Vísir - 04.02.1966, Qupperneq 2
?Það er gaman á skíðum
33
„Sjáið bara hvað ég er dugleg . . . nú ætla ég að taka
beygju . . . “
en meira gaman að aka f ínum bíl4
TTUn var í New York að valda
uppþotutn, síðast þegar við
fréttum af henni. Nú er hún í
lltlu fjallaþorpi 1 heimalandi
sfnu — og þar veldur hún einnig
uppþotum. En nú er það ekki
barmurlnn fagr) eða fótleggimir
— öllu siíku er vandlega pakkað
inn í hlý skíðaföt — heldur bif
reiðin Roils Royce.
Þegar Brigitte Bardot kom
úr ferðalagi sfnu í USA keypti
hún sér Rolls Royce á bílasölu
í París og hélt síðan upp til
fjalla. Allir sem þekktu hana
héldu að hún væri gengin af
göflunum að ætla sér að aka
slíkri bifreið. En BB sat við sinn
keip — og hefur nú reynzt al-
veg hörkubílstjóri. Þess má geta
að hún greiddi nær milljón kr.
fyrir gripinn.
Brigitte hefur leigt sér skála
þarna uppi f fjöllunum og meðal
þess, sem í honum eru, eru sjö
svefnherbergi og sjö baðher-
bergi. Á hverjum morgni fer
hún niður í þorpið fyrir neðan
að gera innkaup og auðvitað á
„Rollsinum". Þá er uppi fótur
og fit meðal þorpsbúa og gesta
Frægt fólk hafa þeir oft séð á
staðnum, þvf að þetta hefur
löngujn’ verið hæíi frægra per-
'sóna, sem vilja fela sig, en Rolls
Royce er sjaldséður gestur.
*
MARGT STÓRT
Frá hádegi til klukkan þrjú
rennir BB sér á skíðum. Hún
velur þennan tíma, því þá er
sólin hæst á lofti. Þessa þrjá
tíma er yfirleitt mannmargt á
svölum hótel ,,Belvédére“ en
þaðan er hægt að fylgjast með
hverri hreyfingu BB.
Það ér uppi fótur og fit í þorpinu þegar BB kemur akandi í I
„RoIlsinum“, sem hún keypti á nær milljón krónur á bfla-
sölu í París.
GERIR EITTSMÁTT
I Kári skrifar:
• ■ —--------------------
■yið möluðum þá skozku f bolt
anum um daginn — sumir
segja að þeir hafi sparað kraft-
ana, en það er ekki annað en á-
róður, eins og líka það, að þeir
hafi „ekki haft neina getu“ eins
og það heitir á fþróttamálinu.
Þeir höfðu einmitt stórkostlega
getu, en okkar menn höfðu þó
enn meiri getu — það mætti
kannski lfka segja að við höfum
leikið þessa leiki fyrir ofan
getu. . það er lfka hægt. Ég
þori að fullyrða að okkar menn
geti getið sér mikla von f
heimsmeistarakeppnum, reyndar
á hvaða vettvöngum sem er er-
lendis með slfkri svakagetu,
þetta skozka lið lítur út fyrir að
vera eitt hið sterkasta f heimi
eins og stendur geta þess þarna
f keppninni var öldungis gffur-
leg ... þetta með blökkumenn-
ina bandarísku um daginn, það
var lýsingin f höllinni, sem
eyðilagði þann leik fyrir okkur
Okkar menn sáu mótherjana
eins og ógreinilega skugga þeg
ar bezt lét, en oftast runnu
þeir alveg saman við rökkrið
... það ætti að vera ákvæði f
körfunni um það, að blökku-
leikmenn væri hvítmálaðir við
slíkar aðstæður, helzt að sett
væri á þá eitthvað sjálflýsandi
Annars er rétt að minnast á f-
þróttahöllina. Geta hennar er í
rauninni alltof lítil. Til þess
að fþróttamenn vorir geti notið
sín erlendis, þarf að byggja að
minnsta kosti fimm álfka — en
betur lýstar — og svo þarf 3-4
vflrbyggða v knattspyrnuvelli!
Þetta er lágmarkið. Iþróttamenn
vorir eru getumestir í heimi,
en ^antar bara skilyrði, sem
þeir eiga skilið. — Og mér dett
ur eitt f hug — hvers vegna
eru þeir ekki settir á Iaun frá
ríkinu eins og svokallaðir lista-
menn? Við eigum sennilega
getuminnstu listamenn f heimi
— því er verið að ausa fjárfúlg
um f þá, á meðan getumestu í-
bróttamenn í heimi. strákarnir
okkar, eru Iátnir svelta?
Kannski ekki beinlínis svelta ...
fþróttamaðurinn Iifir ekki á
einum saman drukk, eigi hann
að verða á heimsmælikvarða .. .
Óblíðar viðtökur
kaupenda.
lyTóðir blaðburðardrengs kom
1 til mín um daginn og kvað
svo komið, að hún sæi sér
ekki annað fært en láta son
sinn hætta að bera út blað það,
sem hann hefði undanfarið bor
ið til áskrifenda á morgnana.
Væri það viðtökur kaupenda,
sem þvf yllu. Ef það kæmi fyrir
að hann væri í seinna lagi með
blaðið mætti hann eiga von á
skömmum —- kaupendur tækju
alls ekkert tillit til þess þótt
illskuveður væri og erfitt að
komast áfram.
Nú undanfarið hefur veður
stundum verið slíkt, að varla
hefði verið hundi út sigandi,
eins og sagt var. En blaðburðar
fólk og bréfberar hefðu þó sýnt
mikinn dugnað og yfirleitt kom
ið blöðum og pósti til skila,
þótt einhverjar tafir hefðu orð
ið á. Væri því hart að viðtak-
endur skyldu geta fengið af sér
að skammast yfir seinkunum,
sem ættu rætur sínar að rekja
til slíkra orsaka.
„Komdu seinna!“
Annað væri móttakan, sem
blaðburðarbörnin fengju stund
um, þegar þau kæmu að inn-
heimta áskriftargjöldin. Hún
vildi þó taka fram að flestir
hefðu tekið syni hennar vel og
greitt áskriftargjaldið umyrða-
laust og leyft honum að bíða
inni í gangi meðan þeir náðu í
peningana, ef veður var vont
úti fyrir. En það væru til aðr-
ir. sem virtust lfta á blaðburðar
börnin sem einhver illmenni,
sem væru komin til að svíkja
út úr þeim fé — og meðhöndl-
uðu þau sem slfk. Væri hurðum
þá stundum skellt um leið og
börnin hefðu stunið upp erind-
inu og þeim sagt að koma
seinna. Hefði kveðið svo hart
að þessu að sonur hennar hefði
farið fjóra daga í röð erindis-
leysu í sama húsið. Svarið hefði
alltaf verið: „Reyndu að koma
annað kvöld.“ Og þótt fólk feng
ist nú til að borga áskriftar-
gjöldin þá léti það þennan al-
kunna „rukkarapirring“ bitna á
drengnum og væri hann enginn
maður til að taka við slíkum ó-
notum.
Mig langar til að spyrja fólk
hvað það eiginlega hugsi með
slíkri framkomu, sagði móðirin
að lokum.
Og Kári vill þá bæta þvf við
að blaðakaupendur ættu einu
sinni að setja sig í huganum í
spor blaðburðarbarnanna sem á
dimmum vetrarkvöldum og oft
f vondum veðrum koma til að
sækja greiðsluna fyrir blaðið
— blaðið sem kaupendurnir
sjálfir hafa óskað eftir að fá.
Að svolítilli umhugsun lokinni
sjá þeir sig vonandi um hönd
og gæta þess að hafa ávallt
mánaðargreiðsluna fyrir blaðið
tilbúna úr því að mánaðamót
eru komin. Spara þeir sér þann
ig óþarfa leiðindi og blaðburðar
börnunum bæði leiðindi og fyr
irhöfn.