Vísir


Vísir - 16.12.1965, Qupperneq 6

Vísir - 16.12.1965, Qupperneq 6
6 V1SIR . Fimmtudagur 16. desember 1965. hbe Siónnrhóll ' framhald af bls. 2 Hin stóra og rausnarlega gjöf þeirra hjóna er einslæmi, en þeir, sem til þekkja eru hrærðir yfir göfuglyndi því, sem gjöfin felur í sér og þeim hug, sem að baki gjöfinni stendur. Þau hjónin telja að þau séu í mikilli þakkarskuld við F.H. Öll börn þeirra hjóna hafa verið fé- lagar og þátttakendur í félags starfsemi F.H. Fyrst sem börn, en síðar sem fullorðið fólk og nú hin síðari ár hafa þeir bræður Boði, Bjami og Birgir allir gegnt meira og minna mikilvægum störfum innan félagsins. Til dæmis er Birgir þjálfari og fyrirliði hins frækna handknattleiksliðs og Bjarni á sæti í stjóm landsliðs- nefndar H.S.Í. Björn og Guðbjörn telja að þátt- taka bama þeirra í félagsstarfi F.H. og kynni þeirra af félaginu hafi haft mjög mikil áhrif á mótun þeirra og aukið á og bætt mann- kosti þeirra. Hjónin dæma þetta af fenginni reynslu s.I. 25 ára og sérstaklega s.l. 15 árin, þar sem má segja, að Sjónarhóll hafi að mörgu leyti ver- ið annað heimili F.H.-inga. Þangað hefur verið haldið fyrir áríðandi leiki og þangað hefur aft- ur verið snúið eftir stóra sigra og einnig þegar hallað hefur undan fæti hjá félaginu. En i hvoru til- fellinu sem er hefir ávallt sama hlýjan og gestrisnin mætt F.H.- ingum og félögum þeirra. Með gjöf sinni vilja þau hjónin stuðla að því að sem flestum hafn firzkum unglingum gefist kostur á að fá þá aðhlvnningu og að- hald á uppvaxtarárum sínum, sem þau telja að félagsstarfsemi F.H. hafi veitt börnum þeirra. Ef stjórn F.H. telur rétt á sinum tíma að selja Sjónarhól ætti andvirði eign arinnar að verða drjúgur liður til að reisa veglegt félagshéimili F.H. á þeim stað sem stjómin telur heppilegri. Þannig myndi gjöfin alla vega verða lyftistöng fyrir enn öflugri og víðtækari starfsemi fé- lagsins. Stjórn F.H. og allir þeir, sem hafa unnið að félagsstörfum F.H. á undanförnum árum eru hrærðir vfir hinni rausnarlegu gjöf. Betri t varanlegri meðmæli er ekki hægt að húgsa sér. Fyrir Hallstein Hinriksson og þá menn aðra, sem gegnum árin hafa stritað við að halda félagsstarf- seminni gangandi, oft þreyttir og leiðir yfir skilningsleysi og van- bakklæti, er þessi gjöf blessun fyrir vel unnin störf. Hún mun hjálpa mönnum til að sannfærast um þá staðrevnd, að þótt oft í hinu daglega striti finnist mönn- um þeir standa einir uppi og hjálparvana, sakir skilningsleysis og skorts á hinum rétta félags- anda, þá sýnir þessi gjöf óve- fengjanlega, að það cr til fólk sem fylgist með starfi þeirra og bar- áttu og metur þrautseigju þeirra við að glíma við erfiðleikana. Þessi gjöf verður því ómetanleg fvrir F.H. og íþróttahreyfinguna f Hafnarfirði, í þeirri merkingu að menn yngri og eldri fyllast krafti, sem mun koma fram í fé- lagsstarfseminni á komandi árum, ekki hvað sizt í að vera hvetjandi afl ungum sem gömlum til að smita út frá sér góðum áhrifum til vegsauka uppvaxandi kynslóð- um. Þannig mun samþykki þeirra systkinanna verða fagur og sterk- ur minnisvarði foreldra þeirra. Og. það verður verk F.H. að framlag þeirra hjónanna verði til þess, að hin unga æska Hafnarfjarðar verði aðnjótandi þeirra áhrifa, sem þau telja að hafi orðið svo mikilvæg fyrir uppeldi bama þeirra. Food Center — Framhald af bls. 1. staður. Þó væri vegna tak- markaðs húsrýmis aðeins hægt að sýna lítið af handa- vinnu og iðnaðarvarningi. Hann ræddi um Island sem ferðamannaland, benti á, að þar væru fullkomin hótel hituð með hverahita, þar væru ár fullar af laxi og vötn full af silungi. Hann skýrði frá stofnun félagsins Icelandic Food Cent er og gat þess sérstaklega hve ráðherra hefði verið áhuga- samur um stofnun þess. Hann sagðiaðBretar hefðu um lang an aldur kunnað að meta ís- lenzkan fisk, en hér yrði margs konar annan íslenzkur matur á boðstólum, svo sem rækjur, humar, síld auk hins ljúffenga íslenzka lambakjöts. Hann þakkaði starfsfólkinu fyrir vel unnin störf, sérstak lega Halldóri Gröndal fram- kvæmdastjóra, sem hefði sjálf ur valið allt annað starfsfólk. Ingólfur Jónsson sagði m.a. að sér væri mikil ánægja að • ypra viðstaddur opnun þessa fýrirtækis, það væri allmikilvæg ur vioburður í samskiptúm Breta og Islendinga. Hann ræddi síðan nokkuð um ísland sem ferðamannaland og benti á sérkenni íslands. Hafísinn væri oft ekki langt undan norður- ströndinni, en þar hagaði einn- ig svo til yfir hásumarið, að sól in sigi ekki til viðar og í þeirri nóttlausu veröld mætti finna mikla fegurð og víðsýni. Sérkenni íslands, sagði hann er að þar er náttúran enn víða ósnert og kvaðst hann telja að það væri aðalástæðan fyrir því, hve skemmtiferðamenn laðast að landinu. Þeir sem einu sinni hafa komið vilja koma aftur. Hann rakti nánar hinn aukna ferðamannastraum til íslands. Til dæmis skýrði hann frá því, að árið 1953 hefðu komið til íslands 737 brezkir skemmti- ferðamenn en s.l. ár hefðu þeir verið 2980 og enn mundu þeir verða fleiri á þessu ári. Það auðveldar ferðamönnum ' að x heimsækja ísland, hvað sam- göngur eru orðnar greiðar og benti hann í þessu sambandi á næstum daglegar flugferðir Flugfélags íslands og Loftleiða. ' En jafnframt þessu fjölgar einnig íslenzkum ferðamönn- um í Bretlandi. Ráðherra vék að margháttuð um öðrum samskiptum þjóð- anna og ræddi um þá þýðingu KveSjuathöfn um manninn minn SIGFÚS GUÐNASON frá Skarði, Eskihlíð 10A sem andaðist 10. desember fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 17. desember kl. 3 síðdegis. Jarðsett verður að Skarði i Landssveit laugardag 18. desember kl. 1 e.h. Bílferð vferður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9 árdegis. sem verzlunin hefði haft. Út-1 flutningsafurðir íslendinga | væru sjávarafurðir en einnig j nokkuð af landbúnaðarafurðum.! Fyrir það kaupa Islendingar mest iðnaðarvörur í Bretlandi. Þá rakti Ingólfur Jónsson í hvaða tilgangi Icelandic Food Centre væri stofnað. — Við vit um sagði hann að Bretar kunna að meta íslenzkan fisk. Nú vilj um við fá tækifæri til að kynna hugmyndir okkar í matreiðslu islenzícra afurða og vonum að þið lærið að meta bragðið. Með al annars mun hér verða á boð stólum hið ljúffenga íslenzka lambakjöt, matreitt á þann hátt að bragð þess og sérkenni komi sem bezt fram. Er það von mín, sagði ráðherra, að opnun Ice- landic Food Centre í dag megi verða framlag til vinsamlegra samskipta Bretlands og Islands. Ráðherra Iét I ljós þakklæti til allra þeirra sem lagt hefðu hönd að verki til að koma þessu fyrirtæki á. Hann nefndi sér- staklega Bjöm Bjömsson kaupmann í London, sem hefði m. a. tekizt að útvega ágætan stað fyrir stofnunina í Regent Street, einnig þakkaði hann stjómarnefnd, framkvæmda stjóra og starfsfólki hve vel þeir hefðu unnið að verkinu. Óveður — Framh. af bls. 1 til kl. 8 í morgun. í Reykjavík varð úrkomumagnið á sama tíma 18 mm. í morgun var lægðin tekin að grynnast og veður að ganga niður. Á vesturhelmingi landsins var þó enn víða 6—8 vindstig með skúr- um eða krapaéljum. Á láglendi var yfirleitt 2—6 stiga hiti, heitast 7 stig á Dalatanga. Á Hveravöllum yar 2 stiga frost. Um norðaustanvert landið var veður yfirleitt gott og víða bjart- viðri. Ekki höfðu Vísi borizt neinar fregnir um meiri háttar tjón eða skemmdir af völdum hvassviðris í gær og nótt. Slysavarnafélaginu hafði ekki borizt nein beiðni um aðstoð, hvorki á sjó né landi, enda munu bátar hafa haft sig tímanlega í var, þeir sem á sjó voru. Ekki höfðu heldur orðið neinar teljandi vegarskemmdir af völdu:.i vatns eða úrrennslis. Veg- imir eru líka enn frosnir og hjálp- ar það mjög upp á sakimar. Jóna S. Jónsdóttir iólfðutningur í Kefluvíkurmálinu hufinn í gær hófst í sakadómi Reykja- Víkur málflutningur í Keflavíkur- málinu svonefnda. Rannsókn þessa máls hefur staðið yfir í nærri tvö ár, og er þetta mjög yfirgripsmikið mál svo málsskjöl eru orðinn þykk ur hlaði. Fulltrúi saksóknara flutti í gær ákæmræðu. Hófst hún kl. 10 um morguninn og var henni ekki lok ið kl. 6 síðdegis þegar dómhlé var gefið. Málið er höfðað gegn þess- um aðiljum Jósafat Amgrímssyni, Eyþóri Þórðarsyni, Þórði Halldórs- syni, Áka Gráns og Albert Sand- ers. Hver þeirra um sig hefur sinn verjanda og eru þeir þessir: Áki Jakobsson, Ámi Guðjónsson, Guð mundur Ingvi Sigurðsson, Páll S. Pálsson og Benedikt Sigurjónsson. NYTSÖM JÓLAGJÖF LÓÐBYSSUR RafvISgerSfr UfvarpsviSgerSir SÍS HAFNARSTRÆTI Raðhús — Kópavogi Höfum til sölu raðhús í Kópavogi, kjallara og 2 hæðir. í kjallara, sem er lítið niðurgrafinn eru 2 herb. þvotta- hús og 2 geymslur. Á 1. hæð er eldhús og 2 stórar samliggjandi stofur, hol og W.C. Uppi eru.4 herbergi og bað. Húsið er 65 ferm. hvor hæð. Selst fokhelt með tvöföldu gleri og fullklárað að utan. Mætti gera 2 íbúðir. Verð kr. 650 þús. Útborgun kr. 500 þús. Allir veðréttir lausir. Bílskúrsréttindi fylgja. Teikning ar liggja fyrir á skrifstofu vorri. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10A. 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272. BILSKÚR MUNIÐ afmælishappdrætti Varðar Skrifstofan er í Sjálfstæðishúsinu. I ca 100 ferm. geymsluhúsnæði til leigu á góð- um stað í bænum. Ljós og hiti. Uppl. í síma 21025 kl. 3—6. m

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.