Vísir - 29.04.1966, Side 6

Vísir - 29.04.1966, Side 6
6 VISIR . Föstudagur 29. apríl 1966 Jóhdnn — % Framhald af bls. 1. um og efnisvörum hafi að fullu Vegið upp á móti lækkun tolla á fullunnum vörum, þannig að um minnkun hreinnar tollvemd ar hafi ekki verið að ræða. 50% tollalækkun Nú nýlega hefur rikisstjómin ákveðið að láta fara fram at- hugun á þvf, hvort gerlegt sé að lækka tolla almennt um 50% á 5 ára tímabili. Það er tvennt, sem knýr á, að slík at- hugun sé gerð. 1 fyrsta lagi er tollendurskoðun liður í almenn- um umbótum efnahagsmála. í öðru lagi standa nú yfir viðræð ur innan GATT um tollalækk- anir, hinar svokölluðu Kennedv viðræður, en Islendingar gerð- ust aðilar að GATT (hinu al- menna samkomulagi um tolla og viðskipti) fyrir tveimur árum einmitt með það fyrir augum að taka þátt í þessum viðræð- um og freista þess að fá tolla lækkaða á helztu útflutnings- afurðum sínum, en tollar mark- aðslandanna skapa nú ýmsum þessara afurða vaxandi erfið- leika. Til þess að geta tekið þátt í þessum viðræðum þurfa Islendingar eins og aðrar þjóð- ir að gera tilboð um eigin tolla- lækkanir. Slík tilboð koma þó ekki til framkvæmda nema aðr ar þjóðir bjóði samsvarandi lækkanir á útflutningsvörum þess lands, sem tilboðið gerir. Satt að segja erti ekki miklar lfkur til, að við fáum tilboð um miklar lækkanir okkur í vil í þessum viðræðum, en þýðingar- mikið er að gengið sé úr skugga um þetta. Stefna ríkisstjórnar Þá rakti iðnaðarmálaráðherra stefnu ríkisstjórnarinnar í iðn- aðarmálum, að því er snertir tollalækkanir, í stuttu máli. 1. Ríkisstjómin vill stefna að því, að núverandi tollakerfi sé endurskoðað og tollar séu lækk- aðir. Þetta er nauðsynlegt vegna hagsmuna íslenzks út- flutnings, þar sem lækkun tolla á útflutningsafurðum okkar f öðrum löndum er háð samsvar- andi tollalækkunum af okkar hálfu. Það er einnig nauðsyn- legt til að skapa fslenzku efna- hagslífi heilbrigð skilyrði til vaxtar. 2. Framkvæmd tollalækkunar þarf að fara fram í hæfilegum áföngum og á hæfilegum tíma, þannig að þeim iðngreinum, sem Iækkunin snertir, gefist tóm til að laga sig að hinum breyttu aðstæðum. I þessu sambandi er það þýðingarmikið, að lækk- un tolla og efnisvöm fari fram á fyrstu stigum hinnar al- mennu tollalækkunar. 3. Nauðsynlegt er að iðnaður inn fái aðgang að auknum stofn lánum til framkvæmda og hag- ræðingar. Sé þetta miðað við eflingU iðhgreina, sem reynzt hafa vel samkeppnisfærar við erlendan iðnað, við stofnun nýrrá greina, og við breytingu tollvemdaðra iðngreina, þannig aíí þær geti starfað við nýjar aðstæður. 4. Þýðingarmikið er, að tækni leg aðstoð til iðnaðarins sé aukin í sambandi við lækkun tollvemdar og þeirri aðstoð einbeitt að þeim vandamálum, sem lækkun hefur í för með sér. 5. Það er ósk ríkisstjómarinn- ar, að sem nánust samvinna sé á milli ríkisvaldsins og iðnað- arins í öllum athugunum tolla- mála og undirbúningi aðgerða til að mæta aðlögunarerfiðleik- um. I lokin minntist ráðherrann á önnur vandamál iðnaðarins og hvað gert verður og ber að gera til að leysa þau. Borgarsfjóri —- Framhald af bls. 1. í té. Af þessu leiddi svo, að hlúa yrði vel að hinum ýmsu hverfum. Síðan vék borgarstjóri að hinum ýmsu hagsmunamálum borgarinnar og sérstaklega þess hverfis, sem fundurinn var ætlaður fyrir, en það var fyrir íbúa Laugarás- og Laug ameshverfis. Borgarstjóri minnt- ist á byggingu vistheimilisins við Dalbraut, sem nú væri verið að opna og sagði að áformað væri að byggja eitt slfkt í viðbót viö Rauðalæk. Þá vék borgarstjóri einnig að höfn þeirri sem fyrirhug- að er að byggja við Sundin og yrðu tilboðin í þær framkvæmdir opnuð í næsta mánuði. Áformað væri að 1. áfangi hafnarinnar mundi rísa við Vatnagarða. Einnig bar skipulagsmálin mjög á góma á fundinum og gerði borgarstjóri ýtarlega grein fyrir þeim málum. Var ræðu borgarstjóra vel tekið af fundarmönnum. RÆÐA STYRMIS GUNNARSSONAR: Að ræðu borgarstjóra lokinni tók til máls Styrmir Gunnarsson og er ræða hans birt á bls. 7. FYRIRSPURNIR. Þá var komið að síðasta lið þessa fundar en hann var að borgarstjóri svaraði fyrirspumum fundar- manna. Var þátttaka fundarmanna mjög góð, sem dæma má af því að tæplega 30 fyrirspurnir bárust og er það með mesta móti, sem verið hefur á fundum þessum. Ambjörg Ámadóttir spurði, hvort áformað væri að opna gæzluvöll við Laugamesskóla og þá hvenær. Borgarstjóri sagði, að um þetta þyrði hann ekki að fullyrða nema sem minnzt en hann skyldi kanna málið. (Önnur fyrirspum barst um sama efni á fundinum). Óskar Indriðason, spurði hvenær ætti að leggja skólpræsi í Laugar- dalinn. Óhæft væri núverandi á- stand I þessum málum. Borgarstjóri svaraði aö skólp- ræsi hefði þegar verið lagt í Laug- ardal, en hús, sem stæðu neðan við Laugarásveg hefðu ekki ennþá ver- ið tengd þessari lögn. Væntanlega j yrðu þau tengd henni er fram-! lenging Dalbrautar hæfist vestur j Laugardal. Óskar spurði einnig, hvort áform j að væri og þá hvenær, að fram | lengja Dalbraut vestur Laugardal. í Borgarstjóri svaraði að ekki • væri alveg ákveðið hvenær þessi: framkvæmd hæfist en skv. áætlun ! ætti þetta að gerast á næstu tveim : árum. Innan þess tfma yrðu húsin sem stæðu neöan Laugarásvegar tengd skólpræsinu i Laugardaln- um. ----------------------f----------------------------- Járðarför móður minnar SVANHILDAR INGIMUNDARDÓTTUR fer fram frá Langholtskirkju laugardaginn 30. apríl kl. 10.30 f. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Jónína Eyvindsdóttir. ^ GANGSTÉTTIR BEGGJA MEG- IN LANGHOLTSVEGAR í SUMAR. Gunnar E. Kvaran spurði hve- nær ætti aö leggja gangstéttir við eftirtaldar götur: Selvogsgrunn, Sporðagrunn, Kleifarveg og Brúna veg. Borgarstjóri svaraöi að gangstétt aráætlunin væri aldrei gerö nema 1 ár fram 1 tfmann. Ákveðið væri að leggja gangstétt sunnan megin við Brúnaveg á þessu sumri. Hin- ar götumar myndu síðan væntan- lega fylgja á næsta ári. I þessu sambandi upplýsti borgarstjóri að gangstéttir yröu lagöar báöum meg in við Langholtsveg á þessu ári. Finnur Bergsveinsson spurði, hví Laugamesvegur milli Kleppsvegar og Laugalækjar hefði ekki verið malbikaður enn og hvenær áform að væri aö gera þaö. Borgarstjóri svaraði að þurft hefði að endurbyggja lagnir í göt- unni á þessu svæði og hefði það tekið lengri tíma en áætlaö heföi verið. Síðan hefði átt að hefjast handa um þetta verk á sl. hausti, I en þá hefðu tíö frost komið í veg ! fyrir þær framkvæmdir. Þessi mal- bikun værl efst á blaði, er malbik unarframkvæmdir hæfust nú í vor, ásamt malbikun Grensásvegar milli Miklubrautar og Suðurlandsbraut- ar. Margrét Sigurðardóttir spurði, hvort áformað væri að reisa gagn fræðaskóla í Lækjarhverfi. Hvort ekki væri hægt að setja á fót landsprófsdeild við Laugarnes- skóla þar til þeim framkvæmdum lyki. Einnig spurði Margrét hvort ekki væri hægt að hafa hér í bæn um leiksvæði fyrir stálpuð böm eins og í Kópavogi, þar sem þau gætu leikiö sér án þess aö eiga hreinsunardeild borgarinnar yfir höfði sér. Borgarstjóri svaraöi, að mál þetta hefði veriö til mikillar athug unar innan borgarstjómar og væri slíku eöa slíkum svæöum, því að ef til vill yrðu staösett tvö slík svæði 1 borginni, ætlað að vera einhvers staðar viö strandlengjuna annað hvort hér í Laugamesinu eöa vestar í bænum. Varöandi spurningarnar um skólamálin svaraði borgarstjóri að einsett væri í unglingadeild Laug- amesskólans og tvísett í bama- skólann, en þessu væri aftur á móti öfugt varið meö Laugalækj- arskóla. Þar væri einsett á bama- fræðslustiginu en tvísett á unglinga stiginu. Ekki væri rými £ þessum skólum fyrir gagnfræðastig eða landsprófsdeildir fyrr en viðbótar- rými hefði fengizt með viðbygg- ingum fyrst viö Langholtsskóla og síöan við Vogaskóla en þær fram- kvæmdir færu nú brátt að hefjast. Dýrfinna Gunnarsdóttir spuröi, hvenær mætti vænta þess að gang stétt yrði lögð norðanmegin viö Sundlaugarveg. Borgarstjóri svaraði að það væri áformað að hún kæmi á næsta ári en aftur á móti yrði gangstétt lögð sunnan megin við götuna á þessu ári. Kristján með sýningu Á morgun opnar Kristján Davíðs- son listmálari sýningu í Bogasal á 19 málverkum eftir sig. Sýningin verður í næstu tiu daga opin dag- lega frá 2—10. Tvö ár eru liðin síð- an Kristján hélt síðast einkasýn- ingu, var það í apríl 1964 í Boga- salnum. sem stjórn S.V.F.Í. telji að yfir stjórn leitarinnar að flugvé Flugsýnar h.f., er týndist 18 janúar s.l., hafi ekki verii framkvæmd eftir þessum megii sjónarmiðum, vill stjómin far: þess á leit við flugmálastjón að hann kanni þetta mál ræki lega og geri nú þegar ráðstaf anir til þess að fyrirbyggja aí slíkt endurtaki sig, og að leiturr verði framvegis stjórnað þannig að allir tiltækir aðilar verði ái tafar látnir hefja leit eðs björgunarstarf. Sagði Gunnar síðan: Atburðui sá, sem hér er vikið að, opnaði augu ýmissa fyrir því, að hér ei vissulega umbóta þörf um sarr hæfingu og skjóta nýtingu allrs tiltækra krafta, og mun S.V.F.Í leggja á það þunga áherzlu, að þessi mál verði endurskoðuð svo, að vænta megi betri og ör- uggari leitarþjónustu. 1 ræðu Gunnars kom einnig fram að mikil áherzla er lögð á það að búa hin afskekktari björg unarskýli talstöðvum og hafa þegar verið settar talstöðvar I 15 þeirra. Viðstaddir 13. landsþingið eru 130 fulltrúar Slysavamafélags íslands frá öllum félagsdeildum á landinu. Stendur þingið fram á sunnudag. Framh af bls 16 unarmálum starfa. Skýrði Gunnar frá þvi að stjóm S.V.F.Í. hafi talið sér skylt að rita flugmálastjóm bréf þann 26. febrúar s.l. þar sem segir m. a. að þeir aðilar, sem á undanfömum árum hafi tekið þátt í leitum og björgunarstarfi, þegar flugslys hefur borið að höndum hafi talið sér skylt að lúta stjórn Flugmálastjómarinn ar um aðgerðir sínar, sam- kvæmt þvl er getur um í lög- um og alþjóðasamningum. Enda ljóst að nauðsynlegt sé og skil- yrði fyrir þvi að aðgerðimar beri sem mestan árangur, að þær lúti einni yfirstjóm. Þar skipafrEtor "SKIPAUTGtRÐ KlhlSINS M.s. Hekla fer austur um land í hringferð 3. maí. Vömmóttaka á mánudag til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjaröar, Norðfjarðar, Seyðis- fjarðar, Raufarhafnar, Húsavíkur og Akureyrar. Farseölar seldir á mánudag. M.s. Baldur fer til Patreksfjarðar og Tálkna- fjarðar á þriðjudag. Vörumóttaka á mánudag. Var boðið orðið en þáði ekki! Tímiuu gerir úlfalda úr mýflugu t fyrrakvöld gerðist það á fundi borgarstjóra £ Lídó að elnn fundargesta hafði uppi mikla háreystl meðan Gisli Hall dórsson arkitekt flutti ávarp sitt. Var manni þessum tvfveg- Is boðið af hálfu fundarstjóra að taka til máls að ræðu Gisla Halldórssonar lokinni, en hann hafði þau tilmæli að engu og hélt áfram köllum og háreysti. Var hann bá beðinn af einum fundargesta að vikja úr salnum og geröl hann það með gððu. Maður þessi var Vigfús Helga- son úr Skagafiröi og skýrði hann sjálfur frá þvi að hann væri yfirlýstur framsóknar- maður. Þessu litla atviki snýr Tím- inn í morgun upp í stóratburð og birtir á forsíðu fregn um málið, sem að mestum hluta er ýkt og úr lagi færð, eins og þau hundruð manna, sem fund- inn sátu, geta sjálfir bezt dæmt um. Segir blaöið að fundargesti þessum hafi verið varpað á dyr og „sérstök lögreglusveit Heim dallar" vakti þá sem spyrja ó- þægilegra spurninga. Svipaöan ósannindavaðal birtir Alþýðu- blaðið einnig í dag. Sýnir það hve mjög blöðum þessum er i nöp við fundi þessa og viðtökur þær sem þeir hafa fengið hjá fólkinu í borginni. Svo sem allir fundargestir eru bezt vitnin um hóf Vigfús Helgason háreysti sína undir ræðu Gísla Halldórssonar sem fjallaði um æskuna og iþrótta- málin. Hrópaði Vigfús að hann heimtaði aö aöeins væri talað um eitt á fundinum, álmálið og eiturgufur sem myndu leggjast yfir höfuðborgina frá álbræðsl- unni! Fundarstjóri, Guðmundur H. Garöarsson, skýrði Vigfúsi frá aö honum væri fullheimilt að taka til máls eftir ræöu Gísla, en ekki meðan á ávarpi hans stæði. Sinnti Vigfús því engu og hóf aftur köll um ál- málið. I annað sinn beindi fundar- stjóri tilmælum til hans að taka fremur til máls í fyrirspurnartím anum, en það stoðaði ekki. Tóku fundargestir að ókyrrast Þannig litur furðfrétt Timans út, sem blaðið blrti í morgun. Þær hundruðir manna, sem fundinn sátu, eru vitni um óheiðarleik- ann í frásögn Framsóknarblaðs- ins. vegna truflunar þessarar og bað einn þeirra Vigfús að víkja fram úr salnum. Eftir nokkra viðræðu féllst Vigfús á það og gekk úr salnum. Lauk þar með LÍdðþætti Vigfúsar Helgasonár framsóknarmanns. >«

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.