Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 2
VÍSIR . Laugardagur 11. desember 1965. gITSTJORI: JON BiRGIR PETURSSON SSSííií: ■ ■' s ■; STEFÁN — Rússar miklir bardagamenn. ÞÓRARINN — Handboltí eftir 5 ár á sjó ÁGÚST — Æfði meira af skyldurækni. ÞAÐ KOM A 0 VART — segja nýliÖarnir í landsliðinu Þrír ungir óg efnilegir leik- menn munu leika sinn fyrsta landsleik á morgun. Þetta eru þeir Þórarinn Ólafsson úr Vík- ing, og félagamir Guðmundur ögmundsson og Stefán Sand- holt úr Val. Þórarinn er eini leikmaðurinn í liðinu úr 2. deild, en þeir félagamir eru ný- sloppnir með liði sínu úr þeirri deild. Allir eiga þeir eitt sameigin- legt: Það kom þeim á óvart að verða landsliðsmenn. ★ Þórarinn Ólafsson er 23ja ára, meðalmaður á hæð, en sérlega kraftalega vaxinn, enda vakti hann snemma athygli í handknattleik fyrir hin föstu skot sín. „Ég byrjaði í 3. flokki í Víking, en hætti í rúm 5 ár í handknattleik, en þau ár var ég sjómaður bæði á vertíð og svolítið á togurum". — Hvemig atvikaðist það þá að þú b'yrjaðir aftur f hand- knattleik? „Þegar ég hætti að starfa á sjó voru kunningjar mínir marg ir í handboltanum og einhvem veginn dróst ég með, lenti í 1. flokksliðinu hjá Víking og svo skömmu seinna í méistara- flokki“. Og þetta gerðist fyrir þrem árum, nú er Þórarinn kominn í landsliðið, sem leikur gegn Rússum á morgun. Tvívegis hefur hann leikið með Reykja- víkurúrvali, fyrst í fyrrahaust og né aftur gegn tékkneska liðinu á laugardaginn var, þeg- ar - íþróttahöllin var tekin í notkun, en við lagninguna á gólfinu vann Þórarinn mjög ötullega ásamt félögum sinum mörgum. Þórarinn segist hafa séð Rússana á kvikmynd fyrir nokkmm dögum og segir þá áreiðanlega sterka. „Við gemm allt til að klekkja á þeim, en ég þori engu að spá um úrslitin“ Eitt vildi Þórarinn taka fram að lokum: Hann var mjög undrandi á að vera valinn. ★ Ekki síður undrandi var hinn kornungi Ágúst Ögmundsson, 19 ára gamail leikmaður úr Val. Ágúst kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en í fyrravet- ur með 2. deildarliði Vals. Að vísu hafði hann' tekið áður þátt í hraðmóti Þróttar árið áður, þá leikmaður í 2. deild, en vakti engu að síður athygli, en þetta mót vann Valur. Valur vann líka 2. deildina og leikur því í 1. deild f ár. í sumar var Ágúst í hópi þeirra sem kallaðir voru til æf- inga með landsliðinu. Það var víst meira af skyldurækni og góðum hug til þeirra, sem hafa áhuga á að skapa hér gott landslið að Ágúst mætti svo vel til tjfinga. Hann gerði sér ekki minnstu vonir um að lenda í hópi þeirra, sem valdir yrðu. Landsliðsnefnd fór f vali sfnu eftir því hve vel menn hefðu æft og hversu vel þeir væru komnir inn í hin ýmsu leikkerfi, sem æfð höfðu verið og því varð Ágúst, sem er mjög góður línumaður, fyrir valinu. Ágúst byrjaði á handbolta 14 ára gamall með Val og með félaginu æfir hann einnig knattspymu eins og margir handknattleiksmenn (of margir, reyndar) gera. Ágúst var brautskráður frá Verzlunarskóla fslands s.l. vor og hefur starfað hjá Tryggingu h.f. á Laugavegi 178 frá því f júlí í sumar. ★ Stefán Sandholt mátti eigin- lega ekki vera að því að tala við neinn þegar við hittum hann. Inni f hinum ógnarstóru Framh. á bls. 6. ÍSIAHD RUSSIAHD Fyrsti landsleikurinn við Rússa í dag fer fram fyrsta milliríkja- keppni íslands við Sovétrikin. Það er á morgun sem landslið þessara þjóða mætast í íþróttahöllinni í Laugardal í landsleik í handknatt- leik, en á mánudag hittast þessi lið aftur f keppni á sama stað. Þessir andstæðingar vorir eru svo til óþekkt stærð, við vitum þó þetta um þá. Þeir unnu Finna fyrir ári með 25:14 og unnu Svía einnig það ár með 25:20, gerðu jafntefli við Rúmena 12:12. Þeir töpuðu líka fyrir Svíum með 16:23, Rúmenum 9:15 og Ungverjum 14:15. Hingað koma þeir eftir keppnisför til Danmerkur og Svf- 'þjóðar og árangurinn hefur verið góður hjá liðinu. Danir unnu með 2 marka mun og gerðu jafntefli f sfðari leiknum, Svfar unnu þann fyrri en töpuðu þeim seinni nieð eins marks mun. Rússar eru reyndar nýgræðingar í þessari íþrótt, en málin hafa ver- ið tekin föstum tökum heima fyrir eins og títt er um íþróttastarfið hjá þeim, — og árangurinn virðist ekki ætla að láta standa á sér. Samkvæmt nýjustu skýrslum eru starfandi um 20 þús. lið í hand- knattleik í landinu og hátt á 4. hundrað þúsund stunda handknatt leik. Islenzka landsliðið hefur verið mjög umrætt undanfarið og val þess gagnrýnt af mörgum, en i sennilega hefur hér verið unnið f . fyrsta skipti eftir fyrirframgerðri áætlun, — beztu einstaklingarnir Rússneski þjálfarinn Grinbergas leiðbeinir leikmönnum sínum vel. Enginn fer inná völlinn án þess hafa ekki verið valdir, heldur bezta að fá nákvæmar fyrirskipanir eins og sjá má. | heildin, sú heild, sem getur leikið bezt það kerfi, sem þjálfarinn, .Karl Benediktsson hefur lagt fyrir liðið. Vonandi tekst nú vel að út- færa það og þá er tilganginum náð. Það er ekki auðvelt að spá neinu um úrslit í þessum lándsleikjum, en án efa verða þeir hörkuspenn- andi og ótrúlegt að munurinn verði mikill á liðunum, því íslenzkur handknattleikur er án efa á ágæt- um mælikvarða. — jbp — Liðin á morgun Islenzka liðið á morgun er þannig skipað: Þorsteinn Björnsson, Sigurð- ur J Þórðarson, Ragnar Jóns- son (fyrirliði), Gunniaugur Hjálmarsson, Karl Jóhannsson, Birgir Björnsson, Guðjón Jóns- son, Hörður Kristinsson, Stéfán Sandholt, Ágúst Ögmundsson [ og Þórarinn Ólafsson. ^ Rússnesku leikmennirnir eru þessir (ekki vitað hvaða lið þeir senda endanlega: Abaishvili, Tsapenko, Veldre, Reznikov, Matsezchinskas, Lebedev, Tsertvadze, Zdorenko, Zelenov, t, Usenko, Phakadze, Klimov, ? Schevchenko, Koldka. ; Dómari er Svíinn Hans Carl- í, 1 son. (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.