Vísir - 29.04.1966, Side 16

Vísir - 29.04.1966, Side 16
fmmi : : : , : Landsþing SVFI hóíst i gær. Forseti jbess gagnrýnir framkvæmd flugleitar að Flugsýnarvélinni i vetur Frá 13. landsþlngi S.V.F.Í. Gunnar Friðriksson heldur setningarræðuna. Innan skamms verður lögð sérstök lína frá loftskeytastöð- inni í Gufunesi í hið sjálfvirka skiptiborð bæjarsímans í Reykjavík, sem svo verður tengt símum starfsmanna S.V.F.Í. og formanna björgunar- sveitanna þannig, að þegar stutt verður á hnapp í Gufunesi hringir hjá öllum þessum aðilum samtímis. Á þetta að tryggja, að þegar slys ber að höndum sé hraði björgunaraðgerða sem mestur og neyðarköli fari ekki fram hjá neinum fyrrgreindra aðiia. Kom þetta fram í setningar- ræðu Gunnars Friðrikssonar forseta S.V.F.Í. á 13. landsþingi þess, sem sett var í gær. Sagði ennfremur í ræðunni að frá upphafi vega hafi þessi þjónusta verið innt af höndum af starfsmönnum félagsins og umkvartanir hafi ekki komið fram um misbresti á þessu sviði, fyrr en á s.l. sumri, er vélbáturinn Þorbjörn frá Reykja vík fórst við Reykjanes. Vék Gunnar í ræðu sinni einnig að endurskipulagningu björgunarsveitanna og stofnun nýrra, sem mikil áherzla hefur verið lögð á frá því að 12. lands þingið var haldið, en þar í er meðal annars falið að sköpuð sé skjótvirkari samvinna, þar sem til fleiri sveita kemur um framkvæmd björgunar. Taki það til allra aðila, sem að björg Framh. á bls. 6. Kmipmenn Fðstudagur 29. aprfl 1966 Bein lína úr Gufunesi til sturfs- jr mmm® SVFI .• .... Stærsti slippur lundsins á Akureyri Annnr minni byggður í Knfnnrfirði í sumnr í fyrradag var gengið frá samningum við pólska fyrir- tækið Cekop um smíði dráttar- brauta á Akureyri og i Hafnar- firði. Eru þeir á grundvelli út- boðs á þessum verkum, sem gert var í fyrra, en þá var leit- að eftir tilboðum í þessar fram- kvæmdir víða í Evrópu og reyndust Pólverjarnir eiga hagstæðasta tilboðið. Dráttar- brautin á Akureyri verður fær um að taka 2000 lesta skip, og þar með stærsta dráttarbraut á landinu. Hafnarfjarðarslippur- inn kemur til með að taka allt að 500 tonna skip, en þar verða stækkunarmöguleikar og er reiknað með að hann taki 1200 lesta skip í framtíðinni. Áætlað verð dráttarbrautar- innar á Akureyri er um 30 milljónir hingað komin, þar með reiknuð undirbúningsvinna að uppsetningu. Pólska fyrir- tækið mun lána helming þeirrar upphæðar gegn 6% vöxtum til 4 ára. Nýja dráttarbrautin verður á sama stað og sú gamla er nú. Framkvæmdir við uppsetning- una munu hefjast nú í sumar en þeim á að vera lokið haust- ið 1967. — Slippstöðin mun taka við rekstrinum úr hendi bæjarins. Eins og fyrr segir verður þetta stærsta dráttarbraut á landinu, á að geta tekið 2 þús. lesta skip. En auk þess verður hægt að taka allt að 800 lesta skip í hliðarfærslu og er reikn- að með að hægt verði að fjölga þeim. ★ I Hafnarfirði verður eiginlega ekki um dráttarbraut að ræða. heldur eins konar skipalyftu. Mun skipið þá sigla inn í sér- staka kví, skoröað þar á palli, og því er síðan lyft á pallinum og dregið af honum yfir á hlið- arfærsluvagn, sem færir skipið á stæði, og á að vera aaðvelt að færa skip til. Lyftan hefur verið keypt frá Syncrolyft í Bandaríkjunum, en lyftupallar teinar, spil og annað verður keypt af Cekop. Slippurinn verður staðsettur við suðurhafnargarðinn. Þarna eiga að vera stæði fyrir 8 skip allt að 500 lesta. Verkið mun að líkindum verða búið á miðju ári 1968. Kostnaður við verkið, allt er á- ætlaður 30 milljónir. vilja aðild oð verðlagsnefndum i Aðalfundur Kaupmannasamíaka , íslands, sem haidinn var í gær, , gerði margar ályktanir í málefnum verzlunarinnar. M. a. beindi fund- urinn þeim tilmælum til ríkisstjóm arinnar, að haldið verði áfram lækkun hæstu tolla og að þegar verði afnumin öll verðlagsákvæði. Þá taldi fundurinn það lágmarks- réttindi stéttinni til handa, að teidu yfirvöld rétt að viðhalda verðlagsákvæðum, fái stéttin fulla aðild að þeim nefndum, sem um þessi mál fjalla, þar á meðal í verðlagsnefnd landbúnaðarafurða. Sigurður Magnússon var einróma kosinn oddamaður í stjóm samtak anna og Reynir Sigurðsson vara- maður hans. Endurskoðendur vom kjörnir Valur Pálsson og Svavar Pálsson. Geir Hallgrimsson Agúst Geirs&on Þórir Kr. Þórðarson Hulda Valtýsdóttir Fundur borgarstjóra meS íbúum Lang- bolts, Voga og Heimabverfis íkvöid Fundurmn verður í Luugurúsbíói 1 kvöld boðar Gelr Hall- grimsson borgarstjóri til síðasta fundar síns með ibúum Reykja- víkur til viðræðna um borgar- málin. Verður þessi fundur hald inn með íbúum Langholts-, Voga- og Helmahverfis. Er fund urinn haldinn i Laugarásbíói og hefst hann kl. 8.30 e.h. — Fundarstjóri verður Ágúst Geirs son símvirkl, en fundarritarar frú Hulda Valtýsdóttir og Jón Árnason. Þetta er sjöttl fundur borg- arstjóra með fbúum hinna ýmsu hverfa. Allir hafa þeir verið mjög fjöisóttir og raunar færri komizt að en vildu. Hafa fundir þesslr mælzt hið bezta fyrir hjá fólkinu í borginni, ekki sízt vegna þess aö þar gefst hverjum sem er tækifæri á því að bera fram fyrirspumir um áhugaefni sín og fá um það svör borgarstjóra. Em íbúar fyrmefndra hverfa hvattir tii að koma á fundinn f kvöld og bera fram fyrirsp.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.