Vísir - 29.04.1966, Síða 2

Vísir - 29.04.1966, Síða 2
| » ■■ $>, tveir iRvri ^nisaydqqu SíÐAN ÞEKKIÐ ÞID MANNINN? Oeter Sellers hefur löngum ver ið frægur fyrir að geta brugðið sér í „allra kvikinda líki“. I nýjustu kvikmynd sinni „Casino Royale“ kemur hann fram í gervi þriggja persóna, sem frægar hafa oröið i sög- unni: Napóleons, Hitlers og Tou louse Lautrecs, krypplingsins franska, sem varð einn af fræg ustu málurum og teiknurum Frakklands, teiknaði m.a. fyrstu myndskreyttu skemmtanaaug- lýsingarnar sem hengdar voru upp á götum úti í París. Peter Sellers leikur í „Cas- ino Royale“ spilamann, sem tal- inn er á aö gerast njósnari. Til þess starfs á hann að njóta að stoðar hinnar fögru Vesper Lynd, sem er engin önnur en Ursula Andress — og það er hennar vegna sem hann þarf að bregða sér í líki keisarans, ein- ræðisherrans og fatlaða málar- ans. Að öðru leyti förum við ekki út í efni myndarinnar, von um bara að við fáum að sjá hana hér einn góðan veðurdag. Bítlabróðir kemur fram á sjóuarsviðið Fyrsta plata Mike McCartney væntanleg Einn og þrír — anriiBÖiidi Mike, „litli bróðir“ Pauls Bítils. \ j i 1 I Kári skrifar: „Bítilsbróðir“ er kominn fram á sjónarsviðið. Það er Mike Mc- Cartney, sem kallar sig Mike McGear, 22 ára gamall bróðir Pauls, sem er ári eldri. Eftir mánaöamótin kemur út hljómplata með Mike — og félögum hans tveimur. Þeir hafa stofnað tríó í Liverpool, sem þeis kalla Scaffold, og umboðs maður þeirra og ráðunautur er sjálfur Brian Epstein, umboðs maður Bítlanna. George Martin, sem séð hefur um upptökur fyrir Bítlana sá einnig um upptöku Scaffold- plötunnar, sem heitir „Two Days Monday' ‘— og um hana segir Mike: „Hún er vitlaus og I Ástralíu seljast að jafnaöi 29 blöð á hverja 1000 íbúa, í Bandaríkjunum er talan 25, í Evrópu 23, í Sovétríkjunum 18, Asíu 4 og Afríku aðeins 1,2. einföld. Lagið dapurlegt og frum legt“. „Við semjum söngvana okk ar í sameiningu. Ég álít mig ekki vera tónskáld. Ef ég væri þaö, myndi ég græöa milljónir. Pabbi minn, sem er frábær píanóleikari hvatti mig til að gerast tónlistarmaöur — en ég er þaö ekki.“ Mike var rakaranemi, áður en hann og félagamir stofnuðu Scaffold-hópinn, en félagamir eru John Gorman, 29 ára fyrr- verandi póststarfsmaður og Rog er McGough, 28 ára, fyrrver- andi kennari með próf frá há- skólanum í Hull. Bandarikin hafa yfirleitt ver ið talin það land, þar sem flest sjónvarpstæki eru á hverja 1000 íbúa en nú er komið í ljós að furstaríkið Monaco slær USA út, þar er hlutfallstalan 25% hærri. j JZ ára hefur borizt bréf frá óá- 4 vnægðum listunnanda sem læt { ur sér ekki muna um stóryrðin 4 um vissa myndlistarviöburöi J hér í borg. Þykir Kára rétt að i leyfa fólki að heyra rödd hans $ og fer bréfiö hér á eftir. 4 4 4 4 4 Velluleg vorsýning. J „Bölvað ærpiss er þetta“, * sagði karlinn, þegar hann hafði ( sopið úr kaffibollanum hjá kellu 4 sinni, og svipuð orð hnjóta J mönnum um varir, eftir að hafa 4 skoðað svokallaða vorsýningu J myndlistarmanna í Listamanna- 4 skálanum. Þar flýtur að vísu J dýr dropi innan um sulliö og * ber þar að sjálfsögðu langhæst J Jóhannes S. Kjarval, en hann 4 var fenginn til að sýna þarna 4 nokkrar myndir. En flest ann- J að er þama heldur bragödauft J og sumt með hreinum endemum J og þetta á að selja fólki sem 4 listaverk! Fúskarar Það fer raunar að nálgast plágu hye dútlarar í málaralist gerast messuglaöir og fúsir til sýninga. — Það líður varla sá dagur að ekki sé einhvers stað- ar opnuð sýning, með einhvers- konar myndskrauti mályerkum, keramiki, teppum eða þá tré- drumbum og öðru slíku. Það er engu líkara að hverjum sé það kappsmál að koma fram með sem frumlegastar fígúrur. Það hef- ur alltaf sitt gildi aö vera frum- legur, en frumleikinn má ekki ganga of langt inn á svið list- arinnar. Þetta fólk getur alveg eins málað skóna sina eða kló- settin heima hjá sér eins og að vera að trana sér fram fyrir al- menning á opinberum sýning- um, og hafa fé út úr saklausu fólki. Meiningarlausar klessur Að vísu verður að gera grein- armun á góðu og illu og hér er ekki verið að veitast að okkar ágætu listmálurum, sem eiga það skiliö að kallast því nafni. — Listaverk verða ekki með- höndluð eins og hver önnur búð arvara en það er hægt að ganga fjandanum lengra í því að telja fólki trú um listrænt gildi ó- merkilegustu hluta og nálgast það þá örgustu pretti. Það er eins og að selja fólki gerviblóm sem lifandi plöntur. Slíkt kall- ast fals og argasta ósvífni. Hitt er mönnum fyrirgefiö, að auglýsa meiningarlausar klessur á lérefti eða öðru, sem einhverja kúnst og selja fyrir mikið fé. Og svo taka dagblöð in upp tóninn fyrir þessa vit- leysu og útmála á alla kanta sem einhverja listviðburði. Mönnum er að sjálfsögöu frjálst að mála, ef þeir endi- lega vilja en þeir ættu helzt að láta fólk í friði, fyrir þeirri áráttu nema þeir hafi eittfevað að segja fólki í myndum sínum. sem hefur eitthvert gildi. — Listunnandi —

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.