Vísir - 30.04.1966, Page 16

Vísir - 30.04.1966, Page 16
tf*saí Kjarvals- sýning Á sunnudagskvöld 1. maí lýk ur Kjarvalssýningu þeirri, sem staðið hefur yfir undanfamar vikur í Listasafni Islands. At- hygli skal vakin á því, að þar er nú í fyrsta sinn til sýnis mál- verkið Svanasöngur, sem Kjar- val gaf Listasafninu fyrir skemmstu. Laugardaginn 30. apríl og sunnudaginn 1. maí verður sýningin opin frá kl. 13,30—22. Fólki er bent á aö nota þetta einstaka tækifæri til að kynnast listaverkum Jó- hannesar S. Kjarvais í eigu Lista safns íslands. LOKID AÐALSKIPULAGI SEL- TJA RNA RNESHREPPS Lokið er gerð tillöguuppdrátt- ar að aðalskipulagi Seltjamar- neshrepps og er uppdrátturinn til sýnis þessa dagana á skrif- stofu hreppsins. Uppdráttur þessl er gerður á grundvelli einn ar tillögu af sex, sem skipu- lagsstjóri ríkisins gerði fyrir Seltjarnarnes árið 1964. Hefur síðan verið unnið að ýmsum at- hugunum varðandi skipulagið og liggur niðurstaða beirra nú fyrir í uppdrætti þeim, sem nú er til sýnis. Gatnakerfi skipulagsins bygg- ist á þeirri grundvallarhugmynd, að Eiðsgrandi verði aðaltenging in við Reykjavík, og að aðal- götur á nesinu sjálfu liggi með- fram ströndinni, umhverfis byggðina. Verður því íbúða- byggðin sjálf að mestu laus við gegnumakstur, og að auki verð ur kerfi gangstiga um íbúða- svæðin. Meginhluti landsins er ætlað- ur til íbúðabygginga. Eru þau svæði einkum þrjú: Svæði frá Vegamótum að Suðurbraut, svæði á Valhúsahæð og um- hverfi hennar, og svæði vestan Lindarbrautar — Iðnaðarsvæði verða mjög takmörkuð á nesinu og verða aöeins við Bygggarö og Isbjö.rninn. Miðbæjarsvæði er á- ætlaö á anðu svæði suðvestan Isbjarnarins og svæði fyrir ýms ar stofnanir er áætlað, að verði norðaustan Seitjarnar. Samfelld opin svæði eru aðal- lega þrjú: Suðumes, Grandamir og Snoppan. Valhúsahæöin. í- þróttasvæði I mýrinni við Eíóí. Á grundvelli þessa aðalskapu lags verður síðan unnið að detli skipulagi einstakra bygginga- svæða eftir því sem þörf krefur. PatreksíjarBarhöfn dýpkuB um 40-50þús. rúnunetra Um þessar mundir er unnið að dýpkun hafnarinnar á Patreksfirði, en dæluskipið Sandey annast það verk. Verkið hófst skömmu eftir páska og mun sennilega liúka í lok mai. Aðallega er unnið að dýpkun og breikkun innsiglingarrennu og að auka snúningssvæði í höfninni sjáifri. Ætlunin er, að skipið dæli upp 40—50.000 rúmmetrum alls. Seinna verður urinið að því að steypa ofan á hafnarbakkann, sem liggur út með innsiglingunni. Alls verður varið 3 millj. kr. í þessar framkvæmdir i sumar og er helm- ings þess fjár afiað úr Viðreisnar- sjóði Evrópuráðsins. Innsigling Patreksfjarðarhafnar hefur ætíð valdið nokkrum erfið- leikum, hefur verið of grunn og þröng og hefur það tiðum gerzt, að skip hafa kennt grunns í henni. Nú á að ganga þannig frá henni, að hún verði 40 metra breið á fullu dýpi, sem er 6 til 7 metrar. Þej ar ofan á það bætisL að snúning: svæði hafnarinnar verður auki upp í 130 metra þvermál, eiga ö núverandi skip íslenzka flotans a geta athafnað sig i höfninni. Höfr in á Patreksfirði var upphafleg gerð með nokkuð sérkennilegum hætti. Þannig háttaði til, að stöðu- vatn var á Vatnseyrinni og var grafin renna úr þvi og fram í sjó, en vatnið dýpkað. Kristján hengir upp ÍRSKAR kartöfl ur í búðir hér Um miðjan mai koma hingað 650 tonn af írskum úrvalskart- öflum. Geta Reykvíkingar litið með gleði til þeirra tíðinda, vegna þess að hörmulegt hefur kartöfluástandið oft verið hér á vorin. Hafa menn þá orðið að notast við pólskar kartöflur sem ekki hafa alltaf verið í sérstök- um gæðaflokki. Hér er að þessu sinni um að ræða fyrsta flokks vöru og eru kartöflumar að þessu sinni keyptar frá irlandi vegna þess að þar ríkir engin gin- og klaufa 1 veiki. Ekki hafa í mörg ár kom- ið kartöflur hingað til lands frá | Iriandi þar sem kartöfluviðskipt unum hefur verið beint austur á bóginn vegna vöruskiptanna við austantjaldslöndin. írland er | sem kunnugt er eitt mesta kart öfluræktarland í heimi. Má búast við að hinum írsku kartöflum verði dreift í verzl- anir seinni hluta maimánaðar. Efninu, sem Sandey dælir upp, er dælt eftir leiðslum vfir Vatnseyr- ina um 350 metra ieið og er notað til landmyndunar sunnan og innan við eyrina. í dag ki. 2 opnar Kristján Daviðsson listmálari sýningu í Bogasal á 19 málverkum eftir sig. Sýningin verður opin 2—10 e.h. næstu tfu daga. Tvö ár eru sfðan Kristján hélt síðast einkasýningu, en þessa dag- ana eru einnig sýnd málverk eftir hann á samsýnlngu í Unnhúsi. — Myndin er tekin af Kristjáni við uppsetningu sýningarinnar í Bogasal. Áhugi á starfí — Það hafa þegar þó nokkr- ir spurzt fyrir um starfiö við veðurathuganir á Hveravöllum, svo að ég reikna með að það sæki allmargir um það, sagði Flosi Hrafn Sigurösson deildar- stjóri áhaldadeildar Veðurstof- unnar í viðtali við Vísi i morg un, en Veðurstofan hefur aug- lýst eftir fólki til að dveljast á Hveravöllum næsta vetur og sumar. — Hvernig hefur gengiö á Hveravöllum í vetur? — Þaö hefur gengiö mjög vel betur en maður bjóst viö. Björgvin Ólafsson og Ingibjörg Guömundsdóttir hafa veriö þama innfrá síðan í ágúst og veröa þar til nýir starfsmenn koma og taka viö. — Hafa þau getað komið til byggða á þessum tíma? — Nei. það er reiknað meö aö fólk sé á staðnum allan tímann og ekki reiknað með aö farið sé inn á Hveravelli yfir veturinn En í vetur hefur veriö svo snjó- létt aö þaö hefur veriö dá- lítið um að fóik færi inneftir og held ég aö mér sé óhætt aö segja að þau hafi fengið heim- sóknir mánaðarlega. Ættingjar þeirra hafa heimsótt þau og Veðurstofan þá notað tækifærið og sent þeim eitthvert nýmeti en annars er gert ráð fyrir að vistir allar séu fluttar þangað á haustin. Það er dieselrafstöð við húsiö og því hefur verið komið fyrir frystikistu, þannig að þau þurfa ekki eingöngu að lifa á niðursoönum eða söltuð- um mat. — Verða veðurathuganir á öörum stööum á hálendinu í sumar? — Þaö hefur ekki verið gengið frá þeim málum ennþá en undanfarin ár hefur verið maður við veðurathuganir í Jök ulheimum um þriggja mánaða skeið og má gera ráð fyrir að svo verði aftur í sumar, en um aðra staði verður vart að ræða. \ í árekstri við lög- regluaa Rétt fyrir kl. 6 í fyrradag varð árekstur á gatnamótum Miklu- brautar og Eskihlíðar. R 10546, sem er af gerðinni „Volga“, kom ofan Miklubrautina og sat kona undir stýri, en samtímis kom lögreglubifreið um Miklatorg og beygði upp í Eskihlíðina. Skall Volgan á hlið lögregluþílsins með þeim afleiðingum, sem myndirnar sýna. Ekki er vitað um meiðsl í sambandi við árekst urinn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.