Vísir - 29.04.1966, Síða 9

Vísir - 29.04.1966, Síða 9
V í SIR . Föstudagur 29. april 1966. 9 höfuivandi ársþingi iönrekenda, sem hófst i gær flutti formað- ur félags þeirra, Gunnar J. Friðriksson, efnismikla yfir- litsræðu um þróun og við- horf verksmiðjuiðnaðarins í dag. 1 upphafi máls síns gat hann um hina miklu aukn- ingu þjóðarframleiðslunnar hér á landi síðasta ár, en hún var um 5%, og vöxtur þjóðar teknanna 8-9%. Þá gerði formaðurinn ýmis vandamál iðnaðarins að umtalsefni og vék að einum helzta vandan- um, verðbólgunni. Sagði hann þar m. a.: Hinn mikli vandi verðbólgunnar. Hin geigvænlega veröbólga hef ur lent með öllum sfnum þunga á fslenzkum iönfyrirtækjum, sem með stórhug og bjartsýni hafa byggt upp framlelðslu sína, með útflutning fyrir augum. Og ekki síöur á þeim iðnfyrirtækj- um, sem engar eða iftillar toll- vemdar njóta og keppa verða við frjálsan innflutning. Toll- vemd þeirra iðnfyrirtækja, sem hennar hafa notið, hefur farið sí minnkandi og er sums staðar beinlfnis orðin að engu af völd um hins sfvaxandi innlenda kostnaðar. Iðnaður okkar hefur þurft að mæta hinum aukna framleiðslukostnaði eftir beztu getu, með þvf að grípa til auk- innar hagræðingar, aukinnar vél væðingar og sjálfvirkni. En með þeim hraða, sem kostnaðarhækk attir hafa átt sér stað að und- anfömu eru þvf takmörk sett, hversu lengi dugar að grípa til sifkra ráðstafana. Ég vil afdráttarlaust fullyrða, að verðbólgan sé höfuðvanda- mál fslenzks iðnaðar f dag. En því miður er það svo, að síðast- iiðna tvo eða þrjá áratugi hefur engri rfkisstjóm tekizt að ráða niðurlögum eða hafa hemil á hinni óstöðvandi dýrtfð. Annars hefur verið rætt og ritað svo mikið um vandamál verðbólgunnar og eðli hennar, að ég vil þar við engu bæta. En iðnaðurinn vill leggja rfka á- herzlu á, að fundin verði skyn- samleg lausn á þessum vanda og heitir stuðningi sínum við allar réttlátar aðgerðir f þá átt. Þá leggur hann og áherzlu á, að ekki verið aftur horfið inn á brautir almennra útflutnings- uppbóta og framleiðslustyrkja vegna þess misræmis sem þeir skapa. Haft er eftir Nicolin, for stjóra sænska fyrirtækisins ASEA, að ríkisstyrkir og upþ- bætur séu eins og að gefa hesti bfásýru. En hún er bráðdrep- andi, svo sem kunnugt er. Nicol in ætti að tala af talsverðri reynslu, eftir aö hafa verið feng inn til þess að rétta við hag SAS-flugsamsteypunnar. Margir tollar óeðlilega háir. ToIIa- og innflutningsmál hafa mjög verið á dagskrá að undan- fömu, og er það yfirlýst stefna ríkisstjómarinnar, að stefnt skuii að skipulagðri lækkun tolla og einnig má gera ráð fyrir því að haldð verði áfram á þeirri braut að auka hinn svonefnda fríiista. Mikill meirihluti iðnað- nota sér þá möguleika, sem skap azt hafa til þess aö kaupa vélar og byggja húsnæði, eða til að bæta framleiðsluaðferðir og mæta aukinni samkeppni. Má því fullyröa að mikil ábyrgð hvílir á þeim sem fastast hafa framfylgt þessari stefnu i verö- lagsmálum iðnaðarins. Með hliösjón af þeim yfirlýs- ingum, sem gefnar hafa verið af hálfu ríkisstjómarinnar um skiln ing hennar á aðlögunarvanda- málum iðnaðrins, verður að lita svo á, að ekki sé óeölilegt að hafin verði almenn lækkun tolla, ef með því mætti stuðla að lækk un vöruverðs og auðvelda samn- inga um lækkun innflutnings- tolla á Islenzkum útflutnings- vörum. Þó getur iðnáðurinn eins og nú er ástatt, með engu móti failizt á afnám vemdartolla og Gunnar J. Friðriksson Almenn lækkun tolln ekki óeðlileg. — Úr ræðu Gunnurs J. Friðrikssonur á úrsþingi iðnrekendu í gær arins í dag tækja geta orðið að ræöa, er hlutafélagslöggjöfin. Þau lög sem nú gilda eru frá árinu 1921 og fullnægja á engan hátt þörf- um íslenzks atvinnulífs eins og það er í dag og er því orðið mjög aðkallandi aö endurskoðun þeirrar löggjafar fari fram á með an við aðhyllumst og búum við það efnahagskerfi, sem nú ríkir, þaö er að segja sem víötækast athafnafrelsi einstaklingsins. — Brýna nauðsyn ber til þess, aö það félagsform sem hentar slíku þjóðskipulagi, verði sem bezt fært um að geta mætt kröf um tímans hverju sinni. Það þol ir þvi enga bið, að lög þessi verði tekin til gagngerrar end- urskoðunar, og vil ég því leggja ríka áherzlu á, að hafizt verði handa sem allra fyrst, svo að hægt verði að Ieggja fram til- lögur um það á næsta Alþingi. í þessu sambandi er einnig veiga mikið atriði að hér veröi kom- ið á eðlilegum og heilbrigðum verðbréfamarkaöi". Að lokum sagði Gunnar J. Friðriksson: Á tímamótum. arvara er þegar kominn á frí- lista, en þó eru nokkrar vöru- tegundir enn bundnar. Það skal fúslega viðurkennt að f mörgum tilvikum eru tollar hér á landi óeðlilega háir, þegar miðað er við viðskiptalönd okkar. En þá verður jafnframt að hafa 1 huga, að þessir tollar voru ekki f upp hafi settir til vemdar iðnaðinum, heidur voru þeir miklu fremur hugsaðir sem tekjuiind fyrir ríkissjóð. Iðnaðurinn hefur i fæstum tilfellum fengið að njóta þeirrar vemdar, sem hinir háu tollar hefðu átt að skapa hon um, og er það fyrst og fremst vegna óraunhæfra verölags- ákvæða sem.staðið hafa f meir en aldarfjórðung. Ég tel rétt að það komi hér skýrt fram, að iðnaðurinn hefur beinlínis verið látinn gjalda þeirrar tollvemdar, sem hann hefur notiö. Hann var um langt árabil, og er f sumum tilvikum enn, beittur svo óraunhæfum og óréttlátum verðlagshömlum, að telja verður það eina höfuð- ástæðu fyrir því, hversu hann er nú illa undir það búinn að mæta breyttum kringumstæðum, sem skapazt hafa við frjálsan inn- flutning og lækkun tolla. Islenzk iðnfyrirtæki voru af þessum sök um fjárhagslega máttvana, þeg- ar horfið var frá haftastefnunni og hafa mörg átt erfitt ímeð að vísa ég f því sambandi meðal annars tii ummæla minna um hið mikla verðbólguvandamál. Vandi smárra iðnfyrirtækja Iðnaðurinn á við mörg vanda mál að etja í sambandi við að- lögun að breyttum samkeppnis aðstæðum. Eitt af þeim vanda- málum er smæð og fjöldi fyrir tækja í hinum ýmsu greinum. Þetta er reyndar ekki vandamál iðnaðrins eingöngu, heldur á það einnig við Um fiskiðnað og land búnað. Það er vissulega flestum ísiendingum f blóð borið að vilja vera sjálfstæðir og sjálfs sfns herrar, en ef fullkomin verka- skipting, sérhæfing og aukin hag kvæmni f framleiðslu, eiga að njóta sín, þá skiptir stærð fram- leiðslufyrirtækjanna meginmáli. Þó hér sé um viðkvæmt mál aö ræða, tel ég af tvennu iilu hag- kvæmara og sársaukaminna, að sameiningu fyrirtækja eöa sam starfi sé komið á, meðan fyrir- tækin hafa bolmagn til að hag- nýta sér þá möguleika, sem við það skapast. Það mun reynast haldbetra en að bíða eftir þvf að svo sé af þeim dregið vegna harðrar samkeppni, annað hvort innbyrðis eða við erlenda aðila, að lítils árangurs sé að vænta, eða að þess yrði beðið, að þeir, sem minna mættu sfn yrðu að gefast upp eða yröu jafnvel gjald þrota. Erlendis eru til mörg dæmi um samruna fyrirtækja, ekki sfzt á Norðurlöndunum. Stórar og voldugar samsteypur hafa verið byggðar upp úr fjölda smærri fyrirtækja og mætti í því sambandi t. d .nefna Tuborg ölverksmiðjumar í Danmörku. Ég vil láta þess getið hér, að stjóm Félags íslenzkra iðnrek- enda fór fram á þaö við iðnað- armálaráðherra, að hann léti fara fram athugun á því, hvort aukið samstarf og sammni ís- lenzkra iðnfyrirtækja væri ein af þeim leiðum, sem rétt væri að fara til styrktar samkeppnis- hæfni iönaðarins. Yrði um já- kvæða niðurstöðu þeirrar athug- unar að ræða, skyldi jafnframt bent á ráðstafanir, sem stuðlað gætu að samstarfi og jafnvel samruna fyrirtækja í stærri heildir. Hefur iðnaðarmálaráð- herra falið framkvæmdastjóra iðnaðarmálástofnunar íslands að láta í ljós álit sitt á þvf, hvem- ig heppilegast mundi verða að framkvæma slfka athugun og einnig að gera áætlun um þann kostnað, sem það mundi hafa f för meö sér. Ný hlutafélagslög þarf. Eitt þeirra atriða, sem aug- ljóst er aö standa muni í vegi fyrir því að um samruna fyrir- Iðnaðurinn stendur nú á tíma- mótum. Það er reiknað með því, að fbúar Islands verði um næstu aldamót hátt á 400 þúsund. Viö sjáum fram á, að við gétum ekki aukið fiskaflann svo neinu nem- ur frá því sem nú er. Aukin nýting hans mun ekki krefjast aukins mannafla að sama skapi vegna aukinnar tækni, hagræö- ingar og nýrra uppfinninga, sem stöðugt eru að koma fram. Um landbúnaðinn er hið sama aö segja. Aukin framleiðsla þar mun heldur ekki krefjast auk- ins mannafla hvorki nú eða þeg ar fram í sækir. Þaö verður mönnum æ ljósara, að til þess að tryggja batnandi lífskjör og atvinnu handa hinum vaxandi fjölda landsmanna, verður að leggja höfuðáherzlu á uppbygg- ingu iönaöarins. I þvf sambandi verður að telja, að ákvörðun um byggingu hmnar miklu virkjun- ar við Búrfeli muni reynast eitt mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið. Hún mun veita iðn- aðinum mikla og ódýra raforku, sem er forsenda fyrir þróun hans í framtíðinni. Hinir nýju möguleikar, sem bygging alu- minbræðsíu í StraiimsVIk skapar málmiðnaðiniitn hér á landi, mun auðvelda okkur brautina til aukinnar iöhvæðingar. En tim fram allt þarf iðnaður okkar og atvinnulíf á að skipa menntuð- um, atorkusömum og hugmynda ríkum einstaklingum ,sem eru þess reiðubúnir að leggja sig alla franl við uppbyggingu þrótt mikils iðnaðar og atvinnulífs f Iandi okkar. stærsta verkefni fslenzkrar kaupsýslustéttar. Tj’g geri ráð fyrir þvf, að margir kaupsýslumenn muni hugsa, þegar þeir heyra þessi orð, að samtfmis verði þá að eiga sér stað afnám þeirra verðlagsákvæða, sem nú gilda, og bætt skilyrði til lánsfjáröfl- unar frá þvf, sem nú á sér stað, til aukinnar hagræðingar í verzluninni. Ég hefi þegar rætt um láns- fjármálin og bent á það, að verzlunin sem heild virðist ekki afskipt hvað snertir ráðstöfun á lánsfé banka og sparisjóða. Rétt er þó, að bæta þarf að- stöðú verzlúnarinnar til öflunar stófnlána til aukirtiar hagraeð- ingar og breytinga í átt til ný- tfzkulegri verzlunarhátta. Má f þvf sambandi benda á, að Al- þingi hefur nú samþykkt lög- gjöf um stofnlánadeild við Verzlunarbanka lslands, og er mjög nauðsynlegt að efla hana sem fyrst þannig, að hún geti gegnt hlutverki sfnu á þvf sviði, sem ég hefi gert að um- ræðuefni. Að þvf er snertir verðlags- ákvæðin, er það að segja, að þau verða eflaust afnumin smám saman, eftir því sem jafn vægi eykst í islenzku efnahags- lífi. Meðan ekki tekst að hafa hemil á verðbólguaukningunni, mun hins vegar engin rfkis- stjórn trevsta sér til þess að afnema vérðíagséftirlit. Þéim mun örari, séni vérðbólguaukn- ingin er, þeim mun háværari mUnU kröfumar verða um verðlagseftirlit. En þeim mun betur sem tekst að halda verð- bólgunni í skefjum, þeim mun betur munu menn skilja, að verðiagseftirlit, í þeirri mynd, sem þvf er nú beitt hér, er ó- þarft. Aukin hagræðing og aukin framleiðni í viðskiptum getur einmitt orðið mikilvægur þátt- ur f þvf að vinna gegn verðbólgu og þannig orðið til þess að flýta fyrir afnámi þess konar verð- lagseftirlits, sem hér er nú beitt. Þannig er f raun og veru um að ræða bein víxláhrif milli auk innar hagkvæmni f viðskiptum og verðlagséftirlitsins. t þessu sambandi skiptir stefnan í tollamálum einnig miklu máli. Á undanfömum 5 árum hefur það verið eitt höf- uðatriði heildarstefnunnar í efnahagsmálum að losa um höftin á íslenzkum utanríkis- viðskiptum og gera þau sem frjálsust. Höfuðannmarkamir á íslenzkri efnahagsstefnu undan- farna áratugi hafa hins vegar ekki aðeins verið þeir, að yfir- leitt hefur verið haldið uppi rangri stefnu í gengismálum og höftum á utanríkisviðskiptum, samtímis því, að stefnúnni í bankamálum og fjármálum rfk- isins hefur verið ábótavant, heldur hefur einnig stefnan í tollamálum verið þannig, að úm mikla tollvernd hefur verið að ræða á nokkru sviði íslenzks efnahagslífs. Á undanförnurn ár um hefur tekizt að varðveita rétt gengi íslenzkrar krónu. Með aðstoð skynsamlegrar stefnu í bankamálum og heil- brigðari stefnu f ■ fjármálum ríkisins en áður hafði tfðkazt hefur tekizt að koma hér á viðskiptafrelsi, sem stuðlað hefur að aukinni þjóðarfram- leiðslu og bættum verzlunar- háttum. Segja má með sanni, að hér hafi verið um ærin við- fangsefni að ræða. Árangurinn hefur hins vegar orðið svo góð- ur, að nú er kominn tfmi til þess að snúa sér að öðrum verk efnum. Þess vegna nefndi ég áðan nauðsyn nýrrar tæknibylt- ingar á viðskiýtasviðinu. Það er verkefni kaúþsýslustéttar- innár.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.