Vísir - 05.03.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 05.03.1966, Blaðsíða 11
Birgir MEÐ í 24. sinn. Þórarinn MEÐ í 3. sinn. íslendingar gegn heimsmeisturum — NýHíarnir bahir boða forföll ^ Hvorugur nýliðanna, sem keppa áttu með landsliðinu um helgina gegn Rúmenum verða með. — Báðir nýliðamir, Sigurður Dagsson og Öm Hallsteinsson eru veikir og útilokað er með öllu að Sigurður verði með, en líkurnar með Örn öllu betri. ^ Við hringdum í gærdag heim til Sigurðar Dagssonar og fengum þær upp- lýsingar að eftir síðasta leik Vals á dögunum hafi Sigurður komið fárveikur heim og hefur legið síðan með háan hita. Hefur hann miklar þjáningar í liða- mótum og telja læknar að hér sé um svæsna liðagigt að ræða. Getur Sigurð- ur ekki staðið í fætuma. Batni Sigurði ekki nú um helgina stendur til að leggja hann inn á sjúkrahús til rannsóknar. í stað Geirs og Sigurðar hefði landsiiðsnefnd valið þá Birgi Bjömsson FH og Þórarin Ól- afsson Viking til að leika þenn- an leik. Verða því engir nýliðar með í þessum leik, en þetta verður þriðji landsleikur Þór- arins og 24. landsleikur Birgis Björnssonar. Landsleikurinn í dag hefst kl. 17 að lokinni setningarathöfn. íslenzka landsliðið á hér i höggi við sterkasta liðið til þessa. RUmenar eru án saman- Þá hringdum við til Laugar- vatns ,en eins og við höfum áð- ur skýrt frá er Geir Hallsteins- son meiddur. „Ég meiddi mig á mánudaginn í körfubolta, kom illa niður“, sagði Geir. „Síðan hef ég haft blývatn við tognun- ina, sem er í vöðva, og í morg- un var ég oröinn það góður, að ég gat hlaupið um, en það versnar í því ef ég sný mér harkalega“. Geir kvaðst ekki viss en hvort hann ætti að vera með í leikn- um, enda kæmi fleira til ,því amma hans verður jarðsimgin I dag eftir hádegi og af þeim sökum getur hann ekki veriö með á fundi með liðinu á Hót- el Sögu ki. 1. Kvaðst hann ætla áð ræða betur um málið við Sigurð Jónsson, formann lands- liðsnefndar, eftir hádegið og mundu þeir í sameiningu taka ákvörðun um þetta. Síðar um daginn hringdi Sigurður Jóns- son til blaöslns og kvað það hafa orðið að ráöi að Geir yrði ekki með í þetta sinn. burðar sterkasta handknattleiks lið heims í dag. Liðsmenn eru mjög ólikir því sem við eigum að venjast af handknattleiks- mönnum, því liðsmenn virðast hvorki vera óvenjuháir í loft- inu né kraftalegir. Það eru ieik- aðferðir þeirra og leikbrellur, sem gera liðið að því sem það er. íslenzku Ieikmennirnir þekkja sumir hverjir til helztu leik- manna Rúmena frá þvi á heims meistarakeppninni 1958, þar á meðal hinn fræga Ion Moser, sem hefur oft verið kallaður bezti handknattleiksmaður helms. Þaö verður gaman að sjá þetta Iið Rúmena i dag og á morg- un og útlit er fyrir mikla að- sókn og enn einu sinni lítur út fyrir að nýja Laugardalshöllin muni ekki rúma alla þá, sem vilja krækja sér í miða. Þess vegna er það ráölegging okk- ar hér á síðunni, að menn tryggi sér miða sem fyrst í dag, til að vera ekki gerðir afturreka, þegar á staöinn er komið, — en það hefur því miður verið of oft í vetur. — jbp — Tekst KR nð tryggja forystuna ? • ÍR og KR bítast annað kvöld ' í körfuknattleiknum um sigur á , íslandsmótinu. Verður leikur þessara liða eflaust mjög spenn- andi eins Og nokkrir undanfar- andi leikir þeirra, en ÍR á hér allt að vinna í leik sínum gegn íslandsmeisturunum. • KR-ingar munu hins vegar selja sig dýru verði og fari svo að þeir vinni ÍR eni þeir lang ) efstir í 1. deild með 8 stig eftir | 4 leiki, en.ÍR þarf að vinna þenn i an leik tll að þeir standi jafnt j að vígi og KR, þegar seinni um- i ferð keppninnar hefst. Vinni ÍR eru KR, ÍR og Ármann öll með 6 stig að lokinni fyrri umferð- inni. j Leikurinn fer fram á Háfoga ! landi og hefst kl. 20.15 annað kvöld. I m hvlfjitiu Islandsmötinu í handknattleik verður haldið áfram laugardaginn 5. marz í Iþróttahúsi Vals og hefst kl. 20.00. Leikið verður i 2. flokki kvenna: B-riðill: Ármann—F.H. Valur—Víkingur 1. flokkur karla: A-riðfll; Fram—Valur. Vikingur—Í.R. Mánudaginn 7. marz verður leikið í Hálogalandi og hefst leik- kvöldið kl. 20.15. Leikið verður i 2. deild karla: Vikingur—I.R. 3. flokkur karla: B-riðili: K.R.—Breiðablik. Ármann—F.H. A-riðill: Haukar—Víkingur. Þriðjudaginn 8. marz að Háloga- landi kl. 20.15 verður leikið i 1. deild karla: Fram—K.R. Valur—F.H. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja þvottastöð fyrir Strætisvagna Reykjavíkur við Kirkjusand, hér í borg. Útboðsgögn verða afhent í skrif- stofu vorri, Vonarstræti 8, gegn 3000 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar i MÚRARAR Óskum eftir múrarasveinum til þess að múra að innan eitt stigahús (9 íbúðir) tilboð óskast fyrir þriðjudagskvöld merkt „múrverk — 4264“. Trésmiðir — Framh. af ols. 16. son, Sigurður Ólafsson, Ólafur Páls son. Varamenn í trúnaðarráði: Björn Guðbrandsson, Ömólfur Bjömsson, Ásmundur Þorkelsson, Guömundur Hervinsson, Einar Einarsson, Há- túni, Karl Þorvaldsson. Núverandi stjóm Trésmíðafélags Reykjavíkur hefur setið við völd í félaginu 6 s. 1. ár. Hefur forysta hennar í múlefnum trésmiða verið frámunalega léleg, svo leitun mun vera á ööru eins í verklýðshreyfing unni enda hafa stjórnarmeðlimir haft allt öðru að sinna, eins og félag amir bezt vita. Það er þvl hags- munaleg nauðsyn fyrir trésmiði að gefa núverandi forystumönnum félagsins hæfilega ráöningu og það gera þeir bezt með því að styrkja B-listann í kosningunum. Starf rafveitustjóra i Siglufirði Samkvæmt samþykkt rafveitunefndar og bæjarstjómar Siglufjarðar er starf rafveitustjóra í Siglufirði hér með auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15 marz n.k. Umsóknum skal skila til undirritaðs eða Baldurs Eiríkssonar formanns rafveitunefndar Siglufirði, 4. marz 1966 Bæjarstjórinn í Siglufirði. Vegna brottflutnings er til sölu Nýtízkuleg húsgögn í stúlknaherbergi og í dagstofu, ný sýningarvél og fl. rafmagnsáhöld. Til sýnis laugar- dag frá kl. 19 — 21 og sunnudag frá kl. 13 — 15, Nes- vegi 15, Lestin. isaaanaga

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.