Vísir - 30.04.1966, Page 15

Vísir - 30.04.1966, Page 15
V1 S IR . Laugardagur 30. aprfl 1966. 15 HARVEI FERGUSSON: Xr Don Pedro — Saga úr Rio-Grande-dalnum hans og Texasuppruna. Hann stakk upp á að hann biði honum í næsta danssamkvæmi sitt, en því neitaði hún ákveðið. — Hann er ekki einu sinni góð- ur í spönsku, sagði hún, ég held ekki, að fólk hér felli sig við hann. Leo gat ekki gert sér grein fyrir hvort hún hefði í raun og veru and- úð á Coppinger, eða hvort hún héldi, að hann mundi hafa einhver truflandi áhrif á danssamkvæmi. Vanalega greip hún fegins hendi hvert tækifæri, sem bauðst til nán- ari kynna við gringóa og bar enga andúð í brjósti til Texasmanna. En afstaða hennar gagnvart karlmönn- um, sem voru gestir þeirra, var honum ávallt ráðgáta. Hún virtist næstum taka þeim öllum opnum örmum og heilla þá með brosi sínu — en samt ávallt ráða sjálf breidd þess bils, sem var hennar milli og þeirra. Það var því alveg augljóst, að Coppinger átti ekki að fá inngöngu í hinn venjulega gestahóp, og þar sem Leo óttaðist, að það yrði hon- um þykkjuefni, fór hann í heim- sókn til hans, og var það honum til hugarléttis, að honum var fagn- að af sömu vinsemd og áður. Copp- inger bauð upp á whisky og þeir sátu Iangt fram eftir kvöldi og töl- uðu um veðurfar og hesta og járn- brautina, sem búið var aö leggja allt til Raton-gils og brátt átti að ná allt til Las Vegas. Þeir voru á einu máli um hve víðtækar breyt- ingar væru í aðsigi, en þó myndu þær ekki ná til suðurhluta Rio Grande-dalsins. Coppinger ræddi af miklum áhuga um að fara norð- ur, þar sem gróðursælt var og gresjur miklar í grennd við Las Vegas, og stofna þar til hrossa- ræktar í stórum stíl. — Ég þarf bara að fá þar umráð yfir landi og stofna þar nýbýli — en ég þarf að fá stórt landssvæði, þar sem engin hætta er á vatns- skorti. Þama eru milljón ekrur ■ lands, sem enginn nytjar. Ég verð að fá mér graðhest af Kentucky- kyni og ég ætla líka að rækta múl- asna. Svo geri ég ráð fyrir, að geta tamið um 40 hesta á ári handa kúrekunum. Og mér virðist þetta gróðavænlegt. Leo hugleiddi málið frá öllum hliðum og komst aö þeirri niður- stöðu, að Coppinger hefði ályktaö rétt um gróðahorfurnar, en mikið fé mundi hann þurfa til kaupa á graðhesti af besta Kentucky-kyni og til þess að stofna til múlasna- ræktar og þá mundi mikið fé þurfa til kaupa á girðingarefni. Nú var 56. það öðru nær en að efni Coppingers væru vaxandi, og skuidir hans við Tienda Mendes hlóðust upp ein- hvern veginn hægt og sígandi, og það þótt Coppinger greiddi hon- um upp í úttekt í hvert skipti, sem hann komst yfir peninga. Jú, það væri ef til vill ekki óhyggi- legt, að styöja Coppinger við fram- kvæmd þessara áforma, en hann lét engin orð falla um þetta. ÖIl slík mál þurftu vandlegrar íhugun- ar með og eftirgrennslanir. Hann lét sér þvf nægja að hlusta á Copp- inger, skaut inn orði og orði, jafn- vel til þess að spyrja um nokkur atriði, hugleiddi vandlega svör hans og beindi að lokum umræðunni í aðrar áttir, nokkru áöur en hann stóð upp til þess að kveðja. Coppinger skók útrétta hönd hans glottandi. Augljóst var, að þaö hafði orðið honum til hugar- léttis og ánægju, að ræöa við Leo um drauma sína og áforrri. Vafa- laust fannst honum, að nú, er hann haföi rætt þau við hann, stæði hann nokkrum skrefum nær settu marki. — Komdu aftur, Leo, sagði hann — þú mátt vita, ef þú verður leið- ur í svip á mexikönskum körlum og konum, að þú getur alltaf verið viss um, að hér verður til whisky- lögg og ketbiti. IV. ... í Don Pedro eins og lang- flestum mexíkönskum bæjum var efnt til Dia San Juan, þvf að Bapt- istinn Sankti Jón var hinn helgi maður hestamanna, og í þessu landi var nær hver maður hesta- maöur. Hátíðin var haldin 24. júní, en á þeim tíma er vanalega logn, heiður himinn og steikjandi hiti. Gömul venja var, að menn byrjuðu daginn með því að baða sig og það gerðu flestir, fullorönir karl- menn og strákar busluöu í ánni, en konur á afskekktum stöðum og fóru út í, klæddar sfðum línserkj- um. Margir hestamenn ríða hest- um sínum út í ána og mátti þar sjá margan kviknakinn hestamann sundríöa fríðum fáki, ef nógu mikið var í fljótinu, en ella þvoðu þeir hestana hátt og lágt. Margir þess- ara hestamanna ætluðu að reyna hesta sína, f svo kallaðri „gallo"- keppni, sem ávallt fór fram síð- degis á þessum hátíðisdegi. Á kvöldin var ávallt mikið dansað, mikið drukkið af heimabrugguðu víni, og mikið um annan gleðskap. Leo hafði oft verið viðstaddur Dia San Juán og ávallt hafði þetta verið hátíð alþýðufólksins, en mjög ótítt, að virðingar- og efna- menn væru þar. Hérna f Don Pedro voru harðfengir reiðmenn van- ir að þeysa um með slöngvivað úti á sandsléttunum til þess að fanga og fella tarfa, sem léku list- ir sínar í keppninni, og það voru þeir, sem fjölmennastir voru í eina danssalnum við torgið, er dansinn hófst um kvöldið. En þetta árið skyldi allt vera með öðrum hætti og það var Magda lena, sem átti hugmyndina. Hún bauð fjölmennum vinahópi til kvöld veröar og dansleiks, og ungir menn af beztu ættum dalsins, áttu aö taka þátt i síðdegiskeppninni, og hugðu ekki sízt konur gott til að geta notið þeirrar skemmtunar. Og f þetta skipti mundu verða reyndir í keppninni flestir beztu gæðingar dalsins, en allir reiðmennimir góð- ir hestamenn og sumir afburða- slyngir. Flestir hestanna voru fram í ætt- ir komnir af hestakynjum í löndum Berba og Araba, með smá eyru og hringaöa makka, — þeir voru niðj- ar hestanna, sem báru á baki sér riddara, sem geystu fram svo að ekkert stóöst fyrir, á Spáni og í Mexíkó. Hver riddari um sig hafði lagt á fák sinn viðhafnarhnakk sinn, oft silfurbryddan, en undir hnakknum var breitt á bak hests- ins svart Navajo-reiðteppi með rauðum bryddingum. „Höfuðleður" voru fléttuö haglega úr hrosshári, með skúfum skreyttum litlum silf- urskjöldum, en bitlar slíkir, að væri þeim beitt harkalega gat hesti Setjum upp Mælum upp Loftfesting Veggfesting IStíWfAJ Lindargötu25 simi 13743 T A R Z A N Það þennan gaman núna. WELL, JU7GE 5KW, HERE'S TO OUR. f’AKTNEitSHIP' - MAY WE ALWAYS THRIVEÍ. YOUR WISH IS MV' C0MMAN7,' SEAUTiFUL SEEEUA.. IF ONLY IT WEKE THE OTHER WAYAKOUNP! j IT' JjmJ CílMpO er yndislegt að eyða kvöldinu á hátt Peter, er það ekki?, Mér þætti að vita hvað lýðurinn er að gera Peter Crisp hefði sannarlega oröið undr- andi ef hann hefði vitað það. Ef vinir okkar tveir eru ekki dauðir, þá er búið að koma þeim örugglega fyrir í fangelsi þar sem þeir munu rotna. Jæja, Brand dómari. Skál fyrir samvinnu okkar, gangi okkur alltaf vel. Ósk þín er mér sem fyrirskipun Serene fagra ... að- eins ef hlutimir væru örlítið á annan veg. Sjóstukkurnir ódýru fást enn, svo og flest önn- ur regnklæði, regnkápur (köflótt- ar) og föt handa bömum og ungl- ingum. Vinnuvettlingar og plast- vettlingar o.fl. — Vopni h.f. Aðal- stræti 16 (við hliðina á bflasölunni) EKCO S JÓN VARPSTÆKIÐ AFBORGUNARSKILMÁLAR OOPÍ&C33 Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, EKCO-S J ÓN VARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI. betur meö BÍanz- nrlBslli itijl nochhal i«d* Friiw manti h íwkcéh glans hárlagningar- vökva HllLDiÖLtllltCDIR (SLENZK ERLENDAVERZLUNÁRfÉÍAGIÐ HF

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.