Vísir - 26.03.1966, Side 1
VISIR
BORGARRÁÐ
REYKJAVÍKUR
í NÝJUM
FUNDARSAL
Borgarráösfundur í Reykjavík í hinum nýja fundarsal. Taliö frá vinstri: Gunnlaugur Pétursson borgarritari, Bfrgir Isl. Gunnarsson, próf.
Þórir Kr. Þóöarson, frú Auöur Auöuns, Geir Hallgrímsson borgarst jóri, Páll Lfndal borgarlögmaður, Kristján Benediktsson, Guömundur
Vigfússon, Óskar Haligrímsson og Gústaf E. Pálsson borgarverkfræðingur.
Myndin sem hér birtist var tek-
in á borgarráðsfundi í Reykjavík
sem haldinn var f gær. Ljósmynd-
ari blaðsins fékk leyfi til að koma
á fundinn og taka mynd þar í til-
efni þess, að nú nýlega er farið
aö halda borgarráðsfundi í nýju
fundarherbergi sem hefur verið inn
réttað í skrifstofum borgarinnar á
fimmtu hæð í húsi Reykjavíkur-
apóteks. Jafnframt fundarsalnum
hefur verið komið þar fyrir lestrar-
sal sem ætlaður er til afnota borg-
arfulltrúum þar sem þeir hafa greið
an aðgang að borgarskjölum og er
þetta ætlað til þess, að þeir eigi
Framh. á 5. síðu.
56. árg. — Laugardagur 26. marz 1966. - 72. tbl.
Kjorval gaf Listasafninu ntálverkið sem
selzt hafði á 75 þásund krónur
Á uppboðinu hjá Sigurði
Benediktssyni sl. miðvikudag
var Listasafni Islands slegin
myndin „Svanasöngur“ eða
„Bak og fyrir" eins og hún
nefnist öðru nafni eftir Jóhann-
es Kjarval á 75 þús kr. Var
næsfchæsta boð í málverkið að
upphæð 72 þús. kr.
Hefur listamaðurinn nú á-
kveöið að afhenda Listasafninu
þessa mynd að gjöf og hefur
hún verið þegin með þökkum.
Á sama uppboði var fulltrúa
safnsins, Gunnlaugi Þórðar-
syni, slegin myndin „Heyþurrk
ur eftir Heklugos" á 45 þús. kr.
og þótti gott verð.
Hafði blaðið tal af Gunnlaugi
Þórðarsyni og sagði hann eftir-
farandi: Framh. á bls. 5.
Aukning þjóiartekna aldrei örari en s.l. ár
Úr ræðu forsætisrúðherru í gær
Forsætisráðherra dr. Bjami
Benediktsson rakti efnahagsþró-
unlna s.l. ár i útvarpsræöu sinni
í gær. í upphafi ræöu sinnar
vitnaði hann i ummæli Helga
Bergs á miðstjómarfundi Fram-
sóknarflokksins nú nýverið og
sagði aö kommúnistar væm ekki
einir um þann hroka að ætla sig
eina færa um að sitja viö stjóm-
völ hvaö sem hver segði og
hver sem stefna þeirra væri.
Hann gerði og að umræðu-
efni kvartanir Framsóknar-
manna út af kjördæmaskipun-
inni, og sagði það vera skoðun
Sjálfstæðisflokksins að kjör-
dæmaskipunin ætti að miðast
við styrkleika þingflokka hvert
sinn og að því mundu sjálfstæö-
ismenn ávallt vinna. Framsókn-
armehn segðu í hvert sinn er
þeir fengju ekki nægilegan stuðn
ing við kosningar til að mynda
ríkisstjóm, að nú hefði lýðræðið
fallið á prófinu. Það vfceri aft-
ur á móti skoðun sjálfstæðis-
manna, að það væru þingmenn,
sem ættu að ganga undir próf
kjósenda, en ekki öfugt eins og
framsóknarmenn vildu láta i
veðri vaka. Forsætisrh. sagði, að
aðvörunarorð um verðbólgu
hefðu ekki borið jafn mikinn ár-
angur og æskilegt hefði verið.
Allt frá tímum fyrri heims-
styrjaldar hefði verið háð harð-
vítug barátta gegn jafnvægis-
leysi í efnahagslífinu. Þótt ekki
hefði enn tekizt aö stöðva verð-
bólguþróunina heföi þó tekizt að
stöðva að nokkru þá þróun, er
vinstri stjómin hefði komið af
stað.
Einnig sagði forsætisráðherra
að aldrei hefði verið gert eins
mikið í tryggingarmálum og nú
———Mni iiin ■uuwiii
undir forystu núverandi ríkis-
stjómar, og nefndi sem dæmi,
að hagur aldraðs fólks hefði
aldrei verið betri en nú I dag.
Einnig hefðu framkvæmdir
aldrei verið meiri og stórfelld-
ari en í dag og vitnaði forsætis-
ráðherra í tölur um fjárfestingu
í sjávarútvegi, og sagði að ríkis
stjómin hefði stutt þessa auknu
fjárfestingu með stórauknum
hagstæðum stofnlánum. Forsæt-
isráðherra sagði að á sl. 7 árum
hefði þjóðarauðurinn aukizt úr
28 þús. millj. kr. og í 41 þús.
millj. kr. og væri þessi aukning
mest megnis vegna spamaðar
innan lands. Væru þessar tölur
allar miðaðar við fast verðlag.
Siðan vitnaði forsætisráð-
herra í ummæli þeirra Lúðvíks
Jósepssonar og Magnúsar Kjart-
anssonar um góðæri það er
ríkti hér á landi. Jafnframt
hefði Einar Olgeirsson sagt í
þingræðu hinn 16. þ.m. að það
ánægjulegasta við þessa heil-
brigðu þróun væri þaö, að hún
hefði ekki verið aðeins fáum til
gagns. Vissulega væru þessi
ummæli á annan veg en stjórn
arandstæöingar segðu í kvöld,
en menn yrðu að fyrirgefa þeim
ef þeir þreyttust á að lofa
ríkisstjórnina. Forsætisráðherra
sagði að vöxtur þjóðarteknanna
hefði aldrei verið örari en á
Framh. á 5. síðu.
Stjórnarandstaðan deildi á stærstu
framfarafyrirtæki þjóðarinnar
Umræðurnar í gær snerust mest um Búrfellsvirkjun og úlbræðslu
Útvarpsumræðumar í
gær snerust að miklu
leyti um Búrfellsvirkjun
ina og hina væntanlegu
samninga um smíði ál-
bræðslu sem mun kaupa
raforku frá Búrfellsvirkj
uninni. Vom umræður
þessar mjög gagnlegar
fyrir það að við þær skýr
ast málin verulega fyrir
landsmönnum, en búizt
er við að þau verði lögð
í næstu viku fyrir AI-
þingi.
Það varð ljóst af umræðun-
um, að nú eru að hefjast hér
á landi einhverjar stærstu og
þýðingarmestu framfarafram-
kvæmdir i sögu þjóðarinn-
ar, á næsta leiti er að rætast
sá draumur, sem allir stjóm-
málaflokkar hafa um áratugi
sett efst á stefnuskrá sina, virkj
un stærstu fallvatna landsins.
En stjórnarandstöðuflokkamir
Framsókn og kommúnistar eiga
erfitt með að unna núverandi
stjórnarflokkum þess heiðurs að
koma þessum stórvirkjum í
framkvæmd og því snúast þeir
gegn sjálfum framkvæmdunum
af ósegjanlegri heift og finna
þeim allt til foráttu.
Landsmenn sem hlýddu á um-
ræðumar í gær munu hafa undr
azt öll þau ólíkustu rök, sem
stjómarandstæðingar gátu verið
að tína upp, svo sem það að
ísalögin I Þjórsá væru svo mikil
að það væri vonlaust að virkja
fljótið, að fremur hefði átt að
virkja Dettifoss, að ekki ætti að
leyfa byggingu álbræðslu, þó
það fyrirtæki skapi stórvirkjun-
inni fjárhagslegan grundvöll.
Virtist afstaða stjómarandstöð-
unnar og sérstaklega þó Fram-
sóknarmanna vera heldur aum-
leg, enda auðvelt að sýna fram
á mótsagnirnar 1 málflutningi
manna sem fyrir einu ári voru
að berjast fyrir því að álbræðsla
yrði byggð á Akureyri, en nú
eru komnir á þá skoðun að ál-
bræðsla verði eitthvert þjóðar-
mein sem beri að forðast.
Jóhann Hafstein iðnaðarmála-
ráðherra tók fyrstur til máls af
ræðumönnum Sjálfstæðisflokks-
ins og gerði hann ýtarlega grein
fyrir undirbúningi stórvirkjun-
ar og alúmínsamnings. Hann
skýrði það með glöggum rök-
um, hvers vegna virkjun í Þjórs-
Framh. á 5. síðu.