Vísir


Vísir - 02.03.1966, Qupperneq 8

Vísir - 02.03.1966, Qupperneq 8
s VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VTSIR Framftvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Nýting sjávarafurða AHir munu vera á einu máli um að æskilegt væri að skapa hér aðstöðu til fullkomnari vinnslu sjávar- afurða. Með þeim hætti mætti auka að miklum mun gjaldeyristekjur fyrir sama magn og nú er flutt út minna unnið. Ennfremur þarf að finna leiðir til nýt- ingar á fisktegundum og jafnvel úrgangi sjávarafla, sem okkur verður nú lítið eða ekkert úr. Og þetta er þeim mun nauðsynlegra sem sú hætta er nú talin vofa yfir, að með óbreyttu, hvað þá heldur auknu, veiðiálagi verði gengið um of á þorskstofninn og ef til vill fleiri tegundir. Stjórnarandstæðingar tala og skrifa þannig, að þeir kenna núverandi ríkisstjóm um að ekki er í landinu nógu góð tæki og aðstaða til vinnslu og nýt- ingar sjávarafurða. Stjórnin hefur verið við völd rúm 6 ár, og er því varla sanngjarnt að ætlast til að hún hafi gjörbreytt svo aðstæðum á þessu sviði, að við séum þar jafnokar annarra þjóða, sem um áratugi hafa verið að byggja upp fiskiðnað sinn. En stjórnin hefur áreiðanlega fullan skilning á nauðsyn þess, að efla þá grein og mun beita sér fyrir því, ef framhald verður á sámstarfi núverandi stjómarflokka enn um árabil. En þetta er verkefni sem ekki verður leyst í einni svipan. Það krefst bæði fjármagns og þjálfaðs vinnuafls, en skortur á vinnuafli segir til sín í fisk- iðnaðinum eins og flestum öðrum greinum. T. d. segir einn af fomstumönnum á sviði útgerðar og fiskiðn- aðar, Tómas Þorvaldsson, í Ægi, riti Fiskifélags ís- lands, 15. janúar s. 1.: „Mikillar hagræðingar er þörf í vinnslu og verk- un saltfisks, ekki síður en í öðmm greinum fiskiðn- aðarins. Við er að stríða stórkostlegan skort á vinnu- afli, t. d. flatningsmönnum, og brýn nauðsyn er til að taka í notkun, í æ ríkara mæli, dýrar og afkasta- miklar vélar við vinnsluna“. Vissulega ber að stefna að aukinni hagræðingu í fiskiðnaðinum og betri nýtingu aflans. Um þetta getur varla verið nokkur ágreiningur milli flokka eða einstaklinga. Sjávarútvegurinn hlýtur alltaf — eða a. m. k. enn um ófyrirsjáanlegan tíma — að verða sú framleiðslugrein sem afkoma þjóðarinnar byggist á. Og ekki þarf að kvíða því, að markaði skorti fyrir það, sem við getum framleitt. Þrátt fyrir síaukna tækni og aukinn fiskafla í heiminum vex eftirspurnin hraðar en framboðið. Sú þróun er okkur íslending- um vitanlega hagstæð og hlýtur að ýta undir frekari aðgerðir okkar, til fullkomnari vinnslu og betri nýt- ingar á sjávarafurðunum í framtíðinni. VISIR . Miðvikudagur 2. marz 1960. Selwyn Lloyd Rhodesiumálið verðurmeðalað almála í brezku kosningunum Selwyn Lloyd segir: Hefjum viðræður áður en of seint er i Rhodesiumálið verður eitt af þremur helztu deiiumálum í kosningabaráttunni, sem nú er hafin á Bretlandi. Með tilliti til þess er sérstak lega vert að kynna sér álit þess manns, sem er talsmaður stjóm arandstöðunnar um mál sam- veldisins, og mundi skipa sess samveldisráðherra ef þaö verður hlutskipti íhalds- Ian Smith flokksins að mynda stjórn að kosningum loknum. Sá maður er Selwyn Lloyd, sem sjálfur hefur verið utanríkisráðherra, og er nýkominn heim úr kjmn- isferð til Rhodesiu, þar sem hann ræddi við menn af öllum stéttum. Hann segir svo: Það er eitt hið dapurlegasta hlutverk sem mér hefur verið faijið að inna af höndum, er ég var sendur til Rhodesiu til þess að tala við menn og yfirleitt kynna mér á- stand og horfur. Ráðherrar hörmuðu, að ég skyldi fara þessa ferð, og sumir þingmenn Verkalýðsflokksins raunveru- lega lögðu fram tillögu, til þess að víta það, að ferðin væri far in, en bæði ég og Heath (for- maður flokksins og leiðtogi stjómarandstöðunnar) vorum þeirrar skoðunar, að ferðin gæti orðið gagnleg. { 10 daga samfleytt ræddi ég bókstaflega við hundruð Rhodesiumanna, þeirra meðal landstjórann(Breta), stjórnmála leiðtoga, kaupsýslumenn og iðju hölda, bændur, klerka, handiðn- aðarmenn, smákaupmenn, verka lýðsleiðtoga, húsfreyjur — við hvita menn og blakka, karla og konur. Og nú er kominn til þess að tala eins og manni býr í brjósti, segja meiningu sína skýrt og skorinort — um þetta sorglega mál, sem er til svo mikils tjóns bæði fyrir þetta land og Rho- desiu. Rhodesia var það land Brezka samveldisins sem var í nánust um tengslum við Bretland. Furðulega miklar framfarir hafa orðið í þessu landi að því er varðar bætt Iífskjör blökku- manna. Sambúð flestra blökkumanna og Rhodesiumanna af hvítum stofni var góð. Vissulega vor um vér mótfallnir sumum atrið um stefnuskrár hinnar þjóðlegu samfylkingar, en samt sem áður virtist allt benda til stöðugrar stjómmálalegrar og efnahags- legrar þróunar í rétta átt. Nú er svo komið að styrjaldar ástand (efnahagslegrar stvrjald- ar) rfkir milli landanna (Bret- lands og Rhodesiu). ENGIN VIÐSKIPTI Bann hefur verið lagt á við- skipti, við getum ekki keypt sykur Rhodesiumanna eða tó- bak, asbestos eða króm eða ann að, og okkur er ekki leyft að selja þeim neitt. Engar yfirfærsl ur á fé eiga sér stað, nema að stjómarandstaðan gat knúið stjómina til undanþágu varð- andi yfirfærslur ellistyrkja ... Lloyds vátryggiiigarfélagið fær ekki einu sinni að senda fé til greiðslu á kröfum, sem voru bomar áður en einhliða yfirlýs- ingin var birt um sjálfstæði landsins... En það sem sérstaklega hryggði mig var að finna beiskj una í hjörtum manna gagnvart Bretlandi. Margir Rhodesiumenn börðust í fyrri heimsstyrjöld- inni og hinni síðari. Flest okkar eru tengd þeim fjölskyldubönd- um. Og menn fá ekki skilið — jafnvel þeir, sem eru á móti Ian Smith, hvers vegna við stefnum að því að leggja Rhodesiu í rústir efnahagslega. Það er blákaldur sannleikur að Harold Wilson hefur herfi- lega mistekizt málmeðferðin. Stjórnarandstaðan hefur ver ið mjúkhent við hann. Við höf um framar öðru reynt að hindra að í-iálið yrði deilumál milli flokka. Við höfum sagt, að hvítur minnihluti geti ekki eilíflega haft öll ráð í landinu. Við lýst um okkur mótfallna einhliða yfirlýsingu um sjálfstæði. Við höfum sagt, að ekkert kynþátta misrétti megi eiga sér stað. Og þetta allt og fleira höfum við reynt þrátt fyrir að margir i flokknum vildu skeleggari af- stöðu. Selwyn Lloyd kemst að þeirri niðurstöðu, að „þetta sé styrj- öld, sem hvorugur aðilinn geti sigrað í.“ Hann segir að Wilson hafi neitað að tala við Smith, en hér þurfi að fara öðru vísi að, fara aðra leið og leysa málið með samkomulagi. Og nú er það stefna flokksins í kosningunum, að talað verði við Smith án fvrirframskilyrða aðila, eins og hermt hefur verið í fréttum. —a. TKWARTEÖ CÓOP LAST WEEK' NOV./DEC. JSHSSÍ Uppdrátturinn sýnir hvar og hvenær í AFRÍKU ofbeldi í einni eða annarri mynd hefir verið framið á imdangengnum tíma — vopna- valdi beitt, byltingar háðar og leiðtogar drepnir. 'SUStUA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.