit, sem út kom á vegum háskólans í Ábo. Komst hann að þeirri niðyrstöðu, að þessar Leifsbúðir væru á norð- urodda Newfoundlands, þar sem heitir Long Rangers. Eftir þessu fór svo þessi norski mað- ur, Helge Ingstad, að grafa, og fann húsarústir eftir norræná menn. Og þá eru það Leifsbúð- ir, rétt eins og enginn norrænn maður hefði getað búið þarna I fyrr, þar sem einmitt heitir „Hvítra manna land“ I fornum fræðum íslendinga. Tanner rekur nú söguna. Vinnur sam- vizkusamlega, en síður rök- fræðilega og verður ritgerð hans þó alllöng, 172 bls. með frekar þéttu prenti. Hann hefur sögu sína á því, að sumurin 1937 og 39 hafi hann verið á skipi, sem gekk á milli New York og Norður Labrador, og hvggur þá mjög að hinni gömlu sögu. Segir hann að oft hafi komið fyrir að skipið hafi orðið um mína daga. En á 50. brgr. mun svört nótt að meiri hluta til. Þetta hvort tveggja, sólar- gangurinn og æðarvarpið, sýnir það og sannar að þeir eru ekki langt sunnan við 60. brgr. með sínar búðir. Nú verður öll skýring Tanners eftir þessu Hópið, þar sem Þorfinnur karls- efni dvaldi syðst verður stutt suður við norðurodda á Long Ranger. För Þorfinns að leita Þórhalls veiðim. verður norður fyrir oddann á þessu landi, það er um Bell Isle sundið. En í sögu hans segir, að þeir hafi siglt lengi 'og haft gróðurlausar strendur á bakborða — og suð- ur með Ameríku verður ekki siglt nema með land á stjóra. En þetta kemur þó heim hjá Tann- er, með því að nota þennan skaga, en trúlega hefði sagan nú getið þess, ef þeir hefðu farið um sund, og þá haft land á bæði borð. Vetursetustað Þor finns setur hann í Hamilton- firði, en Hamiltonáin myndar hóp og kallar Tanner það land. Þar finnur hann Kjalarnes sunnan við fjörðinn — og allt er þetta rakalaus óskríkja, sé tekið mark á sögunum um þess ar ferðir, en um aðrar heimildir er ekki að gera. Má þó segja það, að V. Tanner villtist hér fyrst og fremst í tillitum ýmiss konar frc ða, sem búið er að spinna upp í málinu — eins og það, að geta íátið alþýðutal um Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.