Vísir - 26.03.1966, Side 9

Vísir - 26.03.1966, Side 9
VTSTR . Laugardagur 26. mai* 1968. 9 Hagnýtum möguleikana með hag- sýni, djörfung og bjartsýni Útvarpsræða Jóhonns Hafstein iðnaðarmólaróðherra á Alþingi í gærkvöldi A/'egna þess hve tíminn er tak- markaður í þessum umræð- um, mun ég einskorða mál mitt við satnningagerð rikisstjómar- innar um álbræðslu á íslandi, en meðráðherrar fjalla um önnur mál Ég mun hafa þann hátt á, jafn framt því, sem ég vík að ræðu háttv. 1. þm. Austfirðinga, varð andi þetta mál, að svara þing- mönnum stjómarandstöðunnar fyrirfram svo liklegt þykir mér, að lítið nýtt muni fram koma í málflutningi þeirra. Stjómarflokkamir höfðu gert stjómarandstöðunni grein fyrir, að frv. til laga um álbræðslu yrði lagt fram í þinginu í næstu viku og að stjórnarflokkamir óskuðu eftir útvarpsumræðum um málið Á þessu stigi kaus stjómar- andstaðan að bera fram van- traust áður og óska útvarpsum- ræðna um það. Þingmenn stjóm arandstöðunnar hafa að vísu allir fengið afhenta fyrirhugaða samn- inga um álbræðslu, en í trúnaði, þar til málið yrði formlega lagt fyrir Alþingi. Af þessum sökum ræði ég ekki einstakar greinar samninganna, en fjalla um mál- ið almennt. Andstæðingamir munu segja: í fyrsta lagi ,að við vanmetum aðrar atvinnugreinar. Gegn þessu talar allsherjar uppbygging síð- ustu ára, enda mun tilkoma nýs atvinnuvegar styðja hina eldri en ekki lama. f öðm lagi er sagt, að álbræðsl an muni taka vinnuaflið frá öðr um atvinnugreinum. Jafnhald- laus rök eru fyrir þessari mót- báru. Gert er ráð fyrir því, að álbræðsla geti tekið til starfa á árinu 1969 og veröi síðan stækk- uð upp í full afköst, sem náist á árinu 1975. Þá er gert ráð fyrir, að um 450 manns munu starfa við fyrirtækið. Á tíu ára tíma- bilinu til 1975 er hins vegar gert ráð fyrir því, að fjölgun vinn- andi fólks f landinu muni nema tæpum 17 þús. manns. Álbræðsl- an mun þannig aðeins taka til sín þrjá af hundraði af þeim mann- afla, sem bætast mun við á vinnumarkaðnum á þessu tíma bili, en árið 1975 yrðu um y2% vinnandi fólks á landinu f þjón- ustu álbræðslu. Allir sjá, að þetta skiptir litlu máli fyrir mannafla- þörf annarra atvinnugreina og sennilega allra sízt sjávarútvegs, þar sem mannaflaþörfin fer mjög Iftið vaxandi, en stærri og af- kastameiri framleiðslutæki og aukin tækni er nú meginundir- staða þeirrar framleiðsluaukning- ar, sem þar á sér stað. Að sjálf- sögðu skapast nokkur vandamál með vinnuafl meðan verksmiðj- an er í byggingu og þó mest á árinu 1967. Úr slfku vandamáli mætti meðal annars leysa, ef menn vildu, þar sem um tímabund ið viðfangsefni er að ræða, með er lendu vinnuafli eins og íslenzk löggjöf gerir ráð fyrir og við höfum oft áður gripið til. Aðrar ráðstafanir koma að sjálfsögðu til álita og hefur ríkisstjórnin það mál til vandlegrar athugunar. Haestæður rafmagns- samningur. í þriðja lagi er sagt, að raf- magnssamningurinn sé óhag- stæður. Lagðir hafa verið fram og þingmönnum látnir í té ítar- legir útreikningar Landsvirkjun- ar á því, að Búrfellsvlrkjun í Þjórsá er miklu hagstæðari með álbræðslu en án hennar. Svo miklu hagstæðari, að raforku- verðið til almennings mundi á árunum 1969 til 1975 verða 62% hærra, ef álbræðla væri ekki byggð, 22% hærra á árunum 1976 til 1980, en 12% á árunum 1981 til 1985 og yfir allt tíma- bilið frá 1969 til 1985 mundi raf- orkuverð til'almennings þurfa að vera nærri 30% hærra, ef Búr- fellsvirkjun væri framkvæmd án rafmagnssamnings við álbræðslu. Sé litið á rekstrarafkomu Lands- virkjunar fram til ársins 1985 eins og hún myndi vera sam- kvæmt hvorri leiðinni fyrir sig, með eða án álbræðslu, kemur í ljós, að samanlagður tekjuafgang ur fram til ársins 1985 mundi án vaxta verða 700 millj. kr. meiri, ef gerður yrði rafmagnssamning urinn við álbræðslu. Allt eru þetta óhrekjandi staðreyndir. Ef allur hagnaðarmismunurinn á því að byggja Búrfellsvirkjun með álbræðslu í stað þess að hyggja hana án hennar væri lagð ur í nýja stórvirkjun í vatnsföll- um landsins á móti 50% lánsfjár- öflun annars staðar frá, þá mundi það nokkum veginn nægja til dæmis fyrir virkjun Dettifoss. Fyrstu 25 árin yrðu tekjur af raforkusölu til álbræöslu um 400 millj. kr. hærra en saman- lagðar greiðslur vaxta og afborg ana af Búrfellsvirkjuninni allri ásamt yarastöðvunum. Samt er sagt, að rafmagnssamningurinn rísi ekki undir kostnaði af þeim hluta virkjunar, sem ætluð væri álbræðslu. Einnig er sagt, að ekki sé tekið tillit til varastöðvanna, þó að kostnaður af byggingu og rekstri þeirra sé með í útreikn- ingunum og það dyljist engum sem vita vill. Þaö er sagt, að ekk ert sé að marka áætlanimar því að verðhækkanir og verðbólga muni leiða til þess, að kostnaður- inn á Búrfellsvirkjun hækki svo mikiö. Samt er það vitað, að nú er ekki lengur byggt á áætlunum, heldur að verulegu leyti á föstum kostnaði af ís-vandamálinu. Nú ir að tilboö hafa borizt í Búr- fellsvirkjun. Einnig er þess að geta, að álbræðslan mundi greiða alla raforkuna, sem hún kaupir í dollurum allan tímann, svo að vaxi verðbólgan í landinu, krón an minnki og verði jafnvel felld, þá hækkar greiðslan fyrir raf- magnið að krónutali, vegna þess að hún er gengistryggð eða í traustustu erlendri mynt. Einnig er sagt, að ekki sé reiknað með kostnaði af ís-vandamálinu. Nú liggur fyrir skýrsla Landsvirkj- unar um það, aö þetta vandamál hefur verið leyst á vísindalegum grundvelli í sambandi við ítar- legar rannsóknir vatna- og haf- rannsóknarstofnunar tæknihá- skólans norska í Þrándheimi og á grundvelli skýrslu og þeirrar for- múlu, sem norsku ísafræðing- amir dr Devin og Kanavin hafa gert, en islenzkir verkfræðingar og ameriskir hafa ráðið fram úr hinum tæknilega vanda. Vitna ég til skýrslu Landsvirkjunar og annarra upplýsinga, sem birzt hafa almenningi. Erlend fjármagns- samvinna. Ég hef nú minnzt á þrjú atriði sem mótbárur andstæöinganna eru byggðar á, viðhorfið til ann arra atvinnugreina, vinnuaflið og raforkusöluna. En þeir munu í fjórða lagi segja, að það sé hættu legt að hleypa erlendu fjármagni inn í landið, þjóöfrelsinu standi af því voði og við fyrirgerum sjálf- stæðinu. Rökræður við slíka minnimáttarkennd eru vissulega erfiðar. Ef menn ekki treysta sjálfum sér, treysta ekki Is- lendingum i samskiptum við er- lenda, þá er kannski ekki von, að menn haldi, að við séum menn til að varðveita sjálfstæði okkar. Við Islendingar höfum á undan- fömum árum í sívaxandi mæli átt pólitísk samskipti við erlenda aðila á erlendum vettvangi, í Atlantshafsbandalaginu, Evrópu- ráði, í Norðurlandaráði á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, í margháttuðum milliríkjaskiptum og ég fullyrði, að við höfum al.ls staðar haldið okkar hlut og varð- veitt okkar sóma. Er ástæða til að ætla, að við séum ekki menn til þess að semja við erlenda að- ila um rekstur eins fyrirtækis hér á landi, sem þar að auki er skorinn mjög þröngur stakkur um aðstöðu hérlendis og mun ekki njóta nema mjög takmark- aðra réttinda, enda ekki sótzt eft ir nema takmörkuðum réttind- um, eins og samningar munu bera með sér. Mér finnst, að þeir með minnimáttarkenndina eigi að láta huggast. Svo einkenni- lega vill líka til, að sumir þeirra voru ekkert hræddir við þessi erlendu áhrif, ef álbræðslan væri staðsett við Eyjafjörð eða annars staðar utan þéttbýlisins. Bréf þingflokks Framsóknar- flokksins til iðnaðarmálaráðherra 8. desember 1964 ber þetta með sér. Eftir að þingflokkurinn hafði haft til athugunar skýrslur ríkis- stjórnarinnar, sem honum voru afhentar 23. nóvember sama ár og þar sem í voru ráðagerðir um hina erlendu álbræðslu i sam- bandi við stórvirkjun, þá segir í bréfi Framsóknarflokksins meöal annars: „Flokkurinn telur rétt, aö at- hugaðir séu i sambandi við stór virkjun, möguleikar á því að koma upp aluminiumverk- smiðju." Og hér er átt við álbræðslu þeirra erlendu aðila, sem nú er samið við. Hitt var að visu jafn framt tekið fram í bréfi flokksins að flokkurinn legði á það megin- áherzlu, að hann teldi, að slíkri verksmiðju bæri, ef til kæmi að velja staö með það fyrir augum, að starfsemi hennar stuðlaði að jafnvægi í byggö landsins. En verksmiðjan er jafnt eign erlends fyrirtækis, hvar sem hún stendur. Sama kemur fram í ályktun bæj- arstjómar Akureyrar frá sínum tíma, þegar ályktað var aö skora á ríkisstjómina að semja við út- lendinga um að reisa álbræöslu við Eyjafjörð. Sama kemur reynd ar einnig fram í ályktun hinna á- gætu forystumanna Þingeyinga, sem héldu fund í janúarmánuði og gerðu ályktun varðandi þetta mál, en í þeirri ályktun felst ein mitt, að það sé rétt að semja við erlenda aðila um stórbrotna at- vinnuuppbyggingu, ef slíkur at vinnurekstur er staðsettur þannig að jþað jstpð^ afi Jjúsetu og fjár- magnshryhdÚrúM þeirrt-'landshlut- urn, þar sem naíiðsyn er að efla byggð, vegna jafnvægis 1 þjóðar- búskapnum, eins og þar segir. Það er sem sé engin minnimáttar kennd i Þingeyingum. Enda munu þeir þegar hafa ráðið við sig að styðja og gerast hluthafar i Kisilgúrverksmiðju við Mývatn I samfélagi við amerískt fyrir- tæki, ef samningar tækjust, og telja sér til hagræðis, að alerlent fyrirtæki til sölu á kisilgúmum veröi staðsett og til heimilis á Húsavík. Staðsetning bræðslunnar. Þá kem ég að fimmtu mótbár- unni, að það hefði átt að stað setja bræösluna annars staðar og þá helzt fyrir norðan. Ríkisstjóm in Iagði áherzlu á, að kannaðir væru til hlítar möguleikar á því aö staðsetja verksmiðjuna fyrir norðan og þá helzt viö Eyjafjörð vegna þéss hve rikisstjórnin tel ur mikilvægl, að gætt sé jafnvæg is svo sem verða má milli byggða laga. Aðstaða til þess reyndist ekki vera fyrir hendi vegna þess hve það hefði orðið miklu kostn- aðars. virkjun þar hundruðum milljóna króna dýrari og bygging álbræðslu einnig kostnaðarsamari Ríkisstjómin ákvað hins vegar þegar ekki var fyrir hendi fjár- hagsleg aðstaða til þess að verk smiðjan yrði byggð fyrir norðan að undirbúa fyrir Alþingi frum- varp til laga um atvinnujöfnun- arsjóð eða framkvæmdasjóð strjálbýlisins, sem hefði þann til gang að veita Ián og styrki til framkvæmda í þeim landshlutum þar sem brýn þörf er fjölþættara atvinnulífs og skilyrði að öðru leyti fyrir hendi til arðbærra framkvæmda er séu til þess falln ar að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Frumvarp um þessa sjóðsmyndun, verður lagt fyrir Alþingi, en einn megintekjustofn sióðsins yrðu skattgreiðslur frá álbræðslu ef reist yrði. Mun fjár málaráðherra gera nánari grein fyrir þessu máli í þessum um- ræðum. Þetta teljum við skynsam ara sjónarmið og Iíklegra til þess að verða landsmönnum að liði almennt, heldur en sú ráöstöfun að leggja hundruð milljóna króna byrði á þjóðina, til þess eins að geta staðsett álbræðsluna á tilteknum stað. Þið munuð I sjötta lagi heyra þær mótbárur stjórnarandstöð- unnar, að bygging álbræðslu nú sé ekki tímabær, enda þótt hún gæti oröið síðar meir orðið til mikillar blessunar fyrir landslýð- inn. Víst er eitt, að við höfum ekki tima til aö fresta virkjun fallvatnanna, Búrfellsvirkjun yrð um við þá að ráðast í án ál- bræðslu með stórkostlegu fjár- hagslegu óhagræði fyrir okkur sjálfa, eins og ég hef áöur gert grein fyrir. Eru menn svo alveg vissir um, að ef við frestum nú samningum um álbræðslu, að þeir stæðu okkur til boða siðar? Ég skal ekkert um það fullyrða, en fróðir menn telja, að það kunni að vera stutt í land, að önnur orka, en vatnsaflið verði ódýr- ari til framleiðslu rafmagns og er þar átt við kjarnorku. Ég hef nú farið nokkrum orð um um ýmsar þær helztu mót- bárur gegn byggingu álbræðslu, sem þið heyrið fram koma hér í umræðunum í kvöld, ýmist eru þær veigalitlar eða beinlínis rang ar, af því að menn vita ekki, eða vilja ekki vita staðreyndimar í málinu. Margvíslegur Hagur af álbræðslu. Eftir að hafa svarað mótbár- um andstæðinganna gegn því, aö reist verði álbræðsla á I’slandi, væri eölilegt að spyrja: Hvers vegna er talið rétt aö reisa ál- bræðslu og hver eru meginrökin með því? Hugleiðingar um stóriðju á ís lanu í einu eða öðru formi, eru sprottnar af nauðsyn þess að tryggja nógu mikinn vöxt þjóðar búskapar okkar. Samhliða hefur verið talið, að stóriðja i formi orkufreks iönaðar, eins og ál- bræösla er, sé forsenda þess, að við getum hafið stórvirkjanir í fallvötnum landsins, sem taldar eru hagkvæmastar og gefa lands- mönnum því kost á ódýrustu raf magni. Ég skal nefna nokkur dæmi um augljósan hag okkar: 1) Þaö mundi hafa mjög hag- stæð áhrif á þróun raforkumála i landinu, orkuvinnslu í fallvötn um landsins. 2) Þáð mundi hafa mjög hag- stæð áhrif á gjaldeyrisöflun okk ar og þjóðartekjur. 3) Skattgreiðslur álbræðslu yrðu verulegar og gætu lagt grundvöll að fjáröflun til styrkt ar atvinnuþróun I landinu, þar sem þess væri sérstaklega þörf, til þess að auka jafnvægi milli byggðalaga. 4) Álbræðsla hérlendis er lík- leg til þess að hafa örvandi áhrif á almenna iðnvæðingu i landinu. 5) Með byggingu álbræðslu viö Straumsvík sunnan Hafnarfjaröar yrði byggð stór og örugg höfn sem gæti komið að margvíslegum öðrum notum, en fyrir álbræðsl- una sjálfa, bæði meðan álbræðsl an er starfrækt og einnig siðar eftir að starfrækslu hennar er lokið. 6) Með því að leyfa erlendum aðila að reisa álbræðslu fyrir eig Framhaid ð bls. 6.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.