Vísir - 29.04.1966, Side 8

Vísir - 29.04.1966, Side 8
8 VlSIR . Föstudagur 29. apríl 1986. VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Framkvæmdastjóri: Agnar ólafssOM Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinson ^'•íttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen uiglýsingastj.: Halldór Jónsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Túngðtu 7 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðia Visis — Edda h.f. Unnið fyrír fjjóðina J>að voru margar merkilegar og mikilsverðar upp- lýsingar sem fram koma í skýrslu Magnúsar Jóns- sonar fjármálaráðherra á þingi um framkvæmdimar og fjárhag landsins árið 1965. Þar var getið um marg- ar staðreyndir, sem gefa glögga mynd af ástandinu í fjármálum og hagmálum þjóðarinnar í dag. Þær eru þess virði að menn kynni sér þær ítarlega og skulu hinar helztu því nefndar til glöggvunar: ic Raunveruleg aukning þjóðarteknanna var 8—9% og þjóðarframleiðslan jókst um 5%. Er þetta meiri aukning en með flestum öðmm þjóðum. ★ Viðskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 575 millj. kr. á árinu. ic Ráðstöfunartekjur stærstu launastéttanna juk- ust um 12% á árinu. ir Framkvæmdir fóru 20% fram úr áætlun á árinu, að raforkuframkvæmdum undanskildum. ★ Aukning framkvæmda á næsta ári er áætluð um 8%. Unnið er að víðtækum framkvæmdaáætlun- um hinna einstöku landshluta. Allar bera þessar staðreyndir vott um blómlegt athafna- og efnahagslíf í miklu framfaralandi. Þær sýna að stefnt er ört til betri lífskjara, örar en hjá flestum öðmm þjóðum. Á grundvelli traustra horn- steina viðreisnarinnar hefur eflzt samfellt framfara- tímabil í þjóðlífinu undanfarin sex ár. Er sama á hvert svið litið er, staðan gagnvart útlöndum fer sífellt batnandi, jafnframt því sem fjármunamyndunin í sveitum og við sjávarsíðuna vex jafnt og þétt. Öll þjóðin hefur átt þátt í þessari velgengni undanfarinha ára. Raunverulegar launatekjur alls almennings hafa gert betur en að fylgja aukningu þjóðarfram- leiðslunnar, hvort sem litið er á tekjur fyrir eða eftir greiðslu skatta. Alls hafa raunverulegar ráðstöfunar- tekjur stærstu launastéttanna aukizt um 33% frá ár- inu 1960, en á sama tíma hafa þjóðartekjumar á mann aukizt um 32%. Sést af því að velmegun upp- byggingarinnar hefur breiðzt út meðal allrar þjóðar- innar, komið öllum til góða. Lægra vöruverð það er ánægjuefni að forystumenn íslenzks iðnaðar gera sér ljóst að almenn tollalækkun er æskileg, eins og fram kom í ræðu forsvarsmanns iðnrekenda, Gunn ars J. Friðrikssonar, í gær. Hins vegar er skiljanlegt að iðnaðurinn vilji enn um hríð halda í vissa vemd- artolla, aðstöðu sinnar vegna. Þótt gerð yrði áætlun um verulega lækkun tolla á næsta 5 ára tímabili mundi það engin áhrif hafa á mjög verulegan hluta íslenzks iðnaðar. Að því er því skynsamlegt að stefna. Það er fyrst og fremst vegna þess að þá lækkar vöm- verðið að sama skapi í landinu til augljósra hags- muna fyrir alla neytendur. Er slík tollalækkun því ekki síztá vopnið gegn verðbólgunni. Á aðaifundinum (f. v.): Sigurður Magnússon, formaður samtakanna, Hjörtur Jónsson fundarstjóri, Gylfi Þ. Gislason ráðherra og Knútur Bruun framkvæmdastjóri. Viðskiptamálaráðherra á aðalfundi Kaupmannasamtakanna i gær: VerðlagsákvæÖi verða afnumin smám saman Á aðalfundi Kaupmannasamtaka Islands í gær, flutti viðskiptamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, ræðu um efnahagsmálin og stöðu viðskiptanna í þjóarbúskapnum. Rakti hann fyrst hina hagstæðu efnahagsþróun, sem orðið hefur hér á undanförn- um ámm og komið hefur í ljós í vaxandi þjóðar- framleiðslu, vaxandi þjóðartekjum, lækkandi toll- um og minnkandi innflutningshöftum, aukningu gjaldeyrisforða og minnkandi skuldabyrði við út- lönd. -v• ''tt$j\Q'íú Ö£> ÍUÍSOI Síðan vél ráöherra að málum verzlunarinnar og sagði:^^ \ áratugnum 1950—1960 jókst mannafli í Viðskiptum um 3250 manns eða um 56%. Með viðskiptum er hér átt við heild- sölu, smásölu og bánka- og tryggingastarfsemi. Á þessum áratug nam heildaraukning mannafla í öllum atvinnugrein- um 12000 manns eða um 20% Aukning mannafla í viðskiptum var því næstum því þrisvar sinnum meiri en mannaflaaukn- ingin yfirleitt. Á þessum áratug tðku því viðskiptin til sfn 27% allrar mannaflaaukningar þjóð- arbúsins eöa milli þriðja og fjórða hluta mannaflaaukningar innar. Á þessum áratug frá 1950 —1960, var mannaflaaukningin örari f aðeins einni atvinnu- grein, þ.e.a.s. fiskiðnaði. Á siðastliðnum hálfum ára- tug, 1960—1965, var heildar- mannaflaaukningin í öllum at- vinnugreinum 9%. Mannafla- aukningin í viðskiptum nam hins vegar um 31% á þessum ár um. Þetta er örari mannafla- aukning en f nokkurri annarri atvinnugrein. Um það bil 40% af allri mannaflaaukningunni gengu til viðskiptanna. Þessi þróun þarf sérstakrar skýringar við. Til hennar liggja fyrst og fremst tvær ástæður. Hin fyrri er almenns eðlis og á sér hliðstæður í öllum lönd- um, þar sem hagvöxtur er ör og lífskjör fara mjög og ört batnandi. lyjTeð ört vaxandi tekjum not- ar almenningur sívaxandi hluta tekna sinna til þess að kaupa fjölbreytilegri vörur og njóta bættrar þjónustu í sam- bandi við vörukaup og ráð- stöfun tekna sinna yfirleitt. Af þeim sökum er eðlilegt, að auk inn mannafli starfi við hvers konar viðskipti. Meiri fjöl- ,taii«fÞSHöi ishu'iúv h úuUj --- hreytni í vöruúrvali og bætt , þjónusta í sambandi við vöru- sölu krefst aukins mannafla. Hin ástæðan er sú, að fram- leiðniaukning á viðskiptasvið- inu er tiltöluiega hæg og virð- ist hér vera hægari en í öðrum atvinnugreinum vfirleitt. Að vfsu virðist þetta vera svo f flestum löndum. En þó virðist mér ástæða til þess að varpa fram þeirri spurningu, hvort framleiðniaukningin f viðskipt- um hafi ekki orðið hægari hér á landi en f öðrum löndum og hægari en þurft hefði að vera. Þó að verkefni viðskiptanna hafi stóraukizt undanfarin 5 ár og þjónusta þeirra í þágu al- mennings hafi tvímælalaust aukizt mjög, getur varla talizt eðlilegt, að 40% aukins mann- afla fari til starfa í þágu við- skiptanna. Skýringarinnar á þvf, að þetta hefur átt sér stað, getur ekki verið að leita f öðru en þvf, að framleiðniaukning á viðskiptasviðinu, þ.e.a.s. að aukning reksturshagkvæmni í viðskiptafyrirtækjum, hafi ekki orðið nægilega mikil. Ég tel nauðsynlegt að gera þetta mál að sérstöku umtals- efni hér, vegna þess, að hér er um að ræða eitt brýnasta við- fangsefni íslenzkra efnahags- mála nú í dag. íslenzk stjóm- arvöld efndu til gagngerðrar breytingar, að ég ekki segi bylt ingar, í fslenzkum viðskipta- málum 1960. 1 þrjá áratugi höfðu verið fjötrar á íslenzkum viðskiptum. Nú var breytt um stefnu, og á 5 árum hefur tek- izt að gera íslenzk utanríkisvið- skipti frjáls í öllum meginatrið- um. En íslenzk viðskiptafyrir- tæki hafa ekki enn nema í tak- mörkuðum mæli lagað sig að þessum breyttu aðstæðum. Meðan viðskiptakerfið allt var háð leyfisveitingum og alls konar opinberum afskiptum, og enginn gat vitað, hver stefnan yrði ár frá ári, mátti segja, að ekki væri við því að búast, að nýtízku sjónarmið gætu rutt sér til rúms í verzlunarskipu- lagi og verzlunarháttum. Með- an breytingin til frjálsari verzl- unarhátta var að eiga sér stað, mátti eflaust einnig segja, að ekki væri við því að búast, að ný sjónarmið ryddu sér til rúnis. Ef til vill óttuðust menn, að viðskiptafrelsið yrði ekki langvinnt, og aftur kynni að vera skammt að bíða tíma hafta og gjaldeyrisskorts. En nú hefur um nægilega langt skeið verið augljóst og öruggt, að stefna hinna frjálsu viðskipta er orðin föst í sessi og afkoma þjóðarbúsins út á við svo traust, að engin hætta á að vera á endurvakningu hafta og tilkomu gjaldeyrisskorts. Þess vegna er nú kominn tfmi til þess, að gerðar séu þær breyt- ingar til aukinnar frámleiðni í viðskiptunum, sem bætt við- skiptaaðstaða gefur tilefni til. Með þessu á ég við, að verzl- unin taki að hagnýta sér í stór- auknum mæli nýja tækni f vöru dreifingu og nýjar skipulagsað- ferðir, sem eiga að geta gert vörudreifinguna alla mun hagkvæmari en áður var og þá einkum og sér f lagi sparað bæði mannafla og fjármagn með auknum viðskiptahraða og minnkuðu birgðahaldi. Nýjar viðskiptaaðferðir hafa rutt sér til rúms í vörudreifingu, fyrst f Ameríku, og síðan í Evrópu í mjög stórum stíl á sfðari árum. Sú breyting, sem orðið hefur í vörudreifingu, hefur að vissu leyti verið hliðstæð þeirri bylt- ingu f framleiðslu, sem varð með tilkomu fjöldaframleiðsl- unnar f iðnaðinum á sfnum tíma. Þessi bylting í vörudreifingu hefur enn að mjög litlu leyti náð til Islands. Hún getur að sjálfsögðu aldrei haft lík áhrif hér á landi og með stórþjóðum vegna fólksfæðarinn&r hér og takmarkaðs markaðar. Og sömu leiðis var ekki við því að búast, að hún næði að festa hér var- anlegar rætur, meðan við- skiptalífið var háð hvers konar höftum. En nú er kominn tfmi til þess, að þessi nýja við- skiptatækni ryðji sér hér ti! rúms. Hér eru orðin skilyrði til heilbrigðrar og frjálsrar sam- keppni. I kjölfar hennar verða að sigla nýtfzku verzlunarað- ferðir og bætt þjónusta við neyt endur. Þetta tel ég nú vera eitt

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.