Vísir - 05.03.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 05.03.1966, Blaðsíða 6
V í SIR . Laugardagur 5. marz 1966. Bruni — Framhald af bls. 1. — Hvemig stendur á því að það er leyft að byggja svona hús? — Það hefur aldrei verið leyft það er sannleikur málsins. — Hvemig stendur þá á því að húsið stóð þarna og brann þama? — Það var jú lögð fram teikning að húsi á þessum stað og teikningin samþykkt, en bara ekki farið eftir teikning- unni þegar húsið var byggt. 1 því fellst ógæfan. Á teikningunni sem lögð var fram, var sýnt steypt gólf á hæð í noröurenda hússins, þetta gólf var jafnframt loft í kyndiklefa. Jafnframt hafði brunavarnaeftirlit ríkisins, sem þá hafði umsjón með bygging- um 1 Kópavogi, gert kröfu um að dyr á kyndiklefa inn í geymslu yrðu teknar af, og að- eins utangengt yrði inn í kyndi klefann. — Var þessu ekki hlýtt? — Nei, í stað þess að byggja samkvæmt teikningunni og fyr irmælum brunavarnaeftirlitsins var timburgólf sett í loftið yf- ir kyndiklefanum, ekki lokað út í geymsluna, né gert utan- gengt í kyndiklefann, heldur haft opið úr honum upp á verk stæðið. Þá var suöurhluti hússins, er var að mestu á einni hæð, sýnd ur á teikningunni með steypta útveggi. Þeir veggir voru al- drei steyptir, heldur byggðir úr timbri. — Var ekki haft eftirlit með smíði hússins? — Til þess er í rauninni ekki neinn mannafli að fylgja eftir byggingu hvers einstaks húss, þó þaö þyrfti að vera. En I jan úarmánuði sl. fór ég ásamt Her manni Hallgrímssyni frá Sam- vinnutryggingum í eftirlitsferð suður í Kópavog og skoðuöum við þar nokkra staði, þ.á.m. verkstæði Páls Jónssonar. — Urðuð þið þá þess áskynja sem vanrækt hafði verið? — Já, og eiginlega vel það. Því það verð ég að segja að þvílíkan vinnustað hafði ég al- drei áður augum litiö. Um- gengnin var blátt áfram ferleg. Venjulegu fólki var alls ekki fært um verkstæðið fyrir haug- um af hálfunnu efni, spónum og sagi. Eigandinn var ekki við í það skipti, en ég gaf fyrir- mæli um aö ruslið yrði hreinsað út þegar í stað. Var það gert? — Ég fór nokkrum dögum seinna suður á Álfhólsveg, á- samt Hermanni og þá hittum við fyrir eigandann. Hafði hann í millitíðinni hreinsað nokkuð af ruslinu út. 1 þetta skipti lagði ég fyrir Pál Jónsson, eiganda verkstæöisins að fjarlægja loft- hitunarketil á efri hæð, sem þar hafði verið settur niður án leyf- is, enda var staðsetning hans og umbúnaður allur ólöglegur og jafnframt mjög varhuga- verður. í öðru lagi lagði ég fyr ir Pál aö ganga frá ketilhúsinu, loka upp á verkstæðið, eld- treysta loftið, loka inn i geymsl una frá ketilhúsinu, gera utan- gengt og fjarlægja spónastíu úr ketilhúsinu. Var Páli tjáð að þetta yrði hann að framkvæma tafarlaust og tók hann því vel. — En framkvæmdir e.t.v. taf izt áður en kviknaði í? — Við athugun, sem gerð var á brunarústunum viröist ekkert hafa verið gert af því, sem fyr ir eigandann hafði verið lagt. — Hvað er hægt að gera í svona tilvikum? — Það er ekki nema eðlilegt að spurt sé. Svona tilfelli sýna það, að málin eru ekki tekin nógu föstum tökum. Ef til vill má kenna eldvamaeftirlitinu um að það gangi ekki nógu hart fram og loki tafarlaust fyrir raf magn og innsigli kynditæki. En það er nú svo. Fyrst reynum við að fá menn með góðu til að bæta úr hlutunum, en reynsl an er því miður sú að það tekst í fæstum tilfellum. — Sendiö þið viðkomandi að- ilum aðvörun? — Já, við byrjum á því aö senda þeim aðilum bréf, sem þurfa að gera endurbætur á húsakynnum sínum. Og í bréf- unum teljum við upp, það sem úrbóta er þörf. Að nokkrum tíma liönum frá því að bréfin hafa verið send, athugum við hvort nokkuð hafi verið hafizt handa. Ef ekki, eigum við ekki annars úrkosta en beita höröu, iátum innsigla kynditækin og í sumum tilfellum að banna at- vinnurekstur eða samkomuhald þar til úrbætur hafa verið gerð ar. — Hafið þið nokkurs staðar látið til skarar skríða? — Ekki um valdbeitingu enn sem komið er. Fram til þessa höfum við aðeins skrifað aðvör unarbréf og við reynt eftir föng um aö fara samningsleiðina. En hér eftir verður að grípa til rót tækra ráðstafana ef eldvarna- eftirlitið á að koma að ein- hverju hagnýtu gagni. — Er eldvömum víða ábóta- vant hér í Reykjavík og ná- grenni. — Því miður. Það má segja að búnaði sé meira eða minna ábótavant á flestum vinnustöð um, samkomuhúsum og skól- um, þótt ekki sé það neitt í á- þekkum mæli og á Álfhólsvegi 11, þar sem bruninn varð. — Hvernig taka húseigend- ur þessum aðvörunum eldvama eftirlitsins? — Það má segja að einstöku aðilar bregöist fljótt og vel við og geri það sem fariö er fram á. En þeir eru miklu fleiri, sem taka málaleitan okkar með al- geru kæruleysi og sýna engan lit á að gera nokkrar endur- bætur. —- En á ekki eldvarnaeftirlit ið í rauninni að fyrirbyggja eldhættuna með því að fara yf ir húsateikningar áður en hús- in em byggð? — Jú, eftir að sú nýskipan mála komst á, hef ég farið yfir allar húsateikningar hjá bygg- ingafulltrúa áður en þær eru lagðar fyrir bygginganefnd. En það er bara ekki nóg. Það þarf að koma á ströngu eftirliti til að framfylgja því að farið sé eftir teikningunum og settum reglum fylgt. Annars getur hver og einn sniðgengið teikn- ingamar, líkt og það sem við höfum einmitt tekið dæmi af suður í Kópavogi. — Það er vafalaust af ónóg um eldvömum að svona mikið er um eldsvoða í Reykjavík og nágrenni? — Ég veit aö fólki blöskrar allir þessir eldsvoðar, skilur ekki hvernig á þeim stendur. En ég furða mig persónulega á hinu, að þeir skuli ekki verða enn fleiri og enn ægilegri mið- aö við umbúnað og umgengni Manni virðist það stundum und ir hælinn lagt hvort í húsinu kviknar eða ekki. En þannig á það vissulega ekki að vera. Slysovarnakonur — Framhald af bls. 16. konumar efna til bingós í Sjálfstæö- ishúsinu. Mun þar verða mikið úr- val eigulegra hluta meðal vinninga, svo sem skrifborð, standlampi, borðbúnaður auk fjölda annarra ágætra muna. Undir lok þessa mánaðar hyggj- ast konumar hafa kaffisölu í Slysa vamafélagshúsinu. Mælum viö ein dregið með því ágæta kaffi, sem þar er jafnan á boðstólum, þegar svo stendur á. Ekki ætti þaö heldur að skemma lystina, að vita að all- ur ágóöi kaffisölunnar rennur til almennra velferðarmála, sem og annar ágóöi af starfsemi Slysavarna félagsins. LítilS drengur — Framhald af bls. 16. en hrópuðu til hans: „Haltu niöri í þér andanum“, Svo heppilega vildi til að fullorðinn mann, Guttorm Sig urbjartsson endurskoðanda, bar þar að í tæka tíð. Kom hann auga á drenginn úti í sjónum. Óð hann út í og tókst honum að ná taki á priki, sem drengurinn hafði í hendi og rétti til hans, ekki varð drengnum meint af volkinu, utan það að hon- um hefur skiljanlega orðiö hrollkalt. Fjaran getur orðið hættulegur leikstaöur fyrir börn, sem á þessu sést, sérstaklega, þegar Is er við land. Þegar fjarar undan ísnum fell ur hann venjulega og situr síðan á botninum, þegar fellur að. Er þvi skiljanlega hætta á að þeir, sem hætta sér of nærri flæðarmáli renni út £ og á það að sjálfsögðu mest viö um böm. Öllum þeim mörgu nær og fjær sem sýndu okkur samúð við andlát og útför ODDGEIRS KRISTJÁNSSONAR og heiðruöu minningu hans færum viö alúöarþakkir. Sylvía Guðjónsdóttir, Hildur Oddgeirsdóttir, Hrefna Oddgeirsdóttír og böm og systkini hins látna. Flugvél — Framh. af bls. 1 réttindi og hefur þegar einka- flugmannspróf. Hafði blaðið tal af Sævari í gær og bað hann að skýra frá atburðinum: — Ég var I æfingaflugi, þeg- ar mótorinn missti kraftinn og vélin fór að smálækka. Ég var staddur yfir Árbæjarhverfinu og varð að komast frá því ein- hvem veginm, það komst ekk- ert annað að, ég hafði 1 huga að lenda á einhverju túni ,en komst ekki á það og lenti á þessum mel. Það gafst annars ósköp lítill tími til þess að hugsa um annaö en að halda vélinni uppi og á lofti. Vélin fór ekki strax á hvolf, ég tel að hún hafi mnnið á tveim hjólum 30-40 m. vega- lengd áður en ég snerti með nefhjólinu, þaö brotnaöi um leið ,en vélin var nærri stoppuð þegar hún fór yfir sig. Sjálfur fann ég ekkert högg, l þegar vélin kom niður og var sjálfur fastur í beltinu. Ég kom mér út úr vélinni I snarhasti og var smástund hjá henni áöur en ég lagði af stað niður veg- inn. Meðan ég var hjá flugvél- inni flaug lítil vél yfir, ég held frá Þyt og kölluðu þeir strax upp flugtuminn. Ég gekk síðan yfir hæðina og kom niöur á veg inn um leið og sjúkrabíll og lögregla sem komu á móti mér Jú, þeir voru undrandi yfir því að sjá mig heilan á húfi og spurðu strax að því hvort annar maöur hefði verið með mér í vélinni. ASB — Framhald af bls. 16. málum, meðferð gjaldeyris og frelsi til að flvtja hagnað af rekstr- inum úr landi. Vegna þessa skorar ASÍ á öll „þjóðholl öfl“ í landinu að berjast gegn samningi um alúmíníum-verk- smiðju. Tónlist — Framh. af bls 1 Sveinbjörnsson, Jón Nordal Jón Leifs, Jón Þórarinsson, Jór- unni Viðar, Leif Þórarinsson, Magnús Bl. Jóhannsson og Þor- kel Sigurbjömsson. Flytjendur verkanna verða þeir Ingvar Jónass. fiðluleikari Gunnar Egilsson klarinettleikari Pétur Þorvaldsson cellóleikari, og Þorkell Sigurbjömsson pí- anó. Sagði Þorkell Sigurbjömsson í viðtali viö blaðið í morgun að reynt hefði veriö af megni að hafa efnið sem fjölbreyttast en það hefði takmarkazt við fjögur hljóðfæri en hann teldi að samt sem áður gæfi það góða hug- mynd um ýmsar tegundir tón- smíða á íslandi. — Ég held að þetta sé í fyrsta sinn, sem beinlínis er farið fram á það af erlendum að ilum að Islendingar komi að heiman til þess að kynna ís- lenzka tónlist á opinberum tón leikum og er þetta einstætt tækifæri fyrir alla aðila, sem að flutningnum standa, sagði Þorkell I viötalinu. 25 tilboð — Framhald af bls. 1. Tankamir verða byggðir úr stáli og kemur það til landsins um mitt sumar. Verður þá strax hafizt handa um að setja annan þeirra saman og á að verða tilbúinn til notkunar áður en vetur gengnr í garð. Geymarnir nýju eiga að standa | norðan við gömlu geymana á öskju l hliðarkollinum. AUGLÝSING VARÐANDI GIN OG KLAUFAVEIKI Vegna þess aö gin- og klaufaveikifaraldur geisar nú í ýmsum löndum á meginlandi Evrópu, vill landbúnaö- arráðuneytið enn á ný vekja athygli yfirvalda og al- mennings á því, að stranglega ber að fylgja reglum laga nr. 11. 1928 um varnir gegn gin- og klaufaveiki. Tekið skal fram, að samkvæmt téðum lögum og aug- lýsingu þessari er bannaður með öllu innflutningur á heyi, hálmi, alidýraáburði, sláturafurðum hvers konar, húðum, mjólk og mjólkurafurðum sem og eggjum. Stórgripahúðir, sem nota þarf við togveiðar hér við land, má þó flytja inn, enda hafi þær sannanlega verið sótthreinsaðar erlendis. Enn fremur er bannaður innflutningur á lifandi jurt- um, trjám, trjágreinum og könglum, grænmeti og hvers konar garðávöxtum. Farþegar og áhafnir farartækja skuiu að viðlögðum drengskap gefa yfirlýsingu um dvöl sína erlendis, strax og þau koma til íslands. Brot á lögum nr. 11. 1928 og auglýsingum, sem settar eru samkvæmt þeim, varðar sektum. Landbúnaðarráðuneytið, 4. marz 1966 Ingólfur Jónsson /Gunnl. E. Briem Tilkynning Þeir sem telja sig eiga bíla á geymslusvæði „Vöku“ á Ártúnshöfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 20. þ. m. Hlutaðeigendur hafi samband við afgreiðslumann „Vöku“, Síðumúla 20, og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bíl- garmar fluttir, á kostnað og ábyrgð eigenda, á sorphauga, án frekari viðvörunar. Reykjavík, 1. marz 1966 Skrifstofur Reykjavíkurborgar Hreinsunardeild.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.