Vísir - 04.02.1966, Page 16
VISIR
Föstudatrur 4. febrúar 1966.
Framlag tilMenaingarsjéBs
Norðurlamla fímmfaldast
Mátti ekki seinna vera að altaris
töflunni yrði bjargað
1 Saurbæjarkirkju á Barða-
strönd, þeirri sem fauk í of-
viðrinu á dögunum var merki-
Ieg og gömul altaristafla, sem
flutt var suður i Þjóðminjasafn
ið fyrir þremur eða fjórum ár-
um, og er hún varðveitt þar.
Var það mikið happ að hún
skyldi vera komin úr kirkjunni
nú.
Það sem vekur athygli við
þessa altaristöflu umfram þær,
sem algengastar eru í kirkjum,
er það, að aðalpersónumar á
töflunni eru ekki neinar biblíu-
verur, hvorki Jesú Kristur, Mar
ía mey, postulamir eða guð al-
máttugur sjálfur, heldur em það
sýslumannshjónin og ábúend-
umir í Saurbæ, sem þar skipa
öndvegið.
Hjónin eru Björn Gíslason sýslu
maður Magnússonar frá Hlfðar-
enda og Guðrún dóttir Eggerts
Björnssonar ríka á Skarði Bjöm
var talinn höfðingjaefni, en dó
ungur, aðeins 29 ára gamall ár
ið 1679. Guðrún ekkja hans
lifði hins vegar hálfri öld leng-
ur, dó 88 ára að aldri árið 1724,
þá karlæg og löngu blind orðin.
Talið er að hún hafi orðið blind
Framh. á bls. 6
Hér eru Bretarmr Meyer og Sewell, sem hina nýju bygginga-
tækni kynna.
Á vori komanda er í ráði
að byggja hér í Árbæjarhverfi
einbýlishús, sem verSur sýnis
hús fyrir svonefnt „Betocel-
kerfi“, en slík hús eru hlaðin
úr sérstakri gerS holsteina,
sem fylltir eru einangrunar-
steypu, en í henni er sandur,
sement, vatn og einangrunar
efni sérstakrar tegundar, og
fást þannig traustir veggir, er
hún harðnar. Komnar eru
hingað til lands vélar þær,
sem þarf við gerð slíkra húsa,
þ. e. til þess að steypa hol-
steina og blokkir og vél til
blöndunar einangumarsteyp-
unnar.
Það er enskur maður hér,
Sewell að nafni, búfræðingur,
en hann hefir dvalizt hér á landi
í fimm ár, sem fékk áhuga á
þessu kerfi og að kynna það hér,
og nú er hingað kominn Mr.
Meyer sérfræðingur frá Betocel
alþjóðabyggingafélaginu, sem
hefir skrifstofur í Basel í Sviss
og Norwich í Norfolk á Eng-
landi, og hefir tíðindamaður frá
Vfsi fengið nokkrar upplýsingar
frá þeim. Munu þeir sýna vél-
amar í notkun, sennifega upp úr
næstu viku.
Framh. á 6. síðu.
Altaristaflan gamla úr Saurbæjarkirkju.
Menntamálaráðherrar Norður-
landa komu saman til fundar f
Helsingör 2. og 3. febrúar, þeg-
ar að loknum fundi Norðurlanda
ráðs í Kaupmannahöfn. Rædd
vom ýmis mál varðandi sam-
vinnu Norðurlanda í menning-
armálum.
Meðal annars var tekin formleg
ákvörðun um að frá 1. janúar 1967
skyldi framlagið til tylenningar-
sjóðs Norðurlanda hækka úr sex
hundmð þúsund dönskum krónum
i þrjár milljónir danskar krónur,
Ákvörðun um þotukaup nú í mánuð
inum og þotan kemur næsta ár
Eftir hálfan mánuð eða um miðj
an febrúar mun Flugfélag íslands
taka ákvörðun um þotukaup. Áð-
ur hafði verið búizt við að á-
kvörðun yrði tekin um áramótin,
en að þvi er segir í Faxafréttum
kom í ljós að ýmis atriði í athug
un varðandi kaupin voru yfirgrips
meiri og tóku lengri tíma, en ráð
hafði verið fyrir gert, svo að nið-
Tóbaksvörum stol-
ið fyrir 15 þús. kr.
, Miklum verðmætum í tóbaks i lengjur af Roy-vindlingum og
vörum var stolið við innbrot í nokkrar birgðir af King Edward
verzlunina Foss í Bankastræti í | vindlum.
fyrrinótt. ! Láta mun nærri að verðmæti
Hafði þjófurinn á brott með sér
hvorki meira né minna en 40 pakka
lengjur af Camel-vindlingum, 5
framangreindra tóbaksvara nemi
nálægt 15 þús. kr. Málið er í rann|
sókn. ]
urstaða yrði ekki til fyrr en um
miðjan febrúar. Það sem þar er
um að ræða er að velja þá teg-
und, sem heppilegust er fyrir £s-
lenzkar aðstæður og þarf að miða
viC flutningaþörf og vegalengdir og
sem hagkvæmastan rekstur.
Eins og áður hefur verið sagt
í fréttum, munu það aðallega vera
þrjár flugvélar sem hafa komið til
greina, þ. e. frá Boeing og
Douglas-verksmiðjunum amerisku
og Vickers-verksmiðjunum brezku.
Fulltrúar þeirra allra hafa verið
hér á ferðinni.
Þó ákvörðun verði tekin nú í
mánuðinum er afgreiðslutimi svo
langur, að það verður aldrei fyrr f
fyrsta lagi vorið 1967, sem þotan
verður afhent og þannig hægt að
hefja ferðir með hinni nýju þotu.
eða um það bil 20 milljónir íslenzk
ar krónur. Jafnframt var ákveðið
að fela bráðabirgðastjóm sjóðsins,
sem skipuð er embættismönnum
frá menntamálaráðuneytunum, að
endurskoða reglumar um sjóðinn,
þannig að fulltrúar Norðurlanda-
ráðs taki sæti í stjórninni, en þing
Norðurlandaráðs hafði samþykkt á
’skomn til ríkisstjómanna um hvort
tveggja. Ennfremur var rætt um
reglur um þóknun til rithöfunda
fyrir lán bóka úr almenningsbóka-
söfnum, og mun embættismanna-
nefnd fjalla nánar um málið á
næstunni.
Ráðherrafundinn sóttu af íslands
hálfu Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, og Birgir Thorlacius,
ráðuneytisstjóri, svo og Ólafur Jó-
hannesson, prófessor, af hálfu
menntamálanefndar Norðurlanda-
ráðs.
7 DAGAR EFTIR
Nú eru aðeins sjö dagar, þangað til dregið verður í afmælis-
happdrætti Varðar. Þeir, sem fengið hafa senda miða, eru
beðnir að draga ekki að gera skil. Skrifstofan er í Sjálfstæð-
ishúsinu við Austurvöll, simi 1 71 00.
Betocel-blöndunarvél í notkun.
Betocel-sýnishús reist í
vor í Árbæjarh verfinu
Vélar komnar til landsins og verða sýndar í næstu viku