Vísir - 05.03.1966, Síða 15
V í SIR . Laugardagur 5. marz 1966.
75
P'5>S>5>C^>S>5>S>5>í!>í5>«>5>S>5>Z>5>*>5>Z>5>í>5>£!‘5SS£5>S>S5ffíSiZ5íSSS>S*S>5>Z>S:>í>5>*>5>*>5>S>S>®'
IHARVEI FERGUSSON: >f- |
Don Pedro |
— Saga úr Rio - Grande - dalnum — f
Dálítið skömmustulegur á svip
þreif hann í taglið á múlasnanum
því að I þessari nauð fannst honum
styrkur f því, aö geta haldið sér
í eitthvað lifandi. Og áfram upp á
við eftir hlykkjóttri götunni í skorn
ingnum hélt múlasninn þolinmóð
lega áfram með Leo í eftirdragi, og
við og við hrukku lausir stéinar und
an fótum þeirra og ultu niður göt-
una. Og svo barst að eyrum eins
og svar við kalli, langdregið span-
gól, sem hljómaði eins og angistar-
fullt væl skepnu í sárri neyð, en
þetta var raunar kvöldsöngur sléttu
úlfanna í La Bajada hæðum. Þennan
söng átti hann oft eftir aö heyra
og venjast honum og jafnvel finn-
ast hann láta vel í eyrum, aðeins
vegna tilfinningarinnar að heyra f
einhverju, sem var lifandi, en á þess
ari stundu fannst honum þetta
ógurlegt á að hlýöa og eins og
úr einhverjum undirheimum komið.
Múlasninn nam staðar og sperrti
eyrun og Leo lagði við hlustimar.
Því lengur sem leiö á þetta ferða-
lag því meira lfktust áhrifin möru
I og honum fannst að nú væri öllu
! að verða lokið og framundan opið
i víti, þar sem hans var beðið af
! féndum sem vældu í kór. Þetta
j var svo likt harmleik á sviöi, fannst
I honimi allt í einu, aö furðulegt var,
j og allt í einu rykkti hann höfðinu
! aftur á bak og hló, kaldranalega,
v og án þess að vita af hverju hann
rak upp hlátur. Og svo æpti hann
j út í myrkrið eins hátt og hann gat
j og honum óx hugrekki viö að heyra
i sjálfan sig kalla.
V
i Svo furðulegt sem það var hætti
I spangólið, í svip heyrðist dvínandi
} ýlfur, en svo varð dauðakyrrð.
Brátt ýtti hann við múlasnanum og
j áfram héldu þeir félagar, og Leo
! var dálítið brattari, af þvf aö hann
\ var dálítið stoltur af að hafa látiö
i til sín taka, en eftir að hafa pjakk
j að svona áfram hálfa klukkustund
I var eins og fætumir gætu ekki
I borið hann lengur, en þá fann hann
J alit í einu, að mjúkur sandur var
! undir fótum hans. Framundan var
1 smálækur, og þeir fóru yfir hann,
' og hann hresstist allur vi öþað, að
kalt vatnið lék um þreytta og auma
fætur hans.
Hann sá óljóst í myrkrinu, að
þeir áttu skammt ófarið að dökk-
leitu húsi, og þaðan stukku- nú f
áttina til þeirra þrír þvengmjóir
hundar, urrandi og geltandi, og er
þeir komu hlupu þeir geltandi
hvem hringinn af öðmm kringum
hann og múlasnann.
15.
Hann stóð grafkyrr hjá asna sín-
um og bjóst til þess að setjast á
bak honum milli klyfjanna, ef hund
amir gerðu sig líklega til árásar
á hann.
Loksins opnuðust dyr á húsinu
og hann sá eins og gula rönd úti
í sortanum, því aö dymar voru
ekki lokaðar nema til hálfs, en úl;
um þær hafði gengiö maður, sem
skipaði hundunum að þegja, og
gekk svo í áttina til hans.
Hann gekk hægt og var var um
sig.
— Ég er farandsali, sagði Leo
veikum rómi og ég er mjög þreytt-
ur. Maðurinn staröi á hann andar-
tak eins og steini lostinn.
Gott og vel, sagði hann að lok-
um, komið með mér . . . og mað-
urinn sneri við og gekk í áttina til
hússins og Leo á eftir honum.
Hann var leiddur í stofu, sem
var lík öllum öðrum sem hann hafði
komið f með hvítkölkuðum veggj-
um, eldstó f einu hominu, en lítið
af húsgögnum, og þau sem þar
voru voru heimatilbúin.
Maöurinn, sem hafði boöið hon-
um inn, var ungur maður, dökkur
á hörund með Rauðskinnaefrivarar
skegg. Kona hans kom brátt úr örðu
herbergi. Hún var lagleg og líka
dökk á hörund. Hún hafði greinilega
skipt um kjól f skyndi, og var sá,
sem hún var f blár baðmullarkjóll.
Konan var berfætt, hár hennar var
mikið og sítt og hrundi það niður
herðar henni sem fossstrengir af
stalli. Hún heilsaöi honum kurteis
lega, lágum rómi, eins og sjálfsagt
var samkvæmt mexikönskum sið-
venjum, en nokkurrar furðu gætti í
augum hennar. Og það var svo
sem augljóst að hvorugt þeirra
hjóna gat áttað sig fyllilega á gest
inum sem var útlendingslegur í út-
liti og hreimur máls hans annar-
legur. Svo hzfði hann komið óvænt
og skyndilega. Ástæða gat verið til
grunsemda, en gestrisni var þeim
hjónum báðum f blóö borin.
— Ég get borgað, sagði Leo.
— Það skiptir engu, sagði maöur-
inn, setjizt niður. Og hann benti
honum á madressu á gólfinu, en
yfir hana hafði verið breitt Navajo-
teppi. Madressan var fyrir aftan
Leo. Og um leið og maðurinn sem
hafði boöið honum að koma með
sér sagði við hann Setjizt, datt
hann aftur á bak ofan á madress-
una fyrir aftan sig, þunglamalega,
eins og maöur sem hafði misst allan
líkamsþrótt, og hreinlega gefizt
upp- iut... .n
— Polebrito, sagði konan og
brosti nú fyrst. Þeim skildist nú báð
um, að hann var nærri hjálparvana.
Konan skaraði og blés í eldinn til
þess að glæöa hann, en hann hafði
nærri verið útkulnaður og maður-
inn gekk út til þess að huga aö
asna Leós. Og brátt kom hann inn,
með hnakkinn og farangurstöskuna.
Leo dróst með miklum erfiðis-
munum að töskum sinum og titr-
andi höndum dró hann upp úr ann-
arri þeirra stóra flösku fulla af
brennivini, sem Velardes hafði gef-
ið honum að skilnaði. Hann náði úr
henni tappanum og rétti manninum
og brosti veiklega, en hann band-
aði henni frá sér:
— Þú skalt drekka úr henni, þér
veitir ekki af hressingu.
Leo hristi höfuðið.
— Þú fyrst, sagð hann ákveðinn.
Hann var búinn að vera nógu lengi
í landinu til þess að vera jafningi
annara á sviði kurteisi.
Maðurinn tók nú við flöskunni,
og svolgraði í sig úr henni, og rétti
Leo hana svo aftur. Þar næst rétti
Leo konunni hana, en hún varð
feimnisleg á svip og leit sem snöggv
ast á mann sinn, fékk sér svo sopa
ákveðin á svip, fékk sér annan og
fór að skellihlæja. Þaö var greini-
legt, að það var ný reynsla í hennar
lífi að bragða áfengi. Svo fóru þau
öll að hlæja og þótt hláturinn dytti
fljótt niöur nægði þetta til þess að
eyða allri forvitni og undrun. Leo
lyfti flöskunni að munni sér og
drakk langan, langan teig, með tár
in í augunum. Áfengið verkaöi þann
ig á hann, að honum fannst ylur
fara um æðamar og það var sem
þreytan hyrfi, og hann var mátt
vana, en sæll. Konan færði honum
kjötkássu kryddaða með rauöum pip
ar. Maturinn var heitur og hann
gat varla hsjldið opnum augunum
meðan hann mataðist. Og þegar
því var lokið sá hann, að þau höfðu
búið um hann í flatsæng á gólfinu
og hann hallaði sér út af í öllum
fötunum og var sofnaður um leið.
VI.
Tveimur árum eftir aö Leo fór
yfir sléttuna til La Bajada var nafn
hans á allra vörum vítt þar um
slóðir, og hann var enda vel kunn
ur í öllum þorpum Mexikana og
Rauðskinna milli Santa Fe og
Socorro, en milli þessara staða
vom nærri 150 mílur vegar.
En hinir ríku og voldugu höfðu
ekki af honum nein persónuleg
kynni ,en fjöldi manna af alþýöu
stétt þekkti hann nógu vel til þess
að nefna hann skímarnafni hans
og biðu óþreyjufullir komu hans,
þvf að Leo var óvenjulegur farand-
sali. Enginn hafði komizt í kynni
við neinn slíkan af stétt farandsala
á þessum slóðum — og ekki kom
neinn slíkur í hans stað, þegar hann
var farinn að fullu og öllu og langa
lengi mundu menn hann og töluöu
um hann. Hann hafði sannarlega
skilið eftir minningu um sig í hug-
um manna.
Meginregla hans var að vera góð
ur farandsali og einkunnarorö hans
voru: Viðskiptin fyrst — annað
síðar. Hann kom fram af mikilli
alúð og nærgætni við viðskiptavini
sína, því að hann vissi að hann
mundi hagnast á því efnahagslega.
Fæstir viðskiptavinir hans geröu
neinar kröfur, en ef hann. komst
að því, að þeir ólu einhverjar von-
ir, til dæmis um aö eignast eitt-
hvað, sem þá vanhagaði um, en
gerðu sér eiginlega ekki vonir um,
að geta nokkum tíma fengið, þá
lagði hann sig í líma meö að láta
þessar óskir rætast. Svo nærgæt-
inn var hann og þolinmóður, að
menn höföu aldrei haft af slíku
aö segja fyrr. Og á komu hans
til þorpanna komst brátt ákveðinn
svipur, allt tengt komunni var hefö
bundiö, og ekki brugðið út af nema
nauðsyn krefði veðurs vegna.
Hann kom alltaf með gott handa
krökkunum og það voru þau, sem
alltaf sáu fyrst til hans á þjóð-
veginum, og tilkynntu komu hans
meö köllum og bægslagangi, og
svo komu þau á móti honum í
hóp. Og þegar hann loks komst á
torgið var hann með heila fylk-
ingu í eftirdragi. Nærri allir höfðu
Án nokkurrar viðvörunar falla menn og
Hérna koma þeir. hestar fyrir kúlnahríðinni.
farið á stjá til þess að fagna hon-
um.
Stundum varð þaö að ágrein-
ingsefni milli þorpsbúa hver ætti
að hýsa hann og að kvöldi dags
var jafnan fjölmennt í húsinu, sem
hann hafði þegið gistingu í, —
menn söfnuðust saman kringum
hann til þess að spyrja hann spjör-
unum úr og masa.
VÍSIR
Auglýsinga-
móttuko
i
TIÍNGÖTU 7
og
Luugavegi 178
Sími 1-16-63
VÍSIR
VÍSIR
er
einu
| síðdegisbluðið
kemur
út
alla
virka
daga
allart
ársms
hrmg
i
w
Askriftarsími
1-16-61
BEiZ..
L~Am