Vísir - 05.03.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 05.03.1966, Blaðsíða 4
VÍSIR . Laugardagur 5. marz 1966. IAUSARDACSKR0SS6ÁTAH mfcAi. Hfci* » V»K *s>ur mm mm m. K«.iTJ kflr*S K« LO tim ÍMpl StíJétl ** ’ m Íffím n*y*L WAttP ~ i it Ll&Vft iPltKA ytJJLKd Fyflíri FJffAO*. y£rr HtjS* S«tt- Miipii w«r rn. Jftí* ’ V f?/4U :: MÉÉi U ÞArff'L ^WWHIIÍIlWj MJoR _ ÍJlAwr Jóikt SK4t» Klukka K«0f* rwMf »s mj&M mm jnttKA -khnt> STokk í Bridgeþáttur YÍSIS Ritstj. Stefán Guðjohnsen Fimm umferöum er nú lokið í j Reykjavíkurmótinu og er sveit Gunnars Guðmundssonar frá Bridgefélagi Reykjavíkur efst með 27 stig. Röð og stig meistaraflokks- sveitanna er þannig: Sveit Gunnars Guðm. BR 27 st. — Halls Símonarssonar BR 24 — — Ingibj. Halldórsd. BDB 21 — — Eggrúnar Amórsd. BK 17 — — Róberts Sigmundss. BR 12 — — Jóns Stefánssonar BDB 8 — — Ólafs Þorsteinssonar BR 7 — — Elínar Jónsdóttur BK 4 — Eftir er að spila þrjár umferðir og veröur sú næsta spiluð á fimmtu daginn kemur. Hér er spil frá næstsíðustu um- ferð, sem sýnir nokkuð skemmti- lega spilamennsku. Staðan var illir utan og vestur gaf. 4 G-5-3 V Á-D-G-8-6-5 4 K-9-5 4> K 4 Á-K-8 V 9-2 4 10-8-2 * Á-D-G 7-3 4 10-7-6-2 V 7-4 ♦ G 4 9-8-6-5-4-2 I opna salnum opnaði vestur á einu grandi (Neopolitan), noröur sagði tvö hjörtu og austur lokaði sögnum með þremur gröndum. — Norður spilaði út hjartadrottningu og blindur lét kónginn, sem átti slaginn. Nú kom spaði heim á ás- inn og síðan var tíguldrottningu svínað. Þá var tígulásinn tekinn, legan kom í ljós og sagnhafi reyndi síðasta möguleikann með því að svína laufatíu. Norður drap og tók fimm slagi á hjarta; þrír niður. Fljótt á litið virtist þetta ekki mjög slæmur árangur, því ekki er óeðlilegt að svína laufinu. Við hitt borðið opnaði vestur á einu laufi (Roman), norður sagði eitt hjarta, austur tvö hjörtu ,suð- ur pass, vestur þrjú lauf, noröur pass, austur þrjá tígla, suöur pass, vestur þrjá spaða, suður pass og austur þrjú grönd. Suður átti að spila út og valdi náttúrlega hjartasjöið. Norður lét gosann og Símon Símonarson i vest ur gaf. Þá tók norður hjartaás og spilaði meira hjarta. Betri vörn hjá norðri er að spila drottningunni f fyrsta slag og síöan lághjarta, því þá getur austur ekki verið viss um að hjörtun séu 6—2. Símon átti þriöja slag á hjartakóng, spilaði spaða á kónginn og tígli úr boröi. Þegar norður lét fimmið, þá lét Símon sexiö og suður fékk slaginn. Hann skipti yfir í lauf, en Símon drap á ásinn, spilaði tígultíu og þegar kóngurinn kom á, átti hann alla slagina sem eftir voru. Fjögur grönd unnin, en samt engin ástæða til þess að halda að stórgróði væri á ! spilinu. a* Fjölmennasta skák- mót landsins hefst á mánudaginn Á mánudaginn kemur hefst á | Hótel Sögu skákkeppni stofnana, en það eru fjölmennustu skákmót, sem fram fara hér á landi. Allar þær stofnanir og fyrirtæki sem vilja geta fengiö að taka þátt í mótinu og eru það mörg hundruð manns sem tefla þannig samtímis. Teflt er eitt kvöld í viku þangað til mótinu er lokið. Nokkrar breytingar verða gerðar á fyrirkomulagi keppninnar frá því sem verið hefur. Helztu breyting- arnar eru þessar: 1) Tefldar veröa sex umferðir eftir Monrad-kerfi. 2) Teflt verður aðeins i tveimur flokkum. 3) Tefldar verða tvær umferðir á kvöldi og tekur þá aðalkeppnin aðeins þrjú kvöld (hraðskákkeppni að auki). 4) Tíminn fyrir hverja skák stytt ist í 1 klst. á mann og þarf ekki aö skrifa skákina fremur en menn vilja. 5) Allar sveitirnar tefla allt mót ið sama kvöldið á sama stað. Keppnin á að hefjast kl. 8 á mánudagskvöld, liðskipan og þátt- tökutilkynningar eiga að berast skriflega og póstleggjast í siðasta lagi í dag, föstudag með utaná- skrift Skákkeppni stofnana Póst- hólf 674. Þar á aö tilgreina nöfn 4 aöalmanna og 1-4 varamanna, svo og nafn og heimasíma sveitarstjór- ans. Skákstjóri hefur verið ráðinn Gísli Pétursson kennari við Gagn- fræðaskóla Kópavogs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.