Vísir


Vísir - 18.12.1965, Qupperneq 11

Vísir - 18.12.1965, Qupperneq 11
Þessi ártega pilagrímsför, sem við höfum orðið að viðurkenna og sem enginn í raun og veru kemst undan, stendur nú sem hæst. Áður en nokkurt okkar getur byrjað að njóta hátíðar friðar- ins og gleðinnar verðum við að steypa okkur út í jólaösina, þa ðer að segja jólagjafakaup in. Ungir sem gamlir flýta sér eftir götum borgarinnar og inn í troðfullar verzlanir. Stundum erum við heppin og finnum kyrrlátt horn þar sem okkur gefst tækifæri til þess að velja þá einu og sönnu jólagjöf, sem við leitum að þá stundina. Þótt okkur finnist mikið til um jólaösina héma, hvað er hún á móti því sem gerist úti í hinum stóra heimi. Við sjáum jólavörumar í einni stórverzlun Lundúnaborgar og á bakið á einum viðskiptavininum, þar sem hann krýpur niður við stól til þess að skrifa undir einn tékkinn Það finnst mörgum erfitt að athafna sig í troðningn um, líka konunglegum prinsess um eins og Beatrix hollenzku prinsessunni, sem keypti jóla gjafirnar í London nýlega. Auð vitað hafði .hún kærastann með Claus von Amsberg þótt hann sjáist hvergi nálægt á mynd inni, en hann er þýzkur og hef ur sambandi þeirra vakið mik inn úlfaþyt. Þau ætla að ganga í það heilaga í marz. Prinsessan og kærastinn voru í nokkurra dag einkaheimsókn í Englandi og notaði prinsessan tímann til þess að verzla m. a. Jólunum eyða prinsessan og kærastinn svo á kyrrlátan hátt heima í Hollandi með hollenzku konungsfjölskyldunni. Jólasveinar T/ annski verður einhvem tíma skrifuð merk bók, jafnvel doktorsritgerð í íslenzkum fræðum, um íslenzka jólasveina. En einhvem tíma þegar þeir eru dottnir úr sög- unni, nema þá helzt sem ein kunnarheiti á opinberum fram ámönnum, en sem almenningur skilur þá ekki lengur hverrar merkingar sé eða hvaðan það er runnið. Annars er ekki ófor- vitnilegt að geta sér til um hver muni verða starfskjör „þjóðtrúarjólasveinanna á næst unni — um tíma þarf engar tilgátur, þar getur hver sem vill lesið sér til í blaðafréttum af kaup og kjarasamningum í hæstu launaflokkum og viss- um dálkum I fjárlögum. Þjóð sagnajólasveinamir íslenzku hafa orðið alþýðu manna í land inu samstíga að miklu leyti hvað þróunina snertir á undanförn um árum. Erlendir jólasveinar stóðu þeim upphaflega mun bet ur að vígi — þeir óku sleðum og beittu fyrir hreindýrum, en þeir íslenzku fóru fótgangandi hverju sem viðraði og hvernig sem færðin var. Þeir útlendu aka enn á sínum sleðum með sínum hreindýrum — íslenzkir stukku úr allsleysi fortíðarinn ar yfir á öld allsnægta og tækni og fara nú í loftinu með þotum og hverflum og þess verður á- reiðanlega ekki langt að bíða, að þeir taki geimferðatæknina í sína þjónustu. Þetta sannar, að þeir eru ekki eins miklir hniga að, og mættu þeir, sem tekið hafa nafn af þeim gjam an fylgja því fordæmi þeirra. Það mættu þeir raunar gera á fleiri sviðum. Það eru t. d. ekki nein smáræðis verðmæti, sem þjóðsagnajólasveinarnir hafa í sínum vörzlum um hver jól, miðað við það fé, sem þjóðin hefur úr að spila. Eigi að síður hefur aldrei svo mikið sem fall ið á þá grunur um misferli í meðferð þeirra á því, sem þeim hefur verið trúað fyrir, auk heldur að þeir yrðu uppvísir að sjóðþurrð. Það er ekki nein smá vægileg siðgæðiskjölfesta fyrir þjóðina, að eiga slíka stétt, þó að ekki sé nema í ímyndun sinni. Annað er athyglisvert í fari þeirra — hið ósnortna hlut leysi þeirra gagnvart pólitískum öflum I þjóðfélaginu, eða hve nær hefur nokkur flokkur dreg ið þá í sinn dilk, beint eða ó- beint? Þjóðsagnajólasveinarnir eru semsé alger andstæða hinna að flestu eða öllu leyti, þar er um að ræða einskonar efni og auðefni í þjóðfélaginu bundið sömu formúlu og nafni — ann að. því miður ímynað og óá- þreifanlegt, hitt þvi miður alltof raunverulegt. Hugsum okkur hvílík gerbylting það yrði í is- lenzku þjóðlífi, ef þarna yrðu alger umskipti einhver jól — óraunverulegu jólasveinarnir yrðu raunverulegir og þeir raun verulegu ekki annað en ímynd un... HELLU-OFNA R EIRAL-OFNAR Getum aftur afgreitt MIÐSTÖÐVAROFNA með stuttum fyrirvara. Spyrjizt fyrir um verð, skilmála og afgreiðslu. h/fOFNASMIÐJAN ONHOITI IO - BEYKJAVÍK - ÍSLANDI Kári skrifar: ; Otrúiega margir 1 eiga bágt. • Tjættinum hefur borizt eftirfar 2 ” andi bréf frá „Reygvískri • konu“ sem vill minna á það • núna fyrir jólin, að margir hafa J úr litlu að spila, og ótrúlega • margir eigi bágt, og skorar á • þá, sem geta, að styðja þær • stofnanir, sem reyna að gleðja • þá sem eiga bágt nú fyrir jólin. • • „Ég hef orðið þess vör, að • sá ihisskilningur er nokkuð al 2 mennur, að hér búi nær allir • við velsæld, og fáir séu raun 2 verulega hjálparþurfi, þessu er ekki svo varið. Ég hefi haft tækifæri til þess að fylgjast með kjörum fólks. hér um áratuga skeið, og ég get fullyrt, að þörf hjálpar hafi aldrei verið meiri en nú. Aldrei. Ég endurtek það. Hversu má svo vera? Svo mun margur spyrja. En við þessari spurningu eru ótal svör. Það eru margir einstæðingar í þess um bæ, gamalt fólk, sem hefur ekkert nema sín ellilaun og þau hrökkva skammt, það eru marg ar bágstaddar ekkjur og ógiftar mæður, sem standa i strangri lífsbaráttu, það eru heimili, þar sem fólk á um sárt að binda vegna veikinda, og það eru mörg heimili, þar sem áfengis- neyzla veldur böli, og mætti svo lengi telja. Styðjið velgerðar- stofnanir. Stofnanir sem hjálpa þeim, sem bágt eiga, þurfa aukins stuðnings með, allra góðra manna, sem eitthvað geta látið af hendi rakna. Ég veit, að svo gæti farið a ðekki yrði unnt að sinna tugum hjálparbeiðna, en með auknum framlögum geta horfurnar breyzt til batn- aðar. t Reykvisk kona.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.