Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 4
V í SIR . Föstudagur 1. apríl 1966. imdallup Ritstjórar: Jóhann Briem — Páll Bragi Kristjónsson — Jón Ingólfsson Eitt aðalbaráttumál iðnnema er að: Lengd iðnnáms verði reiknað eflir vinnustundafjölda í stað árafjölda Sigurður Ágást Jensson 1 vetur hefur á siðu þessari allraikið verið vikið að féla^gs- starfi ýmlssa skóla, tiðinda- mönnum síðunnar datt því i hug að leita til iðnnema og fræðast lítlð eitt um þeirra félagsstarf- semi og hagi. Við hittum að máli Sigurð Ágúst Jensson, húsa- smíðanema og formann Mál- fundaféiags iðnnema i Reykja- vík, lét hann okkur góðfúslega í té aliar þær upplýsingar sem við inntum eftir. Við spyrjum fyrst um félags- starfsemi iðnnema. í Reykjavík eru starfandi fjög- ur iðnnemasérfélög: Félag húsa- smíðanema, Félag hárgreiðslu- nema, Félag járniðnaðamema og Prentnemafélagið, auk þessara fé- laga er einnig starfandi Málfunda- fálag iðnnema, sem er félag allra iðnnema f Reykjavík og starfar því á öðrum grundvelli en sérfé- Iðgin. Þá em iðnnemafélög starf- andi víða um land eitt á hverjum stað. Samtök allra iðnnemafélaga sr Iðnnemasamband Islands (INSÍ). Starfsemi iðnnemafélag- anna hvers um sig er margvís- leg, einkum eru þetta þó hags- munasamtök iðnnema. Málfunda- félag iðnnema i Reykjavík var stofnað fyrir rúmu ári, og er starfssvið þess fyrst og fremst að gangast fyrir málfundum, sjá um tilsögn og þjálfun í fundar- skö.pum og mælsku. Þó að starf félagsins sé ekki langt, verður ekki annað sagt, en að það hafi þegar sannað tilvemrétt sinn með þróttmiklu starfi, og verið mörgum iðnnemanum til gagns og ánægju. Málfundir era haldnir mánaðarlega yfir starfstímabilið og eru umræður oftast mjög fjör- ugar. Meðal þeirra mála sem rætt hefur verið um, em t. d. stóriðja, skólamál iðnnema, minkarækt, sjónvarpið, bjórinn o. fl. Eins og fyrr segir er Iðnnema- samband íslands (INSl) samtök allra iðnnemafélaga landsins. INSf rekur skrifstofu að Skip- holti 19, og veitir þaðan aðildar- félögum og iðnnemum öllum ým- iss konar fyrirgreiðslu, s. s. í sam bandi við kjaramál og einnig er INSf oftast falið að fjalla um á- greiningsmál þau sem upp kunna að rísa milli nema og meistara. Iðnnemasambandsþing er haldið i september Sr hvert. Þar er fjallað um hin ýmsu baráttumál iðnnema og ályktanir samþykktar um þau, þá er einnig kjörin stjóm sam- bandsins. Þingið sækja fulltrúar allra aðildarfélaga. Formannaráð- stefna allra iðnnemafélagr. lands- ins var haldin í Rvík nú í vetur fyrir tilstuðlan INSÍ og þótti hún gefa svo góða raun, að önnur slík ráðstefna er ákveðin á Ak- ureyri í næsta mánuöi. Þess má geta, að INSÍ er aðili að Æsku- lýðssambandi fslands. Málgagn INSÍ er „Iðnneminn" og er áherzla lögð á að blaðið komi út reglulega þrisvar á ári. Ritstjórn blaðsins skipa 5 menn kosnir á INSf-þingi. Þá gefa sum félögin út eigin blöð. — 1 sumar fyrstu helgina í júlí er fyrirhugað landsmót iðnnema norður í Vagla skógi. Þar mun verða margt til skemmtunar og í sambandi við þetta mót er 1 bígerð hjá iðnnem- um í Rvík, að fara í ca. 10 daga sumarleyfisferð, sem enda mundi á mótinu Íþróttalíf er nokkuö meðal iðn- nema, í vetur hafa t. d. farið fram innanhússknattspymumót iðn- nema á suð-vesturlandi og lands- mót iðnnema i handknattleik inn- anhúss. Þá spyrjum við Sigurð um iðn- fræðsluna og kjarabaráttu iön- nema: Iðnfræðslumál íslendinga hafa Sigurður Ágúst Jensson, formaö- ur Málfundafélags iönnema i Reykjavfk. verið í hreinasta ólestri undanfar- in ár, núgildandi iðnfræöslulög- gjöf er löngu gengin sér til húöar, úrelt á allan hátt. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga urrl iðn- fræðslu, sem felur í sér róttækar bréytingar frá núveráridi ástándi. Við þetta frumvarp hafa komið fram nokkrar breytingatillögur m. a. að INSl fái aðild að iðnfræðslu- ráði, en það hefur lengi verið eitt aðalhagsmunamál samtak- anna, og áskorun sem samþykkt var á málfundi iðnnema um skóla mál og send Alþingi var einmitt þessa efnis. í fyrrnefndu laga- frumvarpi er gert ráð fyrir að kennslan fari meira en verið hef- ur fram í skólum, þ. e. a. s. í svo nefndum verknámsskólum, sem ætlaðir em til undirbúnings og styttingar iðnnáminu. Þá er gert ráð fyrir að iðnskólum landsins fæk&i I 8, og verði þessir skólar bæðj utærri og fullkomnari en þeir sem nú eru fyrir hendi. Að lokum vil ég taka sérstak- lega fram það mjög svo brýna hagsmunamál iönnema, að nám þeirra verði reiknað eftir vinnu- stundafjölda en ekkí árafjölda sem nú, þannig að eftirvinna öll verði sérstaklega reiknuð sem námstimi. Lítil sanngimi viÞ?íst í því fólgin að iðnnemar séu látn- ■ ir vlnna gegndarlausa eftirvinnu á skitalaunum án bess að það komi til sty ttingar námstíma þeirra. Við þökkum Sigurði greinar- góð svör og óskum honum og iðnnemahreyfingunni allri góðs gengis á komandi ámm. | Kristján Guðlaugs- son ræðir flugntál Næstkomandi laugardag mun Kristján Guðlaugsson, lögfræð- ingur, stjómarformaður Loftleiða, rasða um flugmál á klúbbfundi hjá Heimdalli. Klúbbfundir Hein?r dallar hafa verið mjög vel sóttir í vetur, enda alltaf verið hin skemmtilegustu efni á dagskrá og fengnir hinir fróöustu menn til umræðna. Ekki er aö efa að menn mun fýsa að heyra til forsvars- manns Loftleiða, þess íslenzka fyrirtækis sem mesta athygli hef ur vakið fyrir stórhug og fram- sýni. Klúbbfundurinn á laugar- daginn mun verða f Tjamarbúð að vanda og mun borðhald hefjast kl. 12,30. Em menn beðnir að koma stundvíslega. LANGT í LAND TIL MANN SÆMANDI KJARA RabbaB v/ð Guðnýju Gunnlaugsdóttur 1 Reykjavík og nágrenni er starfandi Félag hárgreiðslunema. Þar sem þetta er eina iðnnema- félag kvenna náðu tíðindamenn tali af formanni félagsins, Guð- nýju Gunnlaugsdóttur, hár- greiðslunema úr Hafnarfirði. Hvenær var félagið stofnað? Fjölmennur stofnfundur félags- ins var haldinn 12. desember 1964. Á þeim fundi var samþykkt að sækja um aðild að INSÍ. Höfðu hárgreiðslunemar ekki með sér neln samtök áður? Jú, félög hárgreiðslunema hafa verið til áður, ætíð í sam- vinnu við aðra s. s. rakaranema o. fl. Hin fyrri félög Iognuðust út af, en við vonumst til að þetta félag standi af sér alla svipti- vindi. Hversu margir hárgreiöslunem- ar eru aðllar aö félaginu? í Reykjavík og nágrenni eru um 100 hárgreiðslunemar og flestir nemanna eru í félaginu. Hvemig er stjóm félagsins háttað? Á aðalfundi ár hvert er kosin fimm manna stjóm, tveggja manna varastjóm, fimm manna skemmtinefnd og tveggja manna laganefnd. Stjóm og nefndir sjá síðan um þann þátt starfsins sem í þeirra hlut fellur. Viltu þá e. t. v. segja okkur eitt hvað um félagsstarfsemina? Já, nú f vetur var haldin árs- hátíð, sem tókst með eindæmum vel, farið hefur veriö í skemmti- ferðir s. s. skíðaferðir og áætlað er að halda skemmtikvöld nú á næstunni. Skemmtanir eru vana- lega haldnar í Glaumbæ, reynt er að vanda sem mest til skemmti- atriða og verði aðgöngumiöa stillt í hóf Skemmtistarfsemin fer öll fram í samvinnu við Félag prent- nema, hefur það samstarf veriö allt hið ánægjulegasta. Hvert er aðalhlutverk félagsins utan skemmtistarfseminnar? Guðný Gunnlaugsdóttir, formað- ur Félags hárgreiðslunema i Reykjavík. Höfuöhlutverk félagsins er að sjálfsögðu kjarabaráttan og vegna hennar var félagiö stofnaö. Kjör eða öllu heldur ókjör hárgreiöslu- nema hafa löngum verið meö endemum, og segja má að stofnun hagsmundfélags hafi næstum verið lífsþörf, til samræmingar baráttu hárgreiðslunema til bættra kjara, auka samheldni þeirra og samtakamátt. Nokkuð hefur félaginu áunnizt f barátt- unni, og þá einkum hvað ákveð- inn vinnustundafjölda snertir. Áð ur var unnin 48 klst. vinnuvika á vetmm en 46 klst. á sumrin, nú hefur þessu verið breytt í 45,5 og 43,5 klst., þannig að ákveðinn vinnustundafjöildi á viku hefur lækkað um 2,5 klst. að meðal- tali. Nú er einnig ákveðið hvenær fri eru, en áður vildi brenna við, að hárgreiðslunemum væri úthúð- að myrkranna á milli án þess að fá nokkur aukalaun fyrir. Ann- ars má segja að sultarlaun hár- greiðslunema séu einhver þau ves ældarlegustu sem um getur. 2000 krónur á mánuði geta e. t. v. hrokkið til matar- og nauðsynlegr ar þjónustu þurftargrannri mann eskju, en ekkert þar fram yfir. Engar skemmtanir, föt eða annað sem fýsir huga ungs fólks, hver sem lætur undan þeirri freist- ingu þó ekki sé nema einu sinni í mánuði gerir það á kostnað nauðþurfta sinna. Sumir vilja bera saman kjör iðnnema og ann- ars skólafólks sem launalaust er að vetrum, en þessir sömu ættu að athuga það, að nemendur ann- arra skóla vinna fyrir rausnar- kaupi á sumrin, en iðnnemar heröa sultarólina allan ársins hring. — Nei, hárgreiðslunemar og iðnnemar allir eiga langt í land svo að með sanni sé hægt að segja, að þeir njóti mannsæm- andi kjara f stað þess hundalífs sem þeim nú er búið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.