Vísir - 30.03.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 30.03.1966, Blaðsíða 7
V í S I R . Miðvikudagur 30. marz 1966. 7 FÓSTRA 0G LÆKNIR Á KRISTNI- BOÐSSAMKO Kristniboðssambandið gengst fyrir samkomum á nokkrum stöðum á pálmasunnudag, sem hefur um árabil verið helgaður kristniboði sérstaklega. í Reykjavík verður almenn sam- koma í húsi KFUM við Amt- mannsstíg kl. 20,30 um kvöldið, og tala þar tveir kristniboðar, en einnig verður tekið á móti gjöfum til starfsins í Konsó í Eþfópíu. Kristniboðamir eru þau Halla Bachmann, fóstra, sem starfað hefur á Fílabeins- ströndinni, og Jóhannes Ólafs- á kristniboðsstöðinni íslenzku. Húsin munu vera um fimmtán. Nýjasta húsið stórt sjúkraskýli, tvær lámur, og er önnur áiman rúmlega 20 m en hin upp undir 30 m. Húsið er hlaðið úr múr- steini, sem steyptur er á stöð- inni undir umsjá Gísla Arnkels- sonar, kristniboða, sem hefur dvalizt í Konsó síðan 1961^ Sjúkrahjálp er engin í Konsó nema sú, er látin er í té á sjúkraskýlinu. Ingunn Gísla- dóttir hefur verið að verki í Konsó níu til tíu ár, og í fyrra *' •* W'l K x <■ ■- i* Frá kristinboðsstöðinni íslenzku í Konsó. Unnið að því að steypa holsteín eins og um getur i greininni. dómurinn er köldusótt (mala- Eþíópíu. Kristniboðar annast ría), sem fluga ber. skólahald að verulegu leyti. Nú Skólamál eru í deiglunni í eru sex bekkir á kristniboðs- stöðinni í Konsó, auk tveggja bekkja á vegum kristniboðsins úti í héraðinu. Áhugi vex á skólanámi meðal fólksins. Kenn arar eru allir innfæddir I skólum kristniboðsinS, og hafa þeir sumir hlotið menntun sína hjá íslenzka kristniboðinu. Alþýða manna í Konsó ákallar illa anda sér til fulltingis og leitar á náðir seiðmanna, sem iðka kukl og særingar. En fleiri og fleiri snúa nú baki við hinum gamla sið, og um s.l. áramót voru 360 manns meðlimir í hin- um kristna söfnuði í Konsó. Sífellt eru haldin námskeið í kristnum fræðum, og einnig nú á þessu ári hafa nokkrir verið skírðir. Guðsþjónustur eru fjölsóttar, og eru þær haldnar bæði á kristniboðsstöðinni og í mörgum strákirkjum, sem Konsómenn hafa reist sjálfir. Um 15—20 ungir menn starfa við þessar kirkjur. Þeir reka m. a. kvöld- skóla, þar sem 900—1000 manns munu vera nemendur. Hjónin Katrín og Gísli Am- kelsson eru væntaríleg hehn í sumar með börn sín í hvíldar- leyfi. Eins og fvrr segir, hefst kristniboðssamkoman í húsi KFUM á pálmasunnudag ld. 20,30, og eru allir velkomnir á samkomuna. ssagja Mynd sem sýnir samgönguvandamál Konsó-héraðs. Komið með sjúkan mann á börum til sjúkraskýlisins. son, læknir, en hann dvaldist fimm ár við læknastörf í Eþíópíu, síðast sem fylkis- læknir. Þá verður kristniboðsms minnzt í ýmsum kirkjum um- ræddan dag og tekin samskot til kristniboðsins. 1 Konsó hefur smáþorp risið leituðu 15 til 16 þúsund manns hjálpar hjá Ingunni í nauðum sínum. Slys og óhöpp eru alltíð meðal fólksins og sjúkdómar margvíslegir, en læknir enginn. Sum árin eru sjúklingar miklu fleiri, sem leita til kristniboðs- stöðvarinnar, og geisa þá farsótt ir í héraðinu. Algengasti sjúk- Ein af stærstu en minnst þekktu rímum Sig. Breiðfjörðs gefin út Fyrir nokkru hefur ísafoldar- prentsmiðja gefið út eina af Spjall jpagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna í herbúðum komm únista er 600 stúdentar fengust til þess að skrifa undir ósk um að Keflavíkursjónvarpinu yrði lokað. Töldu þeir elnsýnt að slíkan þjóðarvilja yrði að meta svo mikils að eftir plagginu yrði farlð og sjónvarpinu lokað í skyndingu. Síðan hafa þau tíðindi gerzt að 14.600 íbúar Reykjavík ur og nágrennis hafa sent á- skorun til Alþingis um að Ioka ekki Keflavíkursjónvarpinu, eit leyfa það, þótt islenzka sjón- varplð taki til starfa, á þeim forsendum að það sé lítt í sam- ræmi við lýðræðis og frelsis- hugsjón að banna mönnum aö nema sjónvarpsbylgjur á tæki sin fremur en t.d. útvarpsbylgj- ur. Og eru kommúnistar þar með komnlr i hina verstu klemmu. E7 taka á mark á undirskrift- um þá hlýtur aö verða aö taka tuttugu og fimm slnnum meira mark á undirskriftum meðmælenda sjónvarpsins en hinna 600. Eftir þvi að dæma ætti að leyfa sjónvarpinu að starfa áfram og þelr þingmenn sem óttazt hafa hinar fyrri und irskriftir geta nú aftur tekiö gleði sfna. Hitt má svo reyndar vissulega vefengja að rétt sé að hlaupa út og suöur vegna undir skrifta og mótmælaskjala i mál um. Þaö er orðin einskonar þjóð aríþrótt að hlaupa sýknt og heil agt upp til handa og fóta, veifa mótmælaskjölum allra handa og froðufella af bræði. Slik sam- mennska í opinberum umræöum er harla hvimleið. En hvað sem því líöur hafa hinir 14.000 svipt kommúnista geirnum í sjón- varpsmálinu, með því að bregða svo snarlega gegn þeim þeirra elgin vopnum. Sá óvanalegi atburður gerðist í gær að skynsamleg skrif sáust á prenti i Tímanum. Þeg ar betur var að gáð var þar um að ræða fyrirlestur eftir mæt an verkfræðing, sem lýsti sig ópólitískan í upphafl máls síns. Gat það heldur ekki öðru visi verið, því engum Framsóknar manni hefði verið trúandi til svo framsýnna ummæla. 1 fyrirlestri um „Sðnaðinn á tímamótum“ í Framsóknarfélagi Reykjavíkur sagði Bjöm Svein- björnsson eftirfarandi um virkjun fallvatnanna með aðstoð erlends fjármagns: „Fjármagn til þess (þ.e. virkj- ana) er vafalaust ekki til í land- Snu og er þá ekkert eðlilegra en leita út fyrir Iandsteinana... Auk þess gefur næg raforka nýj um iðnaði byr undir báða vængi sér i lagi stóriðju, sem er eina Ííklega lelðin til útflutningsiðn- aðarframleiðslu“. Og um stór- iðju á íslandi sagði Björn: Öðru máli gegnir um stóriðju. Þar á að vera hægt að koma öllu hinu fullkomnasta við og bæta þannig samkeppnSsaðstöð una ... Þvi ber okkur að hugsa stórt, sérstaklega á því sviði“. jþað var vissulega orðið tíma- bært að Framsóknarmenn í Reykjavík fengju aö heyra slíkan boðskap um stóriðju inn- an veggja sinna. Ekki hafa þau heyrzt frá forystumönnum flokksins, því Steingrímur Her- mannsson hefur ekki enn kveðið sér hljóðs, heldur látið verkin tala. Skyldu þess vegna ekki hafa runnið tvær grímur á framsókn- arfólkið, sem hlýddi á orð BjÖms Sveinbjörnssonar, þegar það heyrði allt i elnu að til var önnur leið en hin leiðin i stór- iöjumálunum? Vestri. hinum löngu rímum sem Sig- urður Breiðfjörð orti og er hér um að ræða hinar svonefndu Aristomenesarrímur, sem hafa þó verið einna minnst þekktar af rímum Sigurðar. Sveinbjöm Beinteinsson hefur séð um út- gáfuna, en alls er þetta skáld- verk 22 rímur og bókin því um 200 bls. Rímur þessar eru mjög fjölbreyttar að bragarháttum og næsta mörg tilbrigöi við þátt hverrar rimu. Yrkisefnið er tekið úr hinum fomu grísku hetjusögum og kemur Aristomenes við sögu í Odysseifskviðu og var konungur og bardagakappi, fjallar hún um strið milli Spörtu og Messina. En efniviðinn í rímurnar tekur hann úr skáldsögu eftir þý?ka rith. Lafontaine, sem var á fyrri hiuta 19. aldar mikilvirkur reifarahöfundur og var mikið lesinn á sínum tíma og m. a. voru sögur hans þýddar á dönsku og í þeirri útgáfu hefur Sigurður lesið hana. Hann hef- ur þó talsvert breytt sögunni til þess að fella hana í eðlilegt rímnasnið. Sagan er miklu lengri en rímurnar. Sigurður Breiðfjörð orti rím- ur þessar eftir að hann kom heim frá Grænlanri haustið 1834. Hann dvaldist þá að mestu hjá Árna Thorlacius í Stykkis- hólmi og undi hag sínum vel hjá honum. Þá voru Númarímur búnar til prentunar og komu út 1835. Einnig hóf Sigurður um þetta leyti að tína saman kvæði sín til útgáfu og komu þau út árið 1836. Sigurður átti góða daga hjá Árna Thorlacius og undi sér vel við þetta yrkisefni og má sjá það á ýmsum vísum hans frá þessum tíma. Ámi Thorlacius var efnaður maður, gáfaður og talsvert menntaður, öruggur til áræðis, dugmikill og hneigður til fræðistarfa. Undir vemdarvæng hans dvaldist Sig- urður og leit að nokkru á sig sem hirðskáld Árna, orti hann Aristomenesarrímur fyirr hann. Sigurður BreSðfjörð Sumarið 1835 hafði Sigurður lokið þessum rímum. Þá f-ór Ámi Thorlacius með þessar nýju rímur til Kaupmannahafn- ar og gaf þær út. Kon'ráð Gfsia- son átti hlut að þeirri útgáfu og er hún allvönduð. Var það ó- venjulegt á þeirri tíð, að skáld fengju verk sfn útgefin jafn- óðum og ort voru. En síðan hafa rímumar ekki verið prent- aðar fyrr en nú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.