Vísir - 29.04.1966, Síða 3

Vísir - 29.04.1966, Síða 3
VÍSIR . Föstudagur 29. apríl 1966, 3 Myndln er tekin af Suðurvarargaröi í Þorlákshöfn f baksýn er frystihús Meitils hf. og sfldarbræöslan nýja til hægri. GÖMUL SAGA OG NÝ. Saga útgerðarinnar í Þorláks- höfn er æði gömul og þó ung i þeirri mynd, sem hún er nú. Það er fyrst af henni að segja að biskupar héldu þar úti skip- um til fiskifanga. Dregur stað- urinn nafn af Þorláki biskupi helga, sem talinn er hafa stigið þar á land. Síðan hefur jafnan verið út- ræði í Þorlákshöfn þó að hún lægi að vísu í láginni á stund- um. Um og eftir aldamót var þar lífleg árabátaútgerö eins og víðar hér við land og sóttu menn þangað vertíð víða að úr sveitum. Var þar haldið úti mörgum tenæringum tólfrón- um, því að ekki skorti mann- afla. — Upp úr heimsstyrjöld- inni fyrri lagðist árabátaútgerð riiður. Var þá um tíma dauft yfir atvinnulífi í Þorlákshöfn og einungis nytjað þar land til búskapar. En með tilkomu nýrrar hafn- ar og skilyrða til útgerðar á nútímavísu endurtekur sagan sig og bændasynir og dætur fara í verið og sækja gull í greip ar í Þorlákshöfn. UPPGANGUR í ATVINNULÍFINU. Þegar fréttamaður og ljós- myndari blaðsins óku í hlað þessarar gömlu verstöðvar í og bátarnir urðu að liggja hér út á við ból að lokinni löndun, og það gera litlu bátamir hér raunar ennþá. Kaupfélag Ámes- inga hafði verið hér með salt- fiskaðgerð og verkaði afla af trillum fyrir strið. En þegar Bretavinnan byrjaði á Kaldaða- nesi lagðist sú starfsemi nið- ur. Eftir stóð þó salthús, sem byggt var 1934 og Meitilinn tók undir sína starfsemi. Svo voru ekki langt undan. — Svo er það nýja stldar- verksmiðjan? — Já, síldarverksmiðjan Mjölnir er eiginlega dótturfyrir tæki Meitils h.f. Hún tók til starfa í vetur og hefur brætt um 1 þús. tonn af loðnu. Af- köst hennar eru um 2500 mál á sólarhring, en þurrkarinn getur afkastað helmingi meim og þarf aðeins nokkur viðbótar- Heimókn til ÞORLAKSHAFNAR Þeir fá svoddan boldangsþorsk í nætumar aö flökunarvélamar taka þá ekki og verður aö meöhöndla þá upp á gamla móöinn. rigningarsuddanum um daginn blasti við þeim ný byggð og uppbygging hvarvetna. Alls hafa verið byggð þar yfir 100 íbúðarhús á undanförnum ár- um, auk fiskvinnslustöðva. Mestur hluti atvinnulífs staðar- ins gerist í fiskverkunarfyrir- tækinu Meitlinum h.f. Þar vinnur meginhluti þorpsbúa og auk þess allmargt aðkomufólk. Eitt fiskverkunarfyrirtæki ann- að er starfandi í Þorlákshöfn, Norðurvör h.f. Við fengum að ganga um sali f frystihúsi og öðrum verkunar- húsum Meitilsins undir leið- sögn Helga Þórðarsonar fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins og fylgjast með nýtingu aflans. — Sfðan hittum við forstjórann, Benedikt Thorarensen, á vist- legri skrifstofu hans, og biðjum hann að rifja upp þætti úr sögu fyrirtækisins, sem er um leið megin inntak sögu staðar- ins á undanförnum árum. — Meitillinn byrjaði hér út- gerð 1949, byrjar Benedikt, með 5—6 bátum 18—20 tonna. Þá var hér aðeins ein lftil bryggja Lefolie húsin gömlu flutt frá Eyrarbakka og steypt undir þau grunnur og ein hæð héma. I þessu húsnæði byrjaði starfsem in og bæði þessi hús gera sitt gagn enn í dag. Annars á Lefolie-húsið merki lega sögu, sem tengd er verzlun á Evrarbakka, og orðin er meira en aldargömul. Húsið er enn hið reisulegasta, heldur ennþá sinni upprunalegu mynd, fimm myndarlegar burstir gerð ar af góðu timbri, en undir þeim ein hæð steypt. — En hvað er svo af seinni árum að segja og öllum ný- byggingunum? — Hér var einungis saltfisk- verkun þar til frystihúsið tók til starfa vorið 1960, þá tvöfald aðist framleiðslan hjá okkur. Bátamir hafa auðvitað stækkað en þeir halda sömu tölunni, þetta 5 og 6. Hafnarskilyrðin hafa að sjálfsögðu batnað. Bát- amir liggja þó ennþá við brimbrjótana, Suðurvarar- og Norðurvarargarðinn en við von- um að bátakvi fyrir eina 30— 40 báta, sem hér á að koma sé * . I frystihúsinu vinna um 40 stúlkur, margar úr sveitum Árnessýslu af Rangárvöllum og jafnvel austan úr Mýrdal. — „Þaö er dauft yflr skemintanalíflnu“ segja þær „ekki einu sinni bíó — þaö eru þá helzt sveitaböllin“. En þær hafa gott upp úr fiskvinnunni. tæki til þess að afkastagetan komist í 5 þús. á sólarhring. Með tilkomu verksmiðjunnar má búast við að framleiðslu- verðmæti fvrirtækisins aukist. En það hefur verið 50—60 milljónir á ári. — Þessi vertíð hefur auðvit- að verið léleg hjá ykkur eins og víðar. — Já, við erum rúmlega hálf drættingar miðað við það sem var í fyrra. 24. apríl höfðum við tekið á móti 3800 tonnum en nærri 6000 á sama tíma 1 fyrra. Hæstir af okkar bátum eru Dalaröst með 731 tonn, skipstjóri á henni er Baldur Karlsson og ísleifur með 727 tonn, skipstjóri Pétur Sigurðs- son. — Hæsti báturinn í ver- stöðinni er hins vegar Friðrik Sigurðsson með um 800 tonn, með hann er Guðm. Friðriks- son. FISKMIÐLUNARSTÖÐ. — Hér landa margir aðkomu bátar, er ekki aflinn fluttur í stórum stíl til annarra ver- stöðva? — Jú, þetta er að verða eins konar fiskmiðlunarstöð fyrir fiskverkunarstöðvarnar vestan heiðar. Það er algengt að hér landi 20—30 bátar á sólarhririg. — Já þetta hefur verið erfið vertíð og veiðarfærafrek. Fiskur hefur staðið djúpt, svo að hér áður fyrr hefði orðið algjört fiskleysi, sótt var á smábátum héma á grunnmiðin. Og út um gluggann sjáum við eina fjóra báta á leið inn í höfnina svo að við kveðjum forstjórann og höldum niður á bryggju. — Hann er heldur tregur, segir sjómaður á einum neta- bátnum, þetta er að verða búið. — Já þeir eru farnir að fá hann í nótina, þeir koma einhverjir inn í nótt. Og daginn eftir lesum við í blöðunum um mikinn afla hjá netabátum sem lönduðu f Þor- lákshöfn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.