Vísir - 18.12.1965, Qupperneq 9
V 1 S I R . Laugardagur 18. desember 1965.
9
Öm Amarson:
ILLGRESI, Helgafell 1965.
þetta er fjórða útgáfa á
ljóðum þessa vinsæla
látna skálds. Minningin um
örn Amarson (Magnús Ste-1 m
fánsson) er hjúpuð vinarþeli. ' “
Ljóð hans náðu til fólks með
óbrjálað tilvemskyn, fólks
HAGLEIKUR HJARTANS
með brjöstvit. Hann var þó
ekkert í líkingu við Davíð
frá Fagraskógi sem skáld,
þótt hann væri alþýðlegur í
kveðskap sínum.
Öm Amarson byrjaði
snemma að yrkja, að því er
sagt er, virtist. gagntekinn af
löngun til að verða skáld
frá því að hann var barn eða
frá átta ára aldri. Hann hefur
sjálfur sagt frá því, þegar
hann tók fullnaðarákvörðun
um framtið sína: „Dag nokk-
um kom ég að máli við
mömmu, ákaflega laundrjúg-
ur og undirfurðulegur, og
sagði: „Mamma, nú veit ég,
hvað ég ætla að verða!“ „Og
hvað er það nú?“ spurði hún.
„Ég ætla að verða smiður -
skáld — og kraftamaður“ . .
Ég held ég hafi aldrei að
fullu horfið frá þessum fyrir
ætlunum“.
Emi Amarsyni hafði líka
snemma verið kunn sú
þjóðtrú, „ að sá maður væri
skáldgáfu gæddur, sem væri
svo tyngulangur, að tungan
nasðí nefi“. Og hann sagðist
líka hafa gert allt, sem í valdi
hans stóð til þess að teygja
úr tungunni, svo að hún næði
nefinu, „en því miður og mér
til mikillar skapraunar tókst
það aldrei . . . “
Aldrei alveg hefði mátt
bæta hér við, því að það var
eins og vantaði aðeins herzlu
muninn, að hann yrði gott
eða ágætt skáld. Hann þróað-
ist að vísu smám saman upp í
að verða liðtækt skáld, en
skorti hins vegar alltaf
„tungulengd“, sem hefði get-
að gert kveðskap hans að
miklum skáldskap.
Kunnastur er Örn Arnar-
son fyrir Rímur af Oddi
sterka og kvæðið „Stjáni
blái“.
Sjaldan hefur hressilegri
afmorsstaka verið kveðin á
íslenzku en þetta síðasta
erindi í „Dómadags ræðu
Odds sterka"
Kveð ég hátt, unz dagur dvín,
dýran hátt við baugalín.
Venus hátt í vestri skín.
Við skulum hátta, elskan mín.
Karlmannlega er ort. Þessi
óvæmna vísa hljómar eins og
stef úr söng um íslenzkar ást
ir gegnum aldir.
Og hversu heilnæmt er ekki
nú á tímum að rifja upp þetta
erindi úr „Stjáni blái“:
Drottinn sjálfur stóð á
ströndu.
Stillist vindur! Lækki sær!
Hátt er siglt og stöðugt
stjómað.
Stýra kannt þú, sonur kær.
Hörð er lundin, hraust er
mundin,
hjartað gott, sem undir slær.
gitt kvæði Arnar Arnarsonar,
„Náttúruraddir", er eins
og látbragðsglenna, sem er
óvenjulegt fyrirbæri í ís-
lenzkri ljóðagerð nema þá
einna helzt hjá Steini Stein-
arr:
Ég hlusta hrifinn á frúna,
sem hljóðfærið leikur á
og lýsir titrandi tónum
tærandi ástarþrá.
Eneinhverjir hjáróma hljómar
heyrast í stofuna inn,
þvf utan við gluggann emjar
ólukkans kötturinn.
Aumingja kötturinn úti
er ástfanginn, kæra frú,
og syngur með sínum rómi
um sama efni og þú.
Svana.þárfípt „qpquett^rie",
er gullfúndur f íslenzkum nú-
tímabókmenntum, en fyrir-
finnst á nokkrum stöðum í
forn- og miðaldarbókmennt-
um okkar.
Öm Arnarson.
Tónninn í kveðskap Arnar
Arnarsonár er yfirleitt alltaf
geðfelldur. Skáldið kveður sig
frá sorginni inn í gleðina, og
hann er alltaf blessunarlega
laus við tilfinningavæmni.
Það kemur skýrt fram í þess.
um ljóðlínum skáldsins:
Sorgin léttist, sárið grær,
sólin gegn um skýin hlær,
hreinni útsýn hugur fær,
himinninn nær í dag en gær.
Ljóð Arnar Arnarsonar
munu geymast eitthvað um ó-
komin ár, en ekki gleymast,
þótt þau séu ekki ýkja stór-
. brotin. ,Jt>au geymast eins pg
það bezta af íslenzkum þjóð-
vísum, á meðan þjóðarsálin
varðveitir næmleika sinn fyr
ir haglegri smíði hjartans.
stgr.
VEL TIL VERKS VANDAÐ
STEINAR OG STERKIR
LITIR. Svipmyndir 16
myndlistarmanna. Skálholt
h.f. Reykjavík. 1965. —
Dókaútgáfan Skálholt h.f. hef-
ur þegar, þó að ungt fyrir-
tæki sé, fengið á sig það al
menningsorð að hún gæfi ekki
út nema góðar bækur og vand-
aðar að frágangi. Er þetta ó-
neitanlega mikilvæg sérstaða,
og veit ég ekki neitt af eldri
útgáfufyrirtækum njóta hennar,
nema Bókfellsútgáfuna, sem
undantekningarlítið hefur
reynzt því ætlunarverki sínu
trú — sem að sjálfsögðu ætti
að vera meginregla allra þeirra,
er leggja stund á útgáfustarf-
semi — að láta einungis góðar
bækur og vandvirknislega unn-
ar frá sér fara. Margir aðrir út-
gefendur hafa að sjálfsögðu
líka gefið út stórmerkar og vel
gerðar bækur, en flestir fallið
í þá freistni að láta léttmeti
fljóta með — og er mér ekki
grunlaust um að það hafi á
stundum þénað þeim göfuga
tilgangi að standa nokkurn
straum af kostnaði við útgáfu
þeirra betri. Þeir í Skálholti h.f.
hafa staðizt þá freistingu enn i
ár.
Steinar og sterkir litir hefur
inni að halda viðræður, sem 16
rithöfundar og blaðamenn hafa
átt við jafnmarga myndlistar-
menn okkar, en tveir ungir
ljósmyndarar, Kristján Magnús
son og Oddur Ólafsson, hafa
lagt til myndir af listamönnun-
um og Gísli B. Bjömsson séð
um brot og útlit. Þannig hafa
útgefendur gert allt, sem i
þeirra vaidi stóð, til þess að
bókin mætti verða hinn eigu-
legasti gripur og augnayndi
hverjum þeim, sem sér við
bækur fleira en það eitt, sem
skrifað stendur.
Að ytra útliti er bókin og
hin vandaðasta. Slíka jólagjöf
getur maður sent vandfýsnustu
vinum sínum, viss um að hún
verði vel þegin og þökkuð við
fyrstu sýn. Hið eina, sem ég
felli mig ekki fyllilega við í því
sambandi, er val fyrirsagnalet-
urs, en það er smásmugulegt
smekksatriði. Bókin er prentuð
á mjög góðan pappír — en þó
varla nógu góðan til þess, að
ljósmyndirnar njóti sín til
fulls; til þess hefði þurft sér-
stakan pappír undir þær, og
bað mundi að sjálfsögðu hafa
gert bókina mun dýrari.
Og þá kemur að orðinu. Það
gefur auga leið, að ekki getur
ríkt neinn samræmdur heildar-
blær. þar sem sextán menn
ræða við aðra sextán, þar verð
ur að minnsta kosti um þrjátíu
og tvö tilbrigði að ræða þó að
viðræðuefnið sé eitt og hið
sama. Þetta gerir hvoru tveggja
i senn, skapar skemmtilega
fjölbrevtni og nokkum losara-
brag. Enn er það, að viðtölin
eru mjög misjafnt unnin; auð-
vitað eru listamennimir sjálfir
ekki aliir jafnvel til slíkra við-
ræðna fallnir, eins og greini
lega kemur fram — og svo hitt.
sem kannski ræður þama enn
meiru um, að viðtalendurnir
eru það líka. Ber þó mest á
því, að þeir virðast hafa iagt
harla ólíkan skilning í hlutverk
sitt. Sumir leitast við að draga
upp sem skýrasta mynd af
listamanninum sem manni —
eins og Oddur Bjömsson, sem
ræðir við Sverri Haraldsson.
en það er eitt athyglisverðasta
viðtalið i bókinni innan síns
þrönga ramma. Aðrir leggja á-
herzlu á að laða hvoru tveggja
fram, manninn og listamann-
inn, afstöðu hans til ■ listar
sinnar og myndlistar almennt
— og bera viðtöl Thors Vil-
hjálmssonar og Matthíasar
Jóhannessen við Þorvald Skúla
son og Gunnlaug Scheving af
öðmm að því leyti. Halldór
Laxness hefur tekið þann kost-
inn að skrifa grein um Svavar
Guðnason, merk grein fyrir sig,
en nokkuð úr stfl. Aðrir hafa
látið sér nægja að gera þokka-
leg blaðaviðtöl við sína menn;
þokkaleg en heldur svipdauf
samin eftir formúiunni: hvar
er maðurinn fæddur og uppal-
inn og hvernig stóð á þeim
skramba að þú fórst að drabba
í myndlist í stað þess að
skokka ruddar brautir og svo
framvegis. Þótt undarlegt megi
virðast, verður samtal þeirra
Sigurðar Benediktssonar og
meistara Kjarvals litlausast og
bragðdaufast í þeim fiokki —
en það á að líkindum rætur sín
ar að rekja til þess að meist-
arinn hefur verið höfuðsetinn
af blaðamönnum að undan-
fömu og þvi þurrausinn — gal-
tómur eins og hurðarlaus hest
hússkofi, eins og hann hefur
sjálfur áður komizt að orði,
einhvern tíma þegar hann var
betur upplagður en í þetta
skipti. Önnur „blaðaviðtöl" eru
vel unnin sem slík, og þar sem
þau skipa meirihluta bókarinn-
ar. ráða þau mestu um svipmót
Gunnlaugur Scheving.
hennar að því leytí til. Sá heild
arsvipur verður viðfelldinn —
en vart eins stórbrotinn og efni
standa til.
Skálholt h.f. hefur sízt brugð
izt almenningsáliti sínu með
þessari bók. Hún er hin vand-
aðasta að öllum frágangí. Og
þó að innihaldið hefði ef til
vill getað orðið jafnbetra, ef
öðru vísi hefði verið að farið
— sem þó er alls ekki víst —
þá er bókin í heild gott verk
og þarft og stendur fyrir sínu.
Loftur Guðmundsson.