Vísir - 30.03.1966, Page 4

Vísir - 30.03.1966, Page 4
4 V í S I R . MiðvSkudagur 30. marz 1966. Sameining Jóhann M. Kristjánsson hefur geflð út bók sem hann nefnir „Maðurinn og alheimurinn“ og nýlega er komln f bókaverzlan- ir. Ræðir hánn þar um skoðanir sinar á alheiminum og sam- vlnnu þjóða. Hefur hann sent blaðlnu eftirfarandi grein um þessi efni: Sameinaðar þjóðir — U.N. Sameinaður heimur — A United World Andlega sameinaður heimur — S.U.N. Sameinað mannkyn. Eru raddir hugsuða, heim- spékinga, stórra félagsheilda og margra stjórnmálamanna. Þetta er eitt af þeim hljóðmerkjum, sem lífið sjálft sendir þegar mest er f húfi f hamförum þess í rás framvindunnar. Það er brýnasta þörfin vegna þróunar- stöðu mannkynsins í dag — ef það á að halda áfram að vera tii, — ef ekki, þá verður það universal harmleikur — skip- tapi á reginn sæ alheimsins, þótt það svari kannski til minna en þess, að forgörðum fari eins manns flev á hafi þess heims ér við þekkjum. Sameinuðu þjóðirnar eru fyrsta skrefið, en vantar þó mik ið á, að geta heitið alþingi þjóða heims, því of marga þingmenn ýmissa rfkja vantar. Heims- rfkisstjórn og hæstiréttur mann- kynsins þarf að koma, áður en takmarkið: Sameinað mannkyn næst. Heims-ríkisstjóm skipuð mönnum, sem lengst eru komn- ir f félagslegum þroska og æðri vizku, sem stöðugt skal skapa bétri skilyrði til að vaxa og eflast með aðstoð andlegra orkustöðva, heimspeki og vís- indum sem miðast við velferð mannkynsins og að grundvall- arlög hennar séu friður og bræðralag, er það sem stefnt er að. 1 ritgerð er ég kallaði Sam- einað mannkyn og sendi alþingi fyrir 4 árum — er frumvarpið um „Almanna-vamir" var til umræðu — lagði ég til, að hér á íslandi yrði reist háborg andlegrar menningar, heimsmið- stöð vísinda og heimspeki — andleg aflstöð, sem innti það hlutverk af hendi, að sameina allar þjóðir heims undir eina stjóm, stjóm friðar, réttlætis og bræðralags, yfirstjóm Samein- uðu þjóðanna. Um þetta o. fl. hefi ég skrifað 6 greinar, er koma í bókabúðir f dag í lítilli bók, sem heitir Maðurinn og alheimurinn. Sú stofnun, sem telja verður mikilvirkasta í dag, sem hefir að takmarki „að tryggja sam- lvndi með kynþáttum, frið á al- þjóðavettvangi, bræðralag allra manna með heimsstjóm og frelsi einstaklingsins lögum sam kvæmt“, er The Intemational Academy, sem er sjálfstæð vís- inda- og menntastofnun, setin hálærðum mönnum og er einnig sambandsstofnun Academia og Universitia víða um heim og hef ir umbjóðendur í 80 löndum heims. The Intemational Aca- demy var stofnuð í Toulouse í Frakklandi 1880, er skrásett hjá mennta-, vísinda- og menningar- stofnun UNESCO Sameinuðu þjóðanna í París, og hefir höfuð- stöðvar sínar í Voncouver í Kanada. Megin tilgangur hennar er að efla frið og bræðralag. „Vísindunum er ætlað að gjöra hana að veruleika og með heim- speki verða kenningar hennar fluttar". Þessi mikla stofnun er heimsbræðralag lærðra æru- verðugra fræðara. Forseti henn- ar og stórkanzlari er erkibisk- up dr. William Franklin Wolsey, tvímælalaust einn af stórmenn- um heimsins í dag. Ailsherjarráðið og öldunga- deildin hefir valið Canadian College of Life fyrir menntaset- ur sitt, svo og The Universal Life Foundation. Takmark henn ar er: A United World. Mikil alda andlegrar starfsemi rís nú í Englandi. Stofnun sem heitir The Voice Universal hóf starfsemi sína 1 Sussex árið 1952 með útgáfu tímarits með sama nafni og fyrirlestrum um heim alian. Tímaritið The Voice Universai er útbreitt í meira en 60 löndum heims. Stefna þess er friður og bræðralag. Innan The Voice Universal, er ný stofnun sem hefir að mark- miði andlega sameiningu þjóða — Spiritual Unity Of Nations S.U.N., er hyggst með því að stofna Hof eða Musteri viða um heim fyrir andlega starfsemi, sem einbeiti sér að því, sameina þjóðir, og með aðstoð nútíma tækni, heimspeki og vísindum, að grundvalla heimsstjórn friðar og bræðralags. Þessi stofnun S.U.N. hefir skipað framkvæmdaráð með fulltrúum frá ýmsum löndum úr öllum heimsálfum. Vegna greina er ég hefi sent til The Voice Universal og The Theosophist í Adyar o. fl. og þegar hafa komið út í þessum tímaritum auk margra er ég hefi sent en bíða birtingar þá Kona óskast til matreiðslustarfa, og önnur til veitinga starfa. Uppl. í síma 32809. Höfum til sölu Jagúar fólksbifreið, skemmtilegur einka- vagn í fyrsta flokks lagi. Hagstæðir greiðslu skilmálar. Skuldabréf koma til greina. Bílasalinn við Vitatorg Sími 12500 Jóhann M. Kristjánsson. hefi ég komizt í samband við framangreindar stofnanir. The Intemational Academy hvers forseti er erkibiskup Dr. William Franklin Wolsey hefir sýnt mér þann mikla heiður, að útnefna mig hinn 6. des. s.l. heiðursdoktor í heimspeki — Doctor of Philosophy Honoris Causa. Hinn 31. des. s.l. var ég út- nefndur einn af stjórnarmeðlim- um The Spiritual Unitiy of Nations S.U.N. Mannkyninu verður aldrei stjómað farsællega, aldrei heimsfriður, útrýming hungurs og annarra þjáninga, nema af þeim, sem meta andleg verð- mæti framyfir þau efnislegu og breyta þeim efnislegu i andleg verðmæti. Aðeins sú heims- stjóm, sem byggir á háþróuðum trúarbrögðum, heimspeki og vísindum og skilyrðislausri bræðralagshugsjón án allrar aðgreiningar trúarbragða, kyn- þátta og þjóðernis getur hafið mannkynið „til síns heima“ heima friðar, frelsis, fegurðar og réttlætis. Inngangsorð mannkvnsins til farsællar framtíðar, er aðeins eitt: Eining. Grundvöllurinn fyrir heimsstjóm er að skapast. Háborg andlegrar menningarrís. — Andinn sigrar — lífið fer sínu fram. Jóhann M. Kristjánsson. Tónskóld — Framh af bls. 8 sem haldin er á tveggja ára fresti á Norðurlöndunum til skiptis, en röðin var komin að okkur núna. — Hvaö olli? — Peningaleysi og ekki nógu góð skipulagning. Þetta með peningaleysið fannst þeim út í hött, við grobbum ekki svo lítið um fjármálin á öðrum svið um. — Svo að þið hafið haft bæði gagn og gaman af ferðinni? — Já, það má segja það. Svona ferðir eru frekar sjald gæfar hjá okkur, kostnaðurinn við að komast á staðina er of mikili. Það em eiginlega vand- ræði hvað fjarlægðimar em miklar. — Hvað er svo næst á dag- skrá hjá Musica Nova? — Framundan er konsert með ýmiss konar nýrri músik bæði innlendri og erlendri og ætli við spilum þá ekki eitt- hvað af þessu prógrammi, sem við fórum með. Þessi konsert verður fyrrihluta apríl og annar verður svo haldinn seinna í vor. s. b. Fáein orð til Gunn- ars Benediktssonar Kæri vinur! Fyrir jól bjóst ég til að senda þér nokkrar iínur í tilefni grein ar þinnar um Njáluhöfund og Barðafræði. Þetta mistókst fyr- ir mér og mér sjálfum að kenna. Nú er það í rauninni óþarft að ræða frekar um þetta mál. Nú veizt þú eins og aðrir, sem meö menntun fylgjast, að íslend- ingasögur hafa gerzt í landinu og eru skráðar flest aliar fyrir 1201. Fyrir daga Nordals á ís- landi hefur enginn maður kennt innlendur né útlendur, að ís- lendingasögur séu skáldsögur, höfundaverk á 13. öld. Nordals fræði eru fyllilega kveðin niður, og eðli þeirra ekki nema ein- hvers konar Sölvska, sem með aumkunin er búin að taka á arma sína. Barði Guðmundsson hinn skemmtilegi og fróði sögu maður tók mark á þessu bulli, en fékk að vita það, að hér hafði honum orðið hált á hellu. Og ég þori aö segja það, eftir mín af- skipti af þessu máli, blaðagrein og tali við Barða, að ekkert væri honum fjær skapi, ef hann nú lifði, en verið sé að hampa þessu, og úr hefði hann bætt hefði hann lifað, þótt í raun og veru þurfi hann eftir engu að sjá, fyrir sinn fróðleik og heita tilfinningu fyrir sögunni. Barða, og fleiri mönnum, er það vorkunn, þótt þeir gerðu ekki ráð fyrir einskonar verum í landinu, sem leiddu menn enn þá framaf einhverju afglapa- skarði. Ég sannaði Barða mitt mál með því, að sýna honum fram á hversu sá maður, sem sagði frá því, er Flosi á Svína- felli fór í Iiðsbón um Austur- land eftir Njálsbrennu, hefði verið með öllu ókunnugur á Austurlandi. í þeirri ferðalýs- ingu er staðfræðilega ekki heil brú, nema fáein bæjarnöfn eru rétt með farin og klykkja út með því að segja að Flosi fór frá Hofi í Vopnafiröi til Krísu- víkur, líka í Vopnafirði, og fyrr á ieið hans frá Njarðvík en Hof, og þaðan norður til Vopnafjarð- ar! Ég varð hissa í grein þinni, stórgramdist hún fyrir þín rit- örlög, fyrir þín ritörlög að spinna annan eins þráð af lokleysu. Ég ætla að fræða þig svolítið í málinu. Njáls söigu lýkur á þessum orð- um: Ok lýk ek hér Brennu-Njáls !( sögu. Þetta „ek“ er óbein undir skrift Oddaverjans og um 1130, sbr. íslendingabók Ara og for- mála Sæmundar fróða fyrir sinni Konungabók: „Á bók þessi lét ek rita“. En þeir sem bæta í og við bók Sæmundar, líka í for málanum, um 1177 segja: „vjer“ enda þá eflaust fleiri saman. Sá sem segir málaferlasöguna af Alþingi heitir Þorbjöm og er nefndur við málið. Þannig er Njála samsett úr mörgum sög- um, sem aliar eru komnar í sögugjörð alþýðu fyrir 1030 sbr. Guðbrandur Vigfússon og ekki betur en það, að stórar missagn ir hefur hún að geyma. Vertu nú sæli. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Vertiðm fremur rýr austmfnlls Eins og sagt var frá í blaðinu f gær hafa aflabrögð verið fremur rýr f verstöðvunum austanfjalls. Hér verður nú rakið hver afli einstakra báta var orðinn um 21. marz sam- kvæmt frásögn Suðurlands. ÞORLÁKSHÖFN Til Meitilsins í Þorlákshöfn höfðu 21. marz borizt 1335 tonn, sem er helmingi minna en á sama tíma í fyrra, enda voru nótaveiðarnar þá í algleymingi f Þorlákshöfn. Afli bátanna: Dalaröst 336 tonn í 44 róðrum, ísleifur 308 tonn í 46 róðrum, Draupnir 208 tonn í 38 róðrum, Þorlákur íl. 185 tonn í 41 róðri, Þorlákur 166 tonn í 30 róðrum og Klængur 132 tonn í 19 róðrum. Áuk þess hefur Kambaröst eign Norðurvarar h.f. fengið 203 tonn. . EYRARBAKKI Bátamir þar fóru að leggja netin 28. febrúar en afli veriö rýr, gæftir stirðar og stundum landað £ Þorlákshöfn og aflan- um ékið til Eyrarbakka. Afli bátanna: Kristján 191 tonn, Þorlákur Helgi 179 tonn, Hafnfirðingur 76 tonn, Jóhann Þork. 69 tonn. Samt. 515 tonn. STOKKSEYRI Frekar hefur verið tregt í net in, en gæftir sæmilegar. Mest barst á land 21. marz, um 100 tonn eftir 3 daga landlegu. Er heildaraflinn nú um 100 tonn- um minni en á sama tíma i fyrra. Afli bátanna: Hólmsteinn 185 tonn, Bjarni Ól. 170 tonn, Há- steinn II. 150 tonn, Fróði 140 tonn og Hásteinn I. 65 tonn. Samt. 710 tonn. Hásteinn I. er með fiskitroll þessa vertiö og hefur gengiö sæmilega, þegar gott hefur ver 4ö.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.