Vísir


Vísir - 18.12.1965, Qupperneq 3

Vísir - 18.12.1965, Qupperneq 3
Ldugardagur 18. desember 1965. J Vi ! Jólaannríki hiá bögglapóstinum Það er mannmargt í af- greiðslusal Bögglapóstsins allir eru að koma af stað síðustu pökkunum, sem eiga að fara út á land eða til útlanda fyrir jól- in. Sumir eru komnir til þess að ná í jólapakkana, sem streyma nú að utan af landi. Á bak við vinna starfsmenn Bögglapóstsins að sundurgrein- ingu bögglanna. í hverju horni eru háir hlaðar af sekkjum, troðfullum af pökkum, sem senda á af stað. Einn staflinn á að fara með Esjunni til Vest- fjarða og er verið að aka sekkjunum út á bryggju þar sem þeim verður skipað upp. Stór hrúga póstpoka bíður eftir því að vera send til Borgar- fjarðar, Akureyrarpósturinn liggur í háum hrauk. Skipaferðir til útlanda eru að mestu um garð gengnar og sending böggla þangað. Böggla- sendingarnar þangað byrja fyr ir alvöru síðustu vikuna í nóv- ember og halda áfram af full- um krafti fram í miðjan desem- ber. í nokkra daga berast Bögglapóststofunni frá hálfu upp £ tonn af flugpósti á dag, sem þarf að afgreiða og senda í sekkjunum, en 40 kíló eru í sekk allt smápinklar, það er því mikið að gera og starfsmenn- imir vinna dag sem nótt i mesta annríkinu. Frá síðustu viku í nóvember og fram í miðjan desember voru sendir 366 sekk ir með flugi til útlanda og 370 sekkir með skipum, mest allt eru þetta jóiasendingar. Alls voru sendir á þessu tímabili tæpir átján hundruð sekkir frá Bögglapóststofunni bæði til út- landa og innanlands. Helgi Björgvinsson deildar- stjóri vísar veginn á milli stafl- anna og segir frá um leið. — Við segjum að reykt kjöt- læri séu í miklum meirihluta í sendingunum sem fara til út- landa, segir Helgi, flestar send ingamar fara til Danmerkur en svo hafa pakkasendingar til Bandaríkjanna og Svíþj. stór- aukizt. Danmörk er miðstöð fyrir flestalla pakka, sem fara til Evrópu en samt fer mest af þeim þangað, undir niðri er bara andsk. . . . traustur kunn ingsskapur á milli Dana og Is- lendinga. Starfsmennirnir . sextán hafa augsýnilega nóg að gera, auka mennirnir þrír, allir stúdentar, sem hafa fengið sér vinnu til þess að afla sér smáauka- skildings fyrir jólin, hafa snar- lega skipt um hlutverk og liggja ékki á liði sinu. Þegar búið er að afgreiða jólapóstinn, sem á að senda með skipum. bílum og flugvéi- um út um víða veröld hefst af- greiðsla á jólasendingunum sem berast til Reykjavfkur fyrir al- vöm og verður það núna um helgina. •*&gjíy i % :PÚ 1 “1 íW, ' Æ Mh.'- 4 Hp f WM l 'fi 3'! r/i ... ..••/. * A:i féí , 9 Jóiapakkarnir eru farnir að streyma til Reykjavíkur. Högni Óskarsson bætir enn einum pakk- anum í hiaðann. iiMiiiiisiii ■ • V ... . ... Jólasendingamar vora í hraukum í hverju horni. Jón Gíslason hjá Akureyrarpóstinum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.