Vísir - 11.12.1965, Blaðsíða 7
VlSIR . Laugardagur 11. desember 1965.
7
AUGLÝSING
UM TAKMÖRKUN Á UMFERÐ í REYKJA-
VÍK 10. TIL 24. DESEMBER 1965
Ákveðið hefur verið að gera eftirfarandi ráð-
stafanir vegna mikillar umferðar á tímabilinu
10. til 24. desember n.k.:
1. Einstefnuakstur:
1. Á Vatnsstíg frá Laugavegi til norðurs.
2. Á Frakkastíg frá Hverfisgötu að Lindar-
götu.
2. Hægri beygja bönnuð:
1. Úr Tryggvagötu í Kalkofnsveg
2. Úr Snorrabraut í Laugaveg.
3. Úr Snorrabraut í Njálsgötu.
4. Úr Laufásvegi í Hringbraut.
3. Bifreiðastöður bannaðar eða takmarkaðar:
Bifreiðastöður bannaðar á Skólavörðustíg
norðan megin götunnar frá Týsgötu að
Njarðargötu.
Bifreiðastöður takmarkaðar við lA klukku-
stund á Hverfisgötu frá húsinu nr. 68 á
Snorrabraut, á*eyjunum í Snorrabraut frá
Hverfisgötu að Njálsgötu, á Barónsstíg
milli Skúlagötu og Bergþórugötu, Frakka-
stíg, Vitastíg, Klapparstíg og Garðastræti
norðan Túngötu. Þessi takmörkun gildir á
almennum verzlunartíma frá föstudeginum
10. desember og til hádegis föstudaginn 24.
desember n.k. Frekari takmarkanir en hér
eru ákveðnar, verða settar um bifreiðastöð-
ur á Laugavegi, í Bankastræti, Aðalstræti
og Austurstræti, ef þörf krefur.
4. Ökukennsla er bönnuð í miðborginni milli
Snorrabrautar og Garðastrætis á framan-
greindu tímabili.
5. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti
Aðalstræti og Hafnarstræti laugardaginn
18. desember kl. 20.00 til 22.00 og fimmtu-
daginn 23. desember kl. 20.00 til 24.00. Enn-
fremur verður sams konar umferðartak-
mörkun á Laugavegi frá Snorrabraut og í
Bankastræti á sama tíma ef ástæða þykir til.
Athygli skal vakin á takmörkun á umferð
vörubifreiða, sem eru 1 smálest að burðar-
magni og fólksbifreiða, 10 farþega og þar yfir,
annarra en strætisvagna, um Laugaveg,-
Bankastræti, Austurstræti og Aðalstræti. Sú
takmörkun gildir frá kl. 13.00 þar til almenn-
um verzlunartíma lýkur alla virka daga, nema
laugardaginn 18. desember, en þá gildir bann-
ið frá kl. 10.00. Ennfremur er ferming og af-
ferming bönnuð á sömu götum á sama tíma.
Þeim tilmælum er beint til ökumanna, að þeir
forðist óþarfa akstur, þar sem þrengsli eru og
að þeir leggi bifreiðum sínum vel og gæti
vandlega að trufla ekki eða tefja umferð.
Þeim tilmælum er beint til gangandi vegfar-
enda að þeir gæti varúðar í umferðinni, fylgi
settum reglum og stuðli með því að öruggri
og skipulegri umferð.
Lögreglustjórinn í Revkjavík, 9. desember 1965,
Sigurjón Sigurðsson.
5 HAUSA ÁHÖFN
1. des. s. 1. ritar Jónas Kristj
ánsson blaðamaður grein hér
Vfsi, er hann nefnir „Þarf 5 eða
30 menn.“ Ræðir hann þar af
miklum fjálgleik um tæknilegar
framfarir í togaraútgerð og fer
um það stórum orðum hvað ís-
lenzkir togaraútgerðarmenn
fylgist illa með nýjungum.
Öllum sem eitthvað til þekkja,
-er ljóst hve hér er talað út í
bláinn íslenzkir togaraútgerðar
menn hafa ætíð staðið í fremstu
röð við að notfæra sér nýjustu
tækni, nægir t. d. að benda á
nýsköpunartogarana, sem byggð
ir voru eftir tilsögn íslendinga
og Bretar tóku sem fyrirmynd
að fullkomnustu togurum þeirr
ar tíðar. Þó þeir séu nú að verða
of gamlir, eru þeir langt frá
því að verða „úreltir."
íslenzkir togaraútgerðarmenn
vita ákaflega vel hvað er að
gerast í endurnýjun togaraút-
gerðar annarra þjóða og væru
löngu byrjaðir að fá sér ný
skip, ef ekki væri þannig búið
að togaraútgerð hérlendis, að
henni er fjárhagslega ókleift af
eiginn rammleik að endumýja
skip sín.
Taprekstur íslenzku togar-
anna liggur í því, að þeim hefur
um árabil verið skammtað of
lágt fiskiverð og við útfærslu
landhelgin'nar tekin af þeim
mjög fengsæl fiskimið, svo afli
hefur stórminnkað á heimafnið.
um og verður því að sækja y’eru
legan hluta hans á mjög fjarlæg
mið.
Blaðamaðurinn ætti að vita
nokkur skil á þessu, en talar
framhjá öjlum staðreyndum og
þykist færa þjóð sinni ný vís
indi. Ræðir um Rosstogara og
Rossgróða. Segir hina nýju
Norðursjávartogara hafa 5
manna áhöfn, á skipunum eru
þó 10 menn, og fari skipin til
fjarlægra miða (Færeyja og Is
lands) er reiknað með allt að 20
- manna áhöfn. Fer þá heldur að
fara um 5 hausa skipshöfn blaða
mannsins!
I Englandi er togaraútgerðinni
gert mögul. að reikna afskriftir
af skipum sínum og safna í vara
sjóði, takist það ekkí nýtur hún
stuðnings hins opinbera í ýms
um myndum. Á íslandi etu all
ar afskriftir og varasjóðssöfnun
hreinlega strikað út í rekstrar
áætlunum þeim, sem lagðar eru
til grundvallar að útreikningi
fiskverðs til togaranna.
Blaðamaðurinn segir af miklu
stæril.: „Þegar Ross-togararnir
eru bornir saman við íslenzku
togarana furðar sig enginn á því,
að Ross skuli alltaf græða og
íslenzka togaraútgerðin alltaf
tapa.“
„Svo var mikill Satans kraft-
ur, að saltaðir þorskar gengu
aftur“, stendur þar, og er verð
ugt svar við svona fáránlegum
fullyrðingum. Blaðamaðurinn
virðist ekkert vita um það, sem
allir aðrir vita er þekkja til
þessara mála, að meðalfiskverð
íslenzku togarana hér heima, er
um kr. 3.20, en erlenda fisk-
verðið um kr. 8.50—9.50. En
það bendir til þess, að Ross fái
nær þrefalt meira fyrir fisk-
bröndur sínar, heldur en hinir
íslenzku kollegar hans,
Blaðamaðurinn virðist vera
svo blindaður af þessari 5 hausa
áhafnarhugmynd sinni, að hann
gerir sér enga grein fyrir því, að
þessir litlu skuttogarar sem
verja. Til slíks verkefnis eru
þeir orðnir of gamlir, til að
svara ýtrustu kröfum nútímans.
Allar fiskveiðiþjóðir stefna nú
að stórfelldri aukningu úthafs-
veiða á stórum skuttogurum
(nema íslendingar) allt frá
1.000 til 2.500 tonna. Þar er
Ross-félagið einnig með á nót
unum, með hinn stóra Ross Vali
ant, en á því slv« er 30 manna
áhöfn. Tiltölulega miðað við
stærð skipsins, verkefni þess og
afköst, eru það þó færri menn
heldur en á litla skipinu.
Það er álitamál hvaða stærð
íslendingum hentaði við slíka
endurnýjun togaraflotans, en
Englendingar og Þjóðverjar
m
Breski skuttogarinn Junella. Bretar og Þjóðverjar eiga nú
tugi úthafstogara af svipaðri gerð.
Ross er þama að gera tilraunir
með (og hafa 10 manna áhöfn),
sinna ákveðnu hlutverki, við tak
markaðar kringumstæður, eða
það sem Bretar nefna — near-
waters og middle waters fish-
ing — og væm því helzt sam
bærilegir hér við hin glæsilegu
vélskip okkar sem nú em að
moka upp síldaraflanum allt
umhverfis landið. Má fullyrða
að islenzkt útgerðarframtak, sé
ékki lakara en það brezka í
þeim samanburði.
íslenzkir togarar eru ekki eins
og blaðamaðurinn heldur fram
orðnir „úreltir". þegar tillit er
tekið til hins mikla fjármagns
er þeir flytja þjóðarbúinu. Fram
undir okt. s. 1_ höfðu þeir selt
21 þús. tonn af fiski og fengið
fyrir það um 190 millj. ísl. kr.
á sama tíma höfðu þeir lagt á
Iand hérlendis tæp 60 þús. tonn
og fengið fyrir þau svipaða
greiðslu eða um 180 millj. fsl.
kr. en hefðu átt að fá a. m. k.
360 millj. króna í sinn hlut ef
verðinu væri ekki þrýst svona
óeðlilega niður hér innanlands.
Það er búið að taka beztu
heimafiskimiðin af íslenzku tog
urunum og það verður því að
ætla þeim að mestu sama hlut
verk eins og — long distance —
togumm Englendinga og Þjóð-
byggja nú mest af hliðstæðum
togurum eins og Junella, sem
hér fylgir mynd af. Slík skip
eru helzt sambærileg við okkar
togara, nema miklu hraðskreið
ari, heilfrysta að mestu aflann,
hafa um 20 manna áhöfn, og ör
yggi og aðbúnaður skipverja
svo góður að dugandi sjómenn
sækjast eftir að starfa á þeim.
Það er bezt að sleppa öllum
vangaveltum um vanþekkingu
íslenzkra togaraútgerðarmanna
á hlutverki þeirra, um endur-
nýjun togaraflotans. En viður
kenna heldur þá staðreynd, að
þessum atvinnuvegi hefur verið
svo þröngur stakkur skorinn
f járhagslega, að hann getur ekki
endurnýjað sig af eiginn ramm
leik, og þarafleiðandi, að gera
verður þá kröfu til þjóðfélags,
ins, að það leggi fram svipaða
fjárhagsaðstoð í lánsformi eins
og gert var á árunum 1946—
1950 er endurnýjun togaraflot-
ans fór fram. Kaupverð hans
var þá um 150 milljónir króna,
en á liðnu starfstímabili þeirra
skipa er þá voru keypt, sem nú
eru óðum að týna tölunni, hafa
þau aflað þjóðarbúinu um 3.000
milljóna króna verðmæta, og
margfaldrar velmegunar.
Halldór Jónsson.
Lyftubíllinn
Sími 35643
Jólagjafir fyrir frimerkjasafnara
Lindnei- albúm — Stender albúm —
Innstungubækur — Fyrstadagsalbúm
Albúm fyrir myntsafnara — Verðlistar
Stækkunargler með ljósi.
FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN
Týsgötu 1 . Sími 2-11-70
u