Vísir


Vísir - 25.03.1966, Qupperneq 2

Vísir - 25.03.1966, Qupperneq 2
Hún var dauðans matur, þjáðist af krabbameini Nú er hún alheilbrigð, er móðir — Eiginmaðurinn segir sögu hennar þetta er sagan um ungu finnsku stúlkuna, sem þjáðist af krabbameini og læknarnir töldu dauð ans mat. í dag er hún hamingjusöm eiginkona og á lítinn son. Hún er alheilbrigð. Það var árið 1962 að Seija fékk að vita að hún þjáðist af krabbameini. Þá var hún 21 árs. Fréttin kom henni ekki á óvart, hún var hjúkrunarkona og grunaöi að hverju stefndi. Hún vissi að þegar læknarnir sögðu að hún ætti ekki eftir nema eitt ár, þá voru þeir mjög bjartsýnir. Einn dag gat hún ekki legið lengur í rúminu og íhugað ör- lög sín. Hún fór með vinum sín um á stúdentaball og þar hitti hún prinsinn. Núverandi eigin- maður hennar, Gunnar Mattson hitti hana þar og hann hefur skrifað sÖgu um hana — „Prins essan.“ Seija fór á balliö. Hún reyndi að vera kát, en augun komu upp um hana. — Kannski var það alvarlegt andlit hennar, sem olli því aö ég veitti henni sérstaka at- hygli, segir Gunnar. En kannski var það bara það, að hún var há og glæsileg stúlka. Hvað um það, ég gekk til hennar og spurði: Hefur prinsessan ekki enn fundið prinsinn sinn? þannig byrjaði það. Þau döns- uðu saman, en allt í einu hneig hún niður í örmum hans. Hann hjálpaði henni heim, en var ekki uppteknari af henni en svo að hann flýtti sér á ballið aftur til að missa ekki af neinni skemmtun. Seinna fékk hann að vita hvað var að. Krabbamein. Hann heimsótti hana á sjúkrahúsið. Kannski var það af forvitni, kannski meðaumkun, segir Matt son. Ég veit það ekki. En Seija var viss um að það væri af meðaumkun, og það kærði hún sig ekki um. — Þú skalt gæta þess að láta þér ekki fara aö þykja vænt um mig, sagöi hún. Þú mátt fyrir alla muni ekki verða ást- fanginn af mér. En hvað um það. Amor hitti þau bæði. Fram að þessu hafði heilsu hennar stöðugt hrakað. Hún þjáðist mikið. Sjúkdómurinn hafði þau áhrif að hana klæj- aði mikið og hún reif sig til blóðs. Hún kastaði upp, oft á dag. Hún horaðist jafnt og þétt og smátt og smátt dró úr bar- áttuvilja hennar. Þar til hún fór á dansleikinn. Þá fékk hún eitt hvað að lifa fyrir. Það var Gunnar sem gaf henni vonina. Hann var bjart- sýnn og neitaði að trúa því að það væri engin von. Hann bað hennar — og fékk já. Þau voru gefin saman. Læknarnir hristu höfuðin. Ceija vildi eignast barn. Lækn- amir sögöu það óðs manns æði. En ákvörðun Seiju var bjargföst. Fyrstu mánuði með- göngutímans leið Seiju verr en nokkru sinni fyrr. En síðan varð skyndileg breyting. Henni fór að líða betur og betur. Og dag nokkum þegar Gunnar kom heim heyröi hann hana syngja. Hún neitaöi aö taka inn meöul Á víð og dreif Jþessa dagana em stöðugt alls konar undur á ferðinni — og farið dult með eins og feimn ismál flest þeirra, að vísu ymprað á þeim í blöðum, en ekkert að gagni, svo að augljóst er að einhver hefur stungið ein hverju upp í blaðasnápana. Tvö blöð hafa lítillega á minnzt sjóskrímslin á Reyðarfirði og þó þar á síðu, sem minnst bar á — það hefði þó einhvem tíma þótt forsíðufrétt, að sjó- skrímsli, frekar tvö en eitt — sennilega parið — svömluðu svo nálægt flæöarmáli austur þar, að bændur sendu þeim skot úr selahólkum sínum, skozkir hefðu að minnsta kosti kunnað að hagnýta sér þá frétt til að plata túrista — en Reyðfirð- ingar hafa víst enn ekki lært þá list að hafa af ferðamönn- um. Nú munu menn víst al- mennt þykjast upp úr því vaxn ir að trúa að þama hafi í raun inni verið annarl. sjóskepnur á ferðinni, aftur á móti þykir dagblöðum að sjálfsögðu var- hugavert aö væna gætinn og greindan bónda um missýningar og enn síður skrök, svona rétt fyrir kosningar... Þeir munu til, sem halda aö þama hafi ver ið á floti rússneskir lóðabelgir eða nótabelgir, sem kváðu fer líki mikil... Þeir, sem hafa enn meira ímyndunarafl, án þess að vilja nokkuð hafa að gera með það yfimáttúrulega, gera því skóna að þama hafi ver- ið um að ræða smyglbelgi mikla fyllta áfengi og hafi þá slitið úr stjórafestum einhvers staðar úti fyrir fjörðum ... og skyldu austfirzkir bændur því ekki skjóta sæskrímsl á næstunni að órannsökuðu máli... Og loks hvísla það sumir, þar sem fáir heyra til, að ekki sé útilokað að geimfari, kannski frá öðr- um hnöttum, kannski ekki, hafi hlekkzt á úti fyrir Austfjörð- um, hafi þetta verið geimfarar á floti í búningum sínum og ekki útilokað að þeir hafi verið þess þjóðernis að þeir hafi ekki talið sér í kot vísað hjá Lúðvík en hrakiö nokkuö af leið ... Hafi svo verið, þá mega aust- firzkir happi hrósa er sovézkir þegja alltaf vandlega um mis- heppnaðar geimferðir — að sögn — annars er ekki að vita nema frumkvæöi reyðfirzka bóndans reyndist austfirzkum dýrt spaug, enda rauöa torgið skammt undan . .. öllu ískyggi- legra er þó, ef hann hefur gerzt þarna óafvitandi til að segja Marzbúum strið á hendur, og getur þá farið svo, að mörgum austfirzkum bónda þyki þröngt fyrir durum áður en langt um líður. Þau eru of sterk, sagði hún. Drengurinn þolir þau ekki. Hún neitaði að láta taka röntgen- myndir af sér. Drengurinn þol ir þær ekki, sagði hún. 4. júní 1965 fæddist drengur- inn. Fæðingin var erfið. En Seija tók þessu öllu með brosi og sagöi: Þaö er allt í lagi með mig, bára ef hann lifir. Drengurinn var heilbrigöur. ■jYTattson skrifar í bók sinni: — Ég fór heim frá spítal- anum, fékk mér vínglas og skál aði viö sjálfan mig. Síðan leit ég í spegil og sagði: — Sonur minn, einhvern tíma skal ég segja þér söguna um prinsessuna. Hvernig hún missti blóö, lit, vit og lífslöng un. Hvernig hún barðist og vann. Hvernig hún neitaði aö taka inn lyf, þín vegna, sonur minn, og hvers vegna hún varö að klóra sig til blóðs á hverri nóttu þess vegna. Hún neitaði að láta taka af sér röntgenmynd ir og tók þannig aukna.áhættu sjálf. Hvernig hún gerði alltaf að gamni sínu. Hvernig ég ók henni á spitalann. Ég skal segja þér þetta allt saman einhvem tíma — ef þess gerist þörf. Og Mattson segir: Nokkrum dögum síðar talaði ég við lækni á sjúkrahúsinu. Hann sagði: Ég skil þetta ekki. Við erum búnir að taka mynd af konunni yöar. Krabbabólgurnar í lungum henn ar eru horfnar. Ég hef aldrei séð heilbrigðari lungu. „Prinsessan," bókin sem seg ir þessa sögu er komin út í Finnlandi og er að koma út í Ameríku, Englandi, Svíþjóð, Þýzkalandi og Frakklandi. Hver veit nema við hér á íslandi eig um eftir að lesa hana? Selja Mattson með frumburöinn. Læknamir segja að henni sé óhætt að eiga fleirl böm. Kári skrifar: Andlegt líf í M.R. Gróska er 1 andlegu lífi í M.R. óvenju mikil mætti kannski segja. Þó er ekki þar með sagt, að menntaskólinn hér, arftaki Skálholts-, Bessastaöa- og Hóla valla-skólans hafi ekki yfir- leitt risið undir merkinu. Segja má, að rjóminn af ungmennum þjóðarinnar sæki þennan skóla, og er ekki að undra, því að obb- inn af gáfaðasta og mikilhæf- asta fólkinu í landinu er flutt- ur til Reykjavikur eða sækir þangað sína menningu þrátt fyr ir allt. Hér eru tengslin við um- heiminn, að svo miklu leyti sem hægt er að komast í snertingu við það, sem hér er að gerast hverju sinni í lífi og listum. Fásinnið þrengir hugann, herp ir að frjórri hugsun í mörgum tilfellum. Stendur líka ekki ein hvers staðar: „Maður er manns gaman.“ Talað hefur veriö um, að á þessum tímum velgengni og auösældar sé unga kynslóðin forhert og spillt, undir áhrifum frá efnishyggju. Nú er hins vegar annað að koma í ljós. í Menntaskólanum £ Reykjavík hafa þau tíðindi gerzt, að nem endurnir hafa rekið af sér þetta andleysis slyðruorð. Á átt ræöisafmæli Kjarvals í vetur gengust þeir fyrir leiksýningu á bókmenntaverki eftir meist- arann og ennfremur efndu þeir til glæsilegrar — verulega skemmtilegrar — sýningar á sjávarmyndum snillingsins og höfðu nemendumir sóma af hvoru tveggju. Þá gengust þeir einnig fyrr í vetur fyrir yfirlits sýningu á verkum Snorra heit ins Arinbjarnar, listamanns með mikla hæfileika, sem nýtt ust þó ekki sem skyldi sakir heilsuleysis hans. Og nú opn- uöu þeir nýlega myndlistarsýn ingu á verkum 20 ungra lista- manna innan skólans í kjallara nýbyggingar skólans við Bók- hlöðustíg, á sama stað og þeir sýndu i vetur. Þarna eru til sýnis á annaö hundrað verk málverk, teikningar, mosaik- myndir, höggmyndir og enn- fremur listrænar ljósmyndir. Myndlistardeild Listafélags Menntaskólans stendur fyrir þessari sérstæöu sýningu. Marg ir listamannanna voru á teikni- námskeiði í vetur, sem myndlist ardeildin gekkst fyrir í skólan- um. Það mælir fremur með sýn ingunni, að Sverrir Haraldsson listmálari, sá virtúós, var kenn ari á námskeiðinu. Hann hjálp aði líka til við uppsetninguna Nemandi í skólanum sagði viö „Kára“, að ánægjulegast viö þennan listaáhuga, sem hefði gagntekið menntlingana i vetur væri að hann væri ekki litaður af snobbhætti, heldur sprottinn af þörf. Þetta er sönnun þess að hin nýja menntakynslóð sem á að erfa landið með sfnum art leifðum siglir undir réttu flaggi, gefur þann tón, sem lengi hef- ur verið beðið eftir, að kæmi úr menntaskólum landsins. Von- andi er, að þessi tónn endurómi þegar í háskólann kemur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.