Vísir - 24.05.1966, Qupperneq 7
V Í SIR . Þriðjudagur 24. maí 1966,
7
tjæsssB
Eigendur Tómstundabúðarinnar, Þórhallur Helgi og Pétur FilippussynSr í miðri „tjaldborginni“ í hinni nýju
deildverzlunarimtar.
„ Tjaldborg“ í Tómstundabúðinni
Tómstundabúðin £ Reykjavík hef
ur nú fært út kvíarnar og opnað
mjög athyglisverða deild, þar sem
á boðstólnum verða alls konar
ferða- og sportvörur, svo sem
tjöld, svefnpokar og vindsængur,
og annað til ferðalaga, svo og veiði
stengur og annar veiðiútbúnaður.
Er þessi nýja verzlunardeild á II.
hæð að Skipholti 21, en á fyrstu
hæð hefur verzlunin haft á boð-
stólnum tómstundavörur um nokk-
urra ára skeið.
Þessi nýja verzlunardeild er sér-
staklega athyglisverð vegna þess
að vörum er þannig fyrir komið
að viðskiptavinurinn getur skoðaö
þær gaumgæfilega og handfjatlað
þær sem væri hann í kjörbúð. Á
þetta einkum við um tjöldin, sem
taka nú mest rými hinnar nýju
verzlunardeildar. Hafa tjöldin ver-
iö reist þannig að viðskiptavinur-
inn getur gengið inn £ þau og
þannig gert sér grein fyrir út-
liti þeirra og stærð. Umrædd tjöjd
sem á boðstólnum eru, eru inn-
flutt og eru af öllum stærðum,
allt frá tveggja manna „jöklatjöld-
um“ upp í heila sumarbústaði ef
svo má aö orði komast, og eru
þau þá hólfuö niður og ætluð til
lengri dvalar. Eru tjöldin mjög
mismunandi að lögun og litirnir
fjölbreyttir þannig að búast ná við
að tjaldborgir ferðamannastaða hér
á landi verði litskrúðugri í fram-
tíðinni en verið hafa.
•r hbjisihififtíss&fvv 'æu óa tóI
íslendincÍaheÍm]
ILI I MUNCHEN
Ræðismaður fslands £ Miin-
chen, hr. Heinrich Bossert,
hefur nýlega kevpt húseignina
Friedrichstrasse 25, sem er ná-
lægt háskólanum og tæknihá-
háskólanum, og hyggst gera þar
Islendingaheimili, svo að allir
íslendingar, er £ Miinchen
dvelja stuttan eða langan tima
eigi kost á sameiginlegum vist-
arverum.
Væntir ræðismaðurinn að
þetta geti orðið til þess að
styðja íslendinga i námi og efla
menningar- og félagsleg sam-
skipti íslands og Þýzkalands.
Hr. Heinrich Bossert hefur,
frá þvi hann var skinaður ræð-
ismaður í Miinchen fyrir sjö ár-
um, borið hag íslenzkra náms-
manna þar í borg mjög fyrir
brjósti og hvorki sparað fé né
fyrirhöfn í því skyni.
Hann var sæmdur riddara-
krossi Fálkaorðunnar í vor.
Fréttabréf frá
Patreksfirði
Barna- og unglingaskóla Patreks-
fjarðar var slitið i kirkjunni 12.
maí. Nemendur skólans voru 192,
þai; af 36 i unglingaskólanum.
Hæstu einkunn á barnaprófi hlaut
Þórdís Elfa Jónsdóttir, 9.34. Hæstu
einkunn á unglingaprófi hlaut Á-
gústa Óskarsdóttir, 8.66. Veitt
voru verðlaun, frá Lionsklúbbnum
fyrir fágaða framkomu í fram-
haldsdeildum, og frá skólanum fyr
ir námsafrek í ýmsum bekkjum
skólans. Átta kennarar, þar af
tveir stundakennarar, störfuðu við
skólann. 30 nýir nemendur komu í
vorskólann og eru þar nú milli 75-
80 nemendur. Vorskólinn starfar út
maí og eru fjórir kennarar við
hann. Skólastjóri á Patreksfirði er
Jón Þ. Eggertsson.
Sjómannadagurinn var haldinn
hátíölegur að vanda á Patreksfírði
Kappróður fór fram á laugardags-
kvöldiö og kepptu nokkrar sveitir.
Sigurvegarar urðu starfsfólk Fiski-
vers h.f. Giftar konur unnu ógiftar
og unglingar á Vatneyri unnu ungl-
inga á Geirseyri. Á sunnudaginn
messaði séra Tómas Guömundsson
sóknarprestur í kirkjunni kl. 10.30.
Útihátíðahöldin hófust kl. 2 á plan
Framh. ð bís. 6
—
Upp til fjalla
3. rit Félags Biskupstungnamanna nýkomið út
Félag Biskupstungnamanna i
Reykjavík hefur gefið út 3 bindi
af átthagaritinu „Inn til fjalla“ og
er hið sfðasta alveg nýútkomið.
í formálsorðum segir: „Er það
með sama svipmóti og þau fyrri,
frásagnir tengdar Biskupstungum
á einhvern hátt, sumar teknar úr
prentuðu máli, aðrar frumritaðar“.
Til þess að lesendur Vísis fái
nokkra hugmynd um efni þessa átt
hagarits skal þetta tekið fram:
I öðru bindinu birtist manntal
Biskupstungna frá 1850. Var það
svo vinsælt, að nú var horfiö að
því ráði að birta manntölin frá
1901 og 1950 og „mun mörgum
þykja forvitnilegt að bera saman
mannfjölda heimilanna fyrir og
eftir þau tæp 50 ár, sem í milli
þeirra liggja, og mestar breyting-
ar í öllu þjóðlífinu hafa orðið á
frá því land byggðist umrót mold-
ar og manna“.
Efni nýja bindisins: Endurreisn
Skálholtsstaðar, eftir Guðrfði Þórar
insdóttur Gissur ÞorleifSs. og Dalla
Þorvaldsdóttir, eftir herra biskup-
inn Sigurbjöm Einarsson (leikþátt-
ur sýndur á sumarsamkomu Skál-
holtsfélagsins 1951). Torfastaöa-
prestar, Prestshjónin á Torfastöð-
um 1906—1955. Lítið sýnishom af
kveðskap séra Guðmundar Torfa-
sonar og Ungmennafélag Eystri-
tungunnar og Ungmennafélag Bisk-
upstungna, allar greinamar eftir
Guðríði Þórarinsdóttur, Heimsókn
Stephans G. Stephanssonar, eftir
S. E., Sigurður Greipsson og Hauka
dalsskólinn, eftir Þorstein Sigurös-
son, Sigríður á Vatnsleysu (minn-
ing) eftir Guðríði Þórarinsdóttur,
Hjónin £ Litla Hvammi eftir Áma
Óla. Tryggð við átthaga og ættjörö
(um Ingimund í Litla Hvammi) eftir
Guðr. Þór. Og enn er grein eftir
hana: Hólasystur. Siguröur Skúla-
son magister skrifar um Gullfoss
og Geysi. Dulrænar smásögur skráð
ar af Þorsteini Þórarinssyni o. fl.
Ástir dalastúlkunnar og fjallasveins
ins við Gullfoss, eftir Jón Gísla-
son, og loks skýrslur, manntölin,
sem áður var drepið á, og nafna-
skrá, og ber það vel að meta, að
hún fylgir.
Vert er að vekja sérstaka at-
hygli á hve mikinn og góðan skerf
Guðríður Þórarinsdóttir hefir lagt
fram við útkomu þessa bindis. Frá
gangur þess er að öillu vandaður.
Ritiö er 180 bls. Pappír góður.
Myndir margar. Bókin er prentuð
í prentsm. Hólar.
Ritið er félaginu tjl sóma og er
eitt af mörgu, sem sýnir góðan
hug og ræktarsemi manna í átthaga
félögunum, en starfsemi þeirra er
víðþætt og sýnd með ýmsu móti,
hér með útgáfustarfsemi, en allt
byggist á ræktarsemi í garð átt-
haganna, — en ef til vill er það
ræktarsemi við allt gott sem þjóð
in hefir ekki sízt þörf fyrir aö
þroska með sér og sýna í verki
A. Th.
Ný flugvél bœtist í flotann
Var flogið i nokkrum áfóngum frá Bandarikjunum
Fyrir helgina bættist íslend-
ingum ný flugvél í flugflotann.
Það var Flugstöðin, sem fékk
nýja sex sæta og tveggja
hreyfla vél af Piper Twin
Comanche B-gerð. Vélin var
keypt í New Yersey í Banda-
ríkjunum og sóttu hana þeir
Bragi Nordahl flugmaður og
Sigurður Ágústsson, sem var
Braga til aðstoðar.
— Þessi flugvél er einn mesti
tæknilegi sigur Piper-verksmiðj-
anna, sagði Sigurður Ágútsson
við tíðindamann Vísis á föstu-
daginn þegar þeir félagar voru
nýkomnir að vestan með flug-
vélina. — Vélin hefur einstak-
uT«i—mi.nwiiiiwn^g—w
lega skemmtilega flugeiginléika
og lætur vel að stjórn. Flug-
hraði er 190 mílur á klukku-
stund, en flugþolið er 10 tímar.
Þessi vél var upphaflega gerð
árið 1963, sem fjögurra sæta
vél, en það kom fljótt í ljós að
hún gat annaö miklu meir en
hún hafði upphaflega verið
gerð fyrir. Við ætlum að nota
þessa vél til leiguflugs, en einn-
ig er ætlunin að nota hana til
kennsluflugs og þá aðallega til
blindflugkennslu.
Þykir starfsfélögum ykkar
það vera glæfrafyrirtæki að
fljúga svona lítilli flugvél þessa
leið?
Nei, ekki höldum við það.
Það eru alltaf vélar í þessum
stæðrarflokki á leið vestur og
austur urh haf. Við fórum þetta
í mörgum áföngum. Fórum
fyrst frá New Yersey til Sidney
í Kanada. Næsta dag fórum við
til Gander á Nýfundnalandi, en
urðum að bíða þar í einn dag
vegna veðurs. í Narsassuaq í
Grænlandi hittum viö Þorstein
Jónsson flugstjóra og áhöfnina
á Straumfaxa. Urðu miklir
fagnaðarfundir og dvöldumst
við þar lengur en við höfðum
upphaflega gert ráS fyrír. Frá
Narsassuaq héldum við svo um
klukkan 2 á föstúdag, I yndis-
legu veöri og vorum tæpa fimm
tíma á leiðinni.
\