Vísir - 02.03.1966, Síða 6

Vísir - 02.03.1966, Síða 6
6 V í S IR . Miðvikudagur 2. marz 1966. Tollur — Framh. af ols. 16. í land 60 sígarettur í stað 200 áður. „Það er voðalegt", sögðu flugfreyjurnar. „Það er varla að það sé dagsskammtur". Fyrsti farþeginn fór gegnum tollinn, tollverðimir litu aðeins í töskumar og þukluðu á pökk- um, sem hann var með. Allt virtist í lagi og með handar- bendingu fékk hann að halda áfram. Svona gekk.það, eins og eftir snúru. Ein hjón voru yfirheyrð eitthvað smávegis um verð á hlutum, sem þau voru með, en þau virtust geta gefið greinar- góðar skýringar á eðli þessara hluta — „það er mikilvægast að fólkið gefi greinargóð svör við spumingum um farangur- inn og gefi strax upp hvað það hefur meðferðis“, sagði Aðal- steinn Halldórsson yfirtollvörð- ur — og eftir að allar töskur og allir pinklar höfðu verið athugaðir héldu þau áfram. „Þetta er nú heldur mikið, að fara alveg ofan í töskumar“, sagði Unnsteinn Beck tollgæzlu- stjóri, sem var nálægur, er sjón varpið fór með kvikmyndavél- ina niður í eina ferðatöskuna, sem verið var að skoða. „Þetta er nú hreinasti dóna- skapur", sagði eigandinn, frú ein, og má segja að þetta hafi verið einu styggðaryrðin sem féllu við tollskoðunina þann daginn. Tollskoðunin gekk sem sagt vel og enginn var stöðvaður eða tekinn. Hefði farþegi verið tekinn fyrir smygl hefði mátt færa slíkt í annála, því að fiftir upp- lýsingum Eiríks tollvarðar þá hafa aðeins þrír farþegar verið teknir fyrir smygl í Reykjavík I þau 25 ár sem hann hefur verið tollvörður. Fyrstu skipin komu inn 1 fyrrinótt, voru Dagstjarnan og Karlsefni, og vom þau af- greidd samkvæmt nýju reglu- gerðinni og voru skipsmenn ekki sérlega ánægðir. Fannst þeim hlutur sinn mikið skertur — að fá ekki að fara með meira en eina eða tvær flöskur (eftir lengd útivistar og miðast þar við 20 daga) af áfengi og eitt eða tvö karton af sígarettum og 48 bjórflöskur, það næði 1 ekki nokkurri átt. Einkum eru útgerðarmenn og skipstjórar uggandi, og reikna þeir með að erfiðleikamir á að fá menn og halda mönnum batni ekki með þessu. Gullfoss kom að utan á mánudagskvöld, rétt fyrir mið- nætti og fór því „gegnum toll- inn“ samkvæmt gömlu reglun- um. V.R. — Framh. aí ols 1 þann tíma. Munu undimefndir aðila starfa frá kl. 2 í dag að því að reyna að samræma sjónar- mið í deilunni. Síðan hefur verið boðaður nýr sáttafundur með sáttasemjara kl. 8,30 í kvöld. Er Vísir hafði samband í morg un við fulltrúa beggja deiluað- ila vildu f eir ekki tjá’ sig um málsefni. Heldur var þunglega talið horfa um samkomulag. Gosið Framhald af bls. 1. í fyrradag kvaðst Sigurjón hafa flogið að nýju yfir gos- stöðvamar. Kvaðst hann fyrst hafa flogið austur á Fagurhóls mýri. Þegar þangað kom sá hann allt í einu gosstrók standa upp úr skýjaþykkninu og hélt að Katla væri tekin að hreyfa sig. Alskýjað var þá yf- ir austanveröu landinu og erf- itt að átta sig hvaöan strókur- inn kom. Á heimleiðinni flaug Sigurjón yfir Mýrdalsjökul og Kötlu og sá að þar var allt með kyrrum kjörum, en gos- strókurinn kom af hafi og stóð upp af Litla-Svarti. Var þá tekið að rökkva verulega, en samt sá Sigurjón vel til gígsins, sem þá var orðinn alveg áfastur viö eyna og tekinn aö hlaða veru- lega utan um sig. Sprengirig- ar í gígnum voru mjög örar, þannig að nálgaðist sígos, og stóð mökkurinn upp í 12 þús. feta hæð. Niðri í gígnum glytti í logandi glóð og glóandi vikurkúlur flugu út yfir gíg- Faðir okkar KRISTINN SVEINSSON húsgagnabólstrari, Vesturgötu 26b andaðist þriðjudaginn 1. þ.m. Bömin. barmana. Eru þetta langsam- lega mestu umbrot, sem átt hafa sér stað í nýju eynni frá því er hún skaut fyrst upp koll inum í vetur. I gær brast á meö austan fár- viöri með 12 vindstigum og það an af meira og tilsvarandi brim róti. Er næsta ólíklegt að nokk uð standi uppúr af eyjunni eft- ir þær hamfarir. Fiskveiðar — Framhald af bls. 1. 2.1% og Norðmenn 0.9%. Er greinilegt, að stækkun land- helginnar veldur hér nokkru um. Langmestur hluti þorskafla íslendinga veiðist á tímabilinu janúar-maí, á árunum 1960-64 fengust aö meðaltali 78% árs- aflans á þessu tímabili. Veiði út Jendinga er hins vegar jafnari yfir allt árið og þeir sækja meira í yngri hluta stofnsins og þá sérstaklega enskir tog- arar. Bretar og íslendingar eru stórtækastir í þorskveiðinni, en mjög skiptir í tvö hom um stærðina á þeim fiski, sem þess ar þjóðir veiða. Á þessu tíma- bili nam heildarveiði Breta (hér er einnig tekinn með afli Belga, Norömanna, Frakka og Hollendinga sem er hverfandi) samtals 253.7 milljónum þorska en þessi fiskur var aðallega 40-70 cm. langur, mest á aldr- inum 3-5 ára og svo til allur óþroska. Heildarafli íslendinga á tíma- bilinu nam 260.9 milljón fisk- um, en þar af öfluðust á vetrar- vertíð 174 milljónir fiska, en þeir voru aðallega 70-110 cm. iangir, á aldrinum 7-12 ár og svo til eingöngu kynþroska fisk ur og a.m.k. 30% höfðu hrygnt einu sinni eða, pftar. Afli þýzkra togara nam 40 milljón fiskum og var lengdar- dreifingin í afla þeirra mjög lík og hjá íslenzkum togurum utan vertíöar, en heildarafli þeirra nam 16.6 milljónum fiska. Hér er um að ræða bæði óþroska fisk og kynþroska, aö- allega 50-90 cm. langan. Ég vil aðeins benda á, að ekki fer mikiö fyrir dragnótaveiði okkar íslendinga í þessum sam- anburði. í dragnót fengust 8.9 ' milljón þorskar á tímabilinu eða 1.5% af heildaraflanum. Gífurlegur — Framh. af bls. 1 í Kópavogi veruleg hætta af eldinum þvf það er næsta hús við og hitinn gífurlegur. En bæði var það að logn var aö mestu leyti meöan á brunan- um stóð í nótt og svo hitt að slökkviliðsmennimir breiddu segl á gafl apóteksins og dældu vatni á það án afláts. Taldi lögreglan að ef vindstað an hefði verið á apótekið og vindur verið eitthvað að ráöi þá hefði naumlega tekizt aö bjarga apótekinu. Slökkvistarfið stóð í alla nótt og það var ekki fyrr en um 8 leytið í morgun að slökkvi liöið hélt þaðan á brott aö und anteknum vaktmönnum sem skildir voru eftir á staðnum. Var allt slökkviliðið kvatt á vettvang að örfáum mönnum undanskildum sem jafnan verð ur að hafa á varðbergi ef eldur kviknar annars staðar samtím- is. Voru þar og öll helztu og beztu tæki slökkviliðsins í gangi. Ennfremur kom flugvall arslökkviliðið á vettvang og veitti aðstoð sína. Um upptök eldsins var ekk- ert vitað, enda vafalaust erfitt að karina þau vegna þess hve allt er kolbrunnið. Tjónið af eldsvoðanum er gíf urlegt og nemur milljónum króna. Brunarústir — Framh. af 1. síðu. smíöaverkstæöið. Var Þráinn þarna staddur með konu sinni Önnu og bami að líta á verks- ummerkin. — Maöur er ekki búinn aö átta sig á þessu ennþá, sagöi Þráinn, sem er einn hinna 6 manna, sem nú standa svo skyndilega verklausir uppi. Við höfum unniö þarna 6 menn und anfarið en tveir synir Páls, sem hafa unnið þarna líka eru nú í IÖnskólanum. Þetta skeði svo skyndilega aö maður veit ekki hvað maöur gerir næst. Páll er nýfarinn af stað til þess að tala við þá í tryggingunum, sagöi Þráinn aö lokum. — Ég er nýkominn hingað, sagði, einn slökkviliðsmannanna sein stjómaöi dælunum frá slökkviliösbílnum. Þeir sem voru hérna í nótt sögðu aö að- stæðumar hefðu veriö óhemju erfiðar, ástandið var slæmt. — Djöfulsins læti eru þetta í krökkunum, sagði hann um leið og hann skálmaði í burtu. Á Digranesvegi 97 er hálf- byggt hús þeirra hjóna Berg- þóru Guðmundsd. og Páls Jóns- sonar. Bergþóra var að leggja af stað til þess að kaupa í mat- inn þegar tíðindamaður hitti hana þar. — Við vorum að festa svefn- inn, þegar kunningi okkar, sem býr við Álfhólsv., hringdi og sagði að eldur væri kominn upp á verkstæðinu. Sonur hans var að koma frá hljómleikum í Reykjavík og hafði séð reyk leggja út um kjallaraglugga á snyrtiherbergi starfsfólksins. Viö fórum eins og örskot niður eftir og þegar ég kom hlaup- andi að dyrum á búðinni var allt fullt af reyk. Maöurinn minn fór hinum megin að húsinu og var þá allt alelda. Ég fór aðeins inn fyrir dyrnar á búðinni og svíður enn í augun vegna reyks ins. Engu var hægt að bjarga og þarna horfðum við á hvem ig lífsstarf hans fuðraði upp á klukkutíma eða svo. Þaö var sárt að sjá það. Slökkviliðið þurfti að fara alla leið niður á Nýbýlaveg og Kársnesbraut til þess að ná í vatn, vegna þess að vatnið í brunahönunum sem nálægt voru var frosiö. Það var dýrt spaug. Bæði húsin sem voru sam- byggð voru nýleg. Þaö eldra byggt 1952 en í nýja húsinu var vélasalurinn og verzlanir, i því eldra var verkstæðið og kjallari undir því. Þarna voru geymdar miklar birgðir allt frá því að fyrirtækið var stofnað fyrir mörgum árum svo að tjónið er mikiö. Heim fórum við rúmlega fimm í morgun og varð ekki svefn- samt og enn kl. hálf tíu í morg un, þegar við komum aftur á staðinn var slökkviliöið aö vinna að slökkvistörfum. Nokkrir starfsmenn Sinfóníu- hljómsveitor gerðu verkfall Sinfóníuhljómsveitin er nú að verða all fræg fyrir það, hve kröft- uglega verkalýðsmálapólítík ýmsir starfsmenn hennar reka. Á síðustu tónleikum hennar kom þaö fram, að taka varö út af hljómleikaskrá eitt verk, sakir þess, að nokkrir hljóðfæraleikarar höföu lýst því yf- ir daginn fyrir hljómleikana, að þeir myndu gera verkfall, þar sem stóð í deilu um kjöj- þeirra. Hópur sá, sem hér var um að ræða voru aukamenn, ófastráðnir sem eru á tímakaupi. Eru það menn sem slá ýmis hljóðfæri sem þörf getur verið á í einstökum verk um. Það fór svo þannig, að þeir mættu ekki til hljómleika. Nú hefur hins vegar samizt við þá um kjörin og ríkir þvl aftur friður í Sinfóníu- hljómsveitinni. VÖRÐUR — HVÖT — SPILAKVÖLD HEIMDALLUR — ÓÐINN í Sjólfstæðishúsinu SJÁLFSTÆÐISFÓLK SÆKIÐ SPILAKVÖLDIN Byrjað að spila kl. 20,30 stundvíslega. Húsið opnað kl. 20,00. Sjúlfstæðisfélaganna í kvöld kl. 20.30 Ávarp kvöldsins: Sverrir Guðvarðarson, stýrimaðúr. Happdrætti og glæsileg spilaverðlaun. Kvikmynd: „Jökulheimar á Grænlandi“ með íslenzku tali. Sætamiðar afhentir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á venjulegum skrifstofutíma. SKEMMTINEFNDIN.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.