Vísir - 11.12.1965, Side 3

Vísir - 11.12.1965, Side 3
VÍSIR . Laugardagur 11. desember 1965. 3 Bótagreiðslur almanna- trygginganna í Reykjavík Greiðsla fjölskyldubóta í desember hefst sem hér segir: Mánudaginn 13. desember hefjast greiðslur með 3 börnum og fleiri í fjölskyldu. Fimmtudaginn 16. desember hefjast greiðslur með 1 — 2 börnum í fjölskyldu. Athygli skal vakin á því, að á mánudögum er afgreiðslan opin til kl. 4 síðdegis og auk þess verða greiddar allar tegundir bóta til kl. 5 síðdegis fimmtudaginn 16. desember og laugardaginn 18. desember. Bótagreiðslum lýkur á þessu ári á hádegi á aðfangadag og hefjast ekki aftur fyrr en á venjulegum greiðslutíma bóta í janúar. Tryggingastofnun ríkisins. ]yú í vikunni skýrði Kaup- mannahafnarblaðið Berl- ingske Tidende frá því með stóru letri á forsíðunni að menn hefðu reist hús á sjö klukkutímum í Falstrup við Kaupmannahöfn. Þóttu þetta nokkur tíðindi þar í landi og ritar blaðið ítarlega grein um málið. Hér á landi má ætla að mönnum þyki einnig nokkur fróðleikur af þessari frétt, því lengri er byggingartím- inn á Islandi en í > flestum öðrum löndum. Það var „Arkitektenes Type huskontor“ samtök danskra húsateiknara sem að verkinu Hér lætur krani einn húshlutann, þann sem inniheldur mið- stöðina siga í sinn stað í einingarhúsinu. Þannig er húsinu raðað saman í mörgum hlutum eins og eldspítustokkahús gerð af bömum! stóð í samvinnu við Farum Bygge-Industri. Hafizt var handa klukkan átta að morgni, eins og myndin sýnir og kl. 4 um eftirmiðdaginn vom húsgögnin komin í hús- ið og hitinn kominn á. Mynd in sýnir hin ýmsu stig bygg- ingarinnar og er klukka teikn uð inn á sem sýnir tímann. Grunnurinn var tilbúinn en sjálft húsið, eða húshlutarnir, voru fluttir samdægurs á stað inn. Markmið þessa var að sýna hvemig auka mætti hraða í húsbyggingum, og spara vinnukraft við að nota einingarhús, elementhús, sem sett em saman á byggingar- staðnum. Þessi tvö hús sem þarna voru reist nefna Danir „kasettehus". Stofnun danskra arkitekta sem fyrr er nefnd, reiknar með því að ekki sé varið meira en um 1000 vinnutím- um, í húsaverksmiðjunni og á byggingarstaðnum, til þess að gera 110 ferm. hús af þess ari gerð. Venjuleg einbýlis- hús af sömu stærð tekur Dani nú um 2000 — 2500 vinnutíma að gera. Verð þessara eining- arhúsa, eða kassettuhúsa er líka lægra. Venjulegt hús, 121 fermetra kostar hjá Arkitekt enes Typehuskontor 92.000 danskar krónur. Hús, eins og það sem reist var á einum degi kostar hins vegar ekki nema 89.000 danskar krónur. Þegar ýmis mismunur er tek- inn með í reikninginn kemur í Ijós að einingarhúsin eru 7-8% ódýr^ri en hús byggð með venjulegum aðferðum, segir Berlingur. Nú eru þessi tvö hús til sýnis á byggingar staðnum í Danmörku, en fjöldaframleiðsla hefst á þeim þessa dagana. HUS REIST A SJO TIMUM! Þessi mynd sýnir hin ýmsu byggingarstig. Húsið reist á sjö tímum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.