Vísir - 25.03.1966, Page 13
V1SIR . Föstudagur 25. marz 1966.
13
Þjónusta
Þjónusta
HÚSGAGNABÓLSTRUN
Klæöi og geri við bólstruö húsgögn. Tekiö á móti pöntunum I sima
33384. Bý til svefnbekki og sófa eftir pöntunum Sýnishom fyrir-
liggjandi. Geriö svo vel og lítiö inn. Kynnið vður veröið. — Húsgagna-
bólstrun Jóns S. Árnasonar, Vesturgötu 53b.
HÚSEIGENDUR ATHUGIÐ
Tökum aö okkur húsaviögerðir, setjum upp rennur og niðurföll,
skiptum um járn, sprunguviögerðir. Einnig uppsetning á sjónvarps-
loftnetum og ísetning á tvöföfdu gleri. Sími 17670 og á kvöldin
í 51139.
HÚSBYGGJENDUR — BIFREIÐASTJÓRAR
Tökum að okkur rafiagnir, viögerðir og rafvélar. Einnig bílarafmagn,
svo sem startara, dynamóa og stiliingar Rafvélaverkstæði Símonar
Melsted, Síðumúla 19. Sími 40526.
HEIMILISTÆKJAVIÐGERÐIR
Þvottavélar, hrærivélar og önnur heimilistæki, raflagnir og rafmótor-
vindingar. Sækjum, sendum. Rafvélaverkstæöi H. B Ólafssonar, Síðu
múla 17. Sími 30470.
ÞAKRENNUR — NIÐURFÖLL
Smíði og uppsetning. — Ennfremur kantjárn, kjöljám, þensluker,
sorprör og ventlar. Borgarblikksmiðjan, Múla v/Suðurlandsbraut.
Símar 20904 og 30330 (kvöldsími 20904).
GÓLFTEPPA- OG HÚSGAGNAHREINSUN
Hreinsum í heimahúsum. — Sækjum, sendum. —Leggjum gólfteppi.
Söluumboð fyrir Vefarann h.f.
35607, 36783 Og 21534.
Hreinsun h.f., Bolholti 6. Símar
HÚSAVIÐGERÐIR
Við önnumst viðhald húsa yðar. Góð þjónusta. Glerísetning, húsa-
málningar o. m. fl. Uppl. í síma 40283.
BIFREIÐAEIGENDUR
Alsprautum og blettum bifreiðir yðar. Fljót og góð afgreiösla. Bíla-
sprautun Gunnars D. Júlíussonar B-götu 6 Blesugróf. Sími 32867 frá
kl. 12—1 daglega.
Bifreiðaviðgerðir
Ryðbæting, réttingar, nýsmiði, plastviðgerðir, sprautun og aðr-
ar smærri viðgerðir. Jón J. Jakobsson, Gelgjutanga. Simi 31040.
ÁHALDALEIGAN SÍMI 13728
Til leigu víbratorar fyrir steypu, vatnsdælur, steypuhrærivélar
o.fl. Sent og sótt ef óskað er Áhaldaleigan, Skaftafelli við
Nesveg, Seltjarnamesi. ísskápa- og pianóflutningar á sama
stað. Sími 13728.
BIT ___
HJALR
BÍTLARNIR BÍT
liR
BÍTLARNIR BÍT
VINNUVÉLAR — TIL LEIGU
Leigjum út litiar steypuhrærivélar Ennfremur rafknuna grjót-
og múrhamra með borum og fleygum. Steinborar - Vibratorar
— Vatnsdæiur Leigan s/f Sími 23480._____________
LJÓSASTILLINGAR
Bifreiðaeigendur við getum nú stillt fyrir
yður ljósin á bifreiðunum - fljót og góð
afgreiðsla ( Ljósastillingastöðinni að Lang
holtsvegi 171. Opið frá kl. 8 — 12 og 13.30
til 19 alla virka daga nema miðvikudaga
til kl. 22 og laugardaga til kl. 15. — Félag
ísl. bifreiðaeigenda._________
BIFREIÐAEIGENDUR!
Sprautum og réttum. - Bílaverkstæðið Vesturás h.f., Sfðumúla
15 B, sími 35740. _________________
KLÆÐNINGAR — BÓLSTRUN
Barmahlíð 14, simi 16212 — Tökum að okkur alls konar klæðningar.
Fljót og vönduð vinna. Sækjum, sendum. Mikið úrval af áklæði,
svefnbekkir á verkstæðisveröi á sama staö.
RYÐBÆTINGAR
Ryðbætingar, trefjaplast eða jám. Réttingar og aörar smærri við-
gerðir. Fljót afgreiösla. — Plastval, Nesvegi 57, sími 21376.
HITABLÁSARAR — TIL LEIGU
hentugir í nýbyggingar, skipalestar o. fl. Uppl. á kvöldin í síma 41839.
HÚSAVIÐGERÐIR
Getum bætt viö okkur utan og innan húss viðgeröum. Setjum I
tvöfalt gler, skiptum og gerum við þök og ýmislegt fleira. Vönduð
vinna. Utvegum allt efni. (Pantiö fyrir sumarið). Sími 21172 allan
daginn.
VIÐGERÐIR — ÞJÓNUSTA
Önnumst allar utan- og innanhússviðgerðir og breytingar. Þétt-
um sprungur, lögum og skiptum um þök. Ennfremur mosaik og flís-
ar o. fl. Uppl. allan daginn í síma 21604.
Auknar —
Framh af bls. 7
ingu Húsnæðismálastjórnar.
Lán þessi verða veitt einstakl-
ingum og stofnunum, en einkum
samtökum ungs fólks, sem
hyggst ráðast í byggingu íbúða.
Öryrkjabandalagið mun fá lán
af þessu fé til byggingar, sem
bandalagið hyggst reisa að Há-
túni 10. Er undirbúningur að
þeirri bvggingu þegar hafinn
að því er Jóhann Löve hefur
tjáð okkur og teikningar þegar
tilbúnar að miklu leyti. Sam-
kvæmt þeim verða þar íbúðir
fyrir rúmlega 100 einstaklinga.
Fréttamaður blaðsins brá
sér inn í Austurbrún 6 en þar
er veglegt háhýsi í smíðum á
vegum borgarinnar. Hús þetta
er á 12 hæðum og er það með
svipuðu sniði og háhýsin tvö
sem fyrir eru við Austurbrún,
svokallaðar piparsveinablokkir.
Á hverri hæð hússins eru 6
íbúðir nema þeirri neðstu aðeins
3, en þar er fyrirhugað geymslu-
pláss. Efsta hæðin, sú 13. er
inndregin og er þar reiknað með
samkomusal eða einhverju sam-
eiginlegu plássi fyrir allar íbúð-
irnar.
Bygging þessa húss er liður
í þeirri viðleitni borgarinnar að
sjá öldruðu fólki, öryrkjum og
einstæðum mæðrum fyrir við-
unandi húsnæði og jafnframt til
útrýmingar heilsuspillandi hí-
býla i borginni. — Byrjað var
á smíði þessa húss vorið 1964
en það varð fokhelt í júlí síðast-
liðnum. Unnið er nú af kappi
að innréttingu hússins og mið-
ar því verki vel áfram. Unnið
er að málningu og það verk
langt komið. Búið er að setja
upp eldhúsinnréttingar og aðra
skápa í efstu hæðimar og búizt
er við að þeim hluta verksins
verði lokið um næstu mánaða-
mót. Form s.f., Hafnarfirði, sér
um smiði allra innréttinga.
íbúðirnar, sem eru 69 tals-
ins eru allar með sama sniði
og allar jafn stórar, 50 ferm.
innandyra. íbúðimar eru mjög
skemmtilegar fyrir einstaklinga
eða iitlar fjölskyldur. Þær sam-
anstanda af eldhúsi, baði og
stórri stofu með rúmgóðum
svefnkróki. Svalir fylgja hverri
íbúð. Eftir er að ganga frá
lyftu og stigahúsi, og 13. hæðin
og sú fyrsta em enn þá óinn-
réttaðar, en búizt er við að
húsið verði tilbúið til notkunar
fyrir mánaðamótin maí—júní.
Það vekur sérstaka eftirtekt
hversu hagkvæm vinnubrögð
eru höfð við innréttingu þessa
húss. En allar innréttingar eru
framleiddar í fjöldaframleiðslu,
enda allar eins. Meistari við
húsbygginguna er Sveinbjörn
Sigurðsson.
IÐNSKÓLINN /
REYKJAVÍK
Um 60 kennslustunda kvöldnámskeið fyrir
umsækjendur um störf á teiknistofum verður
haldið á tímabilinu 13. apríl til 21. maí, ef næg
þátttaka fæst.
Kennd verða undirstöðuatriði í teiknitækni.
Innritun fer fram á skrifstofu skólans til 1.
apríl. — Námskeiðsgjald kr. 500.00 greiðist
við innritun.
Skólastjóri.