Vísir - 25.01.1966, Síða 9

Vísir - 25.01.1966, Síða 9
V í S IR . Þriðjudagur 25. janúar 1966. Fyrstu tillögur um'eröarslysanefndar koamar og fleiri r koma síðar Avarp Jóhanns Hafstein dómsmálaráðherra, við setningu ráðstefnunnar um umferðarmál, sem haldin var i Reykjavik um helgina 'y/lrðulegu áheyrendur. Mér er það sönn ánægja að til slíkrar ráðstefnu hefir verið boðað. Mér er fullljóst að tryggingar félögin, sem hér hafa forgöngu, eru fyrst og fremst hagsmuna- fyrirtæki þeirra manna, sem þau eiga og reka og eru til þess stofnuð og rekin, að eigendur þeirra geti haft af þeirri starf- semi arð og ávöxt. En fari það saman, að ein- staklingamir í þjóðfélaginu hagnist af starfsemi sinni, og að það sé um leið þeirra hagur, að takast megi að forða frá eða draga úr hörmulegum slvsum og efnahagslegu tjóni, þá er vissulega vel farið og reyndar svo vel komið að á betra verður ekki kosið. Ég hlýt því að láta f ljós þakklæti mitt til trygg- ingarfélaganna fyrir frumkvæði þeirra að því að örva til slysa- vama og hefja samhliða hags- munabaráttunni hugsjónabar- áttu, sem metin verður efalaust að verðleikum. Jóhann Hafstein. Dómsmálaráðuneytið vill vissulega af sinni hálfu vera stuðningsaðili þeirrar viðleitni að tryggja umferðina og draga úr slysum. Hefi ég áður lýst viðleitni okkar nokkuð að því marki. Eflaust finnst sumum, að enn hafi lítið að okkur kveðið. Og það er rétt, en þó ber ekki að skilja það svo að við séum aðgerðalausir. Ráðu- neytið hefir sér til aðstoðar á- gætis menn, sem vinna að tillög um til úrlausnar mála og erum við þar bæði f sambandi við fulltrúa þeirra félagasamtaka sem hér koma mest við sögu og sérfróðir embættismenn rík- isins em jafnframt að verki undir forystu lögreglustjóra. Gert er ráð fvrir þvf, að hann muni á þessari ráðstefnu gera ykkur efnislega grein fyrir því, sem á vegum ráðuneytisins um- ferðarlaganefndar og um- ferðarslysanefndar er að stefnt, og mun ég þvf leiða hjá mér að víkja nú frekar að því. Eitt vil ég þó nefna. Um- ferðarslysanefnd skilaði mér bráðabirgðaáliti að ósk minni í nóvembermánuði. Mér var ljóst að ekki var hægt að búast við endanlegum tillögum henn- ar fyrr, en síðar. En ég áleit, að svo aðkallandi væri að koma nokkrum umbótum í fram- kvæmd, að betra væri að fá fvrst bráðabirgðatillögur og bíða síðan endanlegrar niður- stöðu af alllöngu og umfangs- miklu starfi. Ég hefi haft til athugunar þessar bráðabirgðatillögur og vænti þess, að úrvinnsla þeirra komi brátt f Ijós, en geta vil ég nú þegar þessa: Samkvæmt umferðarlögum á vátryggingarfélag endurkröfu- rétt á hendur hverjum þeim, sem valdið hefir slysi eða tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Á þetta hefir ekki reynt, m. a. vegna þess að ekki hefur komizt f framkvæmd að skipa nefnd samkvæmt lögum, sem ætlað er að fjalla um slfk mál. En nú er að því komið, að slík nefnd geti tekið til starfa en tafizt hefur hjá mér að geta Gunnar Friðriksson, forseti SVFÍ: Slysavarnarfélagiö er mikilvirkasti aÖiliaa í slysavöraum Á ráðstefnunni um umferðarmál, sem haldin var í Reykja- vík um helgina, Iýsti Gunnar Friðriksson, forseti SVFÍ, yfir því, að Siysavamarfélagið mundi ekki taka þátt í stofnun fyrirhugaðra landssamtaka gegn umferðarslysum, og sagði Gunnar við það tækifæri: k stjómarfundi S.V.F.l. s.l. föstudag var afstaða S.V. F.í. til boðs um þátttöku í væntanlegum landssamtökum um umferða-slysavamir af- greidd með svohljóðandi álykt- un: „Stjóm S.V.F.Í. telur ekki rétt, að félagið gerist nú aðili að samtökum þeim, til að vinna að auknu umferðaröryggi á landi er tryggingarfél. hafa beitt sér fyrir að stofnuð yrðu. Hins vegar fagnar stjómin þeim á- huga. sem tryggingarfélögin hafa sýnt þessum málum og tehír eðlilegt að S.V.F.Í. eigi við hin fyrirhuguðu samtök þá samvinnu, sem samrýmanleg er skipulagi og markmiði S.V.F.Í. Um leið og ég geri háttvirtri ráðstefnu þessa ákvörðun stjómar S.V.F.l. kunna, leyfi ég mér að taka fram eftirtalin at- riði til skýringar henni: S.V.F.Í. hefur nú um nærfellt fjóra áratugi leitazt við að byggja upp allsherjar landssam- tök til almennra slysavama. Fyrstu árin var starfsemi fé- lagsins einkum beint að þeim vanda, sem þá var mestur með þjóðinni, þ. e. slysavömum á sjó og björgun úr sjávarháska. 1936 tekur félagið upp slvsa- vamir í verksmiðjum og á vinnustöðum, sem þá er orðið brýnt vandamál. Og í lok síð- ustu heimsstyrjaldar þegar hvers konar vélknúnum farar- tækjum fjölgar í landinu og al- menningi fer að stafa veruleg hætta af slíkum vinnutækjum og farartækjum, færir félagið starfsemi sína enn út og hefur sérstakan áróður f formi fræðslu rita, námskeiða og víðtækra aðvarana f útvarpi og blöðum til að spoma við vaxandi slys- um á þessu sviði. Tölulegan árangur, sem þegar varð af þessari starfsemi má sýna með- al annars með því, að árið áður en félagið hefur umferðarslysa- vamir verða 17 banaslys í um- ferð, en næsta ár á eftir 8. Ég bendi aðeins á þetta sem dæmi, og vissulega væri æski- legt, að fara nánar út f þetta En þar sem tími er ákaflega naumur til allra umræðna út fyrir þann þrönga ramma, sem undirbúningsnefndin hefur lagt fram, þá tel ég ekki fært að fara nánar út f tölnlegar tipp- lýsingar gegnum árin. Tel ég þó rétt að benda á það, að á síðastliðnum tíu árum hafa orðið 154 dauðaslys í um- ferð, það er 15.4 að jafnaði ár- lega, eða þrátt fyrir ört vaxandi umferð, lægri hlutfallstala en árið áður en S.V.F.Í. hóf þessa grein starfsemi sinnar. Hér er óneitanlega um merkilegan ár- angur að ræða og auðvelt að gera sér f hugarlund hvernig ástandið væri, ef þessi barátta hefði ekki verið tekin upp. Með þessu er ég engan veg- inn að gefa f skvn að allt sé gott eins og það er, þvert á móti veit ég, að hér er um vaxandi vandamál að ræða og fagna að siálfsögðu hverri við- leitni og áhuga til bess að ráða bót á. En mér er jafnframt skvlt að benda á bað, að S. V F. í. hefur innan sinna vébanda rúmlega 31 búsund félaga í yfir 200 félavsdeildum um gervallt landið að miög verulegur hluti bessa fiölda eru virkir og starf- andi félagar. sem með fórnfúsu starfi og fiárframlöeum bera uppi lifandi sfarfsemi deildanna, halda uppi bjálfuðum biöreun- arsveitum, án bess að krefjast evris fyrir starf sitt. Þessi sér stæða starfsemi og fórnarvilii almennings hefur gert S.V.F.Í að mikilvirkasta aðila sem starfar að slysavörnum í þessu landi og beim aðila sem þar býr yfir víðtækastri reynslu og þekkingu. Þessa sérstöðu sína á Slysa- vamafélagið einnig þvf að fengið hæfan forstöðumann þessa máls, en nú liggur það fyrir. Mun ég næstu daga skipa þessa nefnd og verður Birgir ísleifur Gunnarsson, lögmaður og borgarráðsmaður formaður hennar, og tel ég þá vel fyrir því séð. Á þetta vil ég leggja áherzlu að úr þessu verða menn að horfast í augu við það. að það eitt sé ekki einhlítt að trygg- ingarfélögin borgi tjónið af skaða, sem hlýzt f umferðinni, heldur kunni viðkomandi að lokum að verða að greiða það sjálfur ef stórkostlegu gáleysi er um að kenna, en því miður er ekki örgrannt um, að margur skaði verði til þess rakinn. Ég læt svo að lokum í ljós þá von og ósk, að af þessari ráðstefnu megi gott leiða. Að færri en ella muni eiga um sárt að binda minna efnahagslegt tjón verði um að sýsla hjá ein- staklingum og vátryggingar- félögum. Ég óska þessari ráðstefnu af heilum hug farsældar £ störfum. ★ þakka, að það er sjálfstæður og frjáls aðili borinn uppi af sið- ferðisvitund og fómarvilja með- limanna, óháður öllum hags- munum og með það eina mark- mið að forða slysum. Með tilliti til þessa og skipu- lags hinna nýju samtaka, þar sem bæði er, að í þeim verða atvinnufyrirtæki. sem geta haft beina hagsmuni af starfinu og hins vegar er S.V.F.l. ekki ætl- uð meiri áhrif á stjóm samtak- anna en einu litlu atvinnufyrir- tæki. Telur S.V.F.Í. ekki rétt að minnsta kosti ekki á þessu stigi málsins, að gerast aðili að samtökunum. Telur félagið eðlilegra og vænlegra til árangurs að það haldi áfram starfi sínu á þeim vettvangi sem hér um ræðir, framvegis sem hingað til. Og að hafin yrði samvinna milli félagsins og hinna fyrirhuguðu samtaka svo og annarra aðila Gunnar Friðriksson í ræðu- stól á ráðstefnunni. sem að slysavörnum i umferð vinna, um samræmingu og skipulag á starfinu, með það fyrir augum að ná sem mestum árangri. Horfur í stjórnmálum og efnuhugsmólum Evrópu Ráðgjafarþing Evrópuráðsins heldur fundi f Strasbourg 24.- 28. janúar. Einn íslenzkur al- þingismaður, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, mun sækja þingið að þessu sinni. Meðal mála, sem á dagskrá eru má nefna við- horfin f stjómmálum og efna- hagsmálum Evrópu, þar á með- al starfsemi EFTA og ágrein- ingurinn innan Efnahagsbanda- lagsins milli Frakka og annarra aðila þess. Þá verður rætt um húsæðismál, ýmis lögfræðileg at riðj ,og fleiri mál. Meðal ráð- herra, sem sækja þingið eru Le ass forsætisráðherra Irlands og frú Elisabeth Schweigaard Sel mer dómsmálaráðherra Noregs.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.