Vísir - 30.04.1966, Side 5

Vísir - 30.04.1966, Side 5
V í SIR . Laugardagur 30. apríl 1966. 5 þingsjá Vísis Fmrnóknarflokkurím kfofínn i kísilgúrmálinu Karí Kristjánsson samþykkur málinu Frumvarp ríkisstjórnarinnar um kísilgúrverksmiðju við 3M[ý vatn kom til annarrar umræðu á fundi í efri deild í gær. Um frumvarpið hafði komið fram eitt nefndarálit frá fjárhags- nrfnd deildarinnar og mælti hún einróma með samþykkt frumvarpsins en einn nefndar- manna, Helgi Bergs (F) skrif aði undir samþykkt nefndar innar með fyrirvara. Karl Kristjánsson (F) mælti fyrimefndaráliti fjárhagsnefndar. Vek bann í upphafi máls síns að aödraganda þessa frumvarps en hann er sá að hið hollenzka fyr- irtæki, AIME, sem upphaflega tók þátt í stofnun kísilgúrverksmiðj- unnar hefði ekki treyst sér til frekari þátttöku í þessu fyrir- tæki, en samningar heföu hins vegar tekizt við bandaríska fyrir tækið Johns-Manville um að taka þátt í kísilgúrverksmiðjunni með íslendingum. En ákveðnar hefðu verið breytingar á rekstri fyrir- tækisins og starfsemi þess, m.a. varðandi sölufélag það, sem á að selja afurðir verksmiöjunnar Sagði ræðumaður að þess vegna hefði orðið að leggja frumvarp þetta fyrir Alþingi til staðfesting ar á ýmsum atriðum sem samið hefði verið um með fyrirvara um samþykkt Alþingis og væru þau atriði breytt frá fyrri lögum um kísilgúrverksmiðjuna sem væru frá 1964. Síðan vék framsögumað ur að framkvæmdum þeim, sem hafnar væru við Mývatn og lýsti þeim í nokkrum orðum. Þá sagði ræðumaður að með því að stað- setja sölufélag verksmiðjunnar hérlendis hefðu íslendingar aukn ar tekjur af því félagi þar sem um boðslaun þess yrðu skattskyld hér á landi. Að síðustu rómaði Karl Kristjánsson mjög hlut Magnúsar Jónssonar fjármálaráð herra við samningaumræðurnar og sagði að hann hefði þar komið fram af festu og lipurð. Hjalti Haraldsson (K) sagðist ekki vera málinu andstæður en lögin frá 1964 heföu verið okkur hagstæðari. Helgi Bergs (F) sagði aö hér væri næstum um ólíkt mál að ræða og hefði verið 1964. Eignar- hluti ríkissjóðs í félaginu væri minnkaöur niður í 51% en þó mætti segja að umráö íslendinga væru tryggð. Þá fann ræðumað ur að því að verið væri að breyta skattreglum til að samræma á- kvæði frumvarpsins ísl. lögum og væri það alltaf óheppileg lausn að gera frávik frá skattregl um í slíkum tilvikum. Að lokum sagði Helgi aö hann vildi fá að vita hve lengi samn- ingur þessi ætti að gilda og hvort Firmakeppni / Kópavogi Trésmiðja Sig. Elíassonar sigraði í bridge- firmakeppni KÓpavagS. Spilari: Kári Jónasson. Keppt var um farandbikar, sem Sparisjóður Kópa- vogs gaf á sínum tíma. Alls tóku þátt í keppninni 32 firmu og er röð 16 efstu þessi. Nöfn spilara í sviga: 1. Trésmiðja Sig. Elíassonar 1166 st. (Kári Jónasson) 2. Vibro h.f. 1139 st. (Oddur Sigurjónsson) 3. Vélsmiðja Gunnl. Jónssonar 1128 st. (Guðm. Gunn- laugsson). 4. Nesti, Reykjanesbraut 1122 st. (Ingi Eyvinds.) 5. Rörsteypa Kópavogs 1121 st. (Walter Hjaltested) 6. Sparisjóður Kópavogs 1113 st. (Sævin Bjarnason) 7. Sælgætisgerðin Drift 1105 st. (Björn Sveinsson) 8. Kópavogs Apótek 1096 st. (Bjarni Pétursson) 9. Sjúkrasamlagið 1094 st. (Helgi Benónýsson) 10. Netagerð Eggerts 1077 st. (Magnús Þórðarson) 11. Málning h.f. 1074 st. (Gylfi Gunnarsson) 12. Biðskýlið, Borgarholtsbraut 1062 st. (Gunnar Sig- urbjörnsson) 13. Borgarbúðin 1052 st. (Guðm. Oddsson) 14. KRON 1048 st. (Ármann Lárusson). 15. Veitingasalir Félagsheimilisins 1048 st. (Benjamín Guðmundsson). 16. Stimplagerðin 1048 st. (Gunnl. Sigurgeirsson) Eftirtalin fyrirtæki urðu að sætta sig við að lenda í B-flokki í þetta sinn (í stafrófsröð): Biðskýlið h.f. Blikksmiðjan Vogar /- Blómaskálinn Borgarsmiðjan Efnagerðin Valur Hjólbarðaviðgerðin, Múla Hraðfrystihúsið Hvammur íslenzk Húsgögn Stjórnin óskar Trésmiðju Sig. Elíassonar til ham- ingju með bikarinn og flytur öllum fyrirtækjunum þakkir sínar fyrir tryggð þeirra við bridgefélagið og heitir á áframhaldandi stuðning þeirra. Síðasta spilakvöldið á þessu starfsári verður föstu- daginn 6. maí og verður þá allsherjar verðlaunaafhend- ing. Tekið verður á móti keppnisgjaldinu. Járnsmiðja Kópavogs Kópavogsbíó Litaskálinn Verk h.f. Ora h.f. Pétur Maack, Bifreiðaverkst. Últíma h.f. Verkfæri og Járnvörur. nokkur ákvæði laganna ættu sér ekki stoð í ísl. lögum. Jóhann Hafstein sagði aö samn ingur þessi hefði lagagildi í 20 ár og að sjálfsögðu væru öll á- kvæði hans samkvæmt ísl. lög- um, eins og t.d. samningurinn um álbræðslu. Benda mætti á það ákvæöi í frumvarpinu að áformaö væri að skjóta deilumálum, ef upp kæmu til alþjóðlegs gerðardöms og benti ráðherrann á frumvarp sem nú lægi fyrir Alþingi um að ís- land gerðist aðili að alþjóölegum geröardómi sem leysti deilumál ef upp kæmu milli ríkja. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra sagði að gerðardómurinn yrði væntanlega þannig settur að hvor deiluaðili um sig til- nefndi einn mann i dóminn og Hæstiréttur Islands oddamann. Gils Guömundsson K) sagði að samningur þessi væri ólíkt óhag stæðari íslendingum en samning uuinn við hið hollenzka fyrirtæki Helgi Bergs (F) bar fram frávís- .unartillögu og kom hún fyrst til atkvæða og var felld með 10 atkv. gegn 8. Siðan var viðhaft nafnakall við 1. gr. frumvarpsins og var hún samþykkt með 11 atkv. gegn 8. Þeir sem vildu samþykkja frum- varpiö voru þessir þingmenn: Auður Auðuns, Sigurður Ó. ÓI- afsson, Ragnar Jónsson, Pétur Pétursson, Eggert G. Þorsteins- son, Jón Árnason, Karl Kristjáns- son, Magnús Jónsson, Ólafur Björnsson, Sveinn Guðmundsson og Þorvaldur G. Kristjánsson. Þeir þingmenn sem voru and vígir frumvarpinu voru: Alfreð Gíslason, Ásgeir Bjarnason, Hialti Haraldsson, Gils Guð- mundsson, Helgi Bergs, Bjami Guðbjörnsson, Ólafur Jóhannes- son og Páll Þorsteinsson. Einn þingmaður deildarinnar var fjar staddur. Var það Jón Þorsteins- son (A). Álbræðsla Frumvarpið um álbræðslu var einnig tekið til umræðu í efri deild í gær. Um frumvarpið hafa komið fram þrjú nefndarálit Meirihluti nefndarinnar leggur til áð frumvarpið veröi samþykkt ó- breytt. Að minnihluta nefndará- litunum standa þeir Gils Guð- mundsson (K) annars vegar, sem leggur til að frumvarpið verði fellt og til vara að það öðlist ein- ungis lagagildi að það hafi hlotiö samþykkt viö þjóðaratkvæða- greiðslu. Minni hlutinn, en hann skipa fulltrúar Framsóknarflokks ins í nefndinni leggur til að frum varpið verði tekið út af dagskrá og næsta mál tekið fyrir (rök- studd dagskrá). Sveinn Guðmundsson haföi framsögu fyrir nefndaráliti meiri hlutans. Gils Guðmundsson og Helgi Bergs fyrir álitum minni- hlutanna tveggja. Var Helgi Bergs að tala er fundi var frestað um kvöldverðarleytið i gærkvöldi' og var búizt við að iðnaðarmálaráö- herra mundi tala við umræðuna er lokið væri ræðum um nefndar- álitin. FRUMS ÝNINGA R Á HÁLFUM MÁNUÐI gkammt er nú stórra högga á milli hjá Þjóöleikhúsinu. Á hálf um mánuði eru frumsýnd fjögur leikhúsverk. Fyrst má geta- frum- sýningarinnar á Prjónastofan Sól- in leikriti Laxness, sem vakti mikla athygli. Þann 1. maí frum- sýnir Þjóöleikhúsið svo tvo ein- þáttunga í Lindarbæ og verður frumsýningin kl. 4 e. h. Fyrra leikritið á sýningarskránni er hinn þekkti einþáttungur „Ferð- in til skugganna grænu“, eftir danska skáldið Finn Methling. Þetta er ljóðrænt og fagurt verk, sem hefur hlotið mjög góða dóma í heimalandi skáldsins og hefur nú í mörg ár' verið á sýningarskrá Konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn. Það er aöeins eitt hlut- verk í leiknum og hefur þetta sér- stæöa hlutverk jafnan verið túlkað af úrvals leikkonum. Danska leik- konan, Ingeborg Brams, hlaut á Birgir Engilberts sínum tíma mikið lof fyrir leik sinn í þessu vandmeðfarna hlut- verki. Hér er það leikið af Herdísi Þor- valdsdóttur. Sýningartími leiksins er tæpur klukkutími. Ennfremur verður sýndur í Lind- arbæ einþáttungurinn „Loftbólurn- ar“, eftir ungan höfund, Birgi Eng ilberts, og er hann aðeins 19 ára að aldri. Þetta er fvrsta leikritið, sem sýnt hefur veriö eftir Birgi. Sextán ára hóf Birgir nám í leik- myndagerð í Þjóðleikhúsinu og lauk námi sínu þar s.l. vor. Hann starf- ar nú hjá Þjóðleikhúsinu við leik- myndagerð. Loftbólurnar er gamanleikur og eru leikendur aðeins þrír. Hlutverk- in era leikin af Bessa Bjarnasyni, Gunnari Eyjólfssyni og Gísla Al- freössyni. Leikstjóri er Benedikt Árnason. Föstudaginn 6. maí frumsýnir Þjóðleikhúsið hina þekktu óperu Ævintýri Hoffmanns, eftir Offen- bach. Leikstjóri er Leif Söderström frá Stokkhólmsóperunni, en hann sviðsetti óperuna Madame Butter fly á s. 1 .vori Hljómsveitarstjóri er Bohdan Wodiczko og er óþarfi að kynna hann, því að svo vel er hann þekktur sem stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar hér. Um 30 hljóðfæraleikarai munu taka þátt í flutningi óperunnar. Aöalhlutverkið er sungiö af Magnúsi Jónssyni, en hann er ný kominn tii landsins eftir margra ára starf við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Aörir, sem fara með stór hlutverk í óperunni eru: Sigurveig Hjaltested, Guömundur Jónsson, sem kemur fram í fjórum mismunandi gervum, Svala Nielsen, Þuríður Pálsdóttir, Eygló Viktors- Leif Söderström dóttir, Guðmundur Guðjónsson, Jón Sigurbjörnsson, Sverrir Kjartans- son og fl. 30 félagar úr Þjóðleikhúss kórnum syngja með í óperunni og auk þess nokkrar dansmeyjar og aukaleikarar. Óperan Ævintýri Hoffmanns er í fimm þáttum og er sýningartími óperunnar þrír klukkutímar. Ópera þess er sambland af draumi og veru leika þar sem draumarnir eru oft eins konar martröð. Skiptast þar á harmþrungin augnabú.k og oft mjög skopleg. Búningar og leiktjöld eru litrík og hefur leikstjórinn Leif Söderström, gert bæöi leikmynda og búningateikningar. .ass

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.