Vísir - 30.03.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 30.03.1966, Blaðsíða 5
V í S I R . Miðvikudagur 30. marz 1986. pvivw. NVTOSV W W$f GerðardámBiriitn dæmir eftir ísSeitzkum lögunt — Að- stoð við uð kbma upp islenzkum úliðnuði í gær áttu forstjórar og aðallögfr. Swiss Al- uminium fund með blaða mönnufn og skýrðu þeim frá mörgu varðandi starfsemi félagsins og fyrirhugaðrar álbræðslu hér á landi. Orð fyrir forstjórunum hafði Ema nuel Meyer. í upphafi máls síns skýröi Meyer frá því að ástæðan til þess aö Swiss Aluminium hefði kosið að byggja verksmiðju sína hér á landL fremur en ann- ars staðar, þar sem tækifæri til þess hefðu boðizt, hefði verið sú, ,að hér væri raforkuverðið lægra. Að vísu væri það svipað á orkusvæðinu í Oregonfylki í Bandaríkjunum, en þar hefði fé lagið ekki tækifæri til að starfa Væri raforkuverðið hér nokk uð lægra en £ Noregi, en þar hefur Swiss Aluminium nýlega byggt álbræðslu í Harðangurs- firði. HÆRRI SKATTAR HÉR Þá var forstjórinn spuröur um það hvort skattar álbræðsl- unnar væru hér hærri eða lægri en í Noregi. Þá kvað hann vera mun hærri hér á landi og væri Swiss Aluminium sérstak lega gert að greiða háa skatta fyrsta 'Sjö ög hálfa árið. í Nor egi væri máfum þannig háttað aö félagið greiddi skatta eftir hmum almennu reglum skatta- laganna, en ekki ákveöinn fram leiðslutoll á tonn eins og hér verður. Þýddi þetta það að lengi framan af slyppi félagið með lægri skatta í Noregi en þaö yrði að greiða hér, vegna af- skrifta á vélum og húsum. ÍSLENDINGAR STÝRI ÁLBRÆÐSLUNNI Um vinnuaflið sagði forstjór- inn: Ef íslendingar óska þess erum við fúsir til þess að byggja álbræösluna með inn- fluttu vinnuafli. Það vinnuafl myndi þá væntanlega koma frá Noregi, þar sem viö höfum æfða menn, er nýlega hafa lok iö við byggingu álbræðslu okkar þar. Ef ekki yrði óskað eftir innfluttu vinnuafli munum við að sjálfsögöu leita til íslendinga um bygginguna. Eftir að verksmiðjan tekur til starfa verða aðeins sárafáir út- • lendingar sem þar munu starfa, örfáir tæknimenn. Er það stefna okkar aö íslendingar stjómi verksmiðjurekstrinum og gegni framkvæmdastjórastöðum þar. Við 30 þús. tonna verksmiðju sem fyrst verður byggö, munu starfa um 200 manns. Eftir 3 ár verður verksmiöjan stækkuð í tveimur áföngum upp í 60 þús. tonn. Þá munu starfa um 450 manns í verksmiðjunni. ÁLITIÐ SAMNINGSROF Ekki vildi forstjórinn taka af stöðu til þeirrar óskar, sem kom ið hefur fram um'að þjóöarat- kvæðagreiösla verði látin fara fram um málið. Kvaö hann það innanrikismfál, 'SéfA ■ekki:''vafö- aði félagiöv Þaóvar hanhicspuí'8-i ur að því hvort Swiss Alumin- ium hefði gert sér ljósan þann möguleika að síðar meir gæti svo farið að meirihluti skapaö- ist á Alþingi, sem andvígur væri álbræðslu og riftaði lög- unum um hana, sem í bígerð eru. Svaraði hann því til, að á það yrði vitanlega litiö sem samningsrof og hlyti þaö mál þá meðferö fyrir gerðardómi þeim sem gert er ráð fyrir í álsamn ingnum aö geri út 'um ágrein- ing m&li aðila. DÆMT EFTIR ÍSLENZKUM LÖGUM í GERÐARDÓMI Um hinn alþjóölega gerðar- dóm snerust umræöur nokkuð á fundinum. Upplýsti lögfræðing- ur fyrirtækisins að slík ákvæði væru ekki í samningum Swiss Aluminium við önnur ríki en ís land. Ástæðan fyrir þessum á- kvæðum væri væri hér sú, að Is land væri skammt á veg komið í iðnþróuninni og því ekki fyrir hendi dómar á vettvangi iðnaö armála og samskipta erlendra fyrirtækja við íslenzk. Þvf hefði þessi leið veriö farin, en taka bæri sérstaklega fram að gerðar dómurinn mundi í öllu beita ís- lenzkum lögum og almennum á kvæðum alþjóöalaga við úr- lausn ágreiningsefnanna. Væri fjölmörg dæmi aö finna um slíka alþjóðlega gerðardóma i samskiptum ríkja. Væri fráleitt að halda þvi fram að ósk Swiss Aluminium byggðist á nokkurri tortryggni í garð íslenzkra dóm stóla eða á íslenzku réttarfari. Yrði ekki gripið til geröardóms leiðarinnar nema ýtrasta nauð- syn kreföi. j BÍHff'íóísfíárinn á að 32'fíki: fiefðíí'þegar ritað undir s'áftmál ann um stofnun hiinnar alþjóö legu gerðardómsnefndar 18. nóv. 1965, sem sett var á lagg irriar á vegum Alþjóðabankans, og á m.a. að skera úr ágreiningi Fulltrúar Swiss Alumlnium: Frá vinstri: dr. Willi Hámmerli, aðal- lögfræðingur félagsins, dr. P.oul Muller og E. Meyer, forstjórar þess. (Ljósm. Vísir). milli íslands og Swiss Alumin- ium. NÝ VERKSMIÐJA í EYJAFIRÐI? Þá gat forstjórinn þe?s, að fyrirtæki sitt hefði heldur kos ið að byggja verksmiðjuna hér sunnan fjalla vegna þess auka- kostnaðar, sem bygging í Eyja- firði hefði haft í för með sér. Hins vegar heföi fyrirtækið ekki fallið frá áformi sínu um ál- bræðslu á íslandi af þeirri á- stæðu einni, en krafizt hagstæö ari kjara þá í sjálfum samnjjngn um. ’ En eftir-a,ð hafísinn -kom í fyrrg befðL Merið mikiðfálitaTrn mál hvort fyrirtækið hefði lagt út í álbræöslu norðanlands. Hins vegar kæmi það til greina í framtíðinni, er reynsla væri fengin af rekstrinum við Straum, að byggja verksmiðju í Eyjafirði og þá með íslenzkri eignaraðild að einhverju leyti. ENGIN EITURHÆTTA Fráleitt kvað forstjórinn þaö vera að nokkur lofthreinsunar- tæki þyrfti að setja I verksmiöj una við Straum, þar sem svo væri vindasamt þar. Mætti jafnvel rækta rósir við verk- smiðjuvegginn, því reykurinn úr verksmiðjunni myndi engin áhrif hafa á gróður í nágrenn- inu eða fiskþurrkun, sem einn blaðamannanna kvaðst óttast. ' 4SLENZKUR, LÉTTUR IÐNAÐUR Þá kvað Mr. Meyer fram- leiðslu álverksmiðjunnar mundu verða selda til Bretlands. Hrá- Framh. á bls. 6. þingsjá Vísis þingsjá Visis þingsjá Vísis Frumv. um hægri akstar samþ. til3. mr.íHD. Á fundi í neðri deild í gær var frumvarpiö um hægri handar akstur tekið til framhalds ann- arrar umræðu og atkvæða- greiðslu. Var fyrsta grein frum- varpsins samþykkt að viðhöfðii nafnakalli með 26 atkv. gegn 9. Þeir, sem sögðu já við atkvæða- greiðsluna voru þessir alþingis- menn: Siguröur Bjarnason, Axel Jónsson, Birgir Finnsson, Bjarni Benediktsson, Björn Fr. Björns- son, Ragnar Jónsson, Eðvarð Sig urðsson, Einar Ágústsson, Ey- steinn Jónsson, Geir Gunnarsson, Guðlaugur Gíslason, Gylfi Þ. Gíslason, Hannibal Valdimars- son, Ingólfur Jónsson, Ingvar Gíslason, Jóhann Hafstein, Jón Skaftason, Jónas G. Rafnar, Lúð- vík Jósepsson, Matthías Bjarna- son, Pétur Sigurösson, Ragnar Arnalds, Sigurður Ágústsson, Skúli Guðmundsson, Sverrir Júl- íusson og Matthías Á. Mathie- sen. Nei sögöu: Óskar Jónsson, Benedikt Gröndai, Bjöm Pálsson, Gunnar Gíslason, Halldór Ás- grímsson, Daníel Ágústíníusson, Óskar E. Levy, Sigurvin Einars- son og Þórarinn Þórarinsson. 5 pingmenn greiddu ekki atkvæði. Síöan var frumvarpinu vfsað til 3. umræöu meö 25 atkv. gegn 5. Vernd barna og ungmenna. Gylfl Þ. Gísla- son, menntamála- ráöherra, mælti 'yrir stjórnarfrv. um vernd barna og unglinga. — Sagði ráðherra í upphafi máls síns, aö frumvarp um þetta sama efni hefði verið lagt fram á Al- þingi í fyrra, en ágreiningur hefði þá risiö milli menntamála- nefnda beggja deilda um viss atriöi frumvarpsins, sérstaklega varðandi það atriöi frumvarpsins, sem fjallaði um vinnu bama og unglinga. Þessi ágreiningur hefði oröið til þess að frumvarp það náöi ekki afgreiðslii síöasta þings. Þess vegna heföi menntamálaráö- herra ritað • nefndarmönnum menntamálanefnda beggja þing- deilda bréf, þar sem þeir voru skipaðir í nefnd, sem átti að leysa ágreining þann, sem upp hafði komið á síöasta þingi. Þessi nefhd hefði gert nokkrar athuga- sefndir viö frumvarpið og hefðu þær allar veriö teknar til greina við samningu þessa frumvarps. Á meðan þessi nefnd starfaði, hefði forseti A.S.Í. komið þeim tilmæl- um til forsætisráðherra, að ákv. um vinnu ungmenna yrðu ekki tekin upp í þessu frumvarpi, held ur yrðu ákvæði um það tekin upp í frumv. um vinnuvernd, sem veriö var þá aö undirbúa. Þess vegna hefði ríkisstjómin tekið þann kost að hafa ákvæði um þessi atriði á sama veg og nefnd sérfræðinga hefði gert tillögur um. Þess vegna sagðist mennta- málaráðherra mælast eindregið til þess, að deilur, sem upp hefðu vaknað á sl. þingi, yröu ekki hafn ar nú um þetta mál, en yrðu geymdar þangað til vinnuverndar- frumvarpið kæmi fyrir Alþingi. Frumvarpinu var síðan vísað til 2. umr. og menntamálanefndar. Verðtrygging f j árskuldbindinga. Stjórnarfrumvarpiö um verð- tryggingu fjárskuldbindinga var tekið til framhalds annarrar um- ræðu á fundi neðri deildr’..rir Fyrst var borin undir -ði tillaga framsóknarmanna í fjár- hagsnefnd deildarinnar um aö vísa málinu frá meö rökstuddri dagskrá. Var sú tillaga felld með 20 atkv. gegn 19. Breytingartill. meirihl. fjárhagsnefndar voru síð an samþykktar og frumv. vísað til 3. umr. Loðdýrarækt rædd í efri deild. Frumvarpið um loðdýrarækt var tekiö til fyrstu umræöu í efri deiíd í gær. Alfreð Gíslason (K) talaði ákveðið gegn frumvarpinu Sagöi hann, að það væri mjög illa úr garði gert og næstum óger- legt að ræða það hér á Alþingi. Einnig sagði hann, að hann efað- ist um að loftslag eins og væri hér á íslandi, mundi henta vel til minkaeldis. Þorvaldur G. Kristjánsson (S) fór nokkrum orðum um efni frum varpsins í heild. Sagði hann síð- an, að ekki ætti aö vera ákvörö unarástæða þess nú, hvort loðdýrarækt skyldi leyfð nú hér á landi, að nú váeri þegar fyrir villimink- ur 1 landinu. Sagði ræðumaður, að ekki væri vafi á að, er loðdýrarækt var stunduð hér á landi, var hún ekki stunduö með gróða. En heyrzt hefði, að einmitt í þann mund, er minkaeldi var bannað með lögum, heföu menn veriö búnir að fá það mikla reynslu í minkaeldi, að líkur væru taldar á að atvinnugreinin gæti orðið arð- bær. Sagði ræðumaður, að minka eldi á hinum Norðurlöndunum væri nú orðinn arðbær atvinnu- vegur og skilaði nú miklum gjald eyristekjum, en þessu hefðu írin- ar Norðurlandaþjóðirnar ekki náö nema meö því að reka minkabúin meö miklu tapi í upphafi. Sagði ræðumaöur að lokum, að við ís- lendingar ættum.að geta hagnýtt okkur minkaeldi ekki síður en hin Norðurlöndin. Hér væri til staðar bæöi hentugt loftslag og nógur fiskúrgangur, en þaö væri einmitt álit sérfræðinga, aö fisk úrgangur hentaði mjög vel til aö fóöra mink . Ásgeir Bjarnason (F) mælti heldur gegn frumvarpinu en með því. Sagðist hann vilja fá tölu- legar upplýsingar um þjóöhags- gildi þess að stunduð yrði minka rækt hér á landi. Frumvarpinu var síðan vísaö til 2. umr. og landbúnáðarnefrici-' ar. Framh. á bls. 6. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.