Vísir - 30.04.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 30.04.1966, Blaðsíða 1
VISIR m 1450 ÚRLAUSNIR — Skriflegu prófin í Háskól- anum byrjuðu snemma í þessari viku og standa þau yfir í rúm ar sex vikur eða allt fram til 7. júní. Munnleg og verkleg próf standa enn lengur, sagði Stein grímur J. Þorsteinsson prófess- or þegar blaðið hafði tal af hon- um í Háskólanum í gærdag. I hátíðasalnum sem nú hefur verið breytt í prófsal sátu 30 verkfræðistúdentar á fyrsta ári yfir teikniborðunum, en prófað var í teiknifræði. Eins og undangengin ár er Steingrímur prófstjóri og hann heldur áfram. — Prófin hafa aukizt til þeirra muna frá því í fyrravor, að skrifiegu úrlausn imar verða í þessum vorprófum 1450, en í fyrra voru þær rétt um 1000. Að þessari aukningu stuðlar Framh á bls 6. Stúdentar á fyrsta ári í verkfræði þreyta teiknifræðípróf. Prófstjóri Steingrímur J. Þorsteinsson gengur á milii sætaraðanna. Samkomulag við lækna Borgarsjúkrahússins Ósamið við lækna Landspítalans — 1 dagur til stefnu — vænlegri sáttahorfur Samkomulag hefur náðst i læknadeilunni hvað snertir Borgarsjúkrahúsið, en enn miðar Iítt í samkomulagsátt hjá læknum og samninga- nefnd ríkisstjórnarinnar varð- andi starfsaðstöðu og launa- kjör á Landspítalanum og Rannsóknarstofu háskólans. Standa vonir til að þetta sam komulag borgarlæknanna muni auðvelda samkomulag við ríkisráðnu læknana. Eins og skýrt var frá í Vísi í gær hélt Iaunamálanefnd Læknafélags Reykjavíkur fund síðdegis í gær með full trúum borgarinnar og lauk honum með því að samkomu- lag náðist um framkomnar til ritað, að áskildu samþykki Læknafélags Reykjavíkur og borgarráðs. Munu þeir aðilar Iialda fundi mjög bráðlega Framhald á bls. 6. FH íslands- meistari - Víkingur í 1. deild FH varð íslandsmeistari í gærkvöldi. Unnu Hafnfirðingar Fram í úrslitaleiknum með 21:15 og var leikurinn allan tímann hörkuspennandi. í hálfleik var staðan 8:8, en FH náði snemma 3 marka forskoti, og jók það undir lokin. Var sigur FH í aila staði verð skuldaður, enda var leikur liðs- Fram. á bls. 6. íslenzkum matvælaiðnaði? Tilraunir i undirbúningi i Rannsóknastofnun iðnaóarins Visir talar v/ð Pétur Sigurjónsson forstjóra Nýjar aðferðir eru nú farnar að ryðja sér mjög til rúms við vinnslu matvæla, og er allt eins víst, að með þeim verði bylting í framleiðslu og geymslu mat- væla. Hér er um að ræða svo- kallaða frystiþurrkun annars vegar og geislun eða gerilsneyð- ingu með geislavirkum efnum hins vegar. Hingað til lands hafa undanfarið borizt matvæli frysti þurrkuð. En framleiðsla með þeirri aðferð er víða hafin er- lendis. Tilraunir með frysti- þurrkun eru nú í undirbúnlngi hér á landi. RANNSÓKNIR HAFNAR HÉR Blaðið sneri sér til Péturs Sig- urjónssonar, forstjóra Rannsókn arstofnunar iðnaðarins, en sú stofnun var sett á laggirnar sam kvæmt lögum frá 25. mai i fyrra og hóf starfsemi sína í haust, og hefur m. a. þessar rannsóknir með höndum. Aðspurður um þessa nýju að- ferð sagði hann: — Hún er fólgin í sérstakri þurrkun. Matvælin eru fryst og síðan er frosna vatninu breytt í vatnsgufu með undirþrýstingi og matvælin þannig þurrkuð án Frystitæki, sem notað er við rannsóknir, svipað því sem Rannsóknarstofnun iðnaðarins fær í haust. þess að þíða þau. Þetta gerir það að verkum að í þeim verð- ur engin hreyfing á efnum, þann ig haldast bragðefni í matnvæl- unum öfugt við venjulega þurrk un, þar sem efni raskast venju- Framh á bls 6. Borgarstjóri í ræðustól. Aðrir á myndinni Hulda Valtýsdóttir og Jón Ámason. eru talið frá vinstri, Þórir Kr. Þórðarson, Ágúst Geirsson, í gær var haldinn seinasti hverfisfundur af sex, sem Geir Hallgrímsson hafði á- kveðið að halda með borgar- búum, í þeim tilgangi að kynna þeim það helzta, sem á döfinni væri á vegum borg- arinnar sem og til að kynn- ast sérstökum óskum borgar- búa með tilliti til borgarinn- ar almennt, en þó sérstaklega með hin einstöku hverfi í huga. Fundurinn í gær var haldinn með íbúum Lang- holts, Voga og Heimahverfis, I Laugarásbíói, en hann sóttu um 400 manns. Með þessum fundi hafa alls um 3200 manns sótt þessa fundi borg- arstjóra og verður að teljast að þessi nýlunda hafi gefið góða raun og þessi tilhögunson símvirki, en fundarritarar frú því notuð framvegis. Mikið Hulda Valtýsdóttir og Jon Ama hefur verið um það að fólk son yfirkennari. hafi borið fram fyrirspurnir áGeir Hallgrímsson rakti ýmsa þætti fundum þessum eða.milli 20 borgarmálefna og einkum þá, og 30 á hverjum fundi. sem varða íbúa þessara hverfa, Fundarstjóri var Ágúst Geirs Framh. á bls. 6. f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.