Vísir


Vísir - 05.03.1966, Qupperneq 7

Vísir - 05.03.1966, Qupperneq 7
VISIR . Laugardagur 5. marz 1966. •7 KIRKJAN LJOS OG MYRKUR 1 tæplega 2 áratugi hefur sr. Ingvi Þórir Ámason haldið Prestbakkaprestakall í Hrúta- firði eða síðan fræðaþuiurinn sr. Jón Guðnason hvarf þaðan og gerðist skjalavörður við Þjóðskjalasafnið. Sr. Yngvi skrifar hugvekju fyrir kirkjusíðuna í dag — og nefnir hana LJÓS OG MYRK- UR. Kirkjan á Prestbakka var vígð 26. maí 1957. Hún er fall- egt hús í mjög hefðbundnum stil. Hún setur þekkan svip á þennan foma kirkjustað við Hrútafjörð þar sem prestar hafa löngum setið síðan á 14. öld. ÞJÓÐIN ALTARIÐ I Orðinu, misserisriti Félags guðfræðinema, er grein eftir sr. Sig. Pálsson próf. á Selfossi um kirkjubyggingar. Þar segir svo um helgasta hiuta kirkj- unnar: Altarið er hinn helgasti hluti kirkjunnar. Það er borð Drott- ins. Kirkjan er byggð utan um það. Það er brennipunktur byggingarinnar. Þangað beinast augu og hugsanir allra. Því verður altarið skilyrðislaust að yera miðlægt. Æskilegt er talið, að altarið standi ekki uppi við vegg, heldur svo langt frá vegg, að góður gangvegur sé milli þess og veggjar og prestur geti staðið fyrir innnan það, er hann mess- ar. í mjög litlum kirkjum getur altarið varla verið laust við vegg, enda vafasamt að vel fari, að prestur standi fyrir innan altari, nema f stórum kirkjum. „En þessi er dómurinn, að ljósið er komið í heiminn og mennirnir elskuðu myrkrið meir en ljósið, því að verk þeirra voru vond“. Jóh. 3.19. Ein af þeim góðu, gömlu dyggðum, sem okkur voru kenndar á heimilum okkar í æsku, var að vera sparsöm og fara vel með allt það, sem við höfðum á milli handa. Við átt- um að fara vel með matinn, nýta vel fötin, passa leikföngin okkar og vera góð við menn og skepnur. Margar af reglum þessum lifa í minni okkar frá því að pabbi og mamma kenndu okkur þær í bemsku. En þegar við stálpuðumst og förum að læra náttúrufræði í skólanum, lærum vér það, að móðir náttúra sé eyðslusöm, sói og spilli ótalmörgu, sem hún sjálf hefur skapað en virð- ist þó ætlast til að haldi lífi. Tökum bara sem dæmi fræin, sem falla í milljónum, já bil- jónum á jörðina ár hvert, eng- inn veit tölu þeirra, en aðeiiis örlítill hluti fær að lifa og dafna. Náttúran er örlát, hún eys út á báðar hendur og sóar lífinu. En hafa ekki mennimir á liðnum öldum hugsað eitthvað líkt því, sem kemur fram í nátt- úrunnar rfki? Hvemig skyldi t.d. hafa verið viðhorf hinna miklu herkon- unga, sem mannkynssagan greinir frá. Þeir sendu stóra heri ungra manna inn f óvina- lönd til þess að drepa, brenna Passíusálmarnir í Getsemane Fyrsta föstuguösþjónusta þessa árs. — Kvöld, úti grúfir þorramyrkrið, grátt og kalt. Upp í hvelfingu kirkjunnar, sem er böðuð í gulri birtu rafljósanna, hljómar upphaf Passíusálm- anna: Upp, upp mín sál og allt mitt geö. Upp mitt hjarta og rómur meö. Hugur og tunga hjálpi til. Herrans pínu ég minnast vil. Svo kemur ræðan, föstupredikun út af fyrsta kafla píslar- sögunnar: Kvöl Krists í Getsemane. Eitt atriði festist sér- staklega í minni. Það er frásögnin um íslenzka konu, sem lagði leið sína til landsins helga. Hún hafði f farangri sfnum litla ferkantaða pjáturdós. Innihald: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar. Hún gengur með hana inn í Getsemane og fær leyfi hjá grasgarðsverðinum til aö grafa hana undir trénu þar sem talið er að Jesús hafi hafzt við er hann háði hugarstríö sitt. Með berum höndum sfnum grefur hún holu í hina helgu mold og leggur öskjuna í duftiö. Þetta er henni heilög athöfn Hversu mörg eintök af Hallgríms dýru ljóöum hafa ekki verið grafin f kalda íslenzka kirkjugarða eftir aö þau höfðu svalaö hjartans und. En nú vitum við aö þau eru einnig geymd í helgri mold Júðalands. Heiður, lof dýrð á himni og jörð hjartanleg ástar þakkargjörð. Drottinn Jesú, þér sætast sé sungið af allri kristinni. Fyrir stríðið þig þjáði frekt, það er vort frelsi ævinlegt. og eyða. Jú, vissulega þótti þeim sárt að missa svo svo mikið af hermönnum sínum og hergögnum og slæmt að lönd þeirra eyddust af fólki. En skyldu þeir ekki einnig hafa hugsað á þennan hátt: „Nátt- úran mun fljótlega aftur fylla f skörðin og bæta skaðann". Og ef þeir hefðu sigur, gerði lítið til um þau mannslíf, sem fórnað hafði verið. Þannig hef- ur vafalaust verið hugsunar- háttur herkonunga allra tíma og þannig er hugsunarháttur þeirra sem ríkjum ráða f dag og senda æskumennina fram til bardaganna, sem háðir eru bæði á láði óg legi og í lofti. eru mennimir sjálfir, sem gera heiminn myrkan. Hræðilegt er — og vekur ugg og kvíða — að hugsa til átakanna núna í austurlöndum, þar sem styrjaldar-átökin virð- ast harðna með hverri viku og hættan vex á því að stórstríð geti hafizt þá og þegar. Allir lifa í ótta og við eyðileggingar- mátt hinnar ógurlegu vetnis- sprengju, sem tortímt getur svo miklu á „einu augabragði". Þegar þekktur er eyðingarmátt- ur hennar þá eru bogar og sverð fornra herkonunga eins og bamaleikföné- En hugsunarhátt- urinn sem að baki býr er hinn sami. Það er hugsað um völd Prestbakkakirkja i Hrútafirði. Biblían er ekki náttúrusaga. Hún fjallar ekki um náttúru- fræði. Hún skiptir sér ekki af náttúruvísindum. En hún talar um manninn sjálfan og við- horf hans til síns eigins lífs og lífsins í kringum hann. Þegar guðspjallið talar um myrkur og myrkan heim, skyldi það þá ekki vera að lýsa svona hugsunarhætti, sem að ofan geturð hugarfari herkonung- anna, sem að þarflausu* létu drepa niður æsku þjóða sinna. Er ekki þetta myrkrið, sem hefur h'eltekið sálirnar, myrk- ur valdagræðginnar, yfirráða- hneigðarinnar sem blindar mennina, svo þeir villast hrapa- lega eins og Jesú kemst að orði á einum stað. Af þessum ástæðum, sem hér hefur verið dreipð á, er heimur okkar myrkur heimur og lýsing guðsspallsins þvf rétt á honum. Heimurinn verður mvrkur fyrir illar og syndsam- legar hugsanir mannanna. Það og hagsmuni og treyst á að náttúran muni aftur fylla í skörðin, græða sárin, bæta böl- ið eftir viðurstyggð eyðilegg- ingarinnar. Það er sagt, að frækorn, sem geymzt hefur í þúsundir ára í grafhýsum egypzkra konunga, geti enn í dag spírað, skotið rótum og orðið að nýjum lit- skrúðugum jurtum, sem yndi er að skoða. Svo dásamlegur er lífskrafturinn og dularfullur. En frækorn, sem hafa baðazt í helgeislum vetnissprengjunnar verða dauð um aldur og eilífð og munu aldrei leiða fram f dagsljósið litríkar jurtir eða fögur blóm. í þessu felst hræði- legur dómur — dauðadómur yfir lífi hér á jörð, komi til atomstyrjaldar. Þá geta menn ekki lengur lifað í villimann- legri von, að náttúran muni fylla í skörðin og bæta fyrir líftjónið eftir að hildarleiknum er lokið. Kirkja Krists hefur á liðnum öldum og allt til þessa dags verið að reyna að ala þjóðimar upp til friðar og farsældar, kenna þeim tilhlýðilega siði, en þær kjósa að vera eins og ó- stýrlát böm. Þær daufheyrast við móðurlegum en alvarlegum áminningum, sem styðjast við orð Jesú Krists. Þetta er hættu- mesti tími okkar kynslóðar. Hefur hún þó fengið nóg af myrkrinu og ógnum þess eftir að hafa lifað tvær heimsstyrj- aldir. En guðspjallið talar ekki ein- ungis um myrkur, Guði sé lof. Það talar einnig um ljós, ljósið sem skín í myrkrinu. Öll vitum vér, hvert er það ljós. Það er Jesús Kristur. Hann sem sendur var í heiminn til þess að hrekja myrkrið í burtu, til þess að bæta mennina, til þess að tendra Ijós og birtu á sálum þeirra. En það er ekki Kristur einn, sem lýsir upp myrkur heimsins, heldur allir, sem opn- að hafa hjarta sitt og huga sinn fyrir ljósi hans — til þess að frelsa heiminn frá voðaverkum þeim, sem heimurinn er í þann veginn að fremja. I kenningu sinni gengur Jes- ús Kristur í berhögg við hin myrku og illu öfl, boðandi blessun fátækum, hungruðum, grátandi mönnum, boðandi dóm söddum sjálfsréttlætingarmönn- um, sem þykjast eiga einkarétt á guðsblessuninni eða þykjast geta áunnið sér hana með inn- antómum trúariðkunum. Heimurinn þarfnast þess, að unnið sé í anda Krists, svo að Ijósið fái að skína yfir mann- heiminn. Sjaldan hefur þörfin verið meiri en einmitt nú að efla frið og góðvild milli þjóða og kynþátta í heiminum, og að mennirnir starfi með Kristi að þessu góða verki. Guð gefi að svo verði. Frækorn „Næstum allur sá andblástur, sem kirkjan á við að stríða, stafar af atferli klerka og leik- manna, sem óneitanlega virö- ist ekki sem kristilegast". — Þessi ummæli hefur Kirkjurit- ið eftir einu vandaöasta tíma- riti ensku biskupakirkjunnar. £ Vér kvörtum undan lífinu og segjum að því sé illa fyrir kom- ið. Það er ekki lífið, sem er illt, heldur vér, sem förum illa meö lífiö. (Tolstoj.) £ Þegar við vorum heilir á húfi komnir yfir ána tókum við allir ofan og þökkuðum Guði fyrir hans gæzkuríku og náöarsam- legu vemd, er við nú höfðum á svo áþreifanlegan hátt fengið að reyna. (Ebenesar Henderson.)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.